Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 10
200.000 Naglbítar - Ne- ondýrln ★★★★ „Mikil- vægari en D-vítamín. Ref- ur fyrir rass. Perlur fyrir svín.“ -ae n Bang gang - You ★*★ ,Ein- v faldlega góð poppplata" -glh Súrefni - Wide nolse ★*★ „Súrefni eru á góðu flugi og þetta er flott plata." -glh Mix master Mlke - Anti-theft device: ★★★ „Mér líkaði bara vel við diskinn og mæli með Þjófavörn fyrir alla þá sem fíla tónlist af þessu tæi." -ghg Lögvlðljóð Diddu - Strok- ið og slegið ★*★ „Maður þarf ekki að vera víðbuxa unglingur til að hafa gaman af gripnum." -ae Ensíml - Kafbátamúsík ★★★ „Enstmi er ferskt band og þessi plata er lamin áfram af greinilegum áhuga og ánægiu." -glh Sigur Rós - Vonbrlgði ★*★ „Hér tekur íslenska tölvu„dans“tónlistin stórt skref fram á viö.“ -glh Lhooq - Lhooq ★*★ „Lhooq er virkilega kúl." -ps Unun - Ótta ★*★ „Unun er rammíslensk og kemur út öll sterkari." -ps Rúnar Júlíusson - Farands- skugginn ★★★ „Rokkari af Guðs náð“ -ae Bellatrix - g ★*★ „Samruni hefð- bundinna rokklaga við teknóblæ- brigði og útkoman er nokkuð mis- jöfn." -ps Ragnar Sólberg - Uppllfun! ★*★ „Ágætis rokkplata en ungæðisleg í hugsun." -glh Ný dönsk - Húsmæðragarðurinn ★* „Maður hefði vonast til að eftir fimm ára fjarveru hefði hljómsveitin upp á eitthvað nýtt að bjóða." -ae Ummhmm - Haust ★★ „Krakkarnir í Umm- hmm eru á ágætu róli í slnu afmarkaða rauð- vínsgutli" -glh Sóldögg ★★ „Gott popp og pirrandi miðjumoð" -glh : Ýmsir flytjendur - Neistar ★* „Þetta eru lyftulög unga fólksins" -glh Ýmslr flytjendur - Popp í Reykjavík ★★ „Bragðdaufar eftirlíkingar af því sem þyk- ir/þótti fínt úti i heimi." -ae Lög við Ijóð Steins Steinarrs - Heimurinn og ég ★ „Algerlega laus við frumleika, áræði eða nokkuð sem gæti lyft henni upp úr flatneskjulegum útsetningum." -ae Innan sama hússins rúmast Klassík FM, Gull, Skratzið, Létt FM, X-ið og FM 957. 1 Fókus þótti forvitnilegt að athuga hvernig þessar ólíku tónlistarstefnur rúmast í sama húsinu. Allt hjá Fínum miðli og fínum móral. Eða hvað? Þorkell Máni Pétursson á X-inu og Flalldór Flauksson á Klassík FM samþykktu að glíma um hvað vaawi<foöfua tónlist. Menn þreytast aldrei á aö rífast um góöa tónlist. Halldór á Klassík FM er hér að hafa Mána á X-inu undir í sjómanni. Er klassísk tónlist œöri en þungarokk? „Þetta er alla vega sú tónlist sem hefur lifað lengst," segir Halldór Hauksson á Klassík FM. „Kannski mun Dylan lifa í tvö hundruð ár og verða klassískur. Ég myndi segja að klassísk tónlist væri mjög göfug tónlist." Er þá til ógöfug tónlist? „Jú, auðvitað er til ógöfug tónlist. Micheal Bolton og Richard Clyderman eru gott dæmi um ógöfuga tónlist.“ Þorkell Máni Pétursson er X- maður sem gengur oft undir nafninu Sonur Satans. Hann er örugglega sammála Halldóri hvað Bolton og Clyderman varðar. En hann spilar að mestu leyti harðan metal, hip hop massive og bara allt hard core. Halldór spilar aftur á móti öll þekktustu verkin í klassíkinni, aðallega frá 17., 18. og 19. öld. „Tónlistin sem ég er að spila er náttúrlega miklu göfugri en klassikin," fullyrðir Máni. „Tónlistin sem ég spila er lifandi. Klassísk tónlist er dauð en er af einhverjum ástæðum haldið lifandi með ríkisstyrkjum. Til dæmis er íslenska hard core hljómsveitin Mínus ekki ríkisstyrkt og það er annað en fokking sinfónían." En Halldór, hvað er haröur metal? „Virkilega góð tónlist til að hreinsa á sér heilann. Ég gæti ekki spilað þessa tónlist. Frekar væri ég vís til að spila djass en það verður að viðurkennast að það er mikil gróska i rokkinu." Er þetta tónlist djöfulsins? „Það er verið að daðra við djöfladýrkun og svona en það er bara í kjaftinum á þeim hérna á X-inu því í hjartanu eru þessir strákar sunnudagaskólapiltar." „Nei. Ég er ekki sunnudagaskólapiltur, “ segir Máni þá. „Þjóðkirkjan er uppfull af heiðingjum og útvarpsmenn X- ins eru ekki á leiðinni í sunnudagaskólann. Við erum allir góðir strákar og þurfum ekki á neinum skóla að halda til að vita það.“ Þaö eru samt sumar hljómsveitir að dýrka djöfulinn. „Það er bara ein hljómsveit að dýrka djöfulinn og það er Marylin Manson. 95% af því sem ég spila er eftir strangkristið fólk.“ Það er nokkuö víst aó klassísk tónlist er aö megninu til samin af fólki sem er löngu dautt. Ertu ekki bara náriöill, Halldór? „Langt því frá. Bara á síðustu árum hafa menn verið að enduruppgötva tónverk fyrri alda. Það er því mikil gróska í klassíkinni." Flokkast þaö bara ekki undir að grafa upp ný lík? „Ég skal alveg viðurkenna að þeir sem eru að hlusta á klassík einblína oft um of á eldri og klassískari verk. En allir sem eru eitthvað inni í tónlist eru opnir Ýmsir flytjendur - Neistar: ijjjgíj i.újjzaJjj a plötudómur Neistar er safnplata með níu böndum og einstaklingum sem vinna ellefu lög með hjálp forrita. Þetta er tölvuplata og fílingurinn er frekar dinglaður (chillaður). Vissulega má dingla sér með hjálp þessarar plötu en þrátt fyrir nafnið er hér lítið um áberandi neistaflug. Sé plötunni skellt á rís maður aldrei upp við dogg og hugsar; vá, þetta var frábært lag. Öll lögin eru í svipuðum dingl-gír - flæðandi, fljótandi, sumt krydd- að með stofupoppselementum - og ekkert af þeim kemur á óvart, hér er engin gargandi snilld. Þetta er samt ekkert drasl. Það hefur bara enginn látið af hendi neitt verulega gott og það eru eig- inlega allir að gera það sama; að kreista úr græjunum þolanlega og þægilega baktjaldatónlist, sniðna til þess að láta gutla und- ir, helst þegar maður er að gera eitthvað annað en að hlusta á músík: lesa, vinna á tölvuna, halda matarboð. Grúfið er hægt, sándið kunnug- legt, filingurinn niðri á jörðinni: þetta eru lyftulög unga fólksins. Margt er ósungið, Chico (Arnþór Sævarsson) á ágætisinnlegg, mjúka kvoðu, Dirty Bix (Birgir Sigurðsson) er meiri töffari í sínu innleggi, hægt að skaka hausnum hraöar við hans djössuðu rispu. Lhooq mixar „Vafning" Óskars Guðjónssonar, besta lag Neista. Þar er helst að eitthvað komi á óvart og hinn djassaði fílingur bræðist vel við taktana sem Lhooq leggur til málanna og út- koman er glettilega svöl. Hassbræður voru hráir og skemmtilegir á Sigur Rósar-end- urvinnslunni en hér hverfa þeir einum of mikið í reykjarsvæluna og dingla sér langt út fyrir vel- sæmismörk í gömlu lagi eftir Jó- hann G. Jóhannsson. Franski snillingurinn Dimitri from Paris krukkar í Móu-smell- inn „Joy & Pain“ og útkoman er djassað stofudiskó. Páll Óskar syngur með Northern Light Orchestra, regnhlíf þeirra tölvugúrúa Bjarka og Birkis. „Loverboy" heitir lagið en ekki tekst að gera eftirminnilegt popp- lag þrátt fyrir ágæta tilraun til þess. Monotone nefnist tölvuband sem á hér tvö lög. Tónlistin er ágæt, vel krukkað tölvurokk, en söngurinn skemmir aðeins fyrir því textarnir leka út úr söngvar- anum, sem hljómar eins og hann sé við það að sofna. Barði úr Bang gang leiðir saman sinn tölvuhest við tölvuhesta Bjarka og Birkis og brokkað er saman á poppaðan berjamó. Dæmið heitir fyrir nútímaklassík og framúrstefnudjassi og jafnvel sumu sem er að gerast í þungarokkki." Máni, nú segist Halldór ekki geta hugsaö sér aö spila þungarokk, en geta ekki allir hlustað á Klassík FM? Rólegt og þœgilegt? „Ég er ekki með 100,7 á minninu í bílnum. Það eru hvort eð er bara mamma og pabbi hans Halldórs og Kontrapunktsgengið eins og það leggur sig sem hlusta á hann. En ég get samt hlustað á einstaka klassískt verk. Þá bara eftir töffara á borð við Beethoven og Shostakovítsj. Það eru líka þungarokkarar. Dauðir þungarokkarar að vísu og því er það pínulítið eins og að ríða líki að hlusta á þessa kauða." Við látum það verða lokaorðin í þessari eilífðarumræðu um hvað sé göfugt og hvað sé ógöfugt. -MT Grúfið er hægt, sándið kunnug- legt, fílingurinn niðri á jörðinni: þetta eru lyftulög unga fólksins. Amin og söngkonan Rósa B. ís- feld syngur skemmtilega ofan á tölvubrokkið. Lagið er þó einum of laust við grípandi melódíu til að verða annað en ágætt hliðar- spor. Það sama má kannski segja um plötuna alla; þetta er ágætt hliðarspor en allir ílytjendurnir ættu að geta gert betur. Gunnar Hjálmarsson 10 f ÓktlS 4. desember 1998 FOKUSMYND: i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.