Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjöri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Evru-bylting áramótanna
Vextir lækka á meginlandi Evrópu um áramótin, þeg-
ar evran hefur göngu sína sem sameiginlegur gjaldmið-
ill flestra ríkja Evrópusambandsins. Lægri vextir lækka
framleiðslukostnað og gera fyrirtæki svæðisins sam-
keppnishæfari og kraftmeiri í átaksverkefnum sínum.
Flest bendir til, að evran verði Evrópu enn hagstæðari
en áður hafði verið gert ráð fyrir. Hún verður til dæmis
víða notuð meðfram heimamyntinni í ríkjum, sem ekki
eru aðilar að henni, svo sem í Danmörku og Noregi. Af
því má ráða aðdráttarafl nýju myntarinnar.
Sama vara hefur hingað til verið seld á misjöfnu verði
í ríkjum bandalagsins. Með evrunni verður auðveldara
fyrir neytendur að átta sig á slíkum verðmun. Það veld-
ur þrýstingi í átt til jöfnunar á verði á lægri nótum þess.
Verðhjöðnun verður því ein afleiðing evrunnar.
Sem dæmi um þetta má nefna rakvél, sem kostar 6300
krónur á Spáni, 7210 krónur í Hollandi, 8260 krónur í
Þýzkalandi og 8680 krónur í Frakklandi. Verð slíkrar
rakvélar mun hafa tilhneigingu til sameinast nálægt
lægri brún þessa verðsviðs, neytendum til góðs.
Neytendur munu líka smám saman átta sig á heimatil-
búnum vandamálum, sem fylgja því, ef eitt ríkir leyfir
sér að leggja á hærri virðisaukaskatt en hin og hækkar
þannig vöruverð í evrum umfram það, sem er í ná-
grannalöndunum. Þetta hvetur til skattalækkana.
Neytendur munu líka átta sig smám saman á öðrum
heimatilbúnum vandamálum, sem fylgja sérstökum
íþyngingarreglum eða samkeppnishömlum eins og þeim,
að lyf eru í Þýzkalandi aðeins seld í lyfjabúðum og þá á
hærra verði en í öðrum löndum bandalagsins.
í kjölfar evrunnar verða framleiðsla og sala straum-
línulagaðri í Evrópu en áður var. Fyrirtæki auka fram-
leiðni sína til að geta staðlað verð sitt á lægri brún
verðsviðsins. Ríkisstjórnir lækka skatta og fella niður
samkeppnishindranir til að styggja ekki neytendur.
Evran mun frá fyrsta degi hennar bæta lífskjör í Evr-
ópusambandinu. Fleira fólk mun hafa ráð á að kaupa sér
lúxusvörur á borð við íslenzkan fisk. Gott efnahagsá-
stand í Evrópu styrkir því markað fyrir afurðir okkar og
bætir óbeint efnahagsástandið hér á landi.
Við förum hins vegar á mis við framleiðnihvetjandi og
samkeppnishvetjandi afleiðingar evrunnar og munum
dragast aftur úr nágrönnum okkar í samkeppnishæfni.
Við fáum ekki sömu tæki í hendurnar til að bæta verð-
skyn okkar og skyn okkar á skatta og ríkishömlur.
Banka- og gjaldeyriskostnaður verður áfram hár hér á
landi og vextir verða töluvert hærri en á meginlandi Evr-
ópu. Þetta er fórnarkostnaður okkar af þeirri stefnu, að
við séum svo sérstök þjóð með svo sérstakt atvinnulíf, að
við þolum ekki aðild að Evrópusambandinu.
Þetta er gamalkunn minnimáttarstefna. Einu sinni
fannst okkur, að við þyrftum að hafa margfalda gengis-
skráningu meðan aðrar þjóðir höfðu eitt gengi. Einu
sinni fannst okkur, að við þyrftum að nota skömmtunar-
seðla eftir að aðrar þjóðir höfðu kastað þeim.
Við teljum okkur vera svo mikla álfa út úr hól, að við
þurfum sérstaka vitringa á borð við Finn Ingólfsson og
Þorstein Pálsson og Halldór Blöndal til að hugsa fyrir
okkur og miðstýra meginþáttum atvinnulífs og viðskipta
í stað þess að láta sjálfvirkni markaðarins ráða ferð.
Við missum því af lestinni, þegar þjóðir Vestur-
Evrópu leggja frá sér mörk og franka og taka upp evru,
mikilvægustu kaflaskil síðustu áratuga í álfunni.
Jónas Kristjánsson
„í löndum eins og Bandaríkjunum er almenningur að mestu hættur að kjósa, þar eru aðeins tveir kostir f boði...“
segir m.a. í greininni.
Lýðræði á
brauðfótum?
Aldrei munu lýðræðis-
ríki hafa verið fleiri en nú.
Þessi fjölgun skýrist að
hluta af því að nú láta
sumir hinna æviráðnu for-
seta Afríku kjósa sig öðru
hvoru, að hluta af þvi að
ekki höfðu fyrr verið
haldnar kosningar í smn-
um nýbökuðum lýðræðis-
ríkjum en þau klofnuðu í
tvö eða fleiri lýðræðisríki.
Hvað sem því líður virðist
lýðræðið í stórsókn.
Ógnir við lýðræðið
Þó eru teikn á lofti um
að nýjar hættur muni
steðja að lýðræðinu á
næstu öld. Ein hættan er
að stjórnmál eru hætt að
snúast um höfuðatriði.
Stefna stjórnmálaflokka
verður æ loðnari. Algengt
er nú að deilt sé um mikil-
væg mál innan flokka,
kjósendur fá ekki að kveða
upp dóm um þau í kosn-
ingum og geta auk heldur
ekki treyst því að fylgt
verði sömu stefnu.
Önnur ógn við lýðræðið
er tilhneiging ráðamanna
til að hegða sér sem ein-
ræðisherrar. Ráðherra-
vald eykst stöðugt, sífellt fjölgar
opinberum starfsmönnum og
nefndarmönnum sem eru skipaðir
beint af ráðherra. Ráðamenn telja
sig geta sagt öllum fyrir verkum,
skamma dómstóla ef þeim líkar
ekki niðurstöður þeirra, fara í
stríð við sveitarfélög ef það hentar
stjómmálahagsmunum j>eirra og
eru síheimtandi afsökunarbeiðnir
af þeim sem dirfast að gagnrýna
þá. Þetta líkar þjóðinni svo vel að
Kjallarinn
Armann
Jakobsson
fslenskufræðingur
kosningar virð-
ast nánast óþarf-
ar.
Þriðja og mesta
ógnin við lýð-
ræðið er þó ein-
stefnan í opin-
berri umræðu,
alveldi þeirrar
efnahagsstefnu
sem reis með
Thatcher og
Reagan. Sjald-
gæft er orðið að
þetta sé kölluð
stefna heldur
heitir hún „nú-
tímalegir stjóm-
arhættir „ í fjöl-
miðlum (sem
aldrei hafa verið
„Efþessi stefna heldur áfram er
lýðræðinu hætt, bæði vegna
einsleitni umræðunnar og vegna
þess að þeir sem vilja breyta
samfélaginu eiga æ minni mögu-
leika á að gera það á lýðræðis■
leganhátt
þægari hinni ráðandi stétt en nú).
En Thatcherisminn felur í sér
stöðugt minni almannaþjónustu
sem fyrirtæki og verðbréfaeigend-
ur taka æ minni þátt í að kosta,
síminnkandi vald kjósenda, sívax-
andi vald fjármuna sem er kallað
að „færa verkefni frá ríkisvaldinu
til einstaklinga".
Risi á brauðfótum
Áhrifm á lýðræðið koma skýrt
fram nú. Fjármagnsvaldið rís sem
ljón gegn hverjum þeim stjóm-
málamanni sem ekki er því að
skapi, sama hve hófsamur hann
er. Það sést á herferðinni gegn
Lafontaine í Þýskalandi. Ekki
vantar „hlutlausa" þjóðlega fjár-
málasérfræðinga og bankastjóra
til að tala gegn hófsömustu aðgerð-
um til að skipta auði jafnar eða
gera hið minnsta átak í þágu um-
hverfisins.
í löndum eins og Bandaríkjun-
um er almenningur að mestu
hættur að kjósa, þar era aðeins
tveir kostir í boði, báðir fjármagn-
inu þóknanlegir. Enginn sem vill
taka róttækt skref til að auka völd
almennings á kostnað fyrirtækj-
anna á möguleika á að ná kjöri.
Á íslandi hafa ríkisstjórnar-
—j flokkarnir yfírburðafylgi,
þrátt fyrir fylgispekt við
fiskveiðistjórnunarkerfi
sem almenningur er á móti,
þrátt fyrir óvinsælar orku-
framkvæmdir þar sem um-
hverfið situr á hakanum,
þrátt fyrir að með einka-
væðingarstefnu sinni sé rík-
isstjómin stöðugt að auka
vald fjármagnsins og
minnka vald kjósandans.
Ef þessi stefna heldur
áfram er lýðræðinu hætt,
bæði vegna einsleitni umræðunn-
ar og vegna þess að þeir sem vilja
breyta samfélaginu eiga æ minni
möguleika á að gera það á lýðræð-
islegan hátt þegar hið raunveru-
lega vald er hjá fjármagninu. -
Lýðræðið er um þessar mundir
risi á brauðfótum. Ef það á ekki að
hrynja til grunna á næstu öld veit-
ir ekkert af því að fara að huga
betur að undirstöðunum.
Ármann Jakobsson
Skoðanir annarra
Dómsdagur \ Sjónvarpi
„Mér fmnst satt að segja lítið fara fyrir því að sið-
ferðOeg lögmál séu látin ríkja þegar fjallað er um nafn-
greinda einstaklinga, kjama alþekktrar sorgarsögu er
snúið á hvolf frá því sem best er vitað, sjálfsmorði
breytt í morð og sómakona, sem margir núlifandi menn
höfðu persónuleg kynni af, er gerð að morðingja. Það er
skoðun mín að það sé ekki á færi annarra en smekk-
vísra afburðamanna að nota alþekkta atburði sem stofn
í nýjar sögur þar sem bætt er við eigin hugleiðingum,
enda breyta slíkir höfundar oft bæði nöfhum og málsat-
vikum, því ella er augljóslega hætta á að fólk geti ekki
gert sér grein fyrir hvað er sannleikur og hvað er skáld-
skapur."
Davíð Sch. Thorsteinsson í Mbl. 29. des.
Sölumenn dauðans
„Þeir sem stunda smygl og sölu á flkniefnum eru
sannkallaðir sölumenn dauðans. Markaður þeirra er
fyrst fremst unga fólkið sem á framtíðina fyrir sér -
framtíð sem breytist í martröð fyrir þau ógæfusömu ung-
menni sem ánetjast sterkum fíkniefnum. Þótt kostnaður
samfélagsins vegna fíkniefnaneytenda sé vissulega mik-
ill er þó mun alvarlegra hversu mörg líf eru lögð í rúst
þegar sölumenn dauðans fá að stunda glæpaiðju sina í
friði. Það eitt ætti að nægja til þess að fjárveitingavald
Alþingis og framkvæmdavaldið tryggi að hægt sé að
reka baráttu yfírvalda gegn fíkniefnaglæpamönnum af
fullum krafti allt árið um kring.“
Elías Snæland Jónsson i Degi 29. des.
Fjárfest frá Lúxemborg
„Ein af ástæðunum fyrir því að félagið er skrásett f
Lúxemborg er til þess að geta opnað dyr fyrir alþjóðlega
fjárfesta inn á íslenskan markað. íslenskur markaður er
ekkert einangrað fyrirbæri heldur tengist hann alþjóðleg-
um mörkuðum. Kaupþing hefur haslað sér völl í Lúxem-
borg og við eigum nokkur félög þar nú þegar. Erlendir að-
ilar þekkja lagalega umhverfið í Lúxemborg og uppbygg-
ingu félaga á þessum grunni en ekki ísland og það um-
hverfí sem við störfum í. Því töldum við betra að stíga
þetta skref strax sem við kynnum ef til vill að stiga síðar.“
Guðmundur Hauksson i Mbl. 29. des.