Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Qupperneq 8
1 e i k h ú s Á morgun kl. 20 verður frumsýnd á litla sviði Borgarlelkhússlns Búa saga eftir Þór Rögn- valdsson, en eins og menn rekur minni til vann þetta leikrit samkeppni sem Borgarleik- húsið stóð fyrir einhvern veginn mitt á milli leikhússtjóratíðar Vlðars Eggertssonar og Þórhlldar Þorlelfsdóttur. Nú er það sem sagt komið upp á svið - lítið svið. Leikstjóri er Ey- vindur Erlendsson (sem smíðar líka leikmynd) en hann er nú orðiö fremur fátíður gestur í at- vinnuleikhúsunum. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er Búa saga sérstætt verk. Það er byggt á grunni Kjalnesingasögu og er sá grunnur færður til nútímans. Og leik- ritið er fullt af skírskotunum til allra átta: verka Laxness, Antígónu Sófóklesar, hugar- heima Nietzsches og Hegel. Það er því eins gott að áhorfendur komi þokkalesnir til leiks. Átökin í verkinu standa á milli viðtekinnar venju og skapandi hugsjóna, samkvæmt yfir- liti frá leikhúsinu, „milli gerðarinnar annars vegar, sem tekur heiminn eins og hann er og framkvæmir hans vilja, og hins vegar dónv hörkunnar sem horfir á heiminn eins og hún vill að hann sé og gagnrýnir samkvæmt því“. Heill herskari leikenda tekur þátt í sýningunni. Þorsteinn Bachmann er Búi en einnig koma fram Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingl Hllm- arsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Halldór Gylfa- son, Pétur Einarsson, Rósa Guóný Þórsdóttlr, Sóley Elíasdóttlr, Theodór Júlíusson og Val- gerður Dan. Þeir sem vilja skella sér á frum- sýninguna á morgun og ekki eiga tryggt sæti geta hringt í 568 8000. Felix Bergsson fer meö verk sitt Hinn full- komni jafnlngi í íslensku óperunnl í kvöld og annað kvöld kl. 20 og síðan aftur á fimmtu- daginn á sama tíma. Felix bregður sér I gervi fimm homma á ýmsum aldri og varpar með því Ijósi á líf samkynhneigöra karla í Reykjavlk. Öllum hommum er að sjálfsögðu skylt að sjá sýninguna en aðrir hafa einnig gott og gaman af henni. Og síminn er 551 1475. Þaö er uppselt á Brúðuhelmllið i Þjóðleikhús- Inu á sunnudaginn kl. 20. Hins vegar eru enn til miðar á sýningu á sama tíma á miðvikudag- inn. Þetta gamla stykki Ibsens ætlar seint aö úreldast - ef til vill ekki vegna innihalds eða erindis heldur koma stfellt nýjar kynslóðir leik- ara sem vilja glíma við það. Og eins og vana- lega er Nóra stjarna sýningarinnar. Sími 551 1200. Á litla sviöi ÞJóðleikhússlns veröur I kvöld kl. 20 leikinn Abel snorko býr elnn eftir Erlc Emmanuel-Schmltt. Og aftur á morgun og slð- an enn aftur á fimmtudaginn. Miðar eru til á allar þessar sýningar. Síminn er 5511200. Hafnarfjarðarlelkhúsið auglýsir nú að sýningin á Okkur feðgunum I kvöld sé sú allra slöasta. Þeir sem trúa þvl og vilja ekki missa af þessu leikverki höfundar Blíðfinns ættu að hringja I slma 555 0553. Maður I mlslltum sokkum veröur mættur á Smíöaverkstæölö kl. 20.301 kvöld ásamt full- um sal áhorfenda og engan miða mun vera að finna á þessa sýningu. Ekki einu sinni á svört- um markaöi. Örfáir miöar munu hins vegar vera til á sýninguna á sunnudagskvöldið og einnig á fimmtudagskvöldiö. Slminn er 551 1200. Tölvuskopleikurinn Vírus verður sýndur I Hafn- arfjarðarlelkhúsinu annað kvöld. Slmi 555 Helllsbúlnn gengur og gengur I íslensku Óper- unnl. Tvær sýningar eru I kvöld, kl. 20 og 23.30, og uppselt er á þær báðar. Ný- lega auglýsti Hellisbúinn prógramm febrúarmánaðar og mun vera möguleiki á að krækja sér I miða á einhverja sýningu I þeim mánuði. Janúar mun hins veg- ar allur vera meira og minna bókaður. Síminn I Óperunni er 5511475. Þótt Ragnar Arnalds sé á leið út úr pólitík þá gengur Solvelg hans enn I Þjóðleikhúsinu. Ein sýning er I kvöld kl. 20. Miðar eru til. Síminn er 5511200. Sex I svelt gengur og gengur á stóra sviði Borgarleikhússlns. Ein sýning er I kvöld, kl. 20, og getur verið að enn séu til miðar. Sírrv inn er 568 8000. Þjónn I súpunni er enn I gangi I Iðnó og ættu þeir sem enn hafa ekki séð þennan farsa en vilja ekki missa af honum að fara að drlfa sig. Næsta sýning er ki. 20 annað kvöld. Sú þar næsta á fimmtudagskvöldið á sama tíma. Slminn er 530 3030. Tvelr tvöfaldlr verða sýndir á morgun kl. 20 I Þjóðleikhúslnu og aftur á fimmtudagskvöldiö á sama tima. Laus sæti á báöar sýningar. Síminn er 551 1200. Næstkomandi föstudag, ekki I kvöld, frumsýn- ir Loftkastallnn leikritið Mýs og menn. Nánar verður fjallað um það verk I næsta Fókusi. En síminn er 552 3000 fyrir þá sem vilja freista þess að krækja sér I miða á frumsýninguna. [mexxrai á.] www.visir.is 0553. Það hefur stundum verið sagt að það sé varla til sá íslendingur sem syngi í baði og sé ekki búinn að gefa út geisladisk. Allavega gefur stærð jólaplötuflóðsins það til kynna. Mikael Torfason skellti sér í karaoke í Ölveri og tók púlsinn á venjulegu fólki sem syngur af því það hefur gaman af því að syngja en ekki fyrir frægð og frama. Baldur Hólmsteinsson, karaoke-söngvari og barþjónn, er þaö pró í bransan- um að hann syngur bara á íslensku og þá viö eigin texta. „Leiknum var að ljúka og það tekur smátíma fyrir staðinn að jafna sig,“ segir Baldur Hólm- steinsson, barþjónn í Ölveri. Leikurinn sem um ræðir fór 4:2 fyrir Arsenal á móti Preston (voru samt yfir 2:0 um tíma). Baldur er greinilega ekkert of ánægður með úrslitin en vill þó ekki kvarta í frjálsu og óháðu dagblaði. Hann segir mér bara að hann hafi byrj- að að vinna í Ölveri áður en kara- oke-ið kom og sé því búinn að fylgja því frá upphafi. En aðspurð- ur um hvort hann ætli að syngja í kvöld, svarar hann að það komi bara í ljós og að karaoke sé ókeyp- is skemmtun og því er aldrei að vita hvað gerist. „Take My Breath away“ byrjar að óma um salinn. Það lag er bet- ur þekkt með hljómsveitinni Berl- in en er eftir þá T. Whitlock og G. Ronoder. Ég lít á skjáinn og á alveg eins von á myndbandi úr Top Gun. Það væri ekki slæmt að ná léttum Tom Cruise. Vonbrigði. Mynd- bandið fjallar bara um einvern einmana nikótínista sem keyrir taxa í LA. Hann tekur upp ein- hverja rosapiu með blásið hár. Sjálfur er hann með sítt að aftan og ímyndar sér að konan verði ástfangin af honum á leiðinni. Það gengur ekki eftir og ungi leigubílstjórinn horfir á eftir getn- aðarfullri konu stökkva í fangið á gráhærðum kjána. Syngjandi barþjónar Kemuröu hingaö oft? „Já. Ætli ég komi ekki tvisvar þrisvar í viku,“ svarar Kolbrún Kvaran en hún var rétt í þessu að stíga niður af sviðinu eftir að hafa sungið Take My Breath away mjög fallega. Líturöu þá á þetta sem áhuga- mál? „Nei. Algjöra nauðsyn." Hvaö ertu búin aö syngja lengi í karaoke? Halldór Svansson er barþjónn, rafvirki og söngvari. „Eitt og hálft ár.“ Hvenœr söngstu fyrst? „Ég var beðin um að syngja á þorrablóti á Suðurnesjum. Við fengum græjur lánaðar og ég ákvað að slá til. Fólkið sem sá um þetta hafði heyrt að ég væri í söngskóla og bað mig því um að syngja." Það var ekki aftur snúið fyrir hana Kolbrúnu eftir það. Nú getur hún varla lifað án þess að syngja og hún hefur kynnst fullt af fólki í tengslum við karaoke-vélina í Ölveri. Þetta er fastur kjarni sem mætir nokkrum sinnum í viku og stígur á stokk. Fær með því útrás og stendur sig eflaust betur í líf- inu sem bíður morguninn eftir. Annar barþjónninn, hann heitir Halldór Svansson og er rafvirki á daginn, stekkur upp á svið. Tón- listin byrjar og lagið Let Your Love Fly fyllir staðinn. Mynd- bandið er ástarklisja um konu i bíl og par á strönd. Engan botn hægt að fá í það en lagið kemur með stuð í húsið. Eldri maður með gleraugu byrjar að dansa og veifa höndum. Ég vind mér að honum og reyni að taka á honum púlsinn. Hann ýtir mér í burtu því hann er á deiti með klassa- konu. Ég tek það gott og gilt og skelli mér á barinn. „Ég er búinn að vinna hérna í tæp átta ár,“ segir Halldór þegar hann hefur lokið við að syngja. Hann er að afgreiða kolsvartan bjór og þarf að láta renna hægt í hann. Og synguröu oft? „Já. Þegar ég er að vinna. Þetta fylgir." Haföiröu sungiö í karaoke áður en þú byrjaöir hér? „Nei.“ Hvaöa lag söngstu fyrst? „Jailhouse Rock. Það er mjög auðvelt lag.“ Varstu stressaöur? „Nei, ekkert voðalega. Ég var aðallega á rassgatinu." Barflugurnar hlæja og Halldór réttir manni bjór. Hvar er Hófí? Staðurinn er nánast tómur. Fót- boltabullumar eru alveg horfnar. Mesta lífið í salnum er í hinum endanum þar sem spilakassarnir eru. Þar tapar fólk fúlgum fyrir utan þennan sem mætti með 20.000- kall rétt áðan. Hann kom með hann í plastbakka og barþjónninn Baldur sturtaði úr honum í sjálfvirkan telj- ara, svona eins og bankar hafa. Ég og Teitur ljósmyndari reyn- um að mana hvor annan upp í að syngja en erum báðir svo miklir plebbar að við endum inni í horni með nokkrum krökkum. Erum ekki einu sinni með bjór. Fengum okkur bara kaffi og reynum að jafna okkur eftir allt þetta frí und- anfarið. f Ó k U S 8. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.