Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Side 9
Karaoke-krakkarnir. Hún er heilbrigð þessi göfuga æska sem hangir á börum
og drekkur kaffi og vatn og syngur í karaoke.
Það er einmitt það sem krakk-
amir á borðinu okkar eru að gera.
Þau eru fimm. Það er Jóhanna
Vigfúsdóttir, nemi Borgarholts-
skóla, sem er að peppa sig upp í að
taka lagið Rescue Me. Hún hefur
bara sungið einu sinni í karaoke
áður og er komin með þessa furðu-
legu bakteríu sem þeir einir skilja
sem hafa sungið.
Á móti Jóhönnu sitja Jónheið-
ur Pálmey Halldórsdóttir og
Davíð Jóhannsson. Þau eru álíka
vön söngnum og vinkonan. Davíð
er í FB en Pálmey á milli starfa.
Jú, og þær Ásta Júlía og Hall-
dóra sem gengur í MH. Ásta er
með vinnu og syngur ekki. Hún er
plebbi eins og ég og Teitur.
Hvaö er múliö, af hverju eruöi aö
þessu?
„Þetta er bara svo gaman,“ full-
yrðir Pálmey og Jóhanna tekur
Pálmey er örugglega einhver sem á
eftir að gefa út plötu fyrr en síðar.
undir. „Maður þarf ekki einu
sinni að halda lagi til að geta
sungið héma.“
Ættuöi ekki frekar aö vera í
hljómsveit?
„Maður væri svo sem alveg til í
það,“ segir Jóhanna og um leið er
hún kölluð upp á svið. Hennar lag
er þegar byrjað.
„Þarf ég ekki að ýta á einhvem
takka?" kallar Jóhanna og vinir
hennar leiðbeina henni um hvern-
ig hún eigi að kveikja á hljóðnem-
anum. Hún var greinilega ekki að
ljúga þegar hún sagðist bara hafa
sungið einu sinni áður.
Myndbandið sem birtist á fleiri,
fleiri sjónvarpsskjám og einum
súperskjá er það allra versta til
þessa. Eighties helvíti. Stelpur
með túperað hár, hvit sólgleraugu
og bleikan varcilit liggja á sund-
bakka í undarlega sniðnum sund-
bolum. Nokkrir karlmenn eru á
leiðinni til þeima. Allir í leður-
jökkum, með grifflur, í netbolum
og hárgreiðslan er svo hræðileg að
þú trúir því ekki að þetta sé þeirra
hár. Þá kemur allt í einu ein kona
þrammandi eftir sundlaugarbakka
og það undarlega við það er að
hún lítur nákvæmlega út eins og
Hólmfríður Karlsdóttir. Ég fæ
ekki betur séð en þetta sé hún.
Hvar er hún Hófí stödd í dag? Hófí
okkar? Hófl sem heil kynslóð
lærði að dýrka og dá?
Skáldið og söngvarinn
Pálmey og Davíð standa á svið-
inu. Allir skjáir eru svartir.
„Little Bird, A. Lennox" birtist
svo á skjánum og enn eitt eighties
myndbandið byrjar. Texti lagsins
er neðst á skjánum. Hann er blár
og byrjar fljótlega að verða bleik-
ru:.
Pálmey hefur upp raust sína og
enga smáraust. Án þess að við
Teitur höfum hundsvit á tónlist þá
er okkur að líka það sem við heyr-
um. En það er nú þannig með alla
sem sungu. Við bjuggumst
kannski við einstaka manneskju
sem héldi lagi en cillt er þetta fólk
að verða að fagmönnum. Þetta eru
listamenn, alþýðulistamenn. En
það gæti nú breyst fyrir Pálmeyju.
Vantar bara svona feita kalla með
vindla á íslandi. Einhverja sem
uppgötva fólk og redda þeim
samningum og gera þá að millj-
ónamæringum. Popp í Reykjavík
fjallaði allavega um unga fólkið
sem dreymir um frægð og frama.
Pálmey og Davíð fá mikið klapp
og barþjónninn Baldur byrjar að
syngja She Believes in You, á ís-
lensku: Ég segja vildi þér. Skáldið
og söngvarinn er hæfileikaríkur
og Kenny Rogers yrði örugglega
ánægður með þessa túlkun. En
þannig er þetta. ísland getur verið
svo meiri háttar. Það er hreint út
sagt ótrúlegt að fólk inni í Vogum
flnni sig knúið til að syngja og
semja jafnvel íslenska texta við
lög í karaoke. Við Teitur getum
ekki stillt okkur um að lofa bar-
þjónunum því að við munum
mæta pöddufullir um næstu helgi
og þá verður stigið á svið.
Kolbrún Kvaran söng fyrst í karaoke þegar hún var á ættarmóti á Suður-
nesjum.
www.visir.is
Taktu frá miða á Vísir.is
Þú gætir sleppt við að borga miðann eða unnið
Nike vörur að eigin vali að andvirði 50.000 kr.-
Næstkomandi föstudag, þann 15. janúar, verður grínsmellurinn Waterboy frumsýnd í 5
bíóum um land allt. Myndin gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum fyrir stuttu, endaði sem 4.
aðsóknarhæsta mynd síðasta árs og stefnir í að verða ein aðsóknarhæsta grínmynd allra
tíma. Kannski ekki skrýtið þegar fólkið á bak við The Wedding Singer kemur saman á ný.
Langar þig til að sjá Waterboy frumsýningarhelgina?
Smelltu þér þá inn á Vísir.is ogtaktu frá miða. Þú velur sjálfur milli fimm kvikmyndahúsa
(Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýja Bíó Akureyri ogNýja Bíó Keflavík) ogsýningartímann.
Þú þarft svo að mæta 2 klukkutímum fyrir sýningu í viðkomandi bíó og greiða miðann.
Nema þú verðir einn af 200 heppnum aðilum sem sleppa við að greiða miðann sinn. £n það
kemur þó ekki í Ijós fyrr en við lúguna.
Nike vörur fyrir 50.000!
Þeir sem panta miða á Vísir.is og greiða miðann, komast í pott og eiga möguleika á að
vinna Nike vörur að eigin vali að andvirði 50.000 krónur. Bara fyrir að panta miða á Vísir.is
og sjá frábæra grínmynd!
ATH! Opnað verður fyrir miðapantanir á Vísir.is kl. 12 á mánudaginn!
rAðhustorgi
8. janúar 1999 f Ókus
9