Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 28
Bestu vampíni- myndlmar Vampírur virðast vera að komast í tísku eina ferðina enn. Hér á landi er sýnd þessa dagana við mikla vinsæld- ir, eins og reyndar í öðrum löndum, kvikmyndin Blade, þar sem Wesley Snipes (hálf vampíra/hálfur maður) eltist við flokk af vampírum sem ætla sér yfirráð á jörðinni og í Bandaríkj- unum var nýlega frumsýnd nýjasta kvikmynd hryllingsmeistarans, John Carpenters, Vampires og fór hún beint á topp ameríska listans. Af þessu tilefni tóku nokkrir gagn- rýnendur í Bandaríkjunum sig til og völdu tíu bestu vampirumyndirnar. Það sem vekur kannski helst athygli er aö þrjár þýskar kvikmyndir skipa efstu sætin. Það má rekja allar vampírumyndir til einnar skáldsögu, Dracula, eftir Bram Stoker og óteljandi myndir hafa verið gerðar þar sem Dracula kemur við sögu. Er Dracula sjálfsagt þekktasta hryllingsmyndapersóna kvikmyndasögunnar. 1. Nogferatu. 1922 leikstjóri: F.W. Murnau 2. Vampvr. 1932 leikstjóri: Carl Theodor Dreyer 3. Hggfwatw. The Vampyre, 1.97P leikstjóri: Werner Herzog 4. Bam stokeff Baflfc 1992 leikstjóri: Francis Ford Coppola 8. Pracula. 1931 leikstjóri: Tod Browning 6. Praatlg,.i9SB leikstjóri: Terence Fisher 7. ftnÉttJBÉ. 1989 leikstjóri: Robert Bierman 8. HoarPark. 1887 leikstjóri: Kathryn Bigelow 9. Intenylevy wttft tho Vamplro. 1994 leikstjóri: Neil Jordan 10. Love at Flrrt Wte. 1979 leíkstjóri: Stan Dragoti Ein af jólamyndunum í Bandaríkjunum sem frumsýndar verða á jóladag er Patch Adams, með Robin Williams í aðalhiutverki. Robin Williams í hvrtum í henni leikur Williams Patch Adams, sem eitt sinn var úr- skurðaður geðveikur en fær nú inngöngu í læknadeild Virginia Medical University, þar sem óvenjulegar aðferðir hans við lækningar vekja athygli en litla hrifningu prófessoranna. Ekki verður hrifningin meiri þegar hann svarar aðfinnslum þeirra í gamansömum tón. Patch Adams er gerð eftir sjálfsævisögu Hunt- er „Patch“ Adams. Þegar er farið að berast út að Robin Williams fari á kostum í hlutverkinu þar sem hann verður bæði að sýna dramatískan leik og gamanleik. Kvikmyndataka fór fram í sumar og dvaldist kvikmyndatökuliðið og leikarar í meira en mánuð á lóð North Caroline University og nýtti sér að nemar voru í sumar- fríi. Leikstjóri Patch Adams er Tom Shayac, en hann leikstýrði hinni geysivinsælu Nutty Pro- fessor með Eddie Murphy. Frumsýningar í Bandaríkjunum í dag: endurgerður Það eru margir sem bíða spenntir eftir að sjá hvernig Gus Van Sant (Good WUl Hunting) hef- ur tekist til með endurgerð Psycho. Sjaldan hefur verið fjallaö jafn mikið fyrir frarn um eina mynd og Psycho því það hefur gengið fjöllunum hærra að Van Sant sé ekki aðeins að endurgera Psycho heldur hafi hann gert nán- ast eftirmynd, ramma fyrir ramma. Nú er sú bið á enda því Psycho er önnur tveggja kvik- mynda sem frumsýndar verða vestanhafs i dag. Gus Van Sant notaði uppruna- legt handrit til viðmiðunar og sagði í upphafi að 95% af upp- runalega handritinu yrðu notuð og að eini munurinn væri að sín mynd væri í lit. Hann hefur nú dregið í land með þetta og margt annað og nú ganga þær sögur að það sé aðeins sturtuatriðið fræga sem sé nákvæmlega eins og í eldri útgáfunni. Það er samt það atriði sem örugglega vekur mesta for- vitni, þsir gerir Norman Bates út af við Marion Crane. Þetta atriði er löngu orðið klassískt og hefur orðið fyrirmynd óteljandi eftirlík- inga. Meðan Gus Van Sant var að taka þetta atriði með aðalleikur- um sínum, Vince Vaughan og Anna Heche, var hann alltaf með myndbandaútgáfu af upprunalega Stutt er síðan frumsýnd var í Bandaríkjunum önnur kvik- mynd með Robin Williams, What Dreams May Come, þar sem Williams leikur einnig lækni. Þeirri mynd er leikstýrt af Vincent Ward (Map of the Hum- an Heart). Fjallar hún um för læknisins Chris eftir dauðann frá himnaríki til helvítis í því skyni að bjarga sálu konu sinnar sem hafði fyrirfarið sér eftir að hafa misst mann sinn og börn. Fékk sú mynd góðar viðtökur. What Dreams May Come er ein af jólamyndunum hér á landi, verður frumsýnd í Háskólabíói 11. desember. Psycho, fyrr og nú. atriðinu og renndi því í gegn sam- tímis sínu atriði til að sjá hvort allt væri ekki örugglega eins. Little Voice Little Voice, sem frumsýnd er í dag í Bandaríkjunum, er bresk kvikmynd sem leikstýrt er af Mark Herman. Mynd þessi, sem lýst er sem svartri kómedíu, hefur fengið mjög góða umfjöllun héma megin Atlantsála. í aðalhlutverki er Jane Horrocks, ung og tiltölu- lega óþekkt leikkona sem er í kvikmyndinni að leika hlutverk sem hún lék á sviði (leikritið, sem er eftir Jim Carthwright, var sýnt hér á landi). Leikur hún stúlku sem hefur verið bæld af fjölskyldu sinni og getur hún ekki tjáð sig nema með því að syngja gömul dægurlög. Aðrir leikarar í Little Voice eru Michael Caine, Ewan McGregor, Brenda Blethyn og Jim Broadbent. -HK tilverunni 1a*?0EL0,s.a «!? *1C0,D.F. «17417 f Ó k U S 4. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.