Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 29
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 37 Alþjóðlega geimstöðin: Mikilvægur áfangi á leiðinni til Mars Alþjóðlega geimstöðin er eitt skref í langri ferð mannkynsins til annarra sólkerfa. Fyrsta hluta alþjóðlegrar geim- stöðvar var komið á sporbaug um jörðu fyrir skömmu, eins og sagt hefur verið frá hér á tæknisíðunum. Geimstöðin hefur þó ekki náð að vekja jafnmikla athygli og umfjöll- un til jafns við mannaðar feröir til tunglsins eða ferðir ómannaðra far- artækja til Mars. Ein ástæða þessa er sennilega skortur á ákveðnu takmarki fyrir hina nýju geimstöð. Geimfarinn Michael Foale, sem starfar við Johnson Space Center í Houston og hefur m.a. dvalið um borð í geimstöðinni Mír, vill þó meina að vissulega séu markmiðin fyrir hendi. „Grunnástæðan fyrir því að mannkynið leggur af stað út í geiminn er að við erum forvitnar verur. Margar og mikilvægar rann- sóknir verður hægt að stunda í geimstöðinni og munu þær koma sér vel fyrir vísindasamfélagið," segir hann. „En í undirliggjandi er þrá sem er miklu sterkari en bara að fram- kvæma rannsóknir í geimnum. Rannsóknirnar eru í sjálfu sér ekki markmið geimstöðvarinnar. Frekar má segja að hún sé áfangastaður okkar á leiðinni enn þá lengra út í geim.“ Að hans mati mun mannkynið aldrei komast til Mars án þess að vinna að verkefnum eins og alþjóð- legu geimstöðinni. En Mars er held- ur ekkert lokatakmark að hans mati. „Við erum á leiðinni í langt ferðalag til að rannsaka alheiminn utan okkar heimkynna. Mars er bara eitt skref og nýlenda á plánet- unni er hluti þessa skrefs. Síðan mun taka við námuvinnsla í loft- steinabeltum. Komið verður upp stöðvum við endamörk sólkerfisins og að endingu munum við senda geimskip af stað í átt að öðrum sól- kerfum," segir Foale. Upphafsstafir þínir á bílinn, ókeypis! Viðarlíki gullfallegt, sett á mælaborðið með hitaaðferð. Hagstætt verð. Dökkar filmur á rúðurnar, settar á með hitaaðferð. • Klæðum sætin með áklæði. • Gerum lakkið næstum eins og nýtt. • Setjum upphafsstafina þína á bílinn. Bíllinn verður sem nýr - fallegur og seljanlegri. Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 / 544 5990 -« t Nýjar uppgötvanir varðandi þróun lífvera: „Dómsdagsgen" geta breytt lífvemm á örfáum árum Urðu apar að mönnum á einungis nokkrum áratugum? Nei, ekki er það nú svo en vísindamenn hafa þó fundið vísbend- ingar um að þróun geti átt sér stað á stuttum tíma. Ef hitastig á jörðinni hækkar snögglega er liklegt að líkamar manna og margra dýra þurfi aö þreytast svo þau geti lifað af. Mann- fólkið gæti t.d. átt meiri möguleika með öðrum húðlit eða hala sem myndi auðvelda því að ferðast um regnskógana sem myndu spretta upp um allan heim. Ef vísindamenn við Chicagohá- skóla hafa rétt fyrir sé er mögulegt aö viö berum nú þegar í okkur gen sem gætu valdið slíkum breyting- um. Þeir hafa verið að rannsaka bananaflugur og telja sig hafa fund- ið út að lífverur búa yfir ákveðnu „neyðarkerfi" sem tekur til starfa ef umhverfið breytist snögglega. Þegar flugunum var talin trú um að um- hverfið væri að breytast urðu af- kvæmi þeirra sífellt undarlegri, fæddust t.d. með skrýtna útlimi og aðrar tegundir vængja. Ekki þurfti nema örfáar kynslóðir flugnanna til að þessar miklu breytingar ættu sér stað á lífveru sem hafði litið eins út í mörg hundruð ár. Þróun á stuttum tíma Ályktanir vísindamannanna eftir þessar rannsóknir eru að í lífverum séu falin ákveðin „dómsdagsgen" sem fara einungis að virka þegar umhverfi lífverunnar breytist veru- lega. Dómsdagsgenin valda stökk- breytingum í lífverunum og valda því að „þróun“, svipuð þeirri sem almennt er talið að taki milljónir ára, á sér stað á einungis nokkrum árum eða áratugum. Stein- gervingar benda til þess að jafnan eigi þróun sér stað á löng- um tíma. Það er þó ekki algilt. Sem dæmi má nefna að spendýr og aðrar lífverur urðu alls- ráðandi á jörðinni í kjölfar loft- steina- hraps fyrir 65 milljón árum en risaeðlumar dóu út. Leiða má lík- um að því að dómsdagsgen hafí stuðlað að velgengni þeirra sem lifðu hamfarirnar af. Vísindamenn sem rannsakað hafa þessa hluti lengi segjast jafnframt geta talið upp fjölda tilvika þar sem mikil breyting hafi orðið á lífverum á stuttum tíma. %/ Klossar l/ Festingasett ý Borðar \/ Diskar i/ Handbr barkar |/ Skálar ✓ Slöngur rnmmmmmmm ^ Dælur iHKffk'lJT/i skálar og diska, allar stærðir. Allar álímingar. © ÁLÍMINGAR Smiðjuvegi 20 (græn gata) Sími 567 0505 Ert þú að missa hárið? APOLLO hefur þróað frábæra meðferð við hárlosi. Megaderm meðferðin dregur úr hárlosi eða stöðvar það alveg. Það hafa verið reyndar margar aðferðir, með misjöfnum árangri. En með þessari meðferð næst sýnilegur árangur eftir aðeins lmánuð. Ókeypis ráðgjöf. Fullur trúnaður. An skuldbindinga. APOLLO Hárstúdíó Hringbraut 119 - Sími 552 2099 < v Volkswagen Polo 1400, 3 d. '98, hvítur, ek.12 þ. km. V. 1.040.000. Grand Cherokee Laredo 4000, 5 d. ssk., '97, beis, ek. 16 þ. km, leöur, ABS, tölvur, of.l. V. 3.800.000. Mercedes Benz 230E, 4 d., ssk., '92, blár ek.132 þj km, ABS. álf., sóll. o.fl. V. 2.050.000. Galloper 2500 DTI, 5 d., ssk., '98, hvítur, ek.10 þ. km, ABS, álf., CD, spoil. V. 2.390.000. MMC Pajero 2500 DTI, 3 d ., '96, grænn, ek. 42 þ. km, álf., 31 “, spoil. V. 1.990.000. fnÍLASAUNN: Gott urval bíla á skrá ■fr og á staönum Holdur Opið virka daga 10-12 og 13-18. Laugardaga 13-17. B I L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019 MMC Pajero 2800 DTI, 5 d., ssk., '95, steingr., ek. 69 þ. km, álf., 31 “, spoil. o.fi. V. 2.550.000. Volkswagen Caravelle 4x4 dísil '96, vínr., ek. 57 þ. km, 10 manna. V. 2.150.000. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.