Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 17 Halldóra Björk Jónsdóttir færir heimilisbókhald: Skemmtilegt og rak in leið til sparnaðar „Það er mun auvðeldara en flestir halda að færa heimilisbókhald. Manni lærist fljótt að halda utan um allar nót- ur og þá rennur upp fyrir manni að 100 krónur hér og 100 krónur þar eru fljót- ar að verða að stórum upphæðum, svo ég tali nú ekki um þúsundkallana. Ég mæli með heimilisbókhaldi við hvem sem er. Skuldimar hjá mér hafa snar- minnkað, ég eyði mun minna, sérstak- lega í daglegan rekstur heimilisins, og ég get farið að leggja fyrir. Þetta er rak- in leið til spamaðar," segir Halldóra Björk Jónsdóttir, tölvuritari hjá Vöm- húsi ÍS, sem rekur funm manna heimili. Um áramót strengja ófáir þess heit að taka til í fjármálum heimilisins. Hjá mörgum verður hins vegar lítið um efndir, aðallaga vegna ómarkvissra vinnubragða. Reyndar nýta margir sér greiðsluþjónust bankanna þar sem haldið er utan mn fóst útgjöld, afborg- anir af lánum, tryggingar, gjöld fyrir þjónustu eins og síma, sjónvarp, raf- magn og slíkt. En þá em útgjöld til dag- legs reksturs heimilisins eftir, matvör- ur, hreinlætisvörur, fatnaður, skemmt- anir, ferðalög og ýmislegt tilfallandi. Jafhnauðsynlegt er að hafa yfirsýn yfir þessi útgjöld til að endar nái saman. Þar kemur heimilisbókhald í góðar þarfir. í því skyni gefa Neytendasam- tökin á hverju ári út bókina Heimilis- bókhald þar sem hin gamla og einfalda aðferð við að skrá og halda utan um fjármál heimilanna er í háveg- um höfð. Einnig em - klst. námskeið haldin reglu- lega til að auvelda notkun bókhalds- heftisins Aætlanir Halldóra kom reyndar ekki al- veg ný að heimil- isbókhaldinu. „Ég hafði fært heimilisbókhald af og til í 15 ár eða all- an minn bú- Halldóra skap. En eftir Björk námskeið í að Jónsdóttir. % <V N\ færa inn í smátíma en þá er bara að taka upp þráðinn að nýju. Leiðinda- talið tengist því kannski að fólk heldur að maður verði að nurla einhver ósköp, stunda meinlætalifiiað. Stað- reyndin er hins vegar sú að ég er miklu meðvitaðri um hvað ég hef þörf fyrir og hvað ekki. Með því að eyða mun minna í hluti sem ég get verið án get ég betur leyft mér að eyða í hluti sem ég vil síð- ur vera án. Þannig get ég leyft mér að fara út að borða, í leikhús eða bió með góðri samvisku. Ég þarf síður að fresta fatainnkaupum á bömin af því að ekki em til peningar. Heimilis- bóhaldið hefur ekki í för með sér rým- un á lífsgæðum, þau verða einfaldlega meiri. Ég á peninga til að nota í eitt- hvað ánægjulegt." Breytt viðhorf Halldóra segir að flestir þeir sem hafi verið með henni á námskeiði í heimilisbókhaldi hafi svipaða sögu að segja. Sumir hafi ver- iö mjög neikvæðir og vantrú- aðir í fyrstu en mikilvægt sé að byija strax og halda út fyrsta mánuðinn. Síðan verði þetta auðveldara. Þá sé mikilvægt að hugsa á ársgrundvelli. t.d að 100 krónur í gos á dag geri 36.500 krón- ur á ári. „Þeir sem vom nei- kvæðir í byrjun námskeiðsins breyttust fljótt í afstöðu sinni þegar þeir sáu svart á hvítu að spara mátti háar fjárhæðir án þess að minnka lífsgæð- in.“ -hlh færa heimilisbókhald geri ég það á annan og skipulagðari hátt en áður. Mér var kennt að gera áætlun. Eftir mánuðinn er raunveruleg niðurstaða skoðuð. Hún er borin saman við áætl- unina og áætlun næsta mánaðar byggð á mismuninum. Ef maður hefúr eytt meira í einn lið bókhaldsins en áætl- anir gerðu ráð fyrir er hægt að taka á því. Fólk getur ráðið hvort það færir inn í bókhaldið daglega eða sjaldnar. Mér fmnst þægilegast að gera viku upp í senn.“ Gott tímakaup „Heimilisbókhaldið kemur skipu- lagi á fiármálin og veitir manni mun betri yfirsýn en áður. Ég er orðin vön því að gera áætlun um matarinnkaup fyrir vikuna, gera vikumatseðil sem við höldum okkur við. Með því móti sparast ótrúlegar fiárhæðir. Tíma- kaupið við að færa heimilisbók- hald er mjög gott, það er ekki nokkur vafi,“ segir Halldóra. Hún segist mun meðvitaðri en áðm- um verðlag eftir að hún byijaði að færa heimilis- bókhald reglulega. Hún kaupir inn til heimilisins í lágvömverslun- um og gerir verðkannanir í kaupa dýrari hluti. „Korter í símanum hefur sparað mér margar 5 þúsund krónumar. Að auki geri ég mér mun betur grein fyr- ir hvað raðgreiðslur gera vöruna dýra.“ Halldóra var atvinnulaus um tima. Hún fór á námskeið á vegum Náms- flokkanna í bóhaldsgerð, þar á meðal heimilisbókhaldi. Þar var stuðst var við heimilisbókhald Neytendasamtak- anna. Hún segir hefti Neytendasam- takanna vera mjög þægilegt og auðvelt í notkun, ekki síst eftir námskeið í notkun þess. Meiri lífsgæði - En er ekki leiðinlegt að færa heim- ilisbókhald og er ekki erfitt að byrja? „Það era mjög lífseigir fordómar að þetta sé leiðinlegt en það er það ekki. Og þetta er alls ekki erfitt. Þetta engin kvöð. Það hefur kom- ið fyrir að ég hef gleymt að Áhrif evrunnar á fjárfestingar íslendinga í Evrópu: Eyðir gengisáhættu segir Sigurður B. Stefánsson, forstöðumaður VÍB „í minum huga einfaldar evr- an málið heilmikið fyrir ís- lenska fiárfesta vegna þess að um áramótin sameinuð- ust ellefu gjaldmiðlar í einn og mynda þar með gjald- miðilssvæði sem er stærra en Bandaríkin og getur staðið við hlið dollarasvæðis- ins. Evran eyðir heilmiklu af gengisáhættu sem margir fiárfest- ar, sérstaklega þeir sem hafa ver- ið að fiárfesta í skuldabréfum eða taka lán í mismunandi myntum, hafa þurft að fást við,“ segir Sigurð- ur B. Stefánsson, forstöðumaður Verðbréfamark- aðar íslands- banka, vegna tilkomu Efna- hags- og mynt- bandalags Evrópu 1. janúar. Gengi gjaldmiðla myntbanda- lagslandanna var þá læst innbyrðis og gjaldmiðill bandalagsins, evra, varð til. Seðlabanki Evrópu í Frankfúrt tók form- lega við stjóm pen- ingamála í myntbanda- lagslöndunum. DV innti Sigurð eftir þvi hvaða áhrif evran hefði á fiárfestingar íslendinga í löndum evrunnar. „Menn eiga eftir að sjá hvernig evrunni reiðir af al- þjóða- við- skiptum en fyrstu dagarnir benda til þess að henni sé vel tekið. Ég er ekki í minnsta vafa um að það tekst að varðveita stöðugleika þessarar nýju myntar vegna þess að þjóðirnar sem standa að henni, Mið-Evrópuþjóðim- ar, em mestu peninga- þjóðir verald- ar.“ - Er þá væn- legri kostur en var að fiárfesta í löndum evrunnar? „Fjárfesting í Evrópu verður ekki eins áhættusöm. Mest af fiárfestingu ís- lendinga hefur reyndar verið i hlutabréfum og þar er verðhækkunin oft það mikil, 10-20% á ári, að gengisbreyting- Sigurður B. Stefánsson, forstöðumaður VÍB arnar skipta hlutfallslega minna máli heldur en þegar verið er að fiár- festa 1 skuldabréfum. Þegar skulda- bréf eru annars vegar hafa smávægi- legar gengisbreytingar getað þurrk- að út ávinning fiárfesta. Að sama skapi hefur lántaka á þessu svæði veriö áhættusöm en með tilkomu evrunnar verður allt umhverfið stöðugra, skiljanlegra og auðveldara viðureignar." Sigurður segir að þótt það hljómi eins og þversögn kunni íslendingar að hafa meiri hag af evmnni en flest- ar aðrar þjóðir, jafnvel þótt þeir séu utan við myntbandalagið. „Þá er ég að hofra til lengri tíma. Viðskipti okkar við Evrópuþjóðirnar, að Bret- um og Dönum meðtöldum, eru 2/3 ut- anríkisviðskipta okkar. Við höfum búið við gjaldmiðil, íslensku krón- una, sem verið hefur óstöðugri en flestir gjaldmiðlar. Það em ekki nema 270 þúsund manns sem nota hana og hún er hvergi í viðskiptum í erlend- um bönkum. Ávinningur íslendinga getur verið þannig orðið verulegur með tilkomu evrunnar." -hlh i !».' \ f /. í ýt / Þjónusta Á vefsíðum fiárvörslufyrir tækja má fá upplýsingar um við- bótarlífeyrissparnað og jafnvel skrá sig. Þá mun eitthvað vera um það að lífeyrissjóðir stéttarfé laga í vörslu veröbréfafyrirtækja bjóði sjóðfélögum að hafa milli- göngu um að koma sparnaðinum í vörslu í sjóðum. Námskeið í heimilis- bókhaldi Námsflokkar , ■ \ / Reykjavíkur fl/ v hafa 15 * ‘ boð- ið upp á nám- skeið í heimilis- bókhaldi þar sem Raggý Guð- jónsdóttir hef- ur leiðbeint. Námskeiðin eru tvær kvöldstundir og hafa kostað um 2 þúsund krónur. Þeir sem DV hefur rætt við eru á einu máli um að sá tími og peningar sem farið hafa i nám- skeiðið hafi verið fljótir að skila sér. Ríkis framlag Það er kannski tuað rugla fólk í ríminu en þegar rætt er um 0,2% viðbótarframlag vinnuveit- anda er í raun verið að tala um mótframlag frá ríkinu. Á móti framlagi til viðbótarsparnaðar fær vinnuveitandinn samsvar- andi frádrátt frá tryggingagjaldi. Vinnuveitandinn leggur í raim ekki til fé en veitir þá endur- gjaldslausu þjónustu að koma viðbótariðgjaldinu til vörsluaðila. Þannig er þessi sparnaðarleið ör- ugg og fyrirhafnarlítil. Eftirrekstur? Þótt fyrirkomulag þessa viðbót- arlífeyrissparnaðar sé öruggt get- ur sú staða komið upp að at- vinnurekandi standi ekki skil á 2,2% lífeyrisgreiðslunum til vörsluaðila. Þá kemur upp sú spuming hver eigi að reka á eft- ir, vörsluaðilinn eða sá sem er að spara. Samkvæmt upplýsingum úr fiármálaráðuneytinu kemur það í hlut ríkisskattstjóra að fylgjast með þessu. Verða upplýsingar um iö- gjaldagreiðslur og tekjur keyrðar saman í tölvum og kemur þá mis- munur, ef einhver er, i ljós. Viðbót ? Nei 10,5% Já 89,5% 90% með Á vefsíðu Landsbréfa er að venju skoðanakönnun, nú um viðhorfin til viðbótarlífeyris- sparnaðar. Spurt er: Hefur þú hug á að nýta þér 2% í viðbót í líf- eyrissparnað? Af þeim sem heim- sótt höfðu síðuna um miðjan dag í gær svöraðu 89,5% játandi en 10,5% neitandi. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.