Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 30
í f ó k u s Aö hafa ekki skoöanir. Þaö þykir það flottasta í dag, eins ótrúlega og þaö kann að hljóma. Maður á meira aö vera bara svona aö ákveða sig. Aldrel að taka af- stööu. Reyna frekar aö sýna pínuáhuga og finn- ast þetta mjög erfiö ákvörðun. Eins og í há- lendismálinu er best aö f l kveinka sér bara án þess _ . aö segja af eöa á. Rétt ‘ eins og Guömundur Andrl Thorsson. Hann er einmitt höfundur þessarar tísku, aö taka ekki afstöðu. Er í viö- tölum og pistlum talsmaöur þeirrar skemmti- legu stefnu aö vera snobbaður og þeirrar ágaetu lensku aö hugsa bara en komast aldrei að niðurstöðu því þá gætiröu veriö krafinn um afstööu. Einhverjir eru auðvitaö aö gera upp- reisn gegn þessu. Sérstaklega stelpurnar sem ætla að svelta sig í nokkra daga i von um að Landsvlrkjun hætti þá viö aö leggja hálend- iö undir sig. En þær eru misfittin. Stelpukind- urnar sem venjulega snobbaða og afstööu- lausa fólkiö hlær aö. Þær eru að gera eitthvaö fáránlegt. Eitthvað sem virkar aldrei því þær ætla ekkert aö svelta sig af neinu viti. Þær ætla bara ekki að boröa í nokkra daga. Sem getur varla talist fréttnæmt í heimi þar sem lít- il börn deyja úr hungri. Og þaö er einmitt þess vegna sem afstööuleysi og snobb Guðmundar Andra er svona inn í dag. í staö þess aö hafa alltaf samúö og finnast ótrúlega leitt aö lítil börn séu aö deyja úti I heimi er miklu nær að láta sér bara líöa vel. Taka ekki afstöðu meö eöa á móti neinu og vera bara í því aö drekka rauðvín og hugsa um hvaö gæti veriö möguleg afstaða. Þannig mun okkur líöa vel og það er í Fókus aö láta sér líða vel. Aö gifta slg í desember. Þaö er svona með því ömurlega. Nærri þvi jafnömurlegt og aö eiga afmæli á aðfangadag. Það má vera aö fólki finnist þaö skrýtiö en það er nú bara þannig aö þaö er traðkaö á þessum jólabörnum. Maöur hefði getað haldiö annaö. Aö þeir sem héldu hátíö í desember, fæðingarmánuði son- ar guðs og frelsarans, væru svona dekurdýr. En það er nú aldeilis ekki. Fólk er svo miklir plebbar aö þaö notar hvert tækifæri sem þaö hefur tii aö svíkja sína nánustu um eitt stykki jólagjöf. Krakkar sem eiga afmæli í desember hata annaðhvort jólin eða þá staöreynd að fæöast yfir hátíöirnar. Þess vegna er úr fókus aö gifta sig I desember. Fyrir þaö fyrsta myndu mjög fáir mæta í brúðkaupið. Þaö eru allir ví- brandi taugaveiklaöir þessa dagana. Vísa- tímabiliö að byrja og endalaus útgjöld og enn endalausari þrif. Fólk er hreinlega aö sturlast og líklega er ómögulegt aö finna svo mikiö sem svaramann í desember. Svo eru þaö gjaf- irnar. Hjón eru meö nánast sömu réttindi og sambúðarfólk, svo lengi sem þaö gerir erföa- skrá, og I strangheiðnu samfélagi er ekki > hægt að áætla annaö en íslendingar gifti sig fyrir gjafirnar. Það er svona lógísk ályktun þar sem við eigum örugglega heimsmetiö í að ferma okkur fyrir peninga. Já, auðvitað. Þaö má ekki gleyma aö þaö borgar sig heldur ekki að láta ferma sig I desember. TAKK FYRIR Lágkúrulegasta fólk íslands. Það ætlar að sýna það og sanna í kvöld að lágmenning er miklu skemmti- legri og manneskju- legri en sú menning sem potað er upp á hærri stall. ú r f ó k u s Frá vinstri: Jón Atii Jónasson, Hallgrímur Helgason, Mikael Torfason og Oddný Sturludóttir. wU vOlU Ci Ljóðin hans Hallgríms þykja uppreisnarfull, Mikael er pönk- ari, Ensími spilar lágkúrulega kafbátamúsík og Jón Atli er i meira lagi vafasamur, gjaman orðaður við að vera hættulegasti maður landsins en kallar sig samt Rödd guðs. Lægra kemst maður ekki á menningarmælin- um og það er einmitt það sem þetta fólk er svo stolt af. Fyrir utan að kynna herleg- heitin verður framlag Raddar guðs til lágmenningarinnar að lesa upp úr Topp 10 lista bók sinni og Þossa. Með teknóhljóm- sveitinni Hassbræðrum ætlar hann líka að taka lög eftir hina margrómuðu hljómsveit Skíta- móral. Hassbræðrabandið er skipað tveimur mönnum og Jón Atli er annar þeirra. Þeir bræður hafa samkvæmt heimildum verið að æfa lagið Farin og fleiri góð á meingallaðan skemmtara. Svo ætlar Mikael Torfason pönkari og Fókusmaður að stíga á svið og lesa upp úr nýút- kominni skáldsögu sinni, Saga af stúlku. Það svalar ekki athyglis- þorsta hans þvi hann mun líka reyna að endurreisa pönkgrúpp- una Mini Pönks sem sagt er að hafi slegið í gegn í bílskúrnum hans um svipað leyti og Herbert Guðmundsson sendi frá sér megahittið „Can’t Walk away“. Oddný úr Ensími mun vera Mikka og eins manns hljómsveit- inni Mini Pönks til aðstoðar. Þá verður kynntur til leiksins menningarhrellirinn Hallgrímur Helgason. Sem fulltrúi lágmenn- ingarinnar mun hann rappa og lesa upp úr Ljóðmælunum sinum sem þykja með uppreisnarfyllri ljóðum sem komið hafa í mörg ár. Alþjóð veit að ljóðið hefur verið dautt og ómerkt allt of lengi og því er ekki seinna vænna að Hallgrímur lífgi það við. í kvöld verður allt brjálað uppi á 22 þar sem Hallgrímur Helga- son, Mikael Torfason, Jón Atli Jónasson og hljómsveitin Ensími munu sjá um að bjóða upp á menningu á mjög lágu stigi. Þau vilja meina að lág- miklu jri og betri ig, ætluð lif fbg laus við jarhroka og snobb. Lágmenningin í kvöld verður í boði HAGKAUP@Visir.is. Kvöldinu lýkur með því að Ensími rokkar eitthvað fram eft- ir. Þau munu spila kafbátamúsík í hæsta gæðaflokki en diskurinn þeirra, Kafbátamúsík, þykir með því lágkúrulegasta sem komið hefur fram í mörg ár. Kvöldið er einmitt helgaö lágmenningunni og allir þeir sem koma fram eru lítilmenni. Og þó, kannski eru þetta einmitt mikilmenni. Mikil- menni íslenskrar minnimáttar- kenndar. Það verður alla vega hægt að bóka brjálæðislegt fjör uppi á 22 í kvöld. Húsið verður opnað klukkan níu og það væri ekki vitlaust að mæta snemma þvi staðurinn tekur ekki marga og því má búast við að það verði troðfullt. Þeir sem komast ekki inn verða bara að vera með ferðatölvu og GSM-síma og hlamma sér inn á næsta kaffihús til að fylgjast með öllu saman í beinni á www.visir.is. -ILK hverjir voru hvar Á frumsýningu stuttmyndarinnar Á blindflugi voru Þórlr Snær kvikmyndaframleiðandi og Frlörlk Örn Ijósmyndari ásamt Teltl Þorkels- synl, fréttamanni á Stöð 2. Þarna var líka Elnar Örn, verðbréfamiðlari hjá FBA, en hann var í sigurvímu eftir glæsilegan dag. Svo var Ifka margt góöra manna á miðnætursýn- ingu á Þjónn í súpunni f Iðnó á laugardagskvöld- iö. Þar voru til dæmis Gelr Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, ásamt frföu föruneyti, Jóhannes B. Skúlason, stórframleiöandi og sennilega besti öku- maður f heimi, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri sem rak inn nefið auk 170 ann- arra gesta sem ýmist öskruðu úr hlátri eða sátu f keng f sætinu og vonuðu aö þeir yrðu ekki teknir f gegn af leikurunum. Á Sóloni íslandusi voru Margrét Elnarsdóttlr. blaöakona af DV og laganemi, Valgelr Valdlmarsson, framkvæmdastjóri Islenska dans- flokksins, en hann dansaði á milli borðanna og uppi á þeim, Dagur B. Eggertsson, ævisöguhöfundur Steingríms Hermannssonar, og fleiri góöir gæjar og píur. Kaffibarinn var stappaöur á föstudagskvöldi. Mál og menningar skáldin mættu nánast eins og þau lögöu sig. Það var verið aö hella í þau á lagernum f Sföumúla og eftir þaö drifu margir sig á Kaffibarinn. Þetta voru kauðar á borö viö Hallgrím Helgason og Sjón. Þarna var líka hún Oddný f Enslmi, hlpp hopp stelpan f Kol- krabbanum, Þorvald- ur Þorstelnsson höf- undur Skilaboðaskjóð- unnar og Kjartan Guö- jónsson leikari og vinir hans. Þá var ekki fá- mennt á Skuggan- um frekar en venju- lega. Á laugardags- kvöldinu mættu meöal annars Ari Alexander, Thor Vílhjálms 0g fieiri listamenn. Stór hópur tilvonandi flugþjóna- og freyja geröi sér glaöan dag f tilefni námskeiðaslita hjá Atlanta. í þeim hópi var til dæmis Hrafnhildur Hafstelns, ungfrú ísland, og Maggl, sonur Arngrfms. Centrunv, Evu- og Galleristelpurnar voru Ifka mættar eftir aö hafa setið við jólahlaðboröiö á Loftleiöum. Þar voru Karó, Sara, Sigga Halla, Guörún, Maja, Elín- rós og allar hinar flottu dömurnar. Harpa „Ást- þórs" var f góðri sveiflu og f gyllta salnum voru Laug- arásbíótvíburarnlr, Björn Sig., markaðsstjóri Rns Miðils, og Mundi, sölustjóri Fíns Miöils, Rúnar, dag- skrárstjóri FM957, Svavar Örn, Stöövar tvö klippari, drengirnir ómissandi, Slggi Zoom, Jón Kárl Flug- leiöafir, og Ijós- myndararnir Golll, Sigurjón og Dóri. Linda GK var þarna Ifka sem og OZ- ararnir Eyþór Arnalds og Guö- Jón. Skjöldur lét sig ekki vanta og var flottur að vanda en án hattsins, Stebbl Hllmars lét sjá sig ásamt frúnni Onnu Björk og Brynja Nordqulst þurfti aö halda kven- þjóöinni frá sfnum heittelskaða Þór- halll Gunnarssynl. Þá mætti Arnar Fudge með allt liöið sem var f og stóð að Fudge sýningunni fyrr um daginn á bílasölu Fjölnis uppi á Höfða. Að sjálfsögöu mætti Fjölnlr sjálfur og einnig Júlll Kemp, Stina Johanssen, Svava Jo- hanssen og þeir Sól - Viking- menn Sikkó og Tóti, ásamt liðinu frá Góöu Fólki með Danina tvo sem léku f Thule- auglýsingunum. Föstudagskvöldiö á Vega- mótum var fjörugt. Hljóm- sveitin Funkmaster 2000 var þar með útgáfupartí og á staönum gat aö Ifta Stelnunnl Ólinu leikkonu, Július Kemp, Óskar saxófón, K.K, Dldda úr Skffunni og ísland tækifæranna- konuna Áslaugu. Þá leit viö fullt af liöi sem haföi veriö á frumsýningunni á Á blindflugi, til dæmis framleiðandinn sjálfur, Óskar Þór Ax- elsson, Slguröur Kári, Mánamaöur meö meiru, og Þórlr Snær kvikmyndamaöur. Þetta fólk var aö koma úr frumsýningarteiti á Astró meira a. www.visir.is þar sem sést haföi í Grease-parið Rúnar og Selmu, skáldið Huldar Breiöfjörö 0g fleira gott fólk. Á Thomsen á laug- i ardagskvöldið I trylltu Árni E. og dj Rampage lýöinn og var stemningin svo villt aö raf- magnið sló út tvisvar. Þarna mættu Agnar Tr. i og fsl, V Iggó Örn aug- lýsingadút, Svenni Spelght tfs- kúgúru, nýkominn frá London, Móa og bræöur hennar Klddl og Gulll úr Vfnyl, einnig nýkomin aö utan, Jonni Slgmars, Sóley á Skratz, Blggi Bix auk Órnu, Allý og Gústl sta rfsfóIks Kaffibarsins, plötusnúöarnir Margeir, Andr- és og Arnar og Ásta úr Eskimó ásamt sfnum ektamanni Gelra. f Ó k U S 4. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.