Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 16
16 '
íenning
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
Matur og ást
Kristín Ómarsdóttir er skemmtilegt skáld - einlæg, frumleg, áleit-
in og fyndin, fær mann jafnvel til að skella upp úr sem gerist annars
ekki oft við lestur ljóðabóka. í nýútkominni ljóðabók hennar, Lokaðu
augunum og hugsaðu um mig, er þó einhver depurð í undirdjúpun-
um og íhugul alvara gagnvart hringrás lífs og dauða. í þeirri
hringrás skipar ástin veigamikinn sess - ekki síst líkamlegt hlutverk
ástarinnar, sem krefst næringar - matar!
þá, þegar það gerist, „er stórkostlegt að sneiða grænmeti oní maga
ástarinnar sinnar með beittum hníf sneiða og sneiða ..." (47). Til
sömu áttar hníga ljóðin Prótein (33) og Eftirréttur, en þar langar
ljóðmælandann „til þess að vera með lokuð augun þegar ég færi
þeim eftirréttinn. Heitan eldheitan eftirréttinn og þeyttan rjóma“
(35).
Þessi áhugi á tengslum ástar og efnisheims og þai’ með líkamlegri
tilvist mannsins, tekur á sig ýmsar myndir í ljóöum Kristínar. Hann
getur orðið að einhvers konar efnafræðilegum áhuga, eða skoðunar-
áráttu, þar sem ytri mörk líkamans eru beinlínis afnumin. Dæmi
um það er ljóðið Bláber. Þar er lesandinn leiddur að sónartæki sem
sýnir hreyfingar meltingarfæranna (49). En þó efnisheimurinn sé
uppistaða alls, þar á meðal kennda og hvata á borð við ást og kyn-
löngun, er hann hverfull og dauðlegur. Svo nátengd eru líf og
dauði í ljóðum þessum að móöurskautiö er myndgert sem gröf
samnefndu ljóði þar sem mynd kvenlíkamans rennur saman
við mynd jarðarinnar (63).
Bókmenntir
Ólína Þorvarðardóttir
Kristín Ómarsdóttir - Skemmtilegt skáld.
DV-mynd ÞÖK
Ást og matur, líf og dauði, eru lykilhugtök þessa höfundarverks
sem snýst að verulegu leyti um kynlíf, hlekkinn milli lífs og dauða. í
því samhengi er líkaminn matur sem framreiddur er með ýmsum
hætti við ólíkar aðstæður: „Blóð mitt er tómatsósa“ (21), sæði karl-
mannsins er prótein (47); „að sumarlagi er best að fá sér sítrónubrjóst
um eftirmiddaginn" (36). í ljóðinu Dag einn er ástaratlotum líkt við
það að kasta líkamanum á eld (58), og vakna þá enn hugrenninga-
tengsl við matreiðslu (yfir opnum eldi). Þetta líkingamál verður
einna skýrast í ljóðinu Afskiptir hnífar þcir sem konur „sem nota
mikið heimsendingarþjónustu með mat, þurfa sárlega á brýni að
halda“. I því kvæði fara „eldhúsin aðeins i samband ef sá er nálægt
sem skilað getur próteinunum aftur inni kvið eldhúseigandans". Og
„Ljóð eru óútreiknanleg. Þau koma af sjálfu sér, gera ekki boð á
undan sér heldur verða til einhvem veginn, einn tveir og þrír,“ sagöi
Kristín Ómarsdóttir í nýlegu viðtali (Mbl.). Engu að síður er ljóst að
ljóð þessarar bókar eru vel unnin. Svo vel að þau halda ferskleika
sínum og áleitni. Sú áleitni hefur jafnvel veriö nefnd „áreitni" en er
þakkarverð vegna þess að hún bæði gefur og krefur í einlægni og
ádeilu, þar sem háðið og húmorinn eru aldrei langt undan:
Sumir sem eru orönir fullorönir þurfa aö gráta eins og börn.
Einu sinni í viku, á tveggja mánaöa fresti, nokkrum sinnum á ári.
Þá er gott aö búa til aöstœöur sem framkalla þennan grát.
Sœra þá ranglega eöa skilja þá eftir.
(Gjöf, 51)
Kristín Ómarsdóttir:
Lokaðu augunum og hugsaðu um mig. Ljóðabók.
Mál og menning 1998.
Dvergur frá Danzig
Segja má að Bjarni Jónsson hafi fyllt upp
í eyðu i íslenskum samtímabókmenntum
með því að byrja aö þýða Blikktrommu
Gúnthers Grass á íslensku. Ekki ein
ungis vegna þess að auðvitað
eigum við að veita inn í bók-
menntalíf okkar þeim verkum
nútimabókmenntanna sem hæst
standa, heldur ekki síður vegna
þess að rödd Óskars Matzerah,
hins kynlega sögumanns Blikk-
trommunnar, hefur bergmálað í
nokkrum af bestu verkum íslenskr- 1
ar skáldsagnagerðar síðustu áratuga.
Það að lesa Blikktrommuna í ís-
lenskri gerð verður til þess að rifja
upp og styrkja þessi tengsl enn frekar.
í nýlegri skáldskaparfræði sinni held-
ur einn lærisveina Grass, Einar Már
Guðmundsson, því fram að honum og Blikk-
trommunni megi öðrum fremur þakka end-
urreisn skáldsögunnar á seinni hluta aldar-
innar. Nýjungar Grass felast kannski fyrst
og fremst í sjónarhominu sem aftur skapast
af því hversu óvenjuleg persóna Ósk£ir er.
Þriggja ára gamall hættir hann að stækka
samkvæmt eigin ákvörðun en tekur upp
blikktrommuleik og uppgötvar um svipað
leyti þann eiginleika raddar sinnar
að geta brotið gler.
Sjónarhom Óskars er því sam-
bland af sjónarhorni barns og full-
orðins, auk þess sem hann virðir
fáar reglur um takmarkanir
þessa sjónarhoms. Lokaður inni
á geðveikrahæli hefur hann
komist að þeirri niðurstöðu að
í sögu sé allt leyfilegt og að
honum sem sögumanni sé
allt heimilt.
Sá heimur sem lýst er í
^ fyrsta bindinu er sérstæð-
ur og heillandi. Óskar elst upp i
fríríkinu Danzig á milli stríða innan um
einkennilega samsetta fjölskyldu, móður og
tvo menn sem báðir geta verið faðir hans.
Þetta er sérkennilega áþreifanlegur heimur,
líkamlegur og kynósa og byggist ekki síður á
lýsingum á lykt, bragði og snertingu en útliti
hlutanna. Þetta er heimur sem angar af
hinni gömlu Evrópu, en ber einnig dauða
hennar í sér, ógn nasismans vofir yfir. Þeirri
Skáldskapur í silkipappír
í Sjömeistarasögu sinni segir Halldór Lax-
ness frá Þórði Sigtryggssyni sem hann kveður
hafa verið einn víðlesnasta mann landsins á
sinni tíð. Einkum og sér i lagi var hann hand-
genginn Proust og átti lokuð niðri í kofforti
sagnabálkinn A la recherche „og haföi vafiö
silkipappír utanum sérhvert bindi“. Sá hinn
sami Þórður hafði ekki mikið álit á bók-
menntasmekk landa sinna og kvað þá vart
lesa Proust þó þeir fengju hann á dönsku.
Bókmenntir
Geirlaugur Magnússon
En nú er öldin önnur og Proust að koma út
á íslensku, fyrsti hluti sagnabálksins mikla,
Leiðin til Swann. Fyrsti hluti hans kom út á
síðasta ári, þeir síðari tveir koma nú i einni
bók. Er ekki seinna vænna að sá mikli sagna-
meistari sé kynntur á íslensku þegar liður að
aldarlokum, hann sem í verki sínu lýsti hvað
best samfélagi aldamótanna síðustu. Þó er ef
til vill rangt að tala um samfélagslýsingu því
Proust heldur sig að mestu við eina stétt í
bálki sínum; borgarastéttina.
Annar hluti Leiðarinnar til Swann er að því
leyti frábrugðinn þeim fyrsta að
hann er eini hluti verksins alls
sem sagður er í þriöju persónu.
Sögumaðurinn Marcel þokar úr
sessi um stund þegar sagt er
frá ást Swann á Odette af
Crécy, hvemig sú ást dafnar
og dvínar. Þar segir frá þján-
ingum Swann og afbrýði-
semi og meginsteflð er sem
víða hjá Proust að ástin sé
kvöl. Þrautaganga Swann
endurspeglast síðan í
þriðja hluta, Staðar-
nöfn: Nafnið, þar sem sögu-
maðurinn er á ný í forgrunni og segir'
frá æskuást sinni á Gilberte, dóttur Swann og
Odette. En þama er einnig sagt frá því hvem-
ig heimsmaðurinn og kvennagullið Swann
„tekur niður fyrir sig“ og dregst fyrir tilstilli
Odette inn í klíku nýríkra borgara, Verdurin-
hjónanna og fylgifiska þeirra, sem stæla heim
„fína fólksins" með lokuöum félagsskap list-
vina. Hvergi nýtur skopskyn og beitt háð höf-
undar sín betur en í óvægnum lýsingum hans
á því snobbliði.
Pétur Gunnarsson hefur áður sýnt að hann
afbragðsþýðandi og þó ég láti ógert að
endurtaka hrósyrði frá fyrra ári
um þetta afrek hans em þau öll
enn í fullu gildi. Og þegar sá sam-
kvæmisleikur skammdegisins
stendur hvað hæst að bera saman
bækur þessara jóla og síðustu jóla er
rétt að minnast þess að ein ánægjuleg-
ustu tíðindi undanfarinna ára á ís-
lenskum bókamarkaði er hve mikið
hefur verið þýtt af góöum skáldverkum.
I ár koma fyrir utan Proust rit eftir önd-
vegishöfunda eins og Strindberg, Kafka,
Gúnter Grass, Herman Hesse, Scott Fitzger-
ald, Karen Blixen, Tsjekhov, Mackay Brown,
Roddy Doyle og Graham Swift. Það er ekki
slæm uppskera.
Marcel Proust:
í leit að glötuðum tíma. Leiðin til Swann II.
Pétur Gunnarsson þýddi.
Bjartur 1998.
ógn kynnumst við síðan frá sjónarhomi
dvergsins Óskars í þeim hlutum Blikk-
trommunnar sem enn era óþýddir.
Bókmenntir
Jón Yngvi Jóhannsson
Ein af afleiðingum þeirrar tímaskekkju
sem skapast við þýðingar er sú að gagnrýn-
andi getur lent í þeirri sérkennilegu aðstöðu
að eiga að dæma verk sem hefur veriö ein af
hans uppáhaldsbókum í fjölda ára. Þannig er
því farið með undirritaðan og Blikktromm-
una. Um hana er fátt fleira að segja en það
að hún er einfaldlega ein af allra mögnuð-
ustu skáldsögum aldarinnar og það er svo
sannarlega fagnaðarefni aö hún skuli vera
komin út á íslensku.
Giinther Grass:
Blikktromman.
Þýðandi Bjarni Jónsson.
Vaka-Helgafell 1998.
Eitt hundrað prósent
Menningarsíða hefúr frétt af hljómburðar- ■
prófi í nýja tónlistarhúsinu í Kópavogi sem
verður vígt eftir áramót. Um síðustu helgi
voru kallaðir þangað ýmsir helstu tónlistar-
menn þjóðarinnar sem sungu og léku á hljóð-
færi sín og létu í ljósi álit sitt að því loknu.
„Geggjað!" kallaði Bergþór Pálsson, „Frá-
bært,“ sagði Guðný Guðmundsdóttir, en eig-
inmaður hennar, sellósnillingur-
inn Gunnar Kvaran, sagði, hóg-
vær og rólegur að vanda: „Mig
langar mest til þess að láta selló-
ið mitt sofa hérna í nótt í kassan-
um sínum.“ Þórann Bjömsdótt-
ir, stjórnandi Skólakórs Kárs-
ness, sagði: „Maður þarf ekki
einu sinni aö hita
upp héma - bara
anda að sér!“ Og margir
klökknuðu.
Þegar þessi tiðindi voru bor-
in undir Jónas Ingimundar-
son, guðfoður hússins, sagði
hann að hljómburður væri nú
einu sinni afar erfitt mál, mað-
ur vissi aldrei hvað tækist í
þeim efnum og hvað ekki. „En í þetta skipti
virðist það hafa heppnast hundraö prósent,"
sagði hann kátur.
íslensk fiðlutónlist
íslensk tónverkamiðstöð hefur gefið út
hljómdisk með islenskri tónlist fyrir einleiks-
fiðlu, leikinni af Rut Ingólfs-
dóttur. Verkin era Studie
op. 3 eftir Jón Leifs, Sónata
eftir Hallgrím Helgason,
Dimension eftir Magnús Bl.
Jóhannsson, Lag og tilbrigði
eftir Atla Heimi Sveinsson
og Adagio eftir Tryggva M.
Baldvinsson. Verk Atla
Heimis og Tryggva vora samin sérstaklega
fyrir Rut og Dimension frumflutti hún á
Myrkum músikdögum í febrúar 1995.
Tónlistin á diskimun spannar sögu ís-
lenskrar einleikstónlistar fyrir fiðlu, enda er
sú saga ekki löng. En í verkum elstu tón-
skáldanna, Jóns Leifs og Hallgríms, er sam-
hengið við þjóðlega tónlist staðfest í tónmáli
og stefjum sem sótt era langt aftur í aldir.
Núna er íslensk fiölutónlist orðinn auðugur
sjóður sem tónskáldin safna stöðugt í.
Rut hefur um árabU verið einn fremsti
fiðluleikari landsins og hefur meðal annars
verið konsertmeistari hjá Sinfóníuliljómsveit
íslands og Pólýfónkómum. Hún hefur verið
formaður Kammersveitar Reykjavíkur og
fyrsti fiðluleikari hennar frá upphafi, 1974.
Tónsmíðar
Jóns Þórarinssonar
íslandssól hefur gefið út þrefaldan hljóm-
disk með tónsmíðum Jóns Þórarinssonar
undir heitinu Fuglinn í fjöranni. Þetta eru
aUt nýjar upptökur og koma
fjöldamargir tónlistarmenn við
sögu. Meðal söngvara era Auð-
ur Gunnarsdóttir, sem meðal
annars syngur fslenskt vöggu-
ljóð á hörpu, Gunnar Guð-
bjömsson, Bergþór Pálsson,
Loftur Erlingsson og Kristinn
Sigmundsson, sem syngur einsöng í Völuspá
með Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt Kór ís-
lensku óperannar. Fjórir aðrir kórar syngja,
Hamrahlíðarkórinn, Dómkirkjukórinn,
Hljómeyki og Karlakórinn Fóstbræöm’.
Meðal einleikara eru Gísli Magnússon, pí-
anó, Einar Jóhannesson, klarínett, Öm
Magnússon, píanó, Kolbeinn Bjamason,
flauta, Guðrún Óskarsdóttir, sembal, og Mart-
einn H. Friðriksson, orgel. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands kemur fram í þremur verkmn;
Petri Sakari stjómar tveimur þeirra en Bem-
harður Wilkinson einu.
Skífan sér um dreifingu.
Nýjar hljóðbækur
Hörpuútgáfan á Akranesi hef-
ur gefið út á hljóðsnældum tvær
bækur Braga Þórðarsonar með
skemmtilegum frásögnum hans
af mannlífi á Akranesi og nær-
sveitum. Þetta era Blöndukútur-
inn, sem kom út nú í haust með
frásögnum m.a. af baróninum
dularfulla á Hvítárvöllum, og
Æöralaus mættu þau örlögum
sínum sem kom út 1996.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
4