Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998
Miimisstæðustu atburðir á árinu 1998
Þorbjörn Jensson:
Tapið gegn
Ungverjum
„Það er nú svo stutt síðan við töp-
uðum fyrir Ungverjum í handbolt-
anum að það hlýtur að vera mér
minnisstæðast frá árinu sem er að
líða.
Á nýju ári vonast ég eftir að gera
sem besta hluti í holtanum og ég
stefni líka að því að fá sem mesta
ánægju út úr lífinu." -SK
Herdís Sigurbergsdóttir:
Gifti mig á
árinu
„íþróttalega er mér efst i huga að
við Stjömustelpur unnum þrefalt í
handboltanum á þessu ári. Þegar
íþróttunum sleppir er mér auðvitað
minnisstæðast að ég gifti mig á ár-
inu.
Á nýju ári stefnum við vitaskuld
að því að vinna aftur þrefalt og við
setjum markið hátt. Síðan vona ég
að mér og minni fjölskyldu gangi
allt í haginn á nýju ári. Hjónaband-
ið heldur allavega ennþá.“ -SK
Kristján Ragnarsson,
formaður LÍÚ:
Tilefnislaus
átök
„Mér eru minnisstæðust þau
hörðu átök sem áttu sér stað sl.
vetur milli útvegsmanna og sjó-
manna, allsherjarverkfall sem
stöðvaði allan fiskiskipaflotann og
var með öllu tilefnislaust og skað-
aði sjómenn, útgerðina og allt þjóð-
félagiö. Sjómannaforystan heldur
enn í þau úreltu sjónarmið að út-
kljá deilumál með verkfóllum. Sem
betur fer er þetta sjónarmið á und-
anhaldi hjá öðrum verkalýðsfélög-
um. Enn óskiljanlegri er þessi af-
staða þegar til þess er litið að sjó-
menn eru hæst launaðir allra laun-
þega þessa lands. Von mín er að
báðir aðilar hafl eitthvað lært af
þessum átökum og gagnsleysi
þeirra sem leiða muni til betri
samskipta í framtíðinni.“ -SÁ
Margrét Frímannsdóttir:
Tímamót í
stjórnmálunum
„Samfylkingarviðræðurnar og
landsfundur Alþýðubandalagsins
eru minnisstæðustu atburðir ársins
fyrir mig, þegar upp er staðið. Það
liggur mikil vinna á bak við sam-
fylkingarviðræðurnar og auka-
landsfundurinn markar ákveðin
tímamót sem ég sem formaður Al-
þýðubandalagsins hlýt að minnast. í
einkalífinu hefur þetta svo verið
mjög gott ár fyrir mig, án þess að ég
fari nánar út i þá sálma. Á nýju ári
hlakka ég til að taka þátt í kosning-
um með Samfylkingunni. Ég á fast-
lega von á að kosningabaráttan
verði hörð og töluverðar breytingar
komi í kjölfarið." -KJA
Ómar Kristjánsson:
Fimmtugsafmæli
„Þau tímamót urðu í lífi mínu á
árinu að ég varð fimmtugur og fagn-
aði því með stórum hópi vina. Það
gladdi mig mjög,“ sagði Ómar Krist-
jánsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar. „Þá tók ég við nýju
starfi hér í flugstöðinni á árinu. Af
erlendum vettvangi eru það forseta-
málin í Bandaríkjunum og sú ótrú-
lega grimmd sem þar ríkir í stjórn-
málum.
Á næsta ári vona ég að sú vel-
sæld sem ríkt hefur haldi áfram og
lífskjör fari batnandi."
Guðný Guðbjörnsdóttir:
Clinton og nátt-
úruhamfarir
„Eftirminnilegustu atburðirnir
persónulega voru annars vegar brúð-
kaup sonar mins og tengdadóttur 4.
júlí í Dómkirkjunni og hins vegar
vandinn við að koma samfylking-
unni á. Af erlendum vettvangi fund-
ust mér eftirminnilegastar fréttimar
af Clinton og kvennamálum hans og
náttúruhamfarirnar í Suður-Amer-
íku.
Á nýju ári vænti ég mikilla breyt-
inga í pólitík og vonandi stjómar-
skipta og að hér haldi áfram góðæri
til lands og sjávar og að öllum fam-
ist sem best.“ -SJ
Pétur Arnþórsson:
Fráfall Guðrúnar
Katrínar
„Það sem stendur upp úr er frá-
fall Guðrúnar Katrinar og allur við-
burðurinn í kringum það. Á nýju
ári vona ég svo að heilsa og almenn
velferð verði í lagi og svo að sjáif-
sögðu að Framarar fái titilinn í fót-
boltanum á næsta ári.“
Sighvatur Björgvinsson:
Hæstaréttardóm-
urinn stendur
upp úr
„Ég er um þessar mundir að bíða
eftir þriðja afabarninu, sem verður
sennilega jólabam. Sennilega verð-
ur það nú minnisstæðasti atburður-
inn á þessu ári í einkalífinu. En á
opinberum vettvangi ber langhæst
að mínu mati dómur Hæstaréttar í
kvótamálinu. Niðurstaða hans lýsir
stuðningi við þau sjónarmið sem
við í Alþýðuflokknum höfum haft til
margra ára. Ég ber svo þær vænt-
ingar til nýs árs að gengið verði frá
framboöum Samfylkingarinnar um
allt land á fyrstu vikum ársins og að
okkur auðnist að rétta skútuna af
og ná góðum árangri í kosningun-
um á næsta ári.“ -KJA
Einar Már Guðmundsson:
Horft út í loftiö
„Þegar ég er spurður kemur nú
ekkert sérstakt upp í hugann sem
þýðir að þetta hefur verið ágætis ár.
Ég hef sinnt mínum störfum, unnið
bæði að skáldskap og kvikmynda-
handritum og horft dálítið út í loft-
ið. Á árinu fór ég líka talsvert í skól-
ana og ræddi við hina gjörvilegu
æsku landsins um Engla alheimsins
og lífið og tilveruna almennt.
í sumar var fjölskyldan líka
nokkuð dugleg að ferðast um landið,
til dæmis á Fellsströndina, Strand-
imar og Melrakkasléttuna og svo
hef ég líka talsvert legið í bók-
menntalegum víkingi í öðrum lönd-
um, verið á Ítalíu, í Þýskalandi,
Grænlandi, Norður-Noregi, Dan-
mörku og Svíþjóð.
Þá er ég á því að næsta ár verði
ár íhugunar og framkvæmda."
Magnús Gunnarsson:
Bæjarbúar eru
dauöfegnir
„Ég get fullyrt að bæjarbúar
héma í Hafnarfirði era afar fegnir
þvi að ró og friður ríkir nú aftur í
bæjarmálum hér. Meira að segja
minnihlutinn fagnar þessu,“ segir
Magnús Gunnarsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði og
nýorðinn bæjarstjóri.
Magnús segir að þegar hann líti
yfir árið 1998 sé það minnisstæðasti
atburðurinn fyrir sig að hafa tekið
við starfi bæjarstjóra í Hafnarfirði.
Það var mikil breyting á högum
Magnúsar og fjölskyldu hans. I
kosningunum í vor óskuðu Hafn-
firðingar eftir ró og festu í bæjar-
málunum eftir áralangt vopnaskak
og furðulegar uppákomur.
Magnús segir að í Hafnarfirði sé
unnið að mörgum merkilegum mál-
um. Hann segist vona að komandi
ár færi sveitarfélögin sunnan
Reykjavíkur nær hvert öðra. Verið
sé að vinna að merkilegum sam-
stcufsmálum á þeim vettvangi. -JBP
Auður Jónsdóttir:
Hundurinn
minn skotinn
„Ég fór í hringferð um landið og
var veðurteppt í fjóra daga á gisti-
heimilinu Sölku á Akureyri," sagði
Auður Jónsdóttir rithöfundur. „Þá
var hundurinn minn skotinn af því
að hann fór á lóðarí heim til hunda-
eftirlitsmannsins. Það var sorglegt
en ég var ánægð þegar bókin mín
kom út.
Varðandi nýtt ár á ég mér þá
einu ósk að það verði bæði gott og
skemmtilegt."
Jón Bergsson
Leiðinlegt sumar
„Það sem mér er efst i huga við
þessi áramót er óvenjulega leiðin-
legt surnar," sagði Jón Bergsson á
Ketilsstöðum, ræktunarmaður árs-
ins. „Hjá þeim sem búa í sveit hefur
alltaf allt snúist um veðrið og það
hefúr ekkert breyst. Á nýju ári von-
ast ég eftir góðu tíðarfari."
Sindri Freysson:
Háleynileg sam-
starfsverkefni í
sigtinu
„Mikill hraði og ótrúlegar þver-
sagnir og andstæður einkenndu
árið. Mér finnst ég hafa verið á
harðaspani síðan ég kom heim frá
Grikklandi skömmu fyrir seinustu
áramót. Sviptingar í einkalífinu og
þær hvorki einfaldar né sársauka-
lausar fremur en slíkar hræringar
eru yfirleitt, en ég vil ekki dvelja
við slíkt. Hálfköruð skáldsaga í
farangrinum og ég dembdi mér í
að ljúka henni. Tók varla annað
upp úr töskunni. Augun í bænum
opnuðust. í byrjun júní varð ljóst
að bókin fengi gott vegarnesti. Þá
tók við önnur fimm mánaða lota.
Slípað, sorfið og pússað þar til út-
gáfudagurinn rann upp með til-
heyrandi látum. Þeysireið um
landið, lesið upp þangað til mann
verkjaði í raddböndin. Góðar við-
tökur, hæstánægður.
Horfi björtum augum fram á
við. Geng i upphafi næsta árs frá
handriti fyrstu ljóðabókar minnar
síðan 1992 til útgáfu. Margt spenn-
andi í bígerð í tengslum við ævin-
týri. Háleynileg samstarfsverkefni
handan við hornið, vélin í gangi,
vegurinn greiður fram undan. Og
splunkunýtt ár, enn eitt upphaf.
1999. -HK
Herbert Guðmundsson:
Fráfall Guðrúnar
Katrínar minnis-
stætt
„Það sem stendur upp úr hjá
mér persónulega á árinu sem er að
líða er nýja platan min, Faith, sem
kom út fyrir jólin og nýi smellur-
inn I Believe in Love sem hefur
smellvirkað. Af þvi sem gerst hef-
ur á heimsvísu er mér efst i huga
ófarir Clintons Bandaríkjaforseta
og allt það fjaðrafok út af framhjá-
haldi hans. Það sýnir manni hvað
það getur haft hrikalegar afleið-
ingar, þegar svona fiölmiðlabolti
fer af stað og veltir stöðugt upp á
sig og menn gleyma sér í því í stað
þess að snúa sér að þeim hlutum
sem máli skipta. Loftárásirnar á
írak eru líka ofarlega í mínum
huga, sorglegt, því það er yfirleitt
hinn almenni borgari sem þjáist.
Einnig er fráfall Guðrúnar Katrín-
ar forsetafrúar manni minnis-
stætt, þetta gagnagrunnsmál kem-
ur einnig upp í hugann.
Annars hefur þetta ár verið mér
mjög gæfuríkt og ég horfi björtum
augum til næsta árs, 1999, og ég er
viss um að það verður gott ár og
gæfuríkt fyrir mig og alla íslend-
inga.“