Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Fréttir Hlutabréfakaup fyrir áramótin: Besta ávöxtunin hjá Búnaðarbanka 20,0% 26,5% 19,0% 28,0% 15,4% 16,6% 7,3% 1,8% 1,S% 1,7% 1,5% Ekki til Ávöxtun hlutabréfasjóða 1 des 1998 sl -12 mán sl - 3 ár 8,0% UJ -1,5% -4,?/. SVÍ -C C c ‘x_ C c ‘C 3 . «° *= V. 3 xO -C M—- £Z C C M— £Z C C ‘x. 3 «0 'O . M— -C c c ‘x_ 3 -C c M— Í_ -C 0 « ro *o )Q ’<7T '0> 'O 'Up-o 03 c H— ~ '£> *o </> ~o 45 £ 'O — U X— £2 3 cu «0 Almenn éfasjóði ■%<o </> \0 il </> x*r '— \d> <nJO OO (O 0> T3 >, c 0 JS »0 'O <7T V- '03 líT' ’i— 3 *o )0 <7T </> 03 C ts £1 42 ^ 3 O JO .O > 12 3 03 3 ÍZ 03 4-> 03 -t-1 y> c 3 X 3 3 '(/) o> CÚ X X X </) Hlutabréfakaup almennings standa nú sem hæst og hjá öllum bönkum og verðbréfafyrirtækjum og var dagurinn i gær mjög anna- samur. Áhugi almennings hefur aukist verulega á þvi að fjárfesta í hlutabréfum undamfarið, enda til mikils að vinna. Bæði hefur ávöxt- un undanfarin ár verið góð á hluta- bréfum, misgóð að vísu. Af hluta- bréfasjóðum hefur ávöxtun verið best í hlutabréfasjóði Búnaðarbank- ans eða að meðaltali 8% sl. tvö ár og á því tímabili orðið hæst 14,63%. Áhugaverðasta gulrótin er þó sá skattaafsláttur sem kaupendum hlutabréfa er veittur. Leggja átti hann niður á þessu ári en sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar hefur hann verið framlengdur. Hann er að vísu bundinn því skilyrði að fólk verður að eiga hlutabréfm yfír fimm áramót. Að öðrum kosti verður fólk í raun krafið um endurgreiðslu afsláttarins. Á hinn bóginn er öllum frjálst að kaupa og selja bréf þrátt fyrir þessa kvöð. Aðeins verður að gæta þess að mismunur kaupverðs og söluverðs fari ekki undir tilsett Hlutabréfakaup Hjón Keypt hlutabréf 267.000 Skattaafsláttur 63.000 5% ávöxtun 76.350 Hagnaöur á ári 76.350 isca mörk. Vegna slæmra villna í þeim gröfum sem birtust með frétt blaðs- ins í gær um hlutabréfakaup um ára- mótin em þau birt efnislega á ný. I grafinu undir fyrirsögninni hluta- bréfakaup sést að sá skattaafsláttur sem hjón eiga kost á er um 63 þús- und krónur í beinhörðum peningum og helmingi lægri upphæð fyrir ein- stakling, þegar skattprósentan hefur verið tekin með í reikninginn. Með fréttinni í gær birtist rangt graf um ávöxtun nokkurra hluta- bréfasjóða og ekki var tekið fram yfir hvaða tímabil það náði. Á með- fylgjandi grafi yfir ávöxtun nokk- urra hlutabréfasjóða sést aö ávöxtun á yfirstandandi ári hefur verið nokkra rýrari en meðaltal næstu þriggja ára þar á undan. Ástæða þess er að hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tækjum og fyrirtækjum honum tengdum hafa fallið á árinu. Þá féllu hlutabréf í Jámblendifélaginu um- talsvert. Það fall vegur nokkuð þungt i rýrari ávöxtun stórra hlutabréfa- sjóða, eins og t.d. Auðlindar. Þá er rétt að endurtaka að ávöxtun hluta- bréfasjóðs Búnaðarbankans hf. var best á árinu sem er að líða þegar ávöxtun hlutabréfasjóða er borin saman. Á undanfórnum tveimur árum hefur hún best orðið 14,63% en meðalávöxtim síðustu tveggja ára var 8%, en ekki 0,0% eins og hefði mátt ráða af grafinu í gær. -SÁ Talar í útvarp frá níu til fimm Sverrir og Júlíus faðir hans við hljóðnemann. DV-mynd GVA „Þetta er enginn vandi ef maður hefur eitthvað til að tala um. Ég held að fólk sé búið að fá nóg af stöðugri tónlist," segir Sverrir Júlíusson sem eitt sinn starfaði á bensínstöð en tal- ar nú í útvarp meira og minna allan sólarhringinn. Hljóðneminn heitir útvarpsstöðin sem Sverrir rekur ásamt fóður sínum og senda þeir ein- göngu út kristilegt efni úr ýmsum áttum. „Við höfum verið í loftinu í einn og hálfan mánuð á FM 107 en sjö er einmitt heilög tala: Seven is the number of heaven," segir Sverrir. „Við fáum efni frá Krossinum, Frels- inu og einnig Þjóðkirkjunni. Send- um út messur tvisvar um helgar. Þá erum við með fjórtán íhuganir eftir herra Sigurbjörn Einarsson sem gera stormandi lukku.“ Sverrir situr við hljóðnemann með Biblíuna í hendi frá níu til fimm alla daga. Um nætur er dag- skrá dagsins síðan endurflutt. Eftir áramót stefnir Sverrir að því að senda út allan sólarhringinn á Inter- netinu og einnig þjónar hann her- mönnum á Keflavíkurflugvelli. Aug- lýsingadeildin samanstendur af hon- um sjálfum og föður hans: „Við gerðum það gott fyrir jólin. Fengum góða viðskiptavina eins og Alaska, Bilko í Kópavogi, Setberg og bensínstöð Esso við Ægissíðu. Við litum framtíðina björtum augum og megi guð vera með ykkur öllum,“ segir Sverrir Júliusson. -EIR Happdrætti Háskólans: Vann níu milljónir „Ég fékk sjokk, öðruvísi get ég ekki lýst þessu,“ sagði bílamálari og þriggja barna faðir í Árbænum í sam- tali við DV skömmu eftir að hann hafði unnið tæpar níu milljónir í Happdrætti Háskólans. „Ég hringdi í konuna en hún trúði mér ekki.“ Bílamálarinn sem ekki vill láta nafn sins getið, hringsnerist nokkrum sinnum á stofugólfinu heima áður en hann náði áttum. Svo \AjHim(kuc(cms/ei/iur á'ýœm/ár&ÁvöM Cfy Hljómsveitin Hálft í hvoru með Eyjólfi Kristjánssyni leikur fyrir dansi - Hattar - knöll - snarl - stuð og fjör. Miðaverð aðeins 1.500,- Húsið opnað kl. 24.00. Forsala aðgöngumiða hafin á Kaffi Reykjavík. Fagnaðu áramótunum þar sem fólkið og fjörið er. AVÍK'Í R.ESTAU RANT rauk hann út í banka: „Ég fjárfesti í fullum skammti af verðbréfum vegna skattaafsláttarins um áramótin og fékk fina fyrir- greiðslu í bankanum þó ég væri ekki með eyri á mér. Bankinn veit alveg til í að lána mér eftir að ég hafði sagt útibússtjóranum tíðindin. Hann óskaði mér til hamingju og lánaði mér 260 þúsund. Svo keypti ég kampavín." Vinningurinn kom á besta tíma fyrir bílamálarann og eiginkonu hans sem vinnur hjá póstinum. Þau vom nýbúin að stækka við sig íbúðina og lausaskuldimar famar að síga í. „Við ætlum að borga allar skuldir og leggja síðan fimm milljónir í ávöxtun. Þetta verður nýtt og betra líf,“ sagði bilamálarinn sem sér fram á síkáta framtíð. Hann segist vera heppinn; hafi til dæmis unnið sumar- leyfisferðina í ár hjá íþróttafélaginu Fylki í Árbæ: Ferð til Dublin. Svo þarf að endumýja bílaflotann. Eins og allir góðir bílaáhugamenn á bíla- málarinn tvo bíla: „Ég á einn Subam og einn Chrysler en þeir em komnir til ára sinna. Ég ætla að fá mér nýjan bíl og þá helst fjóhjóladrifmn." - Jeppa? „Já, ætli ég fái mér ekki jeppa,“ sagði bílamálarinn og milljónamær- ingurinn í Árbænum. -EIR Arftaki Svavars Innan Alþýðubandalagsins eru vaxandi líkur á að Ámi Þór Sigurðs- son, aðstoðarmaður borgarstjóra, mvmi gefa kost á sér í prófkjör sam- fylkingarinnar í Reykjavík sem hald- ið verður í janúar, með eða án Kvenna- lista. Ef Svavar Gestsson fer í próf- kjörið mun Ámi láta sér nægja að sækj- ast eftir þriðja sæti Alþýðubandalags- ins og færast upp í ömggt sæti þegar Svavar snýr sér til annarra starfa sem talið er að verði snemma á kjörtímabilinu. Fari hins vegar svo aö Svavar ákveði að verða ekki við þrýstingi félaga sinna um áframhaldandi þingmennsku mun Árai Þór slást viö Bryndísi Hlöðversdóttur um efsta sæti Al- þýðubandalagsins. Er talið að með stuðningi manna á borð við Svavar og Guðrúnu Ágústsdóttur séu góðar líkur á því að Ámi vinni slaginn... Valgerður ráðherra Norðlenskir framsóknarmenn telja að prófkjörsbarátta Jakobs Bjöms- sonar, fýrrv. bæjarstjóra, hafi ekki náð því flugi sem hann vonaðist til. Fylgismenn Valgerðar Sverrisdótt- ur eru öruggir með sig og álíta sigur Val- gerðar gulltryggan. í innstu röðum Fram- sóknar staðhæfa menn að Halldór Ásgrímsson vilji ekki bíða með breytingar á ríkis- stjórn lengur en nauðsyn er og skipta Guðmundi Bjamasyni út og gera Valgerði að umhverfisráðherra. Páll Pétursson mun þá sjá um landbúnað- arráðuneytið fram að kosningum. Þetta mun hins vegar mæta andstööu í þingflokknum, þar sem Siv Frið- leifsdóttir, sem styrkti stöðu sína í varaformannskjörinu á flokksþing- inu, mun berjast gegn því... Kennitölusöfnun Það hefur ekki beinlínis verið frið- samlegt í kring um Ástþór Magnús- son og samtök hans, Frið 2000, und- anfarið. Hefur Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, komið nokkuð við sögu í þessum ófriði. Um það leyti sem menn héldu að það mál væri úr sög- unni kom óvænt framhald frá Ást- þóri. Hann býður sig fram í próf- kjöri flokksins fyrir alþingiskosn- ingamar. og býður 4000 krónur fyrir hvert atkvæði. Spyrja menn nú eðli- lega hvort kennitölusöfnun muni einkenna prófkjörsslaginn hjá fram- sókn í Reykjavík... Skýrmæltir Þjóðverji nokkur, mikill tslandsvin- ur, tók sig til og lærði íslensku. Lagði hann sérstaka rækt við framburðinn og árangurinn slíkur að það var eins og Arthur Björgvin sjálfur væri mættur. Sá þýski ákvað að kynnast bet- ur landi og þjóð og fékk i því skyni far með vöraflutninga- bílstjóra. Á leiðinni ræddu þeir lands- ins gagn og nauð- synjar og gekk það áfallalaust. Eitt stóð þó í honum. Bílstjórinn var alltaf aö umla „abbla" eða eitthvað álíka. Þýskur vildi komast til botns í þessu umli og tók hluta samtalsins upp á snældu. Lagðist hann yfir upp- tökuna með íslenskum þegar í bæinn var komið. „Abblið" stóð i mönnum í fyrstu en eftir vangaveltur kom í ljós að bilstjórinn var einfaidlega að segja „það er nefnilega það“... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.