Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 6
m a t u r f Ó k U S 4. desember 1998 ARGENTÍNA ★ ★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað." Op/ð 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. CAFÉÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPEDIEM ★ Rauðararstíg 18, s. 552 4555. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegur 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annar í eldhúsi og hinn í sal, og fókusinn á matreiðsluhefðum skilgreinds svæðis, í þessu tilviki suðurstrandar Banda- ríkjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkð." Opið 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN ★★ Veltusundi 1. 5115 090. „Leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café eða Planet Hollywood." OpiO 18-22. HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunnl, s. 568 9888. HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafniö á Hótel Holti ber i matar- gerðarlist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin matreiðsla, sem gerir jafnvel baunir aö Ijúfmeti." OpiO 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugar- daga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðinstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíð." OpiO 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæöum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." OpiO frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Margt er það, sem dregur, matreiðsla, verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera Kinahúsið að einni af helztu matarvinjum mið- bæjarins." OpiO 11.30-14.00 og 17.30-22.00 virka daga, 16-23 iaugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda f kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." OpiO 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★★ Bankastræti 2, s. 551 4430. MADONNA ★★★ Rauöarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitingastofa með góðri þjónustu og frambæri- legum Italíumat fyrir lægsta verö, sem þekkist hér á landi." OpiO virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir f profiteroles og créme brulée." OpiO 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi til- brigði af góðum pöstum en lítt skólað og of upp- áþrengjandi þjónustufólk." OpiO 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s. 5618555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir því." OpiO 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um heigar frá 18.00-23.30. RAUÐARÁ ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. REX ★★★ Austurstræti 9, s. 511 9111 „Rex kom ; mér á óvart meö góðri, fjöl- i breyttri og oftast vandaðri matreiðslu, meö áherzlu á i einföld og falleg salöt, mis- jafnt eldaðar pöstur og | hæfilaga eldaða fiskrétti." OpiO 11.30-22.30. SKÓLABRÚ ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fðgur og fin, vönduð og létt, en dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm." OpiO frá kl. 18 alla daga. TILVERAN ★★★★ Llnnetsstig 1, s. 565 5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem við þurfum fleiri af til að fá almenning til aö lyfta smekk sinum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep almennilegs mataræöis." OpiO 12-22 sunnudag til fímmtudags og 12-23 föstudag og laugardag. VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 551 8666. „Nú virðist Tjörnin endanlega hafa gefið forystuna eftir og raunar annað sætið líka, gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." OpiO 12-23. ÞRlRFRAKKAR ★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." OpiO 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og iaugardag. Amigos: Meira Tex Kona segir: „Ertu farirtn að gefa fólki úfi í bæ símanúmerið mitt?“ Maður með hrafns- höfuð svaran „Fólk þarf ekkert leyfi frá þér til að hringja í þann draum sem ég er staddur í hvevju sinni. En nú skulum við drffa okkur af stað.“ Brot úr Nætur- söngvum eftir Vigdísi Grímsdóttur þessu eftir ellefu bœkur? Kippir þér ekkert upp viö gagnrýnendur og stendur bara eins og steinn meö tryggan lesendahóp? „Ég held að dómarnir skipti alltaf máli fyrir manneskjuna. Og þó er manneskja innra með mér sem seg- ir: Dómar skipta mig engu máli. En það er alltaf þetta litla kvikindi inni í manni sem vill að öllum líki vel við sig. Ég verð líka alltaf jafnhissa þegar ég upplifi það að ég skuli ekk- ert sjóast í þessu.“ Við látum það verða lokaorð Vig- dísar Grímsdóttm- og þökkum fyrir að hún skuli enn vera að láta þetta hafa áhrif á sig. Kannski er það þess vegna sem hún er að þessu. Vegna þess að það hefur áhrif, vegna þess að hún hefur áhrif. Les- endur Nætursöngva verða eflaust að dæma um það sjálfir og vonandi leyfa þeir Vigdísi að vekja upp í þeim kvikindið og manneskjuna. -MT en Mex EHefta bók Vigdísar Grímsdóttur, Nætursöngvar, er skrýtin og skemmtileg, furðuleg og kitlandi. Hún samanstendur af átta nóttum í lífi konu sem dreymir. Meira er eiginlega ekki hægt að segja um þessa bók frekar en aðrar bækur Vigdísar. Hún er sér stærð í íslenskum bókmenntum og ekkert vit í að flækja það frekar. Amigos er meira Tex og minna Mex en áður var. Kryddið er meira sparað, enda er líklegt, að varfærn- ir viðskiptavinir kunni betur við sig í Texas en í Mexíkó. Fyrir bragðið er heldur minna gaman að borða hér en áður var og sorgleg- ast að borða sætt snittubrauð og ál- pakkað smjör með súpunni. Mexíkósk matargerðarlist er ættuð frá Aztekum og Spánverjum og lltillega Frökkum, með hinum merkari i heimi. Þótt kryddið og grænmetið sé gerólíkt, minnir hún dálitið á indverska, notar sterkt krydd og lítinn sykur, grænmeti fremur en kjöt. Báðar hefðimar eru hollar, en einhæfar til lengdar. Amigos býður mikið úrval af flatkökum úr hveiti og maís, sem einkenna matargerðarlist Mexikós: Hefðbundnar tortillas úr maís; stórar og mjúkar burritos; ost- steiktar enchiladas-maísrúllur; djúpsteiktcir, en ekki stökkar tacos; gufusoðnar tamales-maískökur; pipraðar quesadillas-hveitikökur; upprúllaðar, djúpsteiktar og stökk- ar taquitos; djúpsteiktar og stórar chimichangas; og óvafðar fajitas, sem gestir fylla sjálflr. Sömu atriðin eru endurtekin í sífellu í fyllingum og meðlæti mis- munandi pönnukökutegunda, svo sem salsa-grautur, lárperamauk, pintobaunamauk, tómatsósu- blanda, bræddur ostur, sýrður rjómi, chili-pipar og jöklasalat. Þegar ýmsar tegundir af fylling- um eru látnar fylgja ýmsum teg- undum af flatkökum, er niðurstað- an langur matseðill að kínverskum hætti. Erfitt er að spá fyrirfram í mat- reiðsluna, sem er upp og ofan, einkum í hliðaratriðum. Þykk og þrælsterk tómatsúpa dagsins með kjúklingabitum var skemmtilega mögnuð, en ostfyllt paprika hafði gleymzt á pönnunni og kanilkrydd- uð chimichanga verið tekin of snemma af henni. Baunaréttir Þegarýmsar tegundir affyllingum eru látnar fylgja ýmsum tegundum af flatkökum, er niðurstaðan langur matseðill að kínverskum hætti. voru yfirleitt góðir, en kjöt of þurrt, til dæmis naut í taco og kjúklingur í fajitas. Bezt tókst mat- reiðslan, þegar hún var Mex frem- ur en Tex, með grænmeti fremur en kjöti, með hörðu kryddi fremur en vægu. Ostgrilluð guesadilla var vel bökuð og hörð, djúpsteikt flauta var líka vel bökuð, djúpsteikt enchilada var þægilega mjúk, djúpsteikt taco var ágætlega hálfstökk, faijta-pönnukaka var hæfilega þunn, en djúpsteikt chim- ichanga var of þykk og ekki bökuð í gegn. Rúmgóð og dimm húsakynni eru hönnuð í heildstæðum, spönskum Texasstíl veitingastaða af Tex-Mex ættum, með snyrtileg- um húsgögnum, illa sópuðu gólfi, vestrænni aulatónlist og góðri þjónustu notalegri. í hádeginu er hægt að fá súpu og tortillu með fiski eða kjöti á 890 krónur. Á kvöldin er þríréttað með kaffi á 3200 krónur að meðaltali. Jónas Kristjánsson Kvikindið manneskj Er þessi bók búin aó vera lengi í vinnslu? „Já,“ segir Vigdís Grímsdóttir um skáldsöguna Nætm-söngva sem kom út nú á dögunum. „Það er langt síðan ég byrjaði á henni og ég hef verið að skrifa hana með öðrum bókum í einhver ár,“ segir Vigdís. „Svo tók hún bara upp á því að þrýsta sér fram fyrir hinar á síðasta ári og heimtaði að koma út í ár. Hún er sjálfstæð og frek, þessi bók.“ Um hvaö er hún? „Þetta er barráttusaga fyrir betra lífi. Það skemmtilega við að skrifa hana var að fara inn í heim persón- anna og snúa við þessu samspili sem venjulega er á milli draums og veruleika í bókum. í Nætursöngv- um verður draumurinn aðalatriðið og hann snýr á veruleikann." í bókinni eru engin nöfn á persón- um. Af hverju heitir enginn neitt? „Persónurnar í bókinni eru bara nógu sterkar til að heita ekkert. Þær höfðu enga löngun til neins nafns,“ svarar Vigdís og bætir því við að hjónin í bókinni séu úti um allan bæ og nafnleysið undirstrikar þá staðreynd. Hver er maöurinn með hrafnshöf- uöiö? „Þú. En ég segi það ekki til að vera með stæla. Hann er bara alls staðar og í öllum þeim sem efast um eigin samvisku og samvisku ann- arra. Hann hefur þessa þörf til að miðla bæði góðu og illu, rétt eins og allar manneskjur." Les alltaf á íslensku Bækur Vigdísar hafa verið gefnar út í sex löndum og ný lönd eru að bætast í hópinn. Það hefur meira að segja heyrst sú kjaftasaga að verið sé að þýða Stúlkuna í skóginum á kinversku. Sú bók komst á metsölu- lista i Svíþjóð og hefur selst ágæt- lega alls staðar þar sem hún hefur komið út. Varðandi kínversku út- gáfuna segir Vigdís að hún sé búin að vera í bígerð nokkuð lengi. En þetta er ekkert sem hvílir á henni og því er það ekkert rætt frekar. Hefuröu ekki veriö aö fara eitt- hvaö til útlanda þegar bók eftir þig er þýdd? „Jú. Ég fer alltaf af og til. Er þá að lesa upp og kynna þessar bæk- ur.“ Og lestu þáá . .? „íslensku. Ég les bara upp á ís- lensku og það eru þá bara einhverj- ir aðrir sem lesa upp á erlenda mál- inu. Tilfinningin skilar sér alveg og ég held að þessir útlendingar geti þá bara lært íslensku," segir Vigdís og glottir. „Annars er alveg ótrúlegt hversu margar bækur eru gefnar út erlendis. Hlutfollin eru alla vega öfug við þaö sem við gefum út af út- lenskum bókum.“ Varstu undir áhrifum frá ein- hverju sérstöku þegar þú skrifaðir Nœtursöngva? „Áhrifin eru bara frá öllu sem ég hef lesið og horft á. Og dreymt nátt- úrlega. Ég held að það sé ekki hægt að komast hjá því að verða fyrir áhrifum. Ég er líka mjög hrifnæm." Lestumikiö? „Já. Ég reyni að minnsta kosti aö fylgjast með því sem er að gerast hérna heima. Ég les líka mjög hratt. Var kennari lengi og þá þurfti ég að lesa svo mikið.“ Gagnrýnendur stinga Nú er þetta ellefta bókin þín. Hvernig er aö vera meö bók númer ellefu frammi fyrir alþjóö? „Ellefu er góð tala. Bæði sterk og einmanaleg. Og ef því er að skipta þá svífst hún einskis og þú deilir ekki svo glatt annarri tölu upp í hana. Hún er sjálfstæð tala, rétt eins og bókin.“ Ertu ekki oröin nokkuö sjóuó í 1 mesxzra. á. www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.