Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
Spurningin
Ferðu í kirkju um jólin?
Anna Sigríður Hafliðadóttir, 14
ára: Nei.
Jón Kárason bllstjóri: Nei.
Vignir Snær Vigfússon tónlistar-
nemi: Já, á Kirkjubæjarklaustri.
Ólafur Vigfússon tónlistarmaður:
Já, á Kirkjubæjarklaustri.
Bendt Harðarson nemi: Já, ég fer
í messu í Árbæjarkirkju.
Ásta Stefánsdóttir nemi: Nei, ég
held ekki.
Lesendur
Hugleiðir, verð-
lagning og stefna
- dragbítur á ferðalög íslendinga
B.J.G. skrifar:
Mig langar til að fjalla um Flug-
leiðir og verðlagningarstefnu þeirra,
sem að mínu mati er engan veginn
verjandi. Flugleiðir eru ekki bara
dragbítur á ferðalög okkar íslend-
inga með sanngjörnum kjörum,
heldur líka dragbítur á komu út-
lendinga til íslands, og þar með tekj-
ur okkar af ferðamönnum. Þetta ein-
okunarfyrirtæki sem komið var á
laggirnar með hjálp og stuðningi
stjórnvalda á sínum tíma og skatt-
peningum íslenskra skattgreiðenda,
er nú orðinn óvinur hins almenna
borgara í landinu. Verðlagning-
arpólitík þessa fyrirtækis heftir
ferðalög almennings og ferðamanna
til og frá landinu.
Ég tek dæmi: 8 tíma flugferð frá
London til Boston t.d. kostar með
bresku flugfélagi 129 ensk pund.
Flugfar á tæplega 3 tíma leið, frá
London til Reykjavíkur er á 320
pund. - Nú munu Flugleiðamenn
segja sem svo; við erum að tala um
allt annan markað. En það er bara
ekki rétt, þeir geta verið á þessum
markaði líka, ef félagið hefði einurð
og baráttuanda.
Flug sem er mjög svipað að flug-
tíma héðan frá London til íslands, er
frá London til Aþenu og kostar 69
pund. Væru Flugleiðamenn spurðir
hverju það sætti að mismunur á
þessum gjöldum væri 251 pund,
myndu þeir eflaust svara sem svo;
þú færð ekki sömu þjónustu í flug-
inu til Aþenu og þú færð í fluginu til
íslands. Og það er rétt. Maður fær
ekki að borða í þessu Aþenuflugi og
maður verður að borga drykkinn
sinn. En ef maður ætlar að drekka
og borða fyrir andvirði 251 punds á
fluginu til íslands, er ég hræddur
um að maður þyrfti að vera á lofti í
meira en sólarhring. Þetta er enn
eitt dæmið um hvernig við íslend-
ingar erum látnir bera kostnað sem
er engan veginn réttlætanlegur. - Ég
tel að Flugleiðir verði nú að fara að
skilja þarfir almennings. Það er
hálft starfið að mæta þeim.
Hyggist nú einhver annar fljúga á
þessari leið til Islands, þá þarf hinn
sami að fara í gegnum Flugráð með
sína umsókn. Og í Flugráði sitja
menn sem starfa hjá Flugleiðum,
svo að allir sjá við hvað er að eiga.
Með þessu er ég ekki að segja að
Flugleiðir séu illa rekið fyrirtæki,
því það er ekki hægt að reka fyrir-
tæki illa sem hefur enga samkeppni.
Það er engin viðmiðun. - Líkt og
Sambandið á sínum tíma. Þessi fyr-
irtæki rotna innanfrá á endanum og
deyja eða lognast útaf. Þess vegna er
samkeppni brýn á þessu sviði til að
fá sanngjamt verð á flugfargjöld
okkar, og til að halda lífi I annars
dauðadæmdu fyrirtæki. Og sá dagur
mun koma.
Bréfritari tekur dæmi af fargjöldum frá London gagnvart Flugleiðum. - Á Heathrow flugvelli.
Leiðigjorn endurtekning
í morgunútvarpi
Sigtryggur hringdi:
Eins og morgunútvarp Rásar 2 getur
verið prýðilega gott að öðru jöfnu
finnst mér skelfilega leiðinlegt að
hlýða á þessar endurtekningar með
lestri úr einhverju sem heitir Saga
daganna eða eitthvað i þá veru. Þama
er búið að lesa úr bók þessari það lengi
að nú er endurtekið það sem maður
heyrði í fyrra, jafnvel árið þar áður.
Um daginn blöskraði mér þegar ég þátt um leið og ég er að hafa mig tíl
heyrði að nákvæmlega það sama
hefði verið lesið upp í fyrra. Þar á
meðal var sagt frá komu olíuskipsins
Hamrafells þann dag fyrir mörgum
árum og það sem á eftir kom og til-
heyrði þeim degi var líka það sem
hafði verið lesið í fyrra.
Þetta mundi ég greinilega því ég
hlusta venjulega á þennan morgun-
fyrir vinnuna.
Það er auðvitað ekkert að því að
rifja upp atburði liðinna tíma, en
þetta er nú orðið ansi myglað, ekki
síst vegna þess að umsjónarmenn
svona þáttar taka kannski upp það
sem merkilegast var við hvern dag
fyrir sig, en það er ekki hægt að bjóða
fólki það ár eftir ár.
Ekki gæðingakerfi yfir
okkurá ný
Kristinn skrifar:
Það var fróðlegt að fylgjast með
nýafstöðnu Framsóknarþingi. Þar
voru ekki boðaðar breytingarnar.
Enn stendur Framsóknarflokkurinn
fastur í sama farinu hvað varðar
kvótakerfið og margt fleira. Ein lítil
upphrópun frá formanninum svo
lítið bar á um að kvótakerfið væri
ekki fyrir neina fáa útvalda. Engin
stefnubreyting þó boðuð um þetta
gagnslausa kerfi sem hefur einmitt
gefið fáum útvöldum ómældan
gróða og er þjakað af hömlu hafta-
stefnu Framsóknarflokksins og
tm©H[RQE)^ þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
550 5000
miilli kl. 14 og 16
Frá nýafstöðnu þingi framsóknarmanna. - Litlar
breytingar og haftastefnan staðfest, segir m.a. í
bréfinu.
manna er þáðu kvótann af stjórn-
völdum.
Ég er undrandi á að jafnreyndur
stjórnmálamaður og formaðm- Fram-
sóknarflokksins skuli ekki sjá í gegn-
um þetta kerfi og þá þróun sem nú er
komin á fulla ferð. Það er eins og
sumir okkar háttvirtu ráðamanna
séu ekki í takt við tím-
ann og alls ekki í takt við
okkar aðalatvinnugrein.
Þeir nærast af hagtölum
og upplýsingum af hluta-
bréfa- og verðbréfvið-
skiptum. Verðbréf sem
verða verðlaus þegar
undirstöðurnar vantar.
Og er nú að byrja að
koma í ljós.
Ég varð satt að segja
undrandi á hve for-
manni Framsóknar-
flokksins tókst að breiða
yfir kvótaumræðuna
með hjali um möguleika
okkar innan Efnahags-
bandalagsins. Allir vita,
þ. á m. utanríkisráð-
herra, að hjá ESB verða
engar breytingar gerðar næstu árin.
Umræða um að við eigum frátekin
hafsvæði innan ESB fyrir flota okk-
ar er tilraun til að gefa kjósendum
falskar vonir. Þær verða aldrei að
veruleika. Við viljum ekki fá gæð-
ingakerfi yfir okkur á ný. Við höf-
um reynsluna.
Áskorun til
krárareigenda
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Ég myndi vilja skora á ÁTVR
svo og alla kráareigendur að
hafa lokað fyrir viðskipti á að-
fangadag jóla. Það er ótrúlegt
hve margir eiga ei-fitt með sig
jafnvel á þessum degi er þeir
vita að opið er á þessum stöðum.
Ég er viss um að með því að hafa
þessa staði lokaða þennan dag
verða gleðileg jól hjá mörgum
börnum og mæðrum.
Ofurálagning
í verslunum
Sesselja skrifar:
Það er með ólíkindum hve
álagning í íslenskum verslunum
er há. Þaö álykta ég einfaldlega
af því að innkaupsverð eða fram-
leiösluverð margra hluta sem ég
þekki til er svo langtum, langt-
um neðar en útsöluverðið. Ég
tek bækurnar sem dæmi. Þær
eru á ótrúlega háu verði. Allir
verða að hafa sitt út úr bókinni,
en fyrr má nú rota en dauðrota.
Þetta 3.500 og upp í 4.500 kr. al-
menn skáldsaga eða viðtalsbók!
Hreint rugl. Og rökin fyrir máli
mínu eru auðvitað þau sem mað-
ur sér auglýst. Nefnilega skyndi-
leg lækkun bókaverðs í mörkuð-
unum og svo hins vegar lækkun
á kalkúnum þegar Nóatún flutti
sína inn frá Svíþjóð. Þessir versl-
unarhættir eru einfaldlega nið-
urlægjandi fyrir okkur neytend-
ur.
Forsetinn lof-
ar lagnaverkin
Leifur hringdi:
Ég verð sífellt meira undrandi
þegar ég sé og heyri um að for-
seti íslands eigi að vera við-
staddur á þessum eða hinum
staðnum við hin ýmsu tækifæri.
Nú á hann að vera viðstaddur af-
hendingu þess sem kallast „lofs-
vert lagnaverk" hjá Lagnafélagi
íslands - í húsi Hæstaréttar. Mér
er sama þótt hér sé um hið
merkasta félag að ræða, ég tel
ekki að forseti landsins eigi að
lofa verkin í hvaða félagsskap
sem vera skal. Og raunar engum
félagsskap. En lagnaverkin
munu vafalaust vaxa að verð-
leikum og í veröi að lokinni
verðlaunaafhendingu forsetans.
Þetta er farið að verða dálítið
svona nesjalegt, þetta með boðun
forseta hingað og þangað af litlu,
jafnvel engu alvörutilefni.
Engar fréttir
af frægu fólki
Steindór Einarsson skrifar:
Ég er alltaf að bíða eftir ein-
hverjum fréttum af Torfa Ólafs-
syni kraftlyftingarmanni. Hann
komst í úrslit á dögunum í út-
löndum, en ekkert hefur verið
sagt frá honum. Það væri líka
fróðlegt að heyra eitthvað írá
Sophiu Hansen og dætrum henn-
ar. Ennfremur af því hvernig
mál standa hjá Halim Al. Mál
þetta hefur legið í þagnargildi
um ahlangt skeið. Nú eru jólin
framundan og kannski hittir
Sophia dætumar þá. En maður
heyrir ekkert.
Hættið að
salta
S.T. skrifar:
Þaö er óþolandi að strax skuli
tekið til við að ausa salti á göt-
urnar um leið og snjókom kem-
ur úr lofti. Þess í stað ætti að
skafa þær vandlega og láta svo
þar við sitja. AUir eiga að vera á
svo vel útbúnum bílum, að þeir
þoli smá snjóföl. Saltið eyðilegg-
ur alla bíla og veldur eigendum
þeirra þá miklu tjóni. Hættum
þessum saltaustri af minnsta til-
efni.