Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 18
imenning
'iz ik
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 É-Þ Xf
Mannlíf við Sund
Þorgrímur Gestsson hef-
ur skrifað bók fyrir alla
eldri og yngri íbúa Laugar-
neshverfisins í Reykjavik
- og auðvitað aðra sögu-
þyrsta íslendinga. Hún
heitir Mannlíf við Sund -
Býlið, byggðin og borgin,
stór og glæsileg bók, ríku-
lega skreytt fágætum ljós-
myndum, teikningum og
kortum. Þorgrímur er
sjálfur ættaður af þessu
svæði; faðir hans, Gestur
Þorgrímsson myndlistar-
maður, fæddist og ólst upp
í Laugar-
nesbæn-
um, og
reyndar er
sögð
skemmti-
leg saga af
fæðingu
hans í bók
Þorgríms.
Gestur
skrifaði
sjálfur yndislega bók um
bemskuárin í Laugarnes-
inu á sínum tíma; Maður
lifandi heitir hún og kom
út 1960.
Kveikjan að Mannlífi
við Simd segir Þorgrímur
að hafi verið samtöl sem
hann átti við föðurbróður
sinn, Ólaf Þorgrímsson
hæstaréttarlögmann, fyrir
tiu árum. Eftir að Ólafur
lést hélt Þorgrímur áfram
að safna viðtölum við
gamla Laugnesinga og öðr-
um upplýsingum í bókum,
blöðum og skjölum. Hann segir sjálfur að
ekki sé ritið sagnfræðilegt í strangasta
skilningi en hann hafi þó reynt að vera trúr
heimildum sínum, munnlegum jafht sem
skriflegum. í anda nýrrar tisku í sögulegum
verkum byrjar hann á að sviðsetja þann at-
burð þegar fyrstu íbúar landnámsjarðar-
innar komu á svæðið: „Fremst í flokknum
riðu karl og kona, skartlega búin. Þau stigu
Hér sést Holdsveikraspítalinn í byggingu 1898, bakhlið hans. Þetta mikla hús
brann árið 1943. Myndirnar eru úr Mannlífi við Sund.
Stúlkur við saltfiskbreiðslu á Kirkjusandi um aldamót. Þær eru með skuplur til að verða
ekki sóibrúnar, það þótti ekki fínt f þá daga.
af baki og horfðu yflr hrísi og kjarri vaxna
ásana og mýrarnar á nesinu sem teygði sig
fyrir fótum þeirra vestur í flóann ...“ Þetta
eru að sjálfsögðu Ingólfur Arnarson og Hall-
veig Fróðadóttir, komin á Ártúnsholt sum-
arið 877, og hafa þá séð gufumökkinn stíga
frá laugunum á nesinu norðanverðu. Þess
vegna skírðu þau bæinn sinn Reykjavík og
nesið fékk nafn af laugunum sjálfum, helsta
þvottastað
Reykvíkinga
fyrr og nú.
Saga Laugar-
ness í land-
námi Ingólfs er
samofin sögu
Reykjavíkur
frá upphafi.
Jörðin var í
eigu einnar
mestu höfð-
ingjaættar
landsins fram
eftir öldum,
kirkjustaður
þar sem tíu
bæir lágu til
sóknar. Hall-
gerður langhrók
bjó þar um tíma
og er sögð graf-
in þar. Stein-
grímur biskup
Jónsson reisti
veglegt hús á
Laugamestanga
í upphafi 19. ald-
ar og biskupsset-
ur var þar í þrjá
áratugi.
Eftir að
Reykjavíkurbær
keypti Laugar-
nesjörðina 1884
varð hún verð-
mætt byggingar-
land. Athafna-
menn komu upp
fiskvinnslu á
Kirkjusandi og
danskir Oddfell-
owar reistu
Holdsveikraspít-
ala á Laugarnestanga, mesta stórhýsi lands-
ins á þeirri tíð. Og Þorgrímur lýsir því í
máli og myndum hvernig byggðin óx og
þróaðist uns hún fékk á sig þá mynd
sem hún hefur nú.
íslenska bókaútgáfan gefur bókina
út.
Kristinn syngur Mefistófeles
Splunkuný geislaplata
frá harmonia mundi með
atriðum úr Fást Goethes
eftir Robert Schumann kom
þeim sem þetta ritar þægi-
lega á óvart. Fyrir það
fyrsta var mér ókunnugt
um að Schumann hefði ver-
ið meðal þeirra tónskálda
sem féllu fyrir Fást kallin-
um á sínum tíma, en í þeim
flokki voru líka Berlioz,
Liszt, Gounaud og Mahler.!
öðru lagi kom flatt upp á
mig að sjá nafn Kristins
Sigmundssonar framan á
þessari plötu, þar sem eng-
in tíðindi höfðu borist af
samvinnu hans og Philippe
Herreweghe, hins rómaða
belgíska hljómsveitarstjóra,
sem er hér við stjómvölinn.
Raunar er Kristinn hér í
mjög góðum félagsskap í
það heila tekið, því með
honum syngja ung barítón-
stjama frá Englandi, Willi-
am Dazeley, og bráðefnileg-
ur finnskur sópran,
Camilla Nylund. Herreweg-
he er svo með það fina batt-
erí hljóðfæraleikara og kór-
söngvara sem hann hefur
notað í ótal upptökum fyrir
harmonia mundi.
Út af fyrir sig er ekki
skrýtið þótt þessi Fást-til-
brigði Schumanns hafi ekki
farið ýkja hátt. Tónskáldið
notar ýmist fyrri eða síðari
útgáfuna af Fást, þar á með- Kristinn Sigmundsson - mjúkmáll og ógnvekjandi.
al atriði sem strangt til tek-
ið flokkast undir aukaatriði
frásagnarinnar. Menn hafa líka haft efa-
semdir um dómgreind Schumanns um það
leyti sem hann lauk við verkið, en þá var
hann orðinn veill á geði.
DV-mynd BG
Engu að síður er þetta mjög svo róman-
tíska stykki allrar athygli vert. í stökum
einsöngsköflum og kórsöngsköflum er
Schumann eins og hann á að sér að vera,
ákafur og yndislega ljóðrænn, og
í þriðja og síðasta kaflanum tefl-
ir hann fram einsöngvurum, kór
og hljómsveit í stórbrotinni tónlist
sem líkja má bæði við Bach og
Beethoven. Síðasti kaflinn, svo-
nefndur Chorus Mysticus, sem segir
af „uppstigningu" Fásts og samruna
hans við sköpunarverkið, er ægifag-
ur hápunktur verksins, og er
Schumann enginn ógreiði gerður
með því að nefna í sömu andrá
Missa solemnis eftir Beethoven.
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
Kristinn syngur hér hlutverk
sjálfs Mefistófelesar, og auk þess tvö
aukahlutverk, Illan anda og Pater
Profundus, og nýtur sin til fulln-
ustu. Hlutverk Mefistófelesar er
eins og klæðskerasniðið að rödd
hans og leikhæfileikum, en hann
verður að vera hvort tveggja í senn,
mjúkmáll og hæfilega ógnvekjandi.
Um frammistööu annarra söngvara,
hljómsveitina og upptökuna er ekk-
ert nema gott að segja, enda er þetta
útgáfufyrirtæki þekkt fyrir vandaða
framleiðslu. Allir aðdáendur Krist-
ins ættu að eiga þessa plötu til að
spila á gamlárskvöld, í þann mund
sem nýja árið gengur í garð.
Schumann: Szenen aus Goethes
Faust
Philippe Herreweghe & Collegium
Vocale, La Chapelle Royale, RIAS-
Kammerchor
& Orchestre des Champs Elýsées
harmonia mundi 901661.62
Umboð á íslandi: JAPIS
Tár úr steini
Þeir sem sáu kvikmyndina Tár úr steini úm
ævi og örlög Jóns Leifs tónskálds muna eflaust
eftir dálitlu ævintýri um tröllastrák sem hann
sagði dóttur sinni og litla steininuin sem varð
eins konar hamingjutákn þeirra feðgina. Og við
munum öll hvað varð um hann.
Nú er þetta frumsamda ævintýri
Sveinbjörns I. Baldvinssonar komið
út í barnabók með litmyndum eftir
Önnu V. Gunnarsdóttur. Það er sett
inn í rammasögu af litlum dreng og
pabba hans sem gefur honum töfra-
stein og segir honum söguna af hon-
um, söguna um tröllastrákinn sem
ekki mátti fara út á daginn vegna
þess að þá hefði hann orðið að steini. En trölla-
strákinn dauðlangar út í veröldina og eina nótt-
ina stelst hann burt úr hellinum til að sjá hafið og
löndin bak við fjöllin. Hann skemmtir sér óskap-
lega vel þessa nótt - en hvað gerist þegar dagar?
Þetta er hugljúf saga og fallegar myndir Önnu
fylgja henni vel og nákvæmlega eftir. Mál og
menning gefur út.
Hafnarfjörður í mynd
Nú stendur yfir í Hafnarborg sýning á ljós-
myndum Lárusar Karls Ingasonar frá Hafnar-
firði. Þetta er úrval mynda úr nýrri
bók hans sem heitir Ljósið í hraun-
inu. Myndbrot úr menningarsögu
Hafnarfjaröar.
Nafn sitt dregur bókin af því að í
Hafnarfirði logaði fyrsta rafmagnsljósið á íslandi
fyrir 90 árum, og bókin er einmitt gefin út í tilefni
af því að bærinn fékk líka kaupstaðarréttindi fyr-
ir 90 árum. En saga bæjarins er auðvitað miklu
lengri. Hann er einn elsti verslunarstaður lands-
ins; hann var ensk verslunarhöfn á 15. öld en
Hansakaupstaður á 16. öld, og alltaf síðan hefur
þar verið blómlegt viðskiptalif.
í bókinni eru um 120 litljósmyndir sem sýna
bæinn frá öllum hliðum og fólkið sem í honum
býr. Texti Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur rekur
söguna og einstaka þætti hennar með áherslu á
mannlíf og menningu. Bókin er gefin út á ís-
lensku og ensku og íslensku og þýsku.
Skagfirskur annáll
Mál og mynd hefúr gefið út Skagfirskan annál
1847-1947 eftir Kristmund Bjamason á Sjávarborg
í tveimur bindum. í ritinu er fjallað um
mannlíf í Skagafirði í eina öld og hefst
sagan þar sem Saga frá Skagfirðingum
eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason
endar og lýkur áriö sem Sauðárkrókur
fékk kaupstaðarréttindi.
í ritinu er getið um flest það sem
fréttnæmast þótti hverju sinni, svo
sem slysfarir, tíðarfar, verklegar
framkvæmdir, mcmnamót og menningar-
viðburði. Um 400 ljósmyndir prýða bæk-
umar sem eru prentaðar á góðan Ijós-
myndapappír. Þetta eru myndir affólki
sem kemur við sögu, atburðum, bæj-
um og byggingum. Margar hafa aldrei
birst áður.
Kristmundur Bjarnason er löngu
fyrir rit sín um sögu og
þjóðlegan fróðleik. Meðal fyrri verka hans má
nefna ævisögu Þorsteins á Skipalóni og Sögu
Sauðárkróks.
Veraldarhúsið
Þorsteinn Antonsson rithöfundur hefur gefið út
ritgerð rnn íslenska dulfræði sem hann nefnir
Veraldarhúsið. Samkvæmt niðurstöðum hennar
öðlast maður skilning á sannleikanum með
tvennum hætti, fyrir vísindalega rannsókn og fyr-
ir innlifun trúarinnar. Höfúndur
leitar til þjóðsagna og annarra
munnmæla og vísað er til þess að
sérgáfa innblásinna manna miöli
slíkri þekkingu með myndrænum
hætti.
í bókinni eru hugleiðingar höf-
undar um hinn foma boðunarhátt
trúarbragða og rætur nútíma-
mannlífs raktar aftur til uppruna
síns. í því sambandi er vísaö á félagslegan tilgang
sáttmálsarka og hinn harmsögulega þátt synda-
fallssögunnar sem jafiiframt gæðir ritið grunn-
tóni sínum.
Breytt fjölskyldumynd í nútímanum kallar á
endurskoðmi og er málfari vísinda fundinn sam-
eiginlegur bakgrunnm-' táknmáli trúarinnar.
Sigurjón Þorbergsson gefúr út.
Jólin koma
Bráðum koma dýrðleg jól heitir bók
með jólasöngvum sem Ragnheiður Gests-
dóttir valdi og myndskreytti. Þama era
mörg vinsælustu lögin sem viö syngjum
með börnunum um hátíðarnar, „Bráðum
koma blessuð jólin“, „Babbi segir, babbi
segir“, „Skreytum hús með greinum
grænum", „Gekk ég yfir sjó og land“, „Göngum við
í kringum" og mörg mörg fleiri.
Mál og menning gefur út.
VERALDAR
HUSIÐ