Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 íþróttir EHGIAND Leikmenn Englands- og bikarmeist- ara Arsenal hafa fengiö margar kald- ar kveðjur að undanförnu, bæði frá leikmönnum og þjálfurum. Leikmenn Arsenal hafa verið sakaðir um rudda- mennsku og skemmst er að minnast þess þegar Fabien Caballero gaf ein- um leikmanni Preston olnbogaskot í andlitiö rétt áður en Emmanuel Pet- it skoraði þriðja mark Arsenal í leiknum. Sióan Arsene Wenger tók við stjórn- inni á Highbury fyrir 27 mánuðum hafa leikmenn Arsenal 18 sinnum fengið að líta rauða spjaldið og þar er Patrick Vieira fremstur í flokki. Menn hjá aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins eru ekki ánægð- ir með þessa frammistöðu Englands- meistaranna og hafa sent þeim tón- inn. Duncan Ferguson, Skotinn stóri og stæðilegi hjá Newcastle, gekkst undir aðgerð á nára í London í gær og ljóst er að hann leikur ekki með New- castle næstu 6 vikurnar. Glasgotv Rangers er komið í hóp þeirra liða sem vilja fá Rob Jones, bakvörð Liverpool, til liðs við sig. Þessi 27 ára gamli fyrrum landsliðs- maður Englendinga hefur átt við þrá- lát meiðsli að stríða en er allur að koma til. Samningur Jones við Liver- pool rennur út í vor en Arsenal, West Ham og Tottenham hafa öll lýst yfir áhuga á að krækja í Jones. Steve Howey varnarmaður Newcastle er eftirsóttur en samningur hans við félagið rennur út i vor. Arsene Wen- ger, stjóri Arsenal, hefur rennt hýru ■ auga til Howeys, sem er 27 ára gam- all, enda þarf hann að yngja upp vörn Arsenal sem er komin nokkuö til ára sinna. Þá hefur George Graham hjá Tottenham mikinn hug á aö krækja i Howey sem er kominn á fulla ferð eft- ir að hafa átt í meiðslum meira og minna í tvö ár. Ruud Gullit, stjóri Newcastle, vill halda Howey og hefur boðið honum nýjan fjögurra ára samning. Tony Cottee, framherjann skæða sem leikur með Leicester en lék áður með West Ham og Everton, skortir aöeins tvö mörk til aö ná 200 mörkum í A- deildinni. Aðeins einn leikmaður í deildinni hefur skorað meira en 200 mörk en það er Ian Wright sem skoraö hefur 224 mörk fyrir Crystal Palace, Arsenal og West Ham. Paul Scholes, sóknarmaður Manch- ester United, mun ekki leika gegn West Ham í A-deildarleik liðanna á sunnudaginn. „Scholes hefur verið veikur og þreyttur undanfarið og ég hef ákveðið að hvíla hann í einhvem tima,“ sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri United, i gær. Taliö er aó Italinn Gianluca Vialli eigi erfitt með að velja sjálfan sig ekki í lið Chelsea um næstu helgi. Vi- alli skoraði bæði mörk Chelsea í sig- urleik liðsins gegn Oldham í bikarn- um og er i góðu formi. Meiðsli Tore Andre Flo eru talin ýta undir að Vi- alli verði í byrjunarliðinu. Vialli hefur veriö mikið í sviðsljósi , enskra fjölmiðla undanfarið. Talið er aö hann verði kosinn framkvæmda- í stjóri desembermánaðar i ensku A- j deildinni enda náði lið hans góðum árangri í desember. „Ég velti þessu ekkert fyrir mér. Hins vegar er ég 1 mjög ánægður með samband mitt við j leikmenn. Við erum allir atvinnu- ; menn inni á vellinum og góðir vinir utan vallarins. Þannig á þetta að vera,“ sagði Vialli. Lárus Orri Sigurðsson er lagstur í i flensu eins og margir aðrir leikmenn (i ensku knattspymunni þessa dag- ana. Hann spilar því ekki með Stoke gegn Northampton um helgina en hefði reyndar misst af þeim leik ‘ hvort sem var vegna leikbanns. Þorvaldur Örlygsson missti af bik- arleik Oldham gegn Chelsea um síð- ustu helgi vegna meiðsla í hné. Hann þarf að fara í frekari rannsókn vegna meiðslanna nú í vikunni. DV styrkir átakiö „Skíðagöngukennsla fyrir almenning“: Kennslan almenningi að kostnaðarlausu í dag hefst á Akureyri skíða- göngukennsla Skíðasambands Is- lands en undanfarin fimm ár hefur Skíðasambandið i samstarfi við styrktaraðila staðið fyrir útbreiðslu- átaki sem ber yfirskriftina „Skíða- göngukennsla fyrir almenning." Átakið í ár hefst á Akureyri í dag og verður byrjað í grunnskólum. (Sjá dagskrá hér til hliðar.) Kennslan er almenningi að kostn- aðarlausu. Boðið er upp á kennslu í grunnatriðum skíðagöngunnar. Skíðasambandið hefur til umráða allan útbúnað fyrir um 65 manns og er hann lánaður án endurgjalds. Ágúst Grétarsson hefur verið ráð- inn verkefnisstjóri átaksins og hef- ur hann yfirumsjón með fram- kvæmd þess. Styrktaraðilar átaksins í ár eru Ingvar Helgason hf., OLÍS, Fálkinn, Skátabúðin, DV, STP Son f a gun og Kexsmiðjan. Kennslan fyrir almenning verður fyrst um sinn á Norðurlandi, á Ólafsfirði og í nágrannabyggðum Akureyrar. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með átakinu geta séð dagskrána á íþróttasíðum DV á fimmtudögum i vetur. Stór skíðahelgi verður haldin í Reykjavík, annað hvort um miðjan febrúar eða miðjan mars. Snjómagn í höfuðborginni ræður vitanlega miklu um dagsetninguna. Gífurlegur áhugi hefur verið á skíðagöngukennslunni. í fyrra mættu á annað þúsund manns í Laugardalinn þar sem kennslan fer fram. Einnig fer fram stór skíðahelgi á Akureyri dagana 16. til 17. janúar. -SK Dagskráin Hér fer á eftir dagskrá skíðagöngukennslunnar næstu vikuna: 9. janúar...........Dalvík kl. 11.00 11. janúar .... Ólafsfjörður kl. 20.00 12. janúar . Eyjafjarðarsveit kl. 17.00 13. janúar .....Skútustaðahreppur (Mývatn kl. 18.00. 14. janúar.........Húsavík kl. 17.00 16. janúar . Skíðahelgi Akureyrar kl. 14.00 17. janúar . Skíðahelgi Akureyrar kl. 14.00 18. janúar .... Sigluflörður kl. 18.00 19. janúar .... Siglutjörður kl. 18.00 20. janúar ......Hólmavík kl. 18.00 Næst birtist dagskráin í DV 14. jan. Heimsbikarinn á svigi í Kranjska Gora: Kristinn enn í vandræðum Á þessum Terrano jeppa ferðast aðstandendur skíðagöngukennslunnar vítt og breitt um landið f vetur. Kennslan hefst á Akureyri f dag. - féll í fyrri ferðinni og það sama gerði Arnór Gunnarsson Kristinn Björnsson og Arnór Gunnarsson náðu hvorugir að ljúka keppni á svigmóti í heimsbikar- keppninni á skiðum í gær en mótið fór fram í Kranjska Gora í Slóveníu. Þeim hlekktist báðum á í fyrri ferðinni. Kristinn var 18. í rásröð- inni og honum hlekktist á í miklum bratta neðarlega í brautinni og á svipuðum slóðum féll Arnór úr leik en hann var númer 76 i rásröðinni. Heimamaðurinn sigraði Það var heimamaðurinn Jure Kosir sem fagnaði sigri á svigmót- inu í gær. Hann lagði grunninn að sigri sínum með frábærri fyrri ferð og í þeirri síðari tók hann enga áhættu enda með gott forskot á Austurríkismanninn Thomas Stangassinger sem varð annar. Benjamin Raich hafnaði í þriðja sætinu en hann var 16. eftir fyrri ferðina. Þrjú föll í röð hjá Kristni Þetta var fjórða svigkeppnin í heimsbikanum á þessum vetri. Kristinn hefur tekið þátt í þeim öll- um en Arnór var að keppa á sínu fyrsta móti í gær. Kristinn var 11. á fyrsta mótinu í Park City í Bandaríkjunum en hef- ur ekki náð að ljúka keppni á síð- ustu þremur mótum sem fram fóru í Aspen í Bandaríkunum, í Sestri- ere á Ítalíu og í Slóveníu í gær. í öll- um þessum mótum hefur Kristinn helst úr lestinni eftir fyrri ferðina og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ólafsfirðinginn. Kristinn er í 24. sæti á stigalistanum í svigi með 24 stig en Thomas Stangassinger er efstur. Kristinn ekki á meðal 20 fyrstu á ráslistanum Það má búast við að Kristinn haldi áfram að falla niður á ráslistanum og nái ekki að vera með þeim 20 fyrstu sem renna sér niður í Schladming í kvöld en þá er dagskrá fimmta svigmóts vetrarins I heimsbikarkeppninni á dagskrá. -GH Annar sigur IR-stúlkna IR vann í gærkvöld annan sigur sinn í vetur í 1. deild kvenna í körfuknattleik, 66-56, gegn Njarðvík i Seljaskóla. ÍR var yfir í hálfleik, 38-35, og hélt sínum hlut í þeim síðari þrátt fyrir stórleik Kerri Chatten sem lék sinn fyrsta leik með Njarðvík. Chatten skoraði 29 stig og tók 19 fráköst og er greinilega firnasterk. Samherjar hennar voru hins vegar langt frá sínu besta. Hjá IR átti Stella Rún Kristjánsdóttir stórgóðan leik, átti 7 stoðsendingar og tók 8 fráköst og Gréta Grétarsdóttir lék vel. Stig ÍR: Gréta Grétarsdóttir 21, Stella Rún Kristjánsdóttir 15, Þórunn Bjama- dóttir 11, Sóley Sigm-þórsdóttir 9, Hildur Sigmðardóttir 4, Guðrún Sigurðardóttir 4, Eva Maria Grétarsdóttir 2. Stig Njarðvikur: Kerri Chatten 29, Rannveig Randversdóttir 14, Eva Stefáns- dóttir 6, Amdís Sigurðardóttir 3, Pálína Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Theodórs- dóttir 2. Staðan í 1. deild: KR 12 12 0 894-529 24 Is 12 9 3 717-582 18 Keflavík 12 7 5 654-661 14 Grindavík 12 3 9 605-706 6 Njarðvik 12 3 9 593-836 6 ÍR 12 2 10 624-773 4 -ÓÓJ/VS Wuppertal steinlá í kvöld Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Akranes-Valur ...............20.00 Grindavík-Skallagrlmur .....20.00 KR-Þór, A....................20.00 Keflavík-Njarðvík............20.00 Tindastóll-Snæfell...........20.00 Haukar-KFÍ..................20.00 1. deild karla: Fylkir-Hamar................20.00 íslendingaliðið Wuppertal steinlá á heimavelli, 25-31, fyrir B-deildar- liðinu Nordhom í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í hand- knattleik í gærkvöld. Essen, Magdeburg og Dormagen unnu hins vegar sína leiki og kom- ust í átta liða úrslitin. Leikirnir fóru þannig: Wuppertal-Nordhom ...........25-31 Essen-Niederwúrzbach.........28-20 Gummersbach-Magdeburg........28-30 Dessau-Kiel ................ . 21-28 Melsungen-Lemgo .............24-27 Saarbrúcken-Dormagen ........23-24 Bielefeld-Solingen...........21-19 Herdecke-Dutenhofen..........25-29 -VS Sykora úr leik? Thomas Sykora, handhafi heimsbikarsins í svigi, meiddist aftur á hné í gær í upphitun fyr- ir mótið í Kranjska Gora og lík- lega keppir hann ekkert á þess- ari skíöavertíð. Sykora , sem er 30 ára gamall Austurríkismaður, gekkst undir aðgerð á hné í nóv- ember og hugðist keppa á sínu móti en hnjámeiðslin tóku sig upp aftur í upphituninni. -GH Tölfræði úrvalsdeildar Stigahæstir að meðaltali í leik Myron Walker, Haukum........30,1 John Woods, Tindastóli......29,0 Keith Vassell, KR...........29,0 Eric Franson, Skallagrími.... 28,3 Kenneth Richards, Val.......24,6 Brenton Birmingham, Njarðv. 24,3 Rob Wilson, Snæfell.........23,9 Damon Johnson, Keflavík .... 23,7 Lorenzo Orr, Þór A..........23,3 James Cason, KFÍ............22,5 Herbert Arnarson, Grindav. . . 18,8 Warren Peebles, Grindavík .. . 18,8 Flest fráköst i leik James Cason, KFÍ............14,6 John Woods, Tindastóli......14,6 Rob Wilson, Snæfelli........13,6 Lorenzo Orr, Þór, A.........12,8 Keith Vassell, KR...........11,4 8. Guðmundur Bragas., Grindav. 9,0 11. Friðrik Stefánsson, Njarövík 7,6 Flestar stoðsendingar í leik Warren Peebles, Grindavík .... 6,8 Jón Arnar Ingvarsson, Haukum 6,6 Friðrik Ragnarsson, Njarðvík . . 4,7 Tómas Holton, Skallagrími .... 4,6 Valur Ingimundarson, Tindastól 4,3 Flestir stolnir boltar í leik Ólafur Ormsson, KFl .........3,9 Teitur Örlygsson, Njarðvik .... 3,7 Sverrir Þór Sverrisson, Tindastól 3,5 Damon Johnson, Keflavik.....3,2 Eric Franson, Skallagrími .... 3,1 Flest varin skot í leik Alexandre Ermolinskii, ÍA .... 2,7 Lijah Perkins, KR............2,6 Lorenzo Orr, Þór, A..........2,3 Friðrik Stefánsson, Njarðvík . . 1,7 Rob Wilson, Snæfelli ........1,6 Flestar villur í leik Bergur Emilsson, Val........4,1 Ólafur Ormsson, KFÍ ........3,8 Hlynur Bæringsson, Skallagrími 3,6 Dagur Þórisson, LA...........3,5 Fannar Ólafsson, Keflavík .... 3,5 Konráð Óskarsson. Þór, A. ... 3,5 Besta skotnýting Rob Wilson, Snæfelli......63,2% Keith Vassell, KR ........61,5% James Cason, KFÍ .........61,1% David Bevis, LA...........58,2% Damon Johnson, Keflavik .. 56,4% 9. Falur Harðarson, Keflavík 55,7% Besta 3ja stiga skotnýting Keith Vassell, KR ........53,1% Bragi Magnússon, Haukum . 52,5% Myron Walker, Haukum . . . 51,7% Hjörtur Harðarson, Keflavík 51,2% Damon Johnson, Keflavík . . 50,0% Besta vítanýting David Navalon, Grindavik . . 89,3% Konráð Óskarsson, Þór, A. . .88,9% Tómas Holton, Skallagrimi . 88,6% Myron Walker, Haukum . . . 88,2% Hermann Hauksson, Njarðv . 87,0% Guðjón Skúlason, Keflavík . . 86,4% LIÐIN Flest stig skoruð i leik Njarðvík.....................93,6 Keflavík ....................91,1 KR ..........................89,7 Grindavík....................89,4 KFÍ..........................85,6 Fæst stig fengin á sig Njarðvík.....................76,3 Keflavík ....................78,5 ÍA...........................79,3 Þór, A.......................82,7 KR ..........................84,0 Besta skotnýting KFÍ ........................51,3% Keflavík....................49,9% ÍA .........................48,6% og sú lakasta Grindavík .................45,3%' Þór, A......................47,9% Skallagrímur................42,7% Besta vítanýting Grindavík ..................80,8% Njarðvik ...................78,4% Haukar.......................77,3% 1 og sú lakasta KFÍ ........................65,0% Valur.......................61,6% ÍA .........................58,5% Hæsta hlutfall tekinna frákasta Snæfell ....................54,6% Þór, A................... .53,4% KFÍ ........................51,8% og þaö lœgsta Grindavik ..................48,4% Njarðvik ...................47,0% Valur.......................45,7% Flestar 3ja stiga körfur Keflavík ....................10,9 Grindavík.....................9,8 Njarövík......................9,0 Tindastóll....................7,5 -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.