Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 40
4- 40 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Afmæli Stefán Aðalsteinsson Stefán Aðalsteinsson, fyrrv. búfjár- fræðingur og tölfræðingur, Suður- götu 24, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Vaðbrekku i Jök- uldalshreppi en ólst upp í Hrafnkels- dal á Jökuldal. Stefán lauk stúdentsprófi frá MA 1950, búfræðiprófi frá Bændaskólan- um á Hólum 1951, var við verknám við landbúnað i Noregi 1952, lauk bú- fræðikandídatsprófi frá frá Land- búnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1955, stundaði framhaldsnám við ull- arrannsóknir, tölfræði og kynbóta- fræði við háskólana í Leeds, Edin- borg og Cambridge 1956-57 og lauk Ph.D.-prófi frá tölfræðideild Edin- borgarháskóla 1969. Stefán var aðstoðarmaöur við bún- aðardeild Atvinnudeildar HÍ 1955-56 og sérfræðingur þar 1957-70, deildar- stjóri búfjárdeildar Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins 1970-91, ullar- matsformaður hjá landbúnaðarráðu- neyti 1960-86, ritstjóri Búnaðarblaðs- ins 1962-66, stundakennari við fram- haldsdeild Bændaskólans á Hvann- eyri 1969-70 og 1971-72, við Tækni- skóla íslands 1971-74 og við verk- og raunvísindadeild HÍ 1971-85, og við læknadeild HÍ 1976-86, töl- fræðiráðgjafi hjá Krabba- meinsfélagi Islands 1985-87 Og 1990-91, og framkvæmdastjóri Nor- ræns genabanka fyrir bú- fé 1991-96. Stefán var formaður Fé- lags íslenskra náttúru- fræðinga 1969-70, formað- ur Félags íslenskra bú- fræðikandídata 1969-71, sat í Tilraunaráði land- búnaðarins 1970-86 og for- maður þess 1974r-86, í Rannsóknarráði ríkisins 1987-91 og var forseti Vísindafélags íslendinga um skeið frá 1990. Þá hefur hann ver- ið félagi í The Biometric Society, í The American Genetic Association, The British Society of Animal Prod- uction, í Rotaryklúbbnum Reykjavík- Breiðholt frá 1983 og forseti hans 1985-86. Meðal ritverka Stefáns má nefna doktorsritgerð hans, Colour inherit- ance in Icelandic sheep and relation between colour, fertility and fertil- ization, í ritinu íslenskar landbúnað- arrannsóknir, 1970, og ritin Sauð- kindin, landið og þjóðin, 1981; Hús- dýrin okkar, 1982; Fuglarnir okkar, 1987; Islenski hesturinn - Litafbrigði, ásamt Friðþjófi Þorkels- syni, 1991, auk fjölda rit- gerða um fræðilegt efni í innlend og erlend tímarit. Fjölskylda Stefán kvæntist 2.10. 1954 Ellen Sætre, f. 3.2. 1935, húsmóður og verslunar- stjóra. Hún er dóttir Karsten Ingvald Sætre, f. 7.2.1900, d. 8.5. 1973, húsa- smíðameistara í Oppegárd í Noregi, og k.h., Signe Kristine Sætre, f. 24.12. 1900, d. 11.11. 1967, verslunarstjóra. Stefán og Ellen skildu. Böm Stefáns og Ellen eru Gunnar, f. 9.8. 1955, tölfræðingur, Ph.D. frá Ohio State University, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, kvæntur Kristínu Rafnar, hagfræð- ingi og starfsmannastjóra við Lands- banka íslands og eru börn þeirra Bjami, f. 17.6.1981, og Stefán Bjöm, f. 12.4. 1988; Ragnar, f. 17.10. 1957, myndlistarmaður og BA í sálfræði, nú í kandídatsnámi í sálfræði í Árós- um, kvæntur írisi Elvu Friðriksdótt- ir myndlistarmanni og em böm þeirra Sóley, f. 15.12.1991, Bergsteinn Gauti, f. 10.6. 1993, og Axel Logi, f. 13.8. 1996; Stefán Einar, f. 23.4. 1963, líffræðingur, Ph.D. frá University of Toronto, sérfræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu en unnusta hans er Ranie Sahadeo frá Kanada; Kjartan, f. 2.6.1964, stærðfræðingur, tölvunar- fræðingur, Ph.D. frá Cornell Uni- versity, sérfræðingur hjá Caliper Corporation í Boston við hugbúnað- arhönnun fyrir landupplýsingakerfi; Halldór Narfi, f. 6.10 1971, stærðfræð- ingur og tölvunarfræðingur, nú í doktorsnámi við University of Wisconsin, Madison, en sambýlis- kona hans er Masako Atake tungu- málakennari, nú í MA-námi í japönsku við University of Wiscons- in-Madison. Systkini Stefáns: Guðrún, f. 25.5. 1923, matráðskona; Jóhanna, f. 15.8. 1924, gæslukona; Guðlaug Ingibjörg, f. 18.8. 1925, d. 21.12. 1991, verkakona; Jón Hnefill, f. 29.3.1927, prófessor við HÍ; Sigrún, f. 29.7. 1930, húsvörður; Aðalsteinn, f. 26.2. 1932, bóndi; Ragn- hildur, f. 3.3. 1933, d. 1939; Hákon, f. 13.7. 1935, skógarbóndi; Ragnar Ingi, f. 15.1. 1944, kennari. Foreldrar Stefáns voru Aðalsteinn Jónsson, f. 6.12. 1895, d. 3.2. 1983, bóndi, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir, f. 10.3. 1901, d. 17.12. 1987, húsfreyja. Stefán verður erlendis á afmælis- daginn. Stefán Aðalsteinsson. Franch B. Michelsen Franch Michelsen úrsmíðameist- ari, Stóragerði 8, (áður Álftamýri 65), verður áttatíu og fimm ára á gaml- ársdag. Starfsferill Franch fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Unglingaskóla Sauðárkróks 1931, Iðn- skólanum í Reykjavík 1936, lærði úr- smíði hjá fóður sínum 1929-34, stund- aði nám á danska úrsmiðaskólanum 1938-39 og lauk sveinsprófi í úrsmíði við Den Danske Urmagerskole Teknologisk Institut 1 Kaupmanna- höfn 1939, sótti endurmenntunar- námskeið í Sviss 1978 í elektronísk- um úrum og stóð fyrir sliku nám- skeiði hér á landi 1981 og hefur auk þess tekið þátt í nokkrum endur- menntunarnámskeiðum í Reykjavík og Sviss. Franch var úrsmiðasveinn hjá foð- ur sínum 1934-35 og 1936-37, hjá Guðna A. Jónssyni í Reykjavík 1935-36, hjá Axel Hansen í Kaup- mannahöfn 1937-38 og hjá Carl Jonsén, konunglegum hirðúrsmið, í Kaupmannahöfn 1939-40. Hann rak eigin úrsmiðavinnustofu á Sauðárkróki 1940-43 og síðan í Reykjavík og hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Franch Michelsen hf. frá stofnun 1943. Franch var einn af stofnendum Tó- baksbindindisfélags Sauðárkróks 1929 og ritari þess 1935, stofnaði Frí- merkjasafnarafélagið ísland 1936 og sat síðar í stjórn Félags frímerkja- safnara í Reykjavík, einn af stofnend- um Iðnaðarmannafélags Sauðár- króks 1942, var einn af stofnendum Víkings, félags ungra sjálfstæðis- manna á Sauðárkróki og einn af stofnendum Félags ungra sjálfstæðis- manna í Skagafirði, er í fulltrúaráði sjálfstæðismanna í Reykjavík og hef- ur verið fulltrúi á landsfundum flokksins, starfaði í fimm ár í stúkunni Gleym mér eigi, nr. 35 á Sauðárkróki, sat i mörg ár í stjórn Umf. Tindastóls, hefur setið í stjórn Almenns stofnlánasjóðs Kaupmanna- samtaka Islands frá 1974, þar af vara- formaður 1980-87 og formaður 1987-89 og setið í fulltrúaráði Kaup- mannasamtaka íslands, lengst af frá 1976. Franch iðkaöi frjálsíþróttir af kappi á sínum yngri árum og keppti þá m.a. í hlaupum og glímu. Franch var einn af stofnendum skátafélagsins Andvarar á Sauðár- króki 1929 og varð foringi þess 1931, stofnaði skátafélögin Fálkar í Staðar- hreppi og Fjallbúar á Hofsósi 1934, var skátaforingi í Reykjavík 1935-36 og frá 1943, í varastjórn BÍS 1936-38 og 1948-50 og í aðalstjóm 1950-64, stofnaði skátafélagið ísland í Kaup- mannahöfn 1939 og var foringi þess, var foringi danskrar skátasveitar 1940, einn af stofnendum og í foringjaliði Gilwell- skátaskóla á íslandi, vann að stofnun gamalla skáta, St. Georgsgildanna og undirbjó stofnun lands- samtaka þeirra 1963 og sat í stjórn þeirra til 1975 og var landsgildismeistari 1971-75. Hann er heiðursfé- lagi skátafélagsins Eilífs- búar á Sauðárkróki. Þá hefur hann verið ritstjóri ýmissa skátablaða. Fjölskylda Eiginkona Franch er Guðný Guð- rún Jónsdóttir, f. 11.3. 1921, verslun- arstjóri við Franch Michelsen hf. Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar, f. 8.1. 1879, skrifstofustjóra, og Ingi- bjargar Eyjólfsdóttur, f. 14.11. 1895, húsmóður. Böm Franch og Guðnýjar em Ingi- björg Ásthildur Michelsen, f. 27.11. 1938, fyrrv. kaupmaður; Guðrún Rósa Michelsen, f. 24.12. 1944, verslunar- stjóri; Lilja Dóra Michelsen, f. 17.1. 1948, fóstra; Frank Michelsen, f. 29.2. 1952, d. 16.5. 1954; Frank Úlfar Michelsen, f. 26.4. 1956, úrsmiður; Hlynur Jón Michelsen, f. 9.12. 1961, starfsmaður við Tollvöru- geymsluna hf.; Anna Bima Michelsen, f. 15.6. 1963, leiðsögumaður. Systkini Franch: Karen Edith Michelsen, f. 2.8. 1910, d. 20.2. 1965, prjóna- kona; Pála Elinborg Michelsen, f. 24.8. 1911, prjónakona; Hulda Ester Michelsen, f. 26.11.1912, d. 29.8. 1985, ljósmyndari; Rósa Kristín Michelsen, f. 5.3. 1915, d. 25.12. 1917; Ge- org Bernharð Michelsen, f. 20.5. 1916, bakarameistari; Paul Valdimar Michelsen, f. 17.7. 1917, d. 27.5. 1995, garðyrkjumaður; Aðal- steinn G. Michelsen, f. 28.10. 1918, d. 9.12. 1994, bifvélameistari; Ottó Al- freð Michelsen, f. 10.6. 1920, forstjóri; Elsa María Michelsen, f. 12.5.1922, d. 6.2. 1976, húsmóðir; Kristinn Pálmi Michelsen, f. 5.3. 1926, verslunar- stjóri; Aage Valtýr Michelsen, f. 14.10. 1928, bifvélameistari og for- stjóri. Foreldrar Franch voru Jörgen Frank Michelsen, f. 25.1.1882, d. 16.7. 1954, úrsmiður og kaupmaður á Sauðárkróki, og Guðrún Pálsdóttir Michelsen, f. 9.8. 1886, d. 31.5. 1967, húsmóðir. Franch Bertholt Michelsen. Hjörtur Einarsson Hjörtur Einarsson, fyrrv. bóndi í Gröf í Dala- byggð, verður áttræður á gamlársdag. Starfsferill Hjörtur fæddist að Neðri-Hundadal í Suður- dalahreppi og ólst þar upp. Hann fékk kennslu í farskóla eins og þá tíðk- aðist. Hjörtur tók við bú- skap í Neðri-Hundadal af föður sínum. Nú er Sigur- steinn, sonur Hjartar, tekinn við jörðinni en sama ættin hefur búið þar í beinan karllegg í marga ætt- liöi. Hjörtur sat í hreppsnefnd Miö- dalahrepps í þrjátíu ár, hefur setið í stjóm Búnaðarfélags Miðdala um árabil og var formaður þess i fjölda ára, sat i stjórn Búnaðarsambands Dalamanna og í stjórn Kaupfélags Hvamms- fjarðar í fjölda ára, hefur setið í stjóm Veiðifélags Miðdæla um árabil og var meðhjálpari í Kvennabrekkukirkju í mörg ár. Fjölskylda Hjörtur kvæntist 1.9.1956 Lilju Sveinsdóttur, f. 1.6. 1925, fyrrv. kennara og organista. Hún er dóttir Sveins Guðmundssonar, forstjóra ÁTVR í Vestmannaeyjum, og Krist- ínar Einarsdóttur, verkakonu í Reykjavík. Lilja ólst upp hjá hjón- unum Sigríði Hróbjartsdóttur hús- móður og Magnúsi Magnússyni, smið í Vestmannaeyjum. Böm Hjartar og Lilju em Sigríð- ur, f. 9.2. 1958, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Helga Reynissyni rafeindavirkja og eru börn þeirra Reynir Örn, Hjörtur Már og Berg- lind Dögg; Sigursteinn, f. 10.9. 1959, bóndi að Neðri-Hundadal og lög- reglumaður, kvæntur Maríu Lindal, ráðunaut og bónda og er dóttir þeirra Sigurdís Elísa Lilja en dóttir hans er Sigríður Hjördís og sonur Maríu er Guðmundur Líndal; Krist- ín Lára, f. 2.10. 1965, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhanni Hreggviðs- syni, starfsmanni hjá málninga- verksmiðjunni Hörpu og eru synir þeirra Daníel og Tómas Ingi; Signý Harpa, f. 13.1. 1970, sjúkraliði og sagnfræðingur á Selfossi en sambýl- ismaður hennar er Axel Grímsson vélvirki. Systkini Hjartar: Vigdís húsmóð- ir, gift Hirti Jónssyni, fyrrv. lager- manni hjá Vegagerð ríkisins og eiga þau fjögur börn; Guðmundur Hans, læknir í Gautaborg, kvæntur Elísa- betu Einarsson og eiga þau tvö börn auk þess sem hann á son frá því áð- ur; Kristín húsmóðir, gift Sigurði Þ. Guðmundssyni stýrimanni og eiga þau ijögur böm; Áslaug Birna hús- móðir, gift Björgvin Magnússyni og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Hjartar voru Einar Jónsson, f. 3.7. 1886, d. 2.3. 1966, bóndi í Neðri-Hundadal, og k.h„ Lára Lýðsdóttir, f. 27.6. 1896, d. 25.3. 1986, húsfreyja. Einar var sonur Jóns Einarsson- ar, b. í Neðri-Hundadal, og Vigdisar Jónsdóttur. Lára var dóttir Lýðs Illugasonar, b. að Litla-Langadal og viðar, og Kristín Hallvarðsdóttir. Hjörtur fagnar gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur laugar- daginn 2.1. n.k. milli kl. 16.00 og 19.00. Hjörtur Einarsson. DV Til hamingju með afmælið 30. desember 95 ára Daðína M. Guðjónsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Gestur Sæmundsson, Ægisgötu 31, Akureyri. 85 ára Jóhanna Guðjónsdóttir, Dvalarh. Höfða, Akranesi. 80 ára Ingibjörg Sæmundsdóttir, Hjallabraut 21, Hafnarfirði. Arndis Þorsteinsdóttir, Borgarbraut 70, Borgamesi. Hjalti Pétursson, Miðvangi 22, Egilsstöðum. 75 ára Tryggvi Þorsteinsson, Hraunhólum 10, Garðabæ. Guðni Ingimundarson, Garðbraut 41, Garði. Þorbergur Sveinsson, Nesbakka 15, Neskaupstað. 70 ára Anna Örnólfsdóttir, Langholtsvegi 20, Reykjavík. Anna Laufey Stefánsdóttir, Snælandi 2, Reykjavík. Torfhildur Steingrímsd., Arnarhrauni 4, Hafnarfirði. Ólafur Guðmundsson, Miðvangi 14, Hafnarfirði. Þórólfur Þorgrímsson, Móabarði 24b, Hafnaiiirði. 60 ára Sigurbjörg F. Jónsdóttir, Langholtsvegi 99, Reykjavík. Halldór J. Guðmundsson, Haðalandi 10, Reykjavík. Elsa Pálsdóttir, Möðrufelli 13, Reykjavík. Hún er að heiman. Guðbjartur Herjólfsson, Torfufelli 18, Reykjavík. Jón Dahlmann, Torfufelli 6, Reykjavík. Pétur K. Pétursson, Miðhúsum 1, Reykjavík. Konráð Guðmundsson, Víðigrund 7, Kópavogi. Magnús Sigursteinsson, Vesturgötu 13, Ólafsfirði. 50 ára Stefán Einarsson, Boðagranda 6, Reykjavik. Matthildur Sverrisdóttir, Lindarseli 2, Reykjavik. Róbert Sigurjónsson, Seljabraut 84, Reykjavík. íris Sigurðardóttir, Miðbraut 10, Seltjamarnesi. Ólöf Hilmarsdóttir, Fögrubrekku 33, Kópavogi. Gunnar Guðmundsson, Víðihvammi 9, Kópavogi. Albert L. Albertsson, Lyngmóa 8, Njarðvik. Þórdís Jeremíasdóttir, Grundargötu 55, Grundarfirði. Þórlaug Þorleifsdóttir, Traðarstíg 7, Bolungarvík. 40 ára Kristján Ari Arason, Hofsvallagötu 18, Reykjavík. Jóhann Gíslason, Ljósheimum 18, Reykjavík. Sigurður Kenneth Reed, Eskihlíð 22, Reykjavík. Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Kambaseli 60, Reykjavík. Helgi Reynisson, Dofraborgum 2, Reykjavík. Elin Þóra Albertsdóttir, Akurgerði 14, Vogum. Helgi Már Halldórsson, Hrísmóum 7, Garðabæ. Hlín Sigurðardóttir, Espigi-und 2, Akranesi. Óðinn Gunnarsson, Hverfisgötu 19, Siglufirði. Hugrún S. Hermannsdóttir, Helgamagrastr. 2, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.