Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 28
36 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 > Kakkalakkar falla kosti verið þakklátir fyrir að hafa ekki kakka- lakka. Ógeðs- legri og illdræp- ari kvik- indi eru varla til, eins og þeir vita gerst sem hafa lif- að með þeim í útlöndum. Nú hafa vísindamenn við háskól- ann í Gainsville í Flórída fundið að því er virðist óbrigðula leið til að hafa betur í baráttunni endalausu. Frá því segir í tímaritinu New Sci- entist. Vísindamennirnir uppgötv- uðu að kakkalakkar elta skíta- slóðina eftir bræður sína og þar með að hægt væri að nota efnasamböndin í saurnum til að lokka þá í gildu. Sjálfur saurinn var hins vegar svo illa þefjandi að hann var ekki brúklegur. Hann var því leystur upp í vatni og efn- in í honum einangruð og síðan notuð til að leiða ófognuðinn í gildru. Ógnareldgos á Suðurskautslandi Vísindamenn sem voru að bora í hafsbotninn undan Suð- urskautslandinu fundu óvænt vikurlag og önnur gosefni sem benda til að þar hafi orðið ógnarstór eldgos fyrir 25 millj- ónum ára. Gosefnalögin voru allt að 1,2 metra þykk. Það þykir benda til að gosin hafl haft gríðarleg umhverfisáhrif um heim allan á sínum tíma. Talið er að gosmökkurinn hafi náð 50 til 70 kílómetra upp í himinhvolfið. Þykkasta gosefnalagið þykir til merkis um að eitt gosanna hafi verið jafn öflugt og gosiö í Krakatau-fjalli í Indónesíu ár- ið 1883. Gosið oUi flóðbylgjum sem urðu meira en 36 þúsund manns að bana. Tónlistarnám skerpir minnið Sambandið er kannski ekki augljóst en tónlistamám getur bætt svokaUað langtima yrt minni, segir í grein i tímarit- inu Nature. Rannsóknir vís- indamanna í Hong Kong hafa sýnt fram á að tónlistamám virðist stækka þann hluta heil- ans sem kaUaður er vinstri planum temporale og gerir okkur kleift að muna orð. Agnes Chan og félagar hennar við kínverska háskól- ann í Hong Kong könnuðu yrt minni 60 háskólameyja. Helm- ingur þeirra hafði stundað tónlistamám í sex ár fyrir tólf ára aldur. Sextán orða listar voru lesnir þrisvar sinnum fyrir tilraunadýrin og þau síð- an beðin um að endurtaka það sem þau mundu. Skemmst er frá því að segja að stúlkurnar sem höfðu lært tónlist mundu fleiri orð en hinar sem ekki höfðu stundað tónlistamám. Niðurstöðurnar koma heim og saman við niðurstöður ann- arra rannsókna á áhrifum tón- listar á heilastarf. *; l/j£ÍJjj ijj l)!)' jliUJíjjd ' Happafundur vísindamanna í Patagóníu: Fósturvísar rísaeðla í óútklöktum eggjum Vísindamenn geta líka haft heppnina með sér eins og aðrir menn. Þeir þurfa að minnsta kosti ekki að kvarta sem voru við upp- gröft í afskekktum dal í Pata- góníuhéraði í Argentínu fyrir einu ári. Á öðrum degi rákust þeir á risaeðluegg með fósturvísum í. Það þykir hinn merki- legasti fundur. Vís- inda- menn- irnir sem fundu eggin segja að stein- gerv- ingarn- ir séu hinir fyrstu þar sem finna mátti ummerki húðar af fóst- urvísum risa- eðlu. Þá eru þetta fyrstu þekktu fóstur- vísar hinnar risastóru graseðlu, sem svo er kölluö og enn fremur fyrstu risaeðlu- fósturvísamir sem finnast á suður- hveli jarðar. „Uppgötvunun mun veita miklar nýjar upplýsingar um þróun risa- eðla og um æxlunarférli þeirra," segir vísindamaðurinn Luis Chi- appe. Greint var frá uppgötvun vísinda- mannanna í vísindaritinu Nature sem kom út fyrir nokkrum dögum og emmg er sagt frá henni í desemberhefti National Geographic tímaritsins. Rodolfo Coria, starfsfélagi Chi- appes og forstöðumaður Carmen Fu- nes safnsins í Nwuquen í Argent- ínu, segir að uppgröfturinn geti opnað dyr þekkingar á lífeðlisfræði og vaxtarhraða graseðlanna sem áður hafi verið lokaðar. Hann segir að svo kunni að fara að vísinda- menn geti annaðhvort hafnað eða rennt stoðum undir kenning- ar um risaeðlumcir sem byggjast á rannsókn á ÉI beinagrindaleifum fullorðinna dýra. Eggin sem fundust eru 12 til 15 sentí- metrar í þvermál. Beina- bygging fóstur- [ vísanna I og ör- i smáar tenn- urnar á þeim þykja benda til að þarna sé um graseðlur að ræða. Þær voru risavaxnar með langan hala, langan háls, lítinn haus og fjórar lappir eins og fíll. Fullvaxnar urðu skepnur þessar tólf til fimmtán metra háar. „Við vissum að á svæðinu vora til steinar af réttum aldri en við vissum ekki að svona steingerving- ar væru þarna,“ segir jarðfræðing- urinn Lowell Dingus, „Eggin komu okkur mjög á óvart.“ Frumrannsóknir benda til að egg- in hafi varðveist vegna þess að þau hafi grafist í leirframburð fomra áa Fornar þjóðir í Ameríku: Hömruðu gull og skáru nokkru fyrr en talið var Málmagnir sem fundust við upp- gröft í ævagömlu musteri í Andes- fjöllum benda til að íbúar Amer- íkuríkja hafi verið famir að gylla skrautmuni og hugsanlega fatnað fyrir meira en þrú þúsund árum. Richard Burger, fornleifafræðing- ur við Yale-háskóla í Bandaríkjun- um, segir að gull- og koparmun- ir, sem fundust við Mina Perdida á strönd Perús, séu 3400 ára gamlir. Þeir sýni að íbúar nýja heimsins hafi gert tilraunir með málm- smíði löngu áður en þeir tóku til við að bræöa málm. „Menn töldu að á þessum tíma hefðu menningarþjóðir þess- ar alls ekki unnið í málm. Þetta eru fyrstu vísbendingar um málm- vinnslu í miðhluta Andesfjalla," segir Burger sem vann að rannsókn- inni. Vísindamennirnir beittu kolefnis- aldursgreiningu og komust að því að málmþynnurnar sem búið var bæði að hamra og skera voru unnar 500 áram áður en talið var að málm- vinnsla hefði hafist í nýja heiminum. Mun- irnir, sem eru á stærð við frímerki, era þó miklu yngri en sambærilegm hlutir úr gamla heim- inum, eða því sem nú er Tyrkland. Þeir hlutir era taldir vera átta þús- und ára gamlir. Brotin frá Perú sýna hins vegar fram á að fornar þjóðir á þeim slóð- um hafi hamrað innlenda málma, gert úr þeim þynnur og fest gull við koparmuni í fyrstu tilraunum sín- um til að gylla hluti. í grein í tímaritinu Science segja vísindamennirnir að þessir fyrstu skrautmun- ir hafi ekki verið jafnvandaðir og þeir sem síðar vora gerðir. Munimir fund- ust í eins konar hofi sem var reist fyrir fjögur þús- und árum rúma tuttugu kílómetra suður af Lima, höfuð- borg Perús. Þynnurnar sem fornleifafræðingarnir grófu upp era of litlar til að hægt sé að átta sig á hvemig munirnir sem þær skreyttu litu út. Fundarstaður- inn bendir þó til að þeir hafi verið notaðir í trúarlegum tilgangi. sem flutu yfir bakka sína. Dingus segir að vísindamennirnir hafi aðeins fundið beinaflísar á fyrsta degi uppgraftrarins í nóvem- ber 1997. Þeir hefðu hins vegar veitt athygli hrjóstragu svæði og ákveðið að leita þar á öðrum degi leiðang- ursins. Og viti menn, þar voru egg í þúsundatali og í tugum þeirra voru fósturvísar. Eggin eru frá síðara skeiði krítartimabilsins, eða 70 til 90 milljón ára gömul. „Heppnin var með okkur þennan dag,“ segir Lowell Dingus. Börnunum þykir töff að sjá for- eldrana reykja Ekki er ofmælt að bornin læri það sem fyrir þeim er haft. Rannsóknir vestan úr Ameríku sýna að grislingum sem eru ekki eldri en þriggja eða fjög- urra ára finnst reykingar töff ef foreldrar þeirra reykja. Og það sem meira er, krakkarnir hafa í hyggju að reykja sjálfir þegar þeir era orðnir stórir. Christine Williams sem starfar við bandarísku heilsu- stofnunina i Valalla í New York segir niðurstöður sínar sýna mikilvægi þess að beina áróðr- inum gegn reykingum að smá- börnum. Og ekki sé síður mikil- vægt að fá foreldrana til að hætta að reykja. „Þessir þriggja og fjögurra ára krakk- ar voru þegar farnir að mynda sér skoðanir á því hvort þeim fynd- ist töff að reykja," segir Christine Williams. „Líkurnar á að bam- ið ætli sér að reykja þegar það verður stórt aukast til muna ef einhver á heimilinu reykir, einkum ef það er móðirin." Williams segir að ekki sé nóg að fara út í garð til að reykja. Foreldrar sem vilji ekki að börn- in þeirra reyki verði sjálfir að hætta. „Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Það er ekki nóg að foreldrarnir segi: Gerðu það sem ég segi en ekki það sem ég geri,“ segir Williams. Meira en fjórðungur banda- rísku þjóðarinnar reykir. Á næsta ári mun ein milljón barna í Bandaríkjunum byrja að reykja og þriðjungur þeirra mun um síðir látast úr sjúkdóm- um af völdum reykinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.