Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 Fréttir Þjóðminjar gætu fuðr- að upp í einu lagi - brunamálayfirvöld óánægö með samráðsleysi þjóðminjavarðar við flutning á safninu í gallað húsnæði Þjóðminjasafn íslands í Kópavogi - hér verður það vistað næstu misserin í húsnæði sem brunamálayfirvöld eru hreint ekki ánægð með. Óskað var eftir að fá að taka myndir í bráðabirgðageymslu íslenskra þjóðmuna en það leyfi fékkst ekki. Á myndum sem Stöð 2 stalst til að taka má sjá fornmuni íslensku þjóðarinnar á tvist og bast um öll gólf og bráðeldfimt umbúðaplast breitt yfir þá. DV-mynd Teitur Fornminjar þjóöarinnar eru í hættu þar sem þær eru í geymslu í Kópavogi. Þaö er mat brunamála- stjóra, Bergsteins Gizurarsonar. „Þarna er verið að gefa frest á al- mennum kröfum sem eru bara mið- aðar við venjulegar vörugeymslur. Þarna er um að ræða geymslu á óbætanlegum hlutum og það eru að vísu engar sérstakar reglur til um þetta efni. En þá er það þeirra sem um málið fjalla að gera sínar eigin viðbótarkröfur. Það mat legg ég á þetta,“ sagði Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri í samtali við DV í gær. Slökkviliðið í Reykjavík átti ekki margra kosta völ þegar eld- varnareftirlitið komst loks í málið eftir að þjóðminjavörður lét flytja munina án samráðs við yfirvöld brunamála. Þjóðminjar brunnu fyrir 5 árum Þór Magnússon þjóðminjavörður óttast ekkert. Hann segir að aðeins hluti Þjóðminjasafnsins hafi verið fluttur suður í Kópavog. Alls örygg- is sé gætt en Þór viðurkennir þó að ábendingar brunamálastjóra verði að skoða. Ymis atriði, sem hann hafi sett fram, séu þess eðlis að ráða veröi bót á þeim. Þjóðminjasafnið á ekki góðar minningar um geymslu þjóðminja í Kópavogi. Þar fóru í súginn tveir merkir bátar sem þar voru geymdir við mikið öryggi, að talið var, en urðu eldi að bráð fyrir ekki löngu. „Þetta getur fuðrað upp í einu lagi,“ sagði Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri í gær. Hann segir að geymsla á þjóðminjum landsins í þessu húsnæði gangi ekki og öll bráðabirgðaleyfí séu út í hött. „Allt húsið er eitt brunahólf, aðalgrund- vallarvörn í sambandi við bruna- varnir er brunahólfúnin. Yfirleitt má reikna með að allt eyðileggist í því brunahólfi þar sem kviknar í. Skilrúmin í húsinu uppfylla ekki þær kröfur að þau dugi. Það sem mér fmnst þó alvarlegast er að það er verið að fresta því að ganga frá húsinu áður en munimir berast í geymslu og síðan á að vinna að breytingum innan um munina. Reynslan sýnir að þá margfaldast hættan," sagði Bergsteinn. „Þarna er komið beintengt við- vörunarkerfi og við erum með vakt frá Öryggismið- stöðinni þannig að ég held að þama sé eins gott öryggi og hægt er. Húsið er hólfað niður. En sé eitthvað ófullnægj- andi verður þegar hætt úr því,“ sagði Þór i gær. Þjóðminjasafnið á afar leiðar minn- ingar um geymslu þjóðminja í Kópavoginum. Ekki er langt síðan krakkar skriðu inn í geymslu safnsins þar í bæ og kveiktu í tveim fornum bátum sem gjöreyðilögðust. Ljóst var að geymslu þeirra báta var mjög ábóta- vant. Erlendis hafa fomminjar orð- ið eldi að bráð á síðustu árum og minnast menn þá elds í Slotskirken í Kaupmannahöfn. Verið var að vinna í kirkjunni og tjaldað hafði verið yfír kirkjuna með dúk úr plasti. Menn sem voru úti á sjó í ná- grenninu hófu að skjóta flugeldum að gamni sínu. Einn þeirra hafnaði í plastinu á kirkjunni og kveikti í henni. Brunamálamenn deila Slökkviliðið í Reykjavík verður fyrir skeytum brunamálastjóra. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri segir að eins og stundum áður séu ásakanir brunamálastjóra á hendur eldvarnareftiliti Slökkviliðsins út í hött. Yfírleitt birtist þær fyrst í fjöl- miðlum, meðal annars frétt um að grunnskólabörn séu í stórhættu, líka um að slökkviliðið kunni ekki að skrúfa fyrir úðakeidi Borgarleik- húss og annað í þeim dúr. Slíkar fréttir hafl reynst staðhæfulausar en fáist ekki leiðréttar. Hrólfur seg- ir að brunamálastjóra væri nær að vinna í eindrægni með þeim að brunavörnum. Brunamálastjóri hafi heimild til að koma að málum, telji hann að slökkviliðsstjóri hafl ekki gert viðeigandi úrhætur. Það ætti hann að nýta sér í stað þess að standa í orðaskaki. „Þegar við fórum á staðinn að skoða húsnæðið við Vesturvör hafði Þjóðminjasafnið tekið það í notkun án nokkurs samráðs við okkur. Þeir höfðu misst húsnæði í Holtagörðum og fóru með munina í Vesturvör. Við stóðum í raun frammi fyrir orðnum hlut. Hvað átti að taka til bragðs? Þeir áttu í engin önnur hús að venda með inunina,“ sagði Hrólf- ur í gær. Hann segir að ekki hafl verið hægt að snúa við og þar með var geflð út bráðabirgðaleyfi með fjölmörgum kröfum um ýmsar end- urbætur og öryggisvöktun allan sól- arhringinn sem Öryggisþjónustan annast um. Hrólfur segir að hús- næðið við Vesturvör sé ekki ásætt- anlegt en þó um sumt betra en gamla Þjóðminjasafnið. Fram und- an er að hólfa húsið niður i bruna- hólf og koma upp úðakerfi ásamt ýmsum öðrum breytingum. Hús- næðið á að vera komið í ásættanlegt lag 1. mars. Á þessum stað mun Þjóðminjasafnið hafa hug á að koma upp útibúi sínu síðar. -JBP Útsdlan hefst á morgun! | Viö styðjum við bakið á þér! | Dæmdur til 14 milljóna króna greiðslu og fangelsisvistar: Stórfellt skjalafals Dæmdi gengur í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær ásamt lögfræðingi sínum. DV-mynd E.ÓI. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 33 ára gamlan mann í þriggja mánaða fangelsi og var hon- um einnig gert að greiða samtals um 14 milljóna króna sekt og skaða- bætur. Maðurinn er fyrrum fram- kvæmdastjóri og stjómarmaður El- nets sf., þjónustufyrirtækis sem þjónustaði m.a. fjölmiðla með búnað fyrir sjónvarpsdreiflkerfl. Maður- inn var ákærður fyrir 30 atriði og var sakfelldur fyrir öll þeirra í Hér- aðsdómi í gær. Maðurinn hafði með fólsunum komist undan því að greiða alls 6,6 milljónir króna að- flutningsgjöld, toll, vörugjald og virðisaukaskatt. Það gerði hann þannig að hann falsaði bréf með undirskriftum starfsmanna ís- lenskra fjölmiðla og annarra aðila til þess að komast hjá þvi að greiða aðflutningsgjöld af vörum sem hann seldi síðan öðrum. Fjórtán milljóna króna greiðsla Hinn dæmdi stundaði þessi svik frá febrúar 1994 til sama mánaðar 1997. Fjölmörg fyrirtæki voru i við- skiptum við manninn sem rak einnig verslun. Ef fyrirtæki keyptu af manninum hin ýmsu tæki, svo sem afruglara eða gervihnattadiska, voru vörurnar undanþegnar að- flutningsgjöldum ef tækin „voru til eigin nota“. Fyrirtækin keyptu svo tækin af hinum dæmda og fengu þau svo á verði tollfrjálsrar vöru. Maðurinn var dæmdur til að sæta fangelsi í ár og þar af eru níu mán- uðir skilorðsbundnir. Honum var einnig gert að greiða 7,5 milljónir í sekt og komi árs fangelsi í stað sekt- arinnar, greiði hann hana ekki inn- an fjögurra vikna frá dómsbirtingu. Enn fremur var honum gert að greiða Ríkistollstjóraembættinu rúmar 6,6 milljónir ásamt dráttar- vöxtum og svo allan sakarkostnað. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.