Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1998, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1998, Side 5
MIÐVnfl SteingrÍTnur „heldur spennu og flugi út í gegn" - segir Össur Skarphéðinsson i DV Opinská og einlæg ævisaga Steingríms Hermannssonar hefur hlotið afar góðan hljómgrunn meðal lesenda og gagnrýnenda. í dómi sínum um bókina í DV segir ÖssurSkarphéðinsson: „Dagur Eggertsson fjötrar karakter stjórnmálamannsins Steingríms Hermannssonar svo vel í texta ævisögu hansaðstundumerengu líkaraen hannstígi sjálfur af blöðunum fram á stofugólfið;';.. Dagurog Steingrímur færa lesandanum mikla skemmtan. Bókin heldur spennu og flugi útígegn..." /Evisaga Steingríms hefur vermt efstu sæti metsölulista hinna ýmsu fjölmiðla að undanförnu. Fyrsta prentun bókarinnar seldist upp á tíu dögum en ný prentun kom í verslanir í byrjun vikunnar. „Skemmtilegasta lesning ársins” segir Kobrún Bergþórsdóttir um smásögur Þórarins Gagnrýnendurfjölmiðla hafa keppst við að lofa smásagnasafn Þórarins Eldjárns, Sérðu það sem ég sé. Kolbrún Bergþórsdóttir sagði til dæmis á Bylgjunni að þetta væri „skemmtilegasta lesning ársins". Ástráður Eysteinsson sagði í þættinum Mósaík í Sjónvarpinu að í safninu væru „mjög fínar smásögur" og tiltók sérstaklega söguna Arnsúg sem væri „alveg einstaklega vel skrifuð". Hann klykkti síðan út með þeim orðum að Þórarinn væri „á mikilli siglingu um þessar mundir". Cuðríður er „leynivopn Islendinga" - að mati páfans og forseta íslands í opinberri heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, í Vatikanið til Jóhannesar Páls páfa II. núna í nóvember ræddu þeir meðal annars um víðförlustu konu miðalda, Guðríði Þorbjarnardóttur, og töldu hana vera „leynivopn íslendinga" varðandi afmæli landafunda og kristnitöku árið 2000. Vaka-Helgafell hefur nú gefið út skáldsögu um „leynivopnið", ævi og örlög þessarar merku konu sem fór til Grænlands, Ameríku og Rómar um árið 1000. Bókin er eftir Jónas Kristjánsson og nefnist Veröld víð. Guðríður Þorbjarnardóttir var kona Þorfinns karlsefnis og fæddi fyrsta hvíta barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Saga hennar er afar viðburðarík. Sögulegir atburðir, mannleg reynsla og tilfinningar setja svip á þessa miklu og magnþrungnu bók. Lík ungrar, óþekktrar stúlku finnst á leiði Jóns Sigurðssonar. Þannig hefst þessi nýja skáldsaga Arnalds Indriðasonar sem er ósvikin spennusaga, þéttofin og grípandi; atburðarásin er hröð og myndræn og persónur dregnar skörpum dráttum. Bók sem enginn unnandi góðra spennu- og sakamálasagna ætti að láta framhjá sér fara! VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK, SÍMI SSO 3000. Heillandi saga sem gerist í Egyptalandi hinu forna og hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um lönd. Höfundur skapar einkar trúverðuga og spennandi sögu úr fjarlægri fortíð, sögu um átök, ástir, svik og valdabaráttu á bökkum Nílar. Þetta er áhrifarík bók sem heldur lesandanum föngnum frá upphafi til enda. MaJUANNE FKEDtUKSSON Anna, Hanna & JÓHANNA Anna, Hanna og Jóhanna segir frá þtemur kynslóðum kvenna og gerist á miklum umbrotatimum, frá síðari hluta 19. aldar til okkar daga. Þetta er töfrandi verk, ástar- og harmsaga þar sem saman fer sterk persónusköpun og hrífandi frásögn. Sagan hefur verið metsölubók víða um lönd og komið út á um þrjátíu tungumálum. Hún var meðal tíu mest seldu bóka heims 1997. Ný skáldsaga eftir höfund Hestahvíslarans Ný skáldsaga eftir Nicholas Evans sem vakti heimsathygli með fyrstu bók sinni, Hestahvíslaranum. Þetta er áhrifamikil, vel skrifuð og heillandi saga þar sem barátta mannsins við náttúruna er í forgrunni. Hættulegar ástríður og frelsandi ást krauma undir yfirborðinu og spennan stigmagnast allt til enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.