Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 4
f Ó k U S 4. desember 1998
TAKK, 60 OR.EKK NEPN1L66A
B AR A ÓVIRKOA© VATN
)►*• Listasafn íslands sýnir um þessar mundir verk frá Museet for samtidskunst í Ósló, sem sagt
er að endurspegli strauma og stefnur í norrænni og alþjóðlegri myndlist síðustu tuttugu
ára, enda heitir sýningin „Speglar samtímans<(. Strákamir í Botnleðju voru að gefa út sína
þríðju plötu, „Magnyl((, og Fókus þótti uppiagt að bjóða þeim á sýninguna af þvf
„Er þetta ekki o-
lega listaverk?*1
„Maður fer annað slagið á
áhugaverðar sýningar," segir
Heiðar. „Þá er um að gera að vera
opinn og jákvæður."
Hvernig virkar myndlist á ykk-
ur?
„Flott mynd er bara rosalega
skemmtileg. Það er bara eins og
að hlusta á góða tónlist eða að sjá
góða bíómynd. Ef maður sér góða
mynd langar mann til að eiga
hana og hengja upp á vegg,“ seg-
ir Raggi bassi.
Er þaó „pointid" meó myndlist?
„Já, eins lengi og myndin er
ekki eitthvert bull.“
Botnleðja gapir yfir búttuðum
sel sem er í stuði á fyrsta veggn-
um.
„Þessi selur er ekki í sínu rétta
umhverfi. Hann er þarna í ein-
hverju keri. Ég veit það ekki. Sel-
ir eru náttúrlega merkileg dýr -
þessi listamaður er örugglega í
Greenpeace eða eitthvað.
Þessar tvær myndir eru mjög
skemmtilegar," segir Heiðar og
bendir á selinn, sem er eins og
kúla, og selinn á hlið: „þessi er
ekkert lík sel, þetta er eins og
fiskur eða eitthvert skrímsli.
Mjög flott. En hvemig á svo sem
að túlka þetta? Er þetta ekki bara
selur?"
Að safna tagli og fá sér
hatt
Á hverri sýningu er alltaf verk
inni í myrkvuðu herbergi og á
þessari sýningu er vídeóverk í
myrkri. Strákamir eru spenntir
og læðast inn. Þar rennur grafík
eftir tíu sjónvarpsskjám og með
óma dularfullar dmnur. „Vá!,“
segja strákarnir, en svo þegar
ekkert gerist fer þeim að leiðast.
„Maður yrði fljótlega geðveikur á
þessu,“ segja þeir og fara út, „en
þetta var nokkuð flott, maður var
farinn að sjá alls konar myndir í
grafíkinni."
„Það er allt svo heilagt á þess-
um myndlistarsýningum," segir
Raggi, „það snúa sér allir við ef
maður opnar kjaftinn. Ef maður
er ekki með hatt eða er einhver
gúrú á maður ekki heima hérna.“
Það virðist enginn eiga heima
hérna, því ekki er beint marg-
menninu fyrir að fara á þessari
sýningu.
„Það ætti kannski að hafa þetta
eins og rokktónleika og hleypa
inn í hollum og selja áfengi með,“
stingur Botnleðja upp á.
í næsta sal mæna á mann fimm
Finnar og Botnleðja er ekkert
uppnumin fyrr en þeir fatta að
þetta era allt alnæmissjúklingar.
„Nú breytist þetta allt. Nú verður
maður bara sorgmæddur. Þetta
gæti kannski verið spegill sam-
tímans."
„Það hefur gleymst að setja
þetta upp,“ segir Raggi og kemur
auga á brotna spegla úti i homi.
„Nei, þetta á að vera svona,"
segir Halli.
„Þegar þú pissar undir“ heitir
„rímisverk" með rúmi og ein-
hverju timburmsli.
Strákarnir fíla titilinn en klóra
sér annars bara í hausnum.
„Þetta á eflaust að túlka eitthvað,
en kannski er maður eitthvað
þunnur. Ég veit ekki, kannski er
þessi listamaður bara klikkaður."
Ja, hvaö túlkar rokkið? Er þaó
betri spegill samtímans en mynd-
listin?
Strákarnir veigra sér við að
svara þessari heimspekilegu
spurningu.
Heiðar: „Það er snobhað svo
mikið fyrir myndlist. Það þykir
svo fínt og allir þessir listamenn
fá fullt af styrkjum og drasli til að
lifa á þessu. Þú veist, þeir gera
eitthvað svona mgl og svo kemur
snobbliðið og snobbar fyrir
þessu. Maður ætti kannski að
safna tagli, fá sér hatt og fara að
mála einhverja vitleysu - i al-
vöru, það er ekkert mál.“
Borð með gúmmítaug
Á næstu hæð sjá strákarnir
sterkar myndir af hráu fólki í
sveitum Finnlands.
„Þessi er slefandi í sjómann,"
segir Halli, „djöfull er þetta flott.
Þetta er flott augnablik, þetta era
raunverulegar myndir."
Heiðar sér fleiri fínnskar ljós-
myndir, eftir Esko Mennikkö, og
er æstur í að kaupa eina, mann-
lausa mynd af einmanalegri
stofu. „Þetta er hápunkturinn,"
heldur hann fram, „þarna er
listamaðurinn ekki að reyna að
túlka eitthvað geðveikt, heldur
bara að lýsa raunveruleikanum á
hlutlausan hátt.“
Þó Botnleðju hafi fundist margt
ómerkilegt á sýningunni fá þeir
fyrst hland fyrir brjóstið þegar
þeir koma að borði sem gúmmí-
snúru hefur verið hent á. Þetta er
verkið „Borð með gúmmítaug"
eftir Reiner Ruthenbeck.
„Djísús!" segja strákarnir og
fara að káfa á snúrunni. „Þetta er
rótaraverk. Hvað er þetta?! Það
hefur einhver rótari gleymt að
gera upp þennan snák. Djöfuls
rugl! Það er nákvæmlega sama
snúruhrúgan uppi í Exton. Þessi
gaur er ömgglega búinn að vera í
skóla í tíu ár og hann kann ekki
að gera upp snúmr enn þá.“
Jólatré og egg í gegnsærri
plasttúbu - „Áþreifanlegur vitnis-
burður um tilfinningalegan
missi" - fær aðeins betri dóma.
„Þegar jólin era búin er stutt í
páskana," segja þeir og fatta verk-
ið.
„Án titils" er næst; „þetta sýn-
ir bara að listamaðurinn vissi
ekkert hvað hann var að gera,“
heldur Heiðar fram, „hann er
ekki að túlka neitt."
„Þarf alltaf að vera að túlka
eitthvað?" spyr Raggi og þeir
velta vöngum.
Halli er hins vegar farinn að
skoða loftræstirennu og leitar að
miðanum sem segir hvað verkið
heitir. „Er þetta ekki örugglega
listaverk?"
„Nei, þetta er bara loftræsti-
kerfið," segja strákarnir.
„í alvöru talað?“ segir Halli og
flissar, „þegar maður er farinn að
ruglast á loftræstikerfi hússins og
verkunum á sýningunni er þetta
orðið eitthvað skrítið."
Það sem okkur finnst
skemmtilegt
Viö fáum okkur sœti á kaffi-
stofu Listasafnsins, drekkum kaffi
og förum út í heföbundnara rokk-
spjall. Þriója platan komin út og
hvaö nú, ungu menn?
„Ööö, spila eins mikið og við
getum, fyrir og eftir jól. Svo bara
að fara að gera fleiri skemmtilega
hluti. Þessi plata er tvískipt. Við
emm farnir að færa okkur í nýja
átt. Helmingurinn er það og hitt
er gamla einfalda rokkið."
Hvert eruði að þróast?
„Ja, post-rokkið heillar, við
höfum verið að hlusta á það.“
Strákarnir nefna sveitirnar Tor-
toise og Trans Am en sverja fyrir
að ætla sér að stæla þær eitthvað.
„Þetta verða engin tuttugu mín-
útna lög, það verður söngur og
allt það, en við finnum að þetta er
það sem við erum að fara út í. Ef
við ætlum að halda áfram með
þessa hljómveit viljum við auð-
vitað gera það sem okkur finnst
skemmtilegt."
Strákarnir hafa verið að reyna
við útlönd en segjast ekki hafa
verið heppnir. „Það er hugmynd-
in að flytja til London í vor - ekki
hafa það sem fyrirsögn - en það
er eina leiðin, að vera á staðn-
um.“
Botnleöja og Bellatrix eru ná-
tengdar hljómsveitir og œtla þœr
báöar aöflytja út í vor. En efekk-
ert gerist af viti í útlöndum hvaö
nennir Botnleöja þá lengi aö
rokka fyrir íslendinga?
„Eg held maður hætti aldrei að
gera músík," segir Heiðar von-
góður, „það er alltaf jafn
skemmtilegt."
En hvaöfœruói aö gera ef rokk-
iö leggst af?
„Ja, maður gæti gerst listamað-
ur,“ segir Raggi.
„Já, við eigum nóg af ónýtum
snúrum sem hægt væri að henda
á borð,“ segir Halli og strákarnir
hlæja. -glh
00 HVA© MA' B3Ó©A YKKUR
OREKKA MEO KeS*U ?
S---
B AftA
JA', 06 NOTAR
BARA RAFMA6N ÚR
eft t»A€> EKKI ?...
VATN, TAK
4