Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Page 11
I
Frumkvöðull „ambient“-tónlistarinnar hefur hingað til verið talinn Bretinn Brian
Eno. Löngu áður en Brian byrjaði að fást við tónlist, árið 1957, var þó Kaninn
Raymond Scott farinn að dunda sér við tónlistarsköpun sem minnir allnokkuð
á þau fljótandi hljóðverk sem „ambient“-heitið hefur fest við.
popp
Gleðibandið írafár verður með öll völd um
helgina á Gauki á Stöng. Á sunnudagskvöld
verður fýrsta KK-kvöldið sem verður síðan
nokkuð reglulega annan hvern sunnudag fram
í mars. Tónleikarnir hefjast klukkan hálfellefu.
Á sunnudagskvöldum í vetur verður uppistand
og tónlistardagskrá með Bítlunum á Glaumb-
ar. Þeir eru ofsalega sniðugir.
meira á.
www.visir.is
Raflónlist
reifabörn ^
Raymond Scott er einn af
gleymdum snillingum tónlistar-
sögunnar. Hann var tónlistar-
stjóri hjá útvarps- og sjónvarps-
stöðvum, samdi stef og tónlist, en
er einna kunnastur fyrir tónlist
sína við teiknimyndir þar sem
þeir kumpánar Daffy Duck
og Bugs Bunny eru í
aðalhlutverkum.
Árið 1957 var
honum sagt
upp hjá NBC-
stöðinni.
Hann fór
heim, lokaði
sig niðri í
kjallara, þar
sem hann
Raymond Scott:
Snillingurinn í kjallaranum
hafði sankað að sér hinum furðu-
legustu rafmagnstólum - og smíð-
að fjölmörg sjálfur - og fór að
vinna að algjörlega nýrri gerð tón-
listar. Með honum í skúrnum var
ungur verkfræðingur, Bob Moog,
sem síðar átti eftir að hafa mikil
áhrif á tónlistarþróunina þegar
hann setti Moog-hljóðgervilinn
á markaðinn.
Á þessum tíma voru
uppeldismál i brennid-
epli í Bandaríkjunum
og með hjálp frá Gesell
Institute of Child Develop-
ment Inc. gerði Raymond
þriggja platna seríu, „Soot-
hing Sounds for Baby“ (“sefj-
andi hljóð fyrir barn“), sem
átti að hafa það eina nota-
gildi að senda smábörn með
hraði inn í draumalandið.
Ekki er vitað hvort plöturn-
ar virkuðu vel til þess arna
en eftir að þessi útúrframúr-
stefnulegu draumahljóð voru ný-
lega endurútgefln á geisladisk hef-
ur athygli tónlistarmanna sam-
tímans beinst í miklum mæli að
ævistarfi frumkvöðulsins.
Eins og stjórnborð í
geimflaug
Raymond var alltaf mjög
tæknilega sinnaður. Hann fann
upp ýmsa hluti sem svo lágu á
víð og dreif um heimilið, ekki
ósvipað og heima hjá pró-
fessomum í „Elskan, ég
minnkaði börnin".
Tækið „Videola"
var ætlað til að
hljóðsetja bíó-
m y n d i r .
Raymond var
kominn með
einhvers kon-
ar faxtæki árið
1967 - hann gat
þó ekki notað það
því enginn annar var með fax! - og
hann fann upp fyrsta hljóðsarpinn
(“samplerinn"), tæki sem hann kall-
aði „Karloff1. Tækið gat m.a. hermt
eftir hósta og hljóðum sem líktust
snarki í fleski á pönnu. Þá hannaði
Raymond eins konar frumgerð af
hljóðgervli handa dóttir sinni, tæki
sem hann kallaði „Clavivox". Þetta
dót - auk annarra frumhljóðgervla
sem aðrir höfðu þróað, t.d. theram-
in og franska undratækið ondioline
- notaði Raymond við gerð sefjandi
barnahljóðanna.
Meistarinn hélt áfram að þróa
rafmagns- og tölvuhljóðfæri og ein-
beitti sér í síaúknum mæli að gerð
risastórrar maskínu sem hann kall-
aði „Electronium" og gat samið og
spilað tónlist „upp úr sjálfri sér“, án
þess að mannshöndin kæmi nærri.
^Oothing
ýounds
htllþy
h
HAYMONú
scorr
I»
Hann starfaði í ein-
rúmi og fylltist sífellt meira of-
sóknaræði við tilraunir sínar þó
sögur lækju út um uppgötvanir
hans.
Blaðamaður kom í heimsókn og
lýsti Electronium-hljóðfærinu
svona: „Það lítur út eins og stjórn-
borð í geimflaug og tekur allt
plássið í kjEillaranum. Ljós blikka
og mælaborðið glóir í appelsínu-
gulu ljósi.“
Motown-bossinn Berry Gordy
renndi upp að húsi Raymonds einn
daginn og varð svo uppnuminn af
Electronium-tækinu að hann gerði
Raymond yfirmann tækni- og
rannsóknarsviðs Motown-útgáf-
unnar. Raymond hélt áfram með
tilraunir sínar í bílskúr í Los Ang-
eles frá 1972 til 1977 en þegar Berry
Gordy fékk meiri áhuga á að gera
Dlönu Ross-bíómyndir fór
Raymond heim í kjallarann aftur
og gerði mörg hundruð tilrarma-
upptökur.
Raymond Scott lést árið 1994.
Fjörutíu árum eftir að tilrauna-
starfsemi þeirra hófst viðurkennir
lærlingurinn Bob Moog enn þá
áhrif hans: „Raymond hafði snilli-
gáfu. Honum datt eitthvað I hug og
gerði tilraunir þangað til hann
náði þeirri niðurstöðu sem hann
hafði hugsað sér.“ Gamli Moog-
hljóðgervillinn sem Boh Moog og
lærifaðir hans, Raymond Scott,
lögðu grunn að í bílskúr í Los Ang-
eles er nýkominn aftur á markað-
inn í lítillega endurbættri útgáfu.
Framúrstefna frumkvöðlanna er
orðin hljóðrás í daglegu lífi fólks
en þeir sem vilja heyra hvar þetta
byrjaði allt saman ættu að tékka á
hinum sefjandi barnahljóðum
meistara Raymonds Scotts. -glh
Háskólaspekíngurinn og hágæða
hipp-hopp töffarínn Canibus:
hljómsveitin Sóldögg leikur svo á dansleik að
þessu loknu. Annað kvöld verða nýárstðnleik-
ar Álftagerðlsbræðra ásamt Ómarl Ragnars-
| synl. Glæsilegt hlaðborð í boði og
I húsið verður opnað klukkan sjö.
Hljómsveit Gelrmundar Valtýsson-
| ar leikur slðan fýrir dansi.
Ásgarður. í kvöld er dansleikur og hljómsveit
Birgis Gunnlaugssonar sér um fjörið. Caprí-
tríóið mun svo halda uppi stuðinu á sunnu-
dagskvöld og allir eru velkomnir.
Café Romance. Um helgina sem og f öllum
janúarmánuði ætlar píanóleikarinn Barry
Rocklln að skemmta gestum staðarins og líka
matargestum Óperu sem er þarna á sama
stað.
Á Kaffi Reykjavik verður hljómsveitin Hálft í
hvoru að spila um helgina. Á sunnudagskvöld
Eyjólfur Kristjánsson og á mánudag og þriðju-
dag ætla Hálf köflóttir að skemmta.
Annað kvöld mun Virkni í samvinnu við breska
útgáfufýrirtækið Partisan Recordings standa
fýrir kvöldi á Kaffi Thomsen. Þar munu þeir
Deep Blue og Rhodesy frá Partisan Recor-
dings og DJ Indlcla frá bresku útvarpsstööinni
Rude FM verða í aðalhlutverki við skífuþeyting-
ar. Þeir ætla sér að kynna íslendingum það
nýjasta sem er að gerast hjá Partisan og í
drum & bass danstónlistinni almennt. Er þetta
kvöld það fýrsta af mörgum sem Virkni mun
standa fýrir í ár sem hvert og eitt mun tengj-
ast erlendum drum & bass útgáfufýrtækjum.
Anna Vilhjálms og Hilmar Sverrisson sjá um
fjörið á Næturgalanum í kvöld og annað kvöld.
Á sunnudagskvöldið mætir svo Hjördís Geirs-
dóttir og hljómsveit hennar og þá verða gömlu
og nýju dansarnir dansaðir.
í Árseli verður ball fýrir fatlaða annað kvöld.
Fjögur hundruð krónur kostar inn og ballið byrj-
ar klukkan átta.
Fjörukráin í Hafnarfirði. Jón Moller leikur á pf-
anóið fýrir matargesti Fjörunnar en í Fjörugarð-
inum leikur Víkingasveitin og syngur fyrir
veislugesti.
Hreyfilshúsið. Félag harmóníkuunnenda sér
um að gömlu dansarnir verði dansaðir annað
kvöld frá klukkan tíu.
Það ætti engum að koma á j
óvart að hin lífseiga hljómsveit (
Stjórnin verður í Leikhúskjallar-
anum í kvöld og annað kvöld.
Péturspöbb. Rúnar Júlíusson
I verður þar f kvöld sem og annað
' kvöld.
Sveitaböll
PPK er hljómsveit sem ætlar að halda uppi
stuðinu f Sjallanum á Akureyri í kvöld og ann-
að kvöld.
Margar rappplötur byrja á dynj-
andi skothríð. Frumsmíð rappar-
ans Canibus byrjar á því að „logg-
að“ er inn á Internetið. Canibus er
nefnilega ekki „gangsta" rappari
heldur vísindalega sinnaður ungur
maður sem rappar um internetið,
erfðavísindi, Einstein og samsær-
iskenningar á sinni fyrstu plötu,
„Can-I-bus“. Hann er þó langt í frá
eitthvert tölvunörd. Tónlistin er
þrælspikað og hart hágæðahipp-
hopp og innan um háskólaspekina
er Canibus töffari sem hótar að
sparka í innyfli hlustandans og
selja eistun á honum til Mexíkó.
Piltur er á 23. ári, sonur skil-
inna foreldra og ólst upp „úti um
allt“, eins og hann segir sjálfur.
New York vann hann sér virð-
ingu þegar hann vann með Yo-
ussou N’Dour og Wyclef Jean
en komst fyrst almennilega í
fréttirnar eftir opinbert rifrildi
við rapparann LL Cool J sem
byrjaði vegna deilna um húðflúr.
Önnur smáskífa Canibusar,
„Second round OK“, sakaði LL
um að vera „hommatitt",
dópætu, ritþjóf og brjálæðing. Til
að auka vægi orða sinni fékk
Canibus eyrnanartarann Mike
Tyson til að rappa I laginu. „Þú
elskar Mike annað hvort eða hat-
ar,“ segir Canibus „en þú veitir
honum a.m.k. athygli."
Lagið varð smellur og Canibus
baðaði sig í athyglinni. Busta
Rhymes lét m.a. þau orð falla að
hann væri „heitasti rapparinn á
svæðinu" og víðar var tekið í
sama streng.
„Það er eins og ég sé á minni
þriðju eða fjórðu plötu miðað við
athyglina sem ég hef fengið," seg-
ir Canibus, sigursæll, „en ég er
bara að byrja. Ég er ennþá bara
smábarn.“ -glh
Catalína I Kóþavogi. Dúettinn Jukebox
skemmtir um helgina.
Á Broadway verður ýmislegt um að vera um
helgina. í dag er hönnunarkeppnl Völustelns,
Facette fatahönnun og skólahönnun. Svo
verður þríréttaður kvöldverður klukkan átta og
Hótel Saga. André Bachmann tónlistarmað-
ur á fimmtugsafmæli um þessar mundir.
Honum til heiðurs verður fagnaður f Súlnasal
f kvöld. Á morgun leikur svo hljómsveitin Pops
ásamt Pétri Kristjánssyni en þetta mun verða
síðasta uppákoma sveitarinnar á þessu ári.
Þeim sem hvorki hafa áhuga á Pétri né André
er bent á Arnar og Stefán sem verða á Mímis-
bar í kvöld og annað kvöld.
Grand Hótel v/Sigtún. Gunnar Páll er jafn
hress og f fýrra og leikur og syngur dægurlög
fýrir gesti hótelsins í kvöld og annað kvöld. All-
ir eru velkomnir.
Rappar um El
og erfðavísind
8. janúar 1999 fókus