Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 44
44
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 I>V
nn
Ummæli
veikjan
að öllu 1
„Ég var tólf ára strákur og
þurfti að halda langa einræðu á
miðju sviðinu. Með
henni og leiknum
þetta kvöld flutti ég
skilaboð Victors |
Hugos. Þetta hlut-
verk var kveikjan
að öllu sem ég hef
gert síðan.“
Ómar Ragnarsson skemmti-
kraftur, í Degi
Hugsa ekki eins
og aðrir
„Það er hverjum manni ljóst
að þeir sem skip og kvóta eiga
hugsa allt öðru vísi en kvótalaus-
ir menn. Og í reynd búa þeir við
allt annan rétt - hvað sem fógr-
um mannréttindaskrám og
stjórnarskrám líður.“
Árni Bergmann rithöfundur,
iDV
íslendingar eiga að
spara meira
„Mér finnst íslendingar mega
gera talsvert meira að því að
spara. Um hver
mánaðamót mættu
margir hafa þá til-
finningu að eiga
sex mánaða laun
sem handbæran
sparnað í stað'
þess að basla við
næstu visa-greiðslu.“
Pétur Blöndal alþingismaður, í
Degi.
Peningar og hlutabréf
„Ef maður ætlar að kaupa
hlutabréf þarf maður að eiga
peninga og til þessa hef ég ekki
verið í neinum vandræðum að
koma þeim annars staðar fyrir.“ J
Guðrún Helgadóttir rithöfundur,
i Degi.
Lögum breytt
í skjóli nætur
„Þið skuluð ekki halda að lög
I
%
gegn yfirgangi ráð-
herra. Komist dóm-
stólar að þeirri nið-
urstöðu að ráð- .
herra hafi brotið á
ykkur með ólög-
mætum hætti þá
breytum við lög-
unum í skjóli nætur."
Páll Halldórsson, form. kjararáðs
Félags íslenskra náttúrufræð-
inga, í Morgunblaðinu.
Höfuðborg í vanda
„Reykjavík er höfuðborg í
vanda: útþynnt byggð, splundruð
miðborgarstarfsemi, versnandi
almenningssamgöngur, víta-
hringur bílanotkunar, skelfilegt
ástand umhverfismála og hnign-
un miðborgarsvæðis."
Örn Sigurðsson arkitekt, í DV.
Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri stærstu tónleika ársins:
Skemmtikraftai hjálpa
krabbameinssjúkum börnum
„Það gerist ekki á hverjum degi
að landsliðið í tónlistar- og
skemmtibransanum er saman kom-
ið á einum tónleikum. Ég er afskap-
lega þakklátur öllu því fábæra fólki
sem hefur gert þetta að veruleika
með okkur, „ segir Einar Bárðar-
son, framkvæmdastjóri stærstu tón-
leika ársins sem haldnir verða í Há-
skólabíói í kvöld. Ágóði af tónleik-
unum, sem DV, íslenska útvarpsfé-
lagið og Coca Cola á íslandi standa
að, rennur óskiptur til Styrktarfé-
lags krabbameinssjúkra barna.
Verði húsfyllir, eins og aðstandend-
ur gera ráð fyrir, munu 1,5 milljón-
ir króna safnast.
Á tónleikunum koma fram margir
af þekktustu listamönnum þjóðar-
innar. Þar má nefna Skítamóral, Sál-
ina hans Jóns míns, Helga Björns-
son, Land og syni, Buttercup, Pál
Óskar og Casino, Radíusbræður, Tví-
höfða og Svein Waage. Kynnir á tón-
leikunum er mörgum að góðu kunn-
ur. Það er enginn annar en Jóhann-
es Jónsson, kaupmaður í Bónusi.
„Krabbamein, þessi illvígi sjúk-
dómur, leggst árlega á fjölda íslend-
inga, einnig varnarlaus börn sem
sum hver eiga ekki afturkvæmt úr
erfiðu og oft löngu sjúkdóms-
stríði. Það þarf ekki að fara
mörgum orðum um
þær andlegu og fjár- (
hagslegu byrðar sem M
fjölskyldur krabba- l* *5'
meinssjúkra barna
verða fyrir. En með
ötulu og fórnfúsu starfi
hefur Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna veitt
þessum fjölskyldum ómetanlegan
stuðning. Með tónleikunum viljum
við styðja enn betur við bakið á
þessu fólki,“ segir Einar.
Einar hefur unnið við ýmis mark-
aðsmál, þar á meðal fyrir veitinga-
húsin Astró og Rex. Á Astró hefur
Maður dagsins
Einar séð um margar uppákomur,
þar á meðal íslandsmeistarakeppn-
ina í fyndni sem vakti verulega at-
hygli. Þá hefur hann unnið að
ímyndarmálum yfir
hljómsveitina Skíta-
móral, stóð meðal
annars að því að
allir meðlimir
hljómsveitar-
innar ækju um i
á eins bílum,
Volkswagen
Golf. Þá hefur
hann komið að
markaðsmálum hjá ís-
lensku óperunni og nú
síðast Loftkastalanum.
Einar er fæddur og upp-
alinn á Selfossi. Þar rak
hann auglýs-
•ÍW ineastofn út-
varpsstöð og sá um skemmtanahald
á skemmtistaðnum Inghóli.
- Hvað fær þig til halda þessa tón-
leika?
„Þegar lítill frændi minn veiktist
af krabbameini var ég erlendis í
námi og gat lítið aðstoðað fjölskyld-
una. Þá sór ég þess eið að styðja við
bakið á Styrktarfélagi krabbameins-
sjúkra bama fengi ég til þess tæki-
færi. Stuðningur þeirra við fjölskyld-
una í þessum erfiðleikum var ómet-
anlegur."
Nú er hver að verða síðastur að
næla sér í skattaaf-
_ með verð-
bréfakaupum
en í kvöld
geta menn
fjárfest í
góðri
v ' sam-
visku.
-hlh
Gamlárshlaup ÍR
31. des.
. . 4 km
Softjarnarneí
5 kn
Eiösgrandi
km 2
--------------------
7 km
\ 1 km
10 km
Roykjavíkur-
fluevöllur
____________b
Hið árlega Gamlárshlaup ÍR verður á morgun og hefst kl. 13.
í ár er hlaupin ný leið og er farinn frá Ráðhúsi Reykjavíkur
tíu kílómetra hringur eins og sýndur er á kortinu. Skráning
'er á morgun frá kl. 11 og er hlaupagjaldið 600 kr.
Myndgátan
Varaskeifa
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki.
Sigrún
Hjálmtýs-
dóttir syng-
ur í Hall-
grímskirkju
á gamlárs-
dag.
Hátíðarhljómar
við áramót
Listvinafélag Hallgrimskirkju
gengst fyrir tónleikum á gamlársdag
með yfirskriftinni Hátíðarhljómar við
áramót. Óperusöngkonan Sigrún
Hjálmtýsdóttir, trompetleikararnir
Ásgeir H. Steingrimsson og Eiríkur
Öm Pálsson og Douglas Brotchie, org-
anisti Hallgrímskirkju, flytja aríur
eftir Handel og Scarlátti, hið þekkta
Adagio eftir Albinoni/Giazotto og
verk fyrir trompeta og orgel eftir
Giovanni Frescobaldi. Auk þess leik-
m- Douglas orgelverkið „Tu es Petra“
eftir Mulet. Tónleikarnir hefjast kl. 17
og lýkur stundarfjórðungi áður en
hefðbundinn aftansöngur er sunginn í
~ ' “ Hallgrímskirkju
Tonleikar u. is. Þetta er í
fimmta skiptið
sem áramótum er fagnað með trompet
og orgelleik i HaUgrímskirkju. Hin
þekkta óperusöngkona Sigrún
Hjálmtýsdóttir bætist núna við í hóp-
inn og flytur hún glæsilegar aríur
með undirleik trompets og orgels,
meðal annars Let the bright Seraphim
eftir Georg Friederich Handel.
Dýrlingur íslands
1198-1998
Sönghópurinn Voces Thules heldur
miðnæturtónleika í Hallgrimskirkju i
kvöld kl. 23. Eru tónleikarnir haldnir
í tilefni átta hundruð ára dýrlingshá-
tíðar Þorláks helga og hafa tónleik-
arnir yfirskriftina Dýrlingur íslands
1198-1998. Voces Thules munu flytja
valda kafla úr Þorlákstíðum auk
fomra trúarlegra söngva.
Bridge
Arlegt minningarmót Harðar Þórðar-
sonar fór fram sunnudaginn 27. desem-
ber á vegum Bridgefélags Reykjavíkur.
Þátttaka var góð, 68 pör mættu til
leiks. Spilaformið var Monrad-baró-
meter. Bræðurnir Ragnar og Rúnar
Magnússynir voru í forystu bróðurpart
mótsins og höfðu sigur með talsverð-
um yfirburðum. Þeir
skoruðu 337 stig í plús
en næstu pör voru Her-
mann Friðriksson-ísak
Sigurðsson (259) og Jak-
ob Kristinsson-Ásmund-
ur Pálsson (222). Hér er
spil úr þriðju umferð
mótsins. Punktarnir á
höndum AV eru 25 og
flestir láta þann fjölda punkta nægja til
að fara í game. Spiluð voru enda 3
grönd á 20 borðum af 34 í mótinu, en
aöeins einn sagnhafanna fékk 9 slagi í
þeim samningi. Hinir fóru allir einn
niður og NS fengu fyrir það 46 stig af
66 mögulegum. Hins vegar eiga AV
möguleika á þvi að stöðva í bútasamn-
ingi og AV pörum á 8 borðum tókst að
stöðva í einu eða tveimur gröndum.
Þriggja granda samningurinn er ekk-
ert sérlega góður og legan þarf að vera
góð, til að þau standi:
4 983
m K1084
♦ K87
* G95
Ragnar
Magnússon.
4 754
«* Á93
♦ ÁD92
* Á74
N
4 ADG6
«* 76
4 G1053
* K103
4 K102
4* DG52
4 64
* D862
Ef til vill eiga þeir sem spila veika
grandopnun (12-14) stærsta möguleik-
ann á því að stöðva í bútasamningi.
Ef vestur opnar á einu grandi gæti
austur vel passað, í stað þess að gefa
áskorun. Þeir sem nota 15-17 punkta
grand myndu opna á einum tígli á
hendi vesturs og segja eitt grand við
spaðasögn austurs (sem sýnir 12-14
punkta). Austur gefur áskorun með 2
gröndum og þá er það í hlutverki
vesturs að passa, því höndin er ekki
góð (3-3-4-3 skipting) þó að 14 punkt-
ar séu fyrir hendi. Þeir sem voru svo
lánsamir að stoppa í 2 gröndum (eða
einu) fengu 53 stig fyrir spilið (120).
ísak Örn Sigurðsson