Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 Fréttir DV fór 1 gær 1 skoðunarferð 1 Hallmundarhraun sem er jafngamalt búsetu á íslandi: Ægifagur Surtshellir - Japanir farnir að sækja í ferðir um Borgarfjörð - jafnvel í glórulausum byl á jökli Snorri Jóhannesson frá Augastöðum kveikti á stóru sprittkerti sem lýsti „kerlinguna“ upp - litla og svipsterka ísborg um 100 metra frá hellismunn- anum. DV-myndir GVA amir frá vasaljósunum gerðu að verk- um að úr varð leiffrandi og svipsterk- ur íshellir í hraunhvelfmgunni. Þegar menn önduðu frá sér hlýju loftinu frá líkamanum niðri í frostinu mynduð- ust gufustrókar sem gerðu tilveruna heldur kynngimagnaða. Þetta er ann- ar heimur. Japanir hrifnir AUmargir Japanir hafa farið að skoða Surstshelli að undanfomu í fylgd Snorra Jóhannessonar frá Auga- stöðum. Hann hefur séð um Japanina ásamt hjónunum Bergþóri Kristleifs- syni og Hrefhu Sigmarsdóttur, sem sjá um gistiaðstöðu fyrir ferðamenn- ina. „Japanimir hafa komið hingað frá því í nóvember á vegum Ferðaskrif- stofu Vesturlands," sagði Snorri. „Að- almarkmið Japananna er reyndar að koma til að skoða norðurljósin ef þess er kostur. Þeir hafa komið til mín á Augastaði til að skoða rannsóknar- stöðina sem ég hef þar. Síðan hef ég ýmist farið með þá á jeppa upp á Langjökul, í Surtshelli, skoðað Hraim- fossa og Bamafoss og ýmislegt fleira," sagði Snorri. Snorri sagði að Japanimir pössuðu vel upp á að allar ferðaáætlanir stæð- ust - alveg sama hvemig veðrið væri: „Um daginn fór ég með einn Jap- ana á jeppa upp á Langjökul. Þá var glórulaust veður - við sáum varla fram á vélarhlífina á jeppanum. Ég ók 1-2 kUómetra upp á jökul og studdist einvörðungu við GPS-staðsetningar- tæki því skyggnið var ekkert. Ekki veit ég hvort Japaninn var smeykur en ég held að hann hafi fengið mikið út úr þessu," sagði Snorri Jóhannes- son. Rétt er að taka fram að þeir sem ætla að leggja leið sina að Surtshelli komast þangað ekki nema vera á vel útbúnum jeppum. Norðlingafljót hef- ur flætt yfir bakka sína og yfir veginn að hluta til í Hallmundarhrauni. -Ótt slétt svell að und- anskildum mis- hæðum vegna hallans, er um- lukt hraunhvelf- ingunni og alsett misstórum ísnibbum sem minna á smákarla. Þegar fólk nemur staðar og nýtur þess sem fyrir augu ber verður maður þess áskynja hve þögnin og kyrrð- in er algjör þama „í hinu kalda neðra“. Þegar Snorri tendraði ljós á stóru sprittkerti sem hann hafði meðferðis mynd- aðist mikil stemning logamir og geisl- Surtshellir í Hallmundarhrauni, í landi Kalmanstungu skammt frá Húsafelli, skartar sínu fegursta um þessar mundir. Hrikaleg grýlukerti og smáborgir úr ís hafa myndast eins og svo oft áður í hinum gamla hraunfar- vegi sem talinn er hafa myndast um það bil sem landnám hófst. Þegar gengið er niður í hellinn að vestan- verðu - niður í nokkuma stiga frost - blasir við falleg sjón sem lætur engan ósnortinn, þ.e.a.s. ef menn em vel búnir vasaljósum því myrkrið er nær algjört þegar ijær dregur munnanum. DV fór með Snorra Jóhannessyni frá Augastöðum og Bergþóri Krist- leifssyni frá Húsafelli um hellinn í gær. Hann er um 600 metra langur vestanmegin en um kílómetri austan- megin. Þar var nægilegt rými fyrir útilegumenn og ránsmenn til að liggja í á 10. öld enda er þá talið að enn hafi verið varmi í hrauninu. Hellirinn myndaðist þannig að þeg- ar gosi var að ljúka lokaðist hraunfar- vegur af við yfirborðið þannig að „gat“ stóð eftir þegar elfan rann að lokum til vesturs og hraunið storknaði og lokaðist að ofan- verðu. Hallmundar- hraun kom upphaf- lega úr gígum uppi við Langjökul - sama hraun og Hraunfoss- ar niður við Hvítár- síðu, allmörgum kíló- mefrum vestar. 250 metra dýrð- argönguleið Fallegar ísborgir standa beggja vegna í Surtshelli að vestan- verðu, á að giska 250 metra „dýrðargöngu- leið“ frá vestur- munnanum. Göngu- leiðin í hellinum, sem í raun er ekkert annað en tiltölulega Horft út að hellis- munnanum í vestan- verðum Surtshelli. í gær var hiti rétt fyrir ofan frostmark við jörð en niðri í hellin- um var greinilega mun kaldara. Bann á Bónus Skrýtin uppákoma varö uppi í Osta- og smjörsölu fyrr i vik- unni. Jóhannes í Bón- usi kom með sendibíl með sér upp á lagerinn hjá þeim í Osta- og smjörsölunni og vildi fá afhentar þær vömr sem hann var tilbúinn til að kaupa og greiða á staðnum. Hann ætlað- ist til að þeir á lagem- um afgreiddu vömmar út í btl þannig að Jó- hannes gæti látið sinn eigin sendibíl aka vör- unum i Bónusbúðfrn- ar. Þetta er fáheyrð frekja og alveg nýir og fráleitir viðskiptahætt- ir sem þeir í Osta- og smjörsölunni em ekki vanir. Enda neituðu þeir Jóhannesi um afgreiðslu og sögðust mundu keyra vömna sjálfir í Bónusbúöirnar. Jóhannes brást ókvæða við og fór í fjölmiðla og hélt því fram að hann mundi geta náð verðinu niður með þvl að sjá sjálfur um aksturinn í sinar búöir. Svona lagað hafa þeir i Osta- og smjörsöl- unni aldrei heyrt áður. Osta- og smjörsalan er af- sprengi þeirra tíma þegar einokunin ríkti og eng- inn fékk að selja smjör og osta nema þeir sem framleiddu þessar vörur og verð var þeim óvið- komandi vegna þess að þeir prísuðu vömna sam- kvæmt þeim kostnaði sem þeir sjálfir bám, vegna framleiðslunnar og vöradreifmgarinnar. Verðlag var aukaatriði í því máli. Afkoma fyrir- tækisins og framleiðendanna skipti öllu og réð verðlaginu. Eins og eðlilegt er i traustu fyrirtæki. í raun og veru gat Osta- og smjörsalan ákveðið hversu mikið magn af ostum og smjöri neytend- umir fengu og sú skömmtun var á valdi fyrirtæk- isins og framleiðendanna eins og vera ber, enda ekkert einkamál neytandans hversu mikið hann borðar. Það er Osta- og smjörsalan sem ákveður það með tilliti til framleiðslunnar. Enda þótt einokun hafi að einhverju leyti ver- ið afnumin í sölu landbúnaðarvara er Osta- og smjörsalan enn i eigu framleiðenda og hefur yfir- burðastöðu á markaðnum og ræður hvað hún sel- ur og hvert hún selur og hvaða kostnaður er inni- falinn í því verði sem lagt er á vöruna til að bera kostnaðinn. Þess vegna er það óviðeigandi afskiptasemi hjá Jóhannesi í Bónusi að fara að abbast upp á Osta- og smjörsöluna og ætla að ráða því hvernig vör- unni er dreift til kaupmanna. Stjóm félagsins hef- ur ályktað um þessa vörudreifmgu og tekur það ekki í mál að kaupmenn geri tilraun til að lækka verðið með því aö bera kostnaðinn sjálfir. Það sem einu sinni hefur verið verður áfram þangað til stjórnin ákveður annað. Ekki Jóhann- es, ekki kúnnarnir, ekki verðlagið. Þess vegna bönnum við allar breytingar sem hafa kostnaðar- lækkun í for með sér, af því að það er óhentugt fyrir okkur. Öll hagræðing kemur sér illa fyrir Osta- og smjörsöluna meðan hún hefur ekki hag af henni sjálf. Dagfari Stuttar fréttir i>v í samkeppni Landsbankinn ætlar að veita Ibúðalánasjóði samkeppni á fast- eignalánamark- aði. Veðdeild bankans, sem sá um innheimtu fyrir Húsnæðis- stofnun, ætlar að sjá áfram um húsnæðislán. Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að þátttaka bankans i lánum til íbúðakaupa sé i takt við það sem gerist í öðrum löndum. Ríkisút- varpið greindi frá. Tilfellum fjölgar Malaríutilfellum hefur farið fjölg- andi á undanfórnum árum á íslandi eins og i öðrum vestrænum lönd- um. Á stóru sjúkrahúsunum i Reykjavík voru alls 19 manns greindir með malaríusýkingu á ár- unum 1980—1997. Flestir sýktust í Afríku sunnan Sahara. Dagur greindi frá. 20% með lófakreppu Um 20% ísienskra karlmanna eru með lófakreppu. Einn af hverj- um 20 er með það alvarleg einkenni að hann þarf á skurðaðgerð að halda til að fá bót meina sinna. Nið- urstöður rannsókna benda til þess að nær tvöfaldar líkur séu á að karlar með kreppta fingur vegna lófakreppu deyi úr krabbameini. Sjónvarpið greindi frá. Komst leiðar sinnar Jim Rogers, hnattfara og ævin- týramanni, tókst að komast yfir Möðradalsöræfi í annarri tilraun en fyrir nokkram dögum varð hann að snúa til baka til Egilsstaða vegna ófæröar og óveð- urs. Björgunar- sveitarmenn á Egilsstööum fylgdu hnattfaranum yfir Fjöllin í fyrra- dag og komst hann heilu og höldnu til Akureyrar. Sjónvarpið greindi frá. Má stöðva notkun Ýmislegt bendir til þess að stöðva megi notkun svefnlyfja aldraðra með því að draga kerfisbundið úr notkun þeirra. Jafnvel er talið að svefn verði betri og að hreyfing fólks að degi til aukist. Þetta er meðal ályktana sem Haukur Valdi- marsson læknir kynnti á ráðstefnu um rannsóknir læknadeildar Há- skóla íslands. Morgunblaðið greindi frá. Semja um fiskveiðar Sjávarútvegsráðherrar Færeyja og íslands hafa gengið frá sjávarút- vegssamningi milli þjóðanna. Sam- kvæmt samningnum haldast gagn- kvæmar veiðiheimildir nær óbreyttar frá eldri samningi en stefnt er að því að styrkja vísinda- samstarf milli landanna á sviði haf- rannsókna. Sjónvarpið greindi frá. Hófst ekki á Alþingi Fyrirhuguð umræða um breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða gat ekki hafist á Alþingi í gær. Sjáv- arútvegsnefnd hafði ekki lokið störfúm. Ríkisútvarpiö greindi frá. Skuldar rúmar 100 m. Þrotabú Einkahlutafélags Júlíus- ar P. Guðjónssonar skuldar ríkis- sjóði rúmlega 100 milljónir króna. Fyrirtækið innheimti féö sem áfengisgjald en skilaði því ekki. Sjónvarpið greindi frá. Brot á lögum Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur hefur sent miðstjóm Alþýðusam- bands íslands bréf þar sem fé- lagið óskar eftir áliti á því að skrifstofumenn, sem eiga aðild að Félagi íslenskra símamanna, ger- ist aðilar að ASÍ í gegnum aðild að Rafiðnaðarsam- bandi íslands. Magnús L. Sveins- son, formaður VR, segir að aðild skrifstofumanna að RSÍ sé brot á lögum ASÍ. Morgunblaðið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.