Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 37
33'V FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 37 Jóel Pálsson leikur á saxófón í Iðnó í kvöld. Djass í Iðnó í kvöld heldur saxófónleikarinn Jóel Pálsson útgáfutónleika í Iðnó til kynningar á geislaplötu sinni, Prím sem kom út fyrir skömmu. Á tónleikunum koma fram allir þeir tónlistarmenn sem leika á plötunni en þeir eru auk Jóels: Eyþór Gunnarsson, píanó, Hilmar Jensson, rafgítar, Gunnlaugur Guðmundsson, kontrabassi, Einar Scheving, trommur, Matthias Hemstock, trommur og slagverk, og Sigurður Flosason, altsaxófónn og bassaklarínett. Tónleikamir hefjast kl. 21.00. Tónleikar Lögreglukór Reykjavíkur Lögreglukór Reykjavíkur held- ur aðventuhátíð i Bústaðakirkju í kvöld kl. 20. Ásamt lögreglukóm- um kemur fram Bamakór Engja- skóla og einsöngvarinn Eiríkur Hreinn Helgason. Kórarnir koma fram hvor í sínu lagi og einnig saman. Flutt verða hefðbundin að- ventu- og jólalög. Prestar eru tveir, Pálmi Matthíasson og Kjart- an Öm Sigurbjömsson. Upplestur á Sólon í kvöld verður upplestur úr nýút- komnum bókum á Sólon íslandus. Eftirtaldir höfundar lesa: Pétur Gunnarsson úr þýðingu sinni á Leiðin til Swann eftir Marcel Proust, Gerður Kristný úr smá- sagnasafninu Eitr- uð epli, Bjarni Bjamason úr skáldsögunni Pétur Borgin bak við Gunnarsson. orðin, sem höfund- ur hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir, Sindri Freysson úr skáldsögunni Augun í bænum, sem hann hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir, Ásdís Óla- dóttir úr ljóðabókinni Haustmáltíð og Einar Öm Gunnarsson úr skáld- sögunni Tár Paradísarfuglsins. Kynnir er Ólafla Hrönn Jónsdóttir. Upplesturinn hefst klukkan 20.30. Samkomur Tónlistarkynning á Súfistanum í kvöld ræður tónlistin ríkjum á Súfistakvöldi Máls og menningar, Laugavegi 18. Leikið verður af fjór- um nýútkomnum geislaplötum, Tómas R. Einarsson og hljómsveit hans kynna diskinn Á góðum degi, Rússíbanar leika af Elddansinum, Ellen Kristjánsdóttir læðist um með lög af samnefndum diski og Einar Kristján Einarsson leikur á klass- ískan gítar af nýjum sólódiski sín- um. Dagskráin hefst klukkan 20.30. Upplestur í Hafnarborg í kvöld verður lesið úr nýjum bókum í KaSistofunni i Hafnarborg. Aðalsteinn Ingólfsson les úr Sigur- jón Ólafsson, líf og list, Ámi Þórar- insson les úr Nóttin hefur þúsund augu, Dagur Eggertsson les úr Steingrímur Hermannsson - ævi- saga, Haraldur Júlíusson les úr Fylgjur, Kristín Ómarsdóttir les úr Lokaðu augunum og hugsaöu um mig, Pétur Kristbergsson les úr Horfm handtök, Thor Vilhjálmsson les úr Morgunþula í stráum og Vig- dís Grímsdóttir les úr Nætursöngv- ar. Dagskráin hefst kl. 20.30. Gaukur á Stöng: J ólar okktónleikar í kvöld verða stórtónleikar á Gauki á Stöng. Fram koma fjórar hljómsveitir sem ætla að koma öll- um í gott skap. Hljómsveitirnar em Botnleðja, Dead Sea Apple, Lipstick og sérstakir gestir kvöldsins, Bellat- rix. Allar sveitimar nema Lipstick em með nýja plötu í farangrinum og því mun ný og framsækin tónlist heyrast á Gauknum í kvöld. Botn- Skemmtanir leðja, Bellatrix og Dead Sea Apple hafa mikið látið að sér kveða að undanfomu en Lipstick er að koma fram i fyrsta sinn í meira en ár og verða þetta einu tónleikar hljóm- sveitarinnar að sinni. Lipstick skipa Bjarki Kaikumo, söngur, Ant- on Már, gítar, Sævar Þór, bassi, og Ragnar Ingi, trommur. Café Amsterdam í kvöld skemmtir Bjarni Tryggva á Café Amsterdam. Annað kvöld og á laugardagskvöld skemmtir síðan hin vinsæla hljómsveit Sixties. Punkturinn Blúsbarinn við Laugaveg tilheyr- ir fortiðinni, nú heitir staðurinn Punkturinn. Blúsinn er þó enn í fyr- irrúmi og í kvöld og annað kvöld skemmtir hin ágæta blússveit, Blu- es Express, sem er að koma fram aftur eftir smáhlé. Fógetinn í kvöld er vísnakvöld á Fógetan- um. Trúbadorar koma saman og flytja frumsamið eöii. Um helgina skemmtir svo Rúnar Þór og hljóm- sveit. Dead Sea Apple er ein hljómsveitanna sem skemmta á Gauknum í kvöld. Veðrið í dag Kólnandi veður Skammt suður af landinu er 963 mb lægð sem hreyfist austur. 1015 mb hæð er yfir Norður-Grænlandi. í dag verður allhvöss eða hvöss norðan- og norðaustanátt. Snjókoma eða él norðan- og austanlands en rigning í fyrstu sunnanlands. Kóln- andi veður. Minnkandi norðanátt og él norðan- og austanlands á morgun en léttskýjað sunnanlands. Frost á bilinu 2 til 8 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss norðanátt, skýjað að mestu og kólnar í dag. Norðangola eða kaldi, léttskýjað og frost 1 til 3 stig i nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.47 Árdegisflóð á morgun: 6.09 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma 0 Akurnes alskýjaó 4 Bergstaöir snjókoma -1 Bolungarvík snjóél -1 Egilsstaöir 1 Kirkjubœjarkl. rigning 3 Keflavíkurflv. léttskýjaö 1 Raufarhöfn snjókoma -1 Reykjavík léttskýjaö 2 Stórhöföi rigning 5 Bergen alskýjaö 7 Helsinki skýjaö -1 Kaupmhöfn þokumóöa 4 Oslo alskýjaö 2 Stokkhólmur 4 Þórshöfn rign. á síö. kls. 9 Þrándheimur rign. á síö. kls. 9 Algarve heiöskírt 10 Amsterdam þokumóöa 5 Barcelona heiöskírt 5 Berlín léttskýjaö 4 Chicago hálfskýjaö 0 Dublin alskýjað 12 Frankfurt þoka 2 Glasgow skýjaó 13 Hamborg skýjaö 5 Jan Mayen skýjaö -4 London skýjaö 7 Lúxemborg þoka 0 Mallorca þoka 3 Montreal alskýjaö -1 Narssarssuaq heiöskírt -7 New York alskýjaö 8 Nuuk snjók. á síö. kls. -1 Orlando heiöskírt 9 París þokumóöa 4 Róm þokumóöa 5 Vín alskýjaö 6 Washington alskýjaö 6 Egill og Ragnheiður eignast son Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem fengið hefur nafnið Elvar, fædd- ist á fæðingardeild Land- spítalans 7. september Barn dagsins síðastliðinn. Við fæðingu vó hann 4.760 grömm og var 58 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Ragn- heiður Kristín Guð- mundsdóttir og Egill Er- lingsson og er hann þeirra fyrsta barn. Hálka og snjóþekja Hálka og snjóþekja er á heiðum á Norður- og Austurlandi og sums staðar er illfært. Einstaka heiðar eru ófærar, má þar nefna Lágheiði, Öxar- fjarðarheiði og Hellisheiði eystri. Á Vestfjörðum er Færð á vegum einnig hálka og snjór á heiðum. Á Suðurlandsund- irlendi eru vegir færir en hálka er sums staðar. Vert er að benda bílstjórum sem eru að keyra á þjóðvegum að athuga veðurspá. Ástand vega 4^ Skafrenningur m Steinkast E1 Hálka Q) Ófært 0 Vegavinna-aOgát 0 Óxulþungatakmarkanir (H Þungfært (J) Fært fjallabílum Brenda Blethyn og Julie Walters leika breskar verkakonur sem bregöa sér til Las Vegas. Stelpukvöld Háskólabíó sýnir bresku kvik- myndina Stelpukvöld (Girls Night). Brenda Blethyn og Julie Walters leika mágkonur á fimm- tugsaldri, Dawn og Jackie, sem búa i smábæ í norðurhluta Bret- lands. Lífið í færibandaverksmiðj- unni byggist á föstum liðum eins og venjulega, Jackie er kjaftfor og kræf en Dawn er ekkert nema gæðin. Á föstudagskvöldum skreppa stelpurnar í verksmiðj- imni á bingókvöld og á einu slíku vinnur Dawn umtalsverða fjár- hæð sem hún deilir með Jackie. Þær eru vart byijaöar að spá í hvaö þær eigi að gera við pening- '//////// Kvikmyndir I ana þegar Brenda hnígur skjálfandi niður og fréttir í framhaldi af því af ólæknandi sjúkdómi sínum. Þetta er auðvitað hið versta mál finnst henni og öðrum hlutaðeigandi en úr verður að stelpumar ákveða að slá þessu upp í kæruleysi og skreppa til Las Vegas. Þar rekast þær á kúreka sem Kris Kristofferson leikur og lóðsar hann þær um ljósborgina. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bfóhöllin: Ég kem heim um jólin Bíóborgin: Soldier Háskólabíó: Hvaða draumar okk- ar vitja Kringlubíó: Mulan Laugarásbíó: Blade Regnboginn: There's Something about Mary Stjörnubíó: Sögusagnir Krossgátan 1 2 3 4 5 € 1 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Lárétt: 1 lögun, 5 kinnung, 8 spýja, 9 moraði, 10 bætti, 12 munnbiti, 14 slá, 16 lykt, 18 leyndardómsfull, 20 erta, 21 ellegar, 23 miklar, 23 fljótfæmi. Lóðrétt: 1 1 talaði, 2 hlýju, 3 nöldur, 5 þvær, 6 trylltir, 7 jarðsprunga, 11 kjánar, 13 glápa, 15 nýlega, 17 grip, 19 þjóta, 20 hús, 21 þegar. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sýta, 5 æst, 8 ólíkt, 9 ár, 10 mikill, 11 akur, 13 auk, 15 ha, 16 ræð- ur, 19 aumki, 21 ná, 22 gný, 23 iðar. Lóðrétt: 1 sóma, 2 ýli, 3 tíkur, 4 akir, 5 ætlaði, 6 sálu, 7 tré, 12 kaun, 14 krár, 15 hag, 17 æki, 18 una, 20 mý. Gengið Almennt gengi LÍ17. 12. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,300 69,660 70,800 Pund 116,180 116,780 116,970 Kan. dollar 45,030 45,310 46,120 Dönsk kr. 10,9690 11,0270 10,9120 Norsk kr 9,0330 9,0830 9,4210 Sænsk kr. 8,6510 8,6990 8,6910 Fi. mark 13,7190 13,8000 13,6450 Fra. franki 12,4330 12,5040 12,3750 Belg. franki 2,0213 2,0335 2,0118 Sviss. franki 51,6800 51,9600 50,3300 Holl. gyllini 37,0000 37,2200 36,8100 Þýskt mark 41,7100 41,9300 41,4800 ít. líra 0,042100 0,04236 0,041930 AusL sch. 5,9260 5,9620 5,8980 Port. escudo 0,4070 0,4096 0,4047 Spá. peseti 0,4901 0,4931 0,4880 Jap. yen 0,597300 0,60090 0,574000 írskt pund 103,540 104,180 103,160 SDR 97,460000 98,04000 97,690000 ECU 81,9300 82,4300 81,5900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.