Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 Afmæli Anna Birna Jensdóttir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, Hverafold 51, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Anna Birna fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1981 frá Hjúkr- unarskóla íslands, stundaði fram- haldsnám í hjúkrunarstjórnun sjúkra- húsa og hjúkrunarvísindum við hjúkrunardeild Árósarháskóla, Dan- mörku 1985-87 og hefur sótt fjölmörg námskeið í hjúkrun og aðferðafræði rannsókna og stjórnunar við hina ýmsu háskóla á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Anna Birna var hjúkrunarfræðing- ur á Landspítala 1981-83, aðstoðar- deildarstjóri á öldrunardeild Borgar- spítalans 1983-85 og er hjúkrunar- framkvæmdastjóri öldrunarþjónustu Borgarspítalans, síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur, frá 1987. Anna Birna hefur setið í stjórn Öldrunarfræðafélags íslands frá 1991 og var formaður þess í sex ár, situr í stjórn Norræna Öldrunarfræðafélags- ins frá 1994, situr í RAI-stýrihóp heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins frá 1993, í Vísindaráði Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1998 og í gæðaráði í öldrunarhjúkrun á vegum Landlæknisembættisins frá 1998, hefur verið í Samninganefnd Reykjavík- urborgar frá 1995 og hefur setið í fjölmörgum innlend- um og erlendum nefndum á vegum Hjúkrunarfélags íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fjölskylda Anna Birna giftist 7.10. 1978 Stefáni Svanberg Gunnarssyni, f. 7.12. 1956, tæknifræðingi. Hann er sonur Gunn- ars Herbertssonar, endurskoðanda í Reykjavík og k.h., Sigríðar Samúels- dóttur hjúkrunarritara. Börn Önnu Bimu og Stefáns Svan- berg eru Gunnar Páll Stefánsson,. f. 27.6. 1980, menntaskólanemi; Samúel Orri Stefánson, f. 29.11. 1982, fjöl- brautaskólanemi; Stefán Birnir Stef- ánsson, f. 21.10.1991, grunnskólanemi. Systkini Önnu Birnu eru Sigríður Erla Jensdóttir, f. 17.11. 1947, d. 22.3. 1980; Gerður Jensdóttir, f. 28.11. 1948, forstöðumaður teiknistofu Lands- virkjunar, búsett í Reykjavík; Páll Reynir Jensson, f. 27.9.1955, búsettur í Danmörku; Eiríkur Bragi Jensson, f. 31.7. 1960, húsasmíðameistari, búsett- ur í Reykjavík. Foreldrar Önnur Birnu eru Jens R. Pálsson, f. 18.1. 1924, bílstjóri i Reykjavík, og k.h., Kristín J. Eiríks- dóttir, f. 31.8. 1927, hús- móðir. Ætt Jens er sonur Páls, b. á Stóruvöllum í Landsveit, Jónssonar, b. á Ægissíðu, Guðmundssonar, ættfóður Keldnaættarinnar, langafa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors, Ingvars Helgasonar stór- kaupmanns og Guðrúnar Helgadóttur, fyrrv. Kvennaskólastjóra. Guðmimd- ur var sonur Brynjólfs, hreppstjóra á Vestri-Kirkjubæ, Stefánssonar, hrepp- stjóra í Árbæ, Bjarnasonar, ættföður V íkingslækj arættarinnar, Halldórs- sonar. Móðir Jóns var Þuríður Jóns- dóttir, b. á Stórólfshvoli og í Skarðs- hlíð. Móðir Páls var Guðrún Pálsdótt- ir, b. á Selalæk, Guðmundssonar, bróður Jóns á Ægissíðu. Móðir Guð- rúnar var Þuríður Þorgilsdóttir, b. á Rauðnefsstöðum, Jónssonar, b. á Rauðnefsstöðum, Þorgilssonar, ætt- fóður Reynifellsættarinnar, Þorgils- sonar. Móðir Þuríðar var Guðrún, amma Eyjólfs Landshöfðingja, langafa Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Móðir Jens var Sigríður Guðjóns- dóttir, b. á Þúfu, Þorbergssonar, b. á Stóru-Völlum í Landsveit, Jónssonar yngsta á Efra-Seli, Jónssonar, hrepp- stjóra í Flagveltu. Móðir Jóns yngsta var Þórunn Jónsdóttir, eldra í Efra- Seli, bróður Stefáns, hreppstjóra í Ár- bæ. Móðir Guðjóns var Sigríður Þor- steinsdóttir, b. í Köldukinn, Runólfs- sonar, pr. í Keldnaþingum, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Sigríður Sæ- mundsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöll- um, Ólafssonar, í Húsagarði Sæ- mundssonar, á Tjörvastöðum, Tómas- sonar. Kristín er dóttir Eiríks, bókbindara i Reykjavík, Magnússonar, b. á Bakka í Ölfusi, Egilssonar, b. í Gerðakoti, Steindórssonar, b. í Gerðakoti, Þor- varðssonar. Móðir Egils var Kristín Egilsdóttir. Móðir Magnúsar var Guð- rún Magnúsdóttir, b. á Bakka og á Þorgrímsstöðum, Magnússonar. Móð- ir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Eiriks bókbindara var Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, b. á Jaðri í Hrunamannahreppi. Móðir Kristínar var Friðgerður Sig- urðardóttir, sjómanns í Vigur, Haf- liðasonar, og Önnu Soffiu Jónsdóttur, frá Ármúla í Nauteyrarhreppi. Anna Birna Jensdóttir. Auðunn Jóhannesson Auðunn Jóhannesson húsgagnasmíðameistari, Fannborg 8, Kópavogi, er níræður í dag. Starfsferill Auðunn fæddist í Skálmardal í Múlahrepppi í Barðastrandasýslu en ólst upp í Kvígindisfirði í Múlahreppi. Hann lærði húsgagnasmíði hjá Davið Óskari Grímssyni í Reykjavík 1935. Auðunn stundaði siðan húsgagnasmiði alla tíð og starfrækti lengst af eigið verkstæði, að Hlíðar- vegi 37, Kópavogi. Auðunn og kona hans fluttu í Kópa- voginn 1948 og hafa átt þar heima síð- an. Þau eru því í hópi frumbyggja Kópavogs. Auðunn var virkur í starfi Alþýðubandalagsins í Kópavogi. Fjölskylda Auðunn kvæntist 8.1. 1949 Sigríði Guðnýju Sigurðardóttur, f. 28.1. 1917, saumakonu. Hún er dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Valgerðar Jónsdóttur. Börn Auðuns og Sigríðar Guðnýjar eru Anna Auð- unsdóttir, f. 2.1. 1935, kaup- maður, búsett í Kópavogi, gift Herði Ársælssyni og eiga þau fimm börn; Aðal- heiður Auðunsdóttir, f. 6.11. 1941, námstjóri, búsett í Kópavogi, gift Guðmundi Lárussyni og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg Auðuns- dóttir, f. 8.5. 1949, sérkenn- ari, búsett á Akureyri, gift Guðmundi Svafarssyni og eiga þau tvo syni; Sig- ríður Auðunsdóttir, f. 27.2.1954, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, gift Rúnari Marvinssyni og á hún tvö börn og fimm fósturbörn; Þórir Ólafsson, f. 8.9. 1935, blikksmiður i Kópavogi, kvæntur Sigurbjörgu Lundhólm og eiga þau þrjú börn; Arthúr Ólafsson, f. 24.4. 1940, listamaður í Gautaborg. Systkini Auðuns: Guðmundína Ingibjörg Jóhannesdóttir, f. 4.7. 1900, nú látin, ljósmóðir í Bergen; Hallfríð- ur Jóhannesdóttir, f. 10.9. 1903, d. 11.10. 1988, húsmóðir á ísafirði og síð- ar í Hafnarfirði; Guðlaug Jóhannes- dóttir, f. 4.5. 1902, nú látin; Guðjóna Jóhannesdóttir, f. 8.9. 1904, nú látin, húsfreyja í Hafnardal, á ísafirði og loks í Hafnarfirði; Guðbjörg Jóhann- esdóttir, f. 8.7.1906, nú látin; Ólafur H. Jóhannesson, f. 20.9.1907, sjómaður og verkamaður á ísafirði og í Kópavogi; Ari Líndal Jóhannesson, f. 2.2. 1910, nú látinn, verkstjóri hjá Flugfélagi ís- lands, búsettur á Akureyri og síðar í Kópavogi; Guðbjörn Jóhannesson, f. 31.3.1911, nú látinn, fyrrv. fangavörð- ur, búsettur í Reykjavík; Ólöf S. Jó- hannesdóttir, f. 25.5. 1912, lengst af húsfreyja í Kvígindisfirði; Sigurður Jóhannesson, f. 3.10. 1914, múrara- meistari í Reykjavík; Guðmundur Jó- hannesson, f. 3.10. 1914, nú látinn, málarameistari í Reykjavík; Jón Leó- pold Jóhannesson, f. 16.7. 1917, lengi verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, síðar veitingamaður á Hreðavatni. Fóstur- systir Auðuns er Sóley Sveinsdóttir, f. 18.3.1927. Foreldrar Auðuns voru Jóhannes Guðmundsson, f. 6.1. 1873, d. 13.10. 1951, bóndi á Ingunnarstöðum í Múla- hreppi og sjómaður í Hnífsdal, og k.h., Oddný Guðmundsdóttir, f. 25.7. 1875, d. 25.4. 1959, saumakona. Ætt Jóhannes var sonur Guðmundar, b. í Skálmardal í Múlasveit, Arasonar, b. í Múla í Gufudalssveit, Jónssonar, bróður Jóns, fóður Björns ráðherra, fóður Sveins forseta. Ari var sonur Jóns, b. i Djúpadal, Arasonar. Oddný var dóttir Guðmundar, b. í Hlíð, Ketilssonar. Móðir Guðmundar var Oddný Jónsdóttir, systir Jóns, langafa Finnboga, föður Vigdísar. Móðir Oddnýjar Guðmundsdóttur var Sigurlaug Jónsdóttir, b. á Borgum, Andréssonar, og Oddhildar Jónsdótt- ur, í Skálholtsvik, Hjálmarssonar, bróður Björns, langafa Sæmundar, langafa Óskars Magnússonar, for- stjóra Hagkaups. Auðunn er að heiman í dag. Auðunn Jóhannesson. Jenný Stefanía Jensdóttir Jenný Stefanía Jensdóttir, fyrrv. stjórnarformaður Plastos Umbúða hf. og íslandspósts hfi, nú búsett í Vancouver i Bandaríkjunum, varð fertug á þriðjudaginn var. Starfsferill Jenný Stefanía fæddist í Reykjavík. Hún lauk verslunarfræðiprófi frá VÍ 1977, stúdentsprófi frá MH 1982 og við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1989. Jenný Stefanía var tölvuritari hjá Almennum tryggingum hf. 1977-78, bókari þar 1978-80 og innheimtustjóri 1980-87. Hún hóf síðan störf hjá Plast- os hf. 1989 og var þar framkvæmda- stjóri fjármálasviðs frá 1989. Jenný, eiginmaður hennar og dótt- ir fluttu til Vancouver í Bandaríkjun- um á sl. sumri og hafa búið þar síðan. Jenný Stefanía sat í stjórn Verslun- arráðs Islands frá 1994 og hefur gegnt ýmsum nefndarstörfum á vegum þess, sat í stjóm Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum fyrir hönd fiár- málaráðuneytisins 1995-96, í nefnd um stofn- un hlutafélags imi rekstur Pósts og símamálastofnun- ar frá 1996 og var síðan stjórnarformaður íslands- pósts hf. Fjölskylda Jenný Stefanía giftist 14.7. 1984 Gretti Grettis- syni, f. 6.5.1958, rafiðnaðar- fræðingi á tölvusviði. Hann er sonur Grettis Bjömssonar, f. 2.5. 1931, hljómlistar- manns í Reykjavík, og k.h., Ernu Geirsdóttur, f. 10.5. 1934, húsmóður. Börn Jennýjar Stefaníu og Grettis eru Jens, f. 3.7. 1976, rafiðnaðarfræð- ingur; íris Rut, f. 8.12.1990, nemi. Foreldrar Jennýjar Stefan- iu: Jens Stefán Halldórs- son, f. 6.4. 1929, prent- myndasmiður í Reykjavík, og Alexía Margrét Ólafs- dóttir, f. 21.4. 1933, sjúkra- hússtarfsmaður. Ætt Foreldrar Jens Stefáns: Halldór Þórarinsson, stýri- maður og innheimtumaður i Reykjavík, og k.h., Ást- björg Magnúsdóttir hús- móðir. Foreldrar Alexíu Margrétar voru Ólafur Ingi Árnason, yfirfiskmats- maður í Reykjavík, og k.h., Ólöf Jóna Ólafsdóttir húsmóðir. Jenný Stefanía Jensdóttir. Afmælisgreinar um jól og áramót Upplýsingar vegna afmælisgreina sem eiga að birtast í jólablaði DV þurfa að berast ættfræðideild DV eigi síðar en mánudaginn 21. desember. Upplýsingar vegna afmælisgreina sem eiga að birtast í áramótablaðinu þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 28. desember. Krakkar! í dag kemur til byggða Hurðaskeliir JAPISS DV Tll hamingju með afmælið 17. desember 85 ára Hólmgeir Lfndal Magnússon, Hlíðarvegi 44, ísafirði. 75 ára Ingunn Helga Níelsdóttir, Meistaravöllum 23, Reykjavík. Ólafur Jóhannesson, Langagerði 94, Reykjavík. Jón Geirmundur Kristinsson, Smyrlahrauni 50, Hafnarfirði. 70 ára Bolli Sigurhansson rafvirkjameistari, Hólastekk 4, Reykjavík, verður sjötugur 21.12. n.k. Hann býður vinum og vandamönnum til fagnaðar að heimUi sínu, laugard. 19.12. Sigurður Ágústsson, Háaleitisbraut 38, Reykjavík. Þorfinnur Þorfinnsson, Kirkjubr. 14, Seltjarnamesi. 60 ára Guðný Baldursdóttir, Eyrarholti 6, Hafnarfirði, verður sextug á morgun. Eiginmaður hennar er Jónas Þórðarson. Hún tekur á móti gestum í veitingastaðnum Kænunni í Hafnarfirði, laugard. 19.12. kl. 17.00-21.00. Finna Elly Bottelet, Vesturgötu 46a, Reykjavík. Þórður Þórðarson, Víðihlíð 29, Reykjavík. Magnús Bjarnéison, Lækjarseli 9, Reykjavík. Sveinn S. Guðmundsson, Þórufelli 20, Reykjavík. Hann er að heiman. Ursula Hauth, Þórufelli 8, Reykjavik. Eyþór Þórisson, Æsufelli 2, Reykjavík. Vífill M. Magnússon, Kársnesbraut 86, Kópavogi. Valgerður Guðmundsdóttir, Hliðsnesi 3, Bessastaðahreppi. 50 ára Eyjólfur Kristinn Alfreðsson, Skaftahlíð 31, Reykjavík. Auður Edda Karlsdóttir, Hraunbæ 22, Reykjavík. Auður Regína Friðriksdóttir, Fannarfelli 6, Reykjavík. Ólafur Hafsteinsson, Dvergholti 27, Hafnarfirði. Sæbjörg E. Friðgeirsdóttir, Heiðarholti 32a, KefLavík. Gunnar Ólafsson, Vallarflöt 1, Stykkishólmi. Sigrún Skarphéðinsdóttir, Skjólbrekku, Reykjahlíð. 40 ára Jóhann Traustason, Frakkastíg 12, Reykjavík. Ágúst Gunnar Gylfason, Birkimel 8b, Reykjavík. Gunnar Bergþór Pálsson, Salthömmm 3, Reykjavík. Lilja Viðarsdóttir, Smárarima 14, Reykjavík. Yupha Choeipho, Sunnuvegi 10, Hafnarfirði. Soffía Sóley Magnúsdóttir, Jörundarholti 208, Akranesi. ÞórhaHur Helgi Óskarsson, Móatúni 5, Tálknafirði. Kristín Guðmannsdóttir, Melabraut 23, Blönduósi. Rúnar Davíðsson, Þverholti 12, Akureyri. Hafdis Gunnarsdóttir, Þvottá, Djúpavogi. Birna Bragadóttir, Skriðuvöllum 1, Klaustri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.