Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Qupperneq 13
Þórbergur Þóröarson „Af því fýrri hluti aldarinnar væri svo miklu leiöinlegri án hans." Hjálmar I Sveinsson. „Fyrir utan glæsileg | mörk á ritvellinum setti I hann „mark" sitt á öld- | ina sem þrætubókar- I fræðingur og pólitískur „uppalandi" fjölmargra fáráðlinga, rétt eins og Halldór Laxness. En Halldór gnæfir yfir Þórberg eins og Laddi yfir Halla." Sverrír Stormsker. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins „Guðjón skilur eftir sig bygg- ingar sem þeir sem koma til íslands munu horfa á í nokkr- ar aldir og dást að.“ Vilhjálm- ur Egilsson. Margrét Guðnadóttir vísindamaður „Ég myndi segja að Margrét i væri maður aldarinnar vegna þeirra merkilegu rannsókna ' sem hún hefur framkvæmt í i þágu vísindanna. Hana vantar bara peninga til að finna lækn- ingu við alnæmi." Vigdís Grímsdóttir. Björk Guðmundsdóttir „Af þvl hún er svo dásamlega frjó og sjálfstæð. Ég verð alltaf hreykinn að tilheyra sömu náttúru og hún." Hjálmar Sveinsson. „Hún hefur náð stórkostlegum ár- angri I frumlegri listsköpun á al- þjóöavettvangi." Edda Andrésdóttir. nn 7 NÚ NÚ öldina eru liðnir átta dagar af þessu síðasta ári tuttugustu aldarinnar. er kominn tími til að gera upp, fólkið sem lifði hana og mótaði. Hvaða íslendingar höfðu mest áhrif á öldinni, sköruðu fram úr, unnu glæstustu afrekin - voru bestir, mestir, snjallastír og glæsilegastir? Hverjir voru íslendingar aldarinnar? Thor Jensen. „Thor kenndi okkur að gera út.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Hann er góöur fulltrúi þeirra manna, sem I stýrðu Islensku atvinnulífi frá búskaparháttum I miðaldastll til nútímaatvinnuhátta. Thor var ' meðal frumherjanna I togaraútgerð og síðar brautryðjandi I nútlma stórbúskap. Dugnaður og áræði manna á borð við Thor Jensen fleytti Islendingum langt á fyrstu áratugum aldarinnar áður en atvinnulífið var drepið I dróma rlkisafskipta og haftastefnu." Birgir Ármannsson. Eysteinn Jónsson „Eysteinn var einn af foringjum Framsóknar- flokksins á þessari öld og fáir menn hafa haft jafnlengi eins mikil áhrif á rikisbúskapinn." Vil- hjálmur Egilsson. Pálmi Jónsson í Hagkaupi „Af athafnamönnum hefur Pálmi átt mestan þátt I að breyta verslunarháttum á Islandi og bæta kjör alþýðu." Vilhjálmur Egilsson. Einar Olgeirsson „Hann var ótvlræður leiðtogi sóslaliskra hug- mynda á íslandi á þessari öld sem er að kveðja; i leiðtoga sem ekki verður metinn fyrr en eftir j mörg ár sem skyldi og var I senn hataður, dáður I og öfundaður af samtlð sinni og þess vegna I reynt að þegja hann I hel. Sem ekki tekst." Svav-1 ar Gestsson. Guðbergur Bergsson „Af þvl seinni hluti aldarinnar væri svo miklu ; leiðinlegri án hans." Hjálmar Sveinsson. Jón Baldvin Hannibalsson „Sá stjórnmálamaður þessarar aldar sem mér sýnist I fljótu bragði Islendingar eiga hvaö mest að þakka, án þess að þeir viti af þvl." Sverrir Stormsker. Bjarni Benediktsson „Bjarni var stjórnmála- leiðtogi áratugum saman og hann kom með fýrstu al- vöru þjóðarsáttasamninga á vinnumarkaðnum." Vil- hjálmur Egilsson. „Bjarni var um langt skeið afar áhrifamikill á stjórnmálasviðinu á miklum umbrotatímum I sögu þjóðarinnar. Hann átti öðrum fremur hlut að máli þegar Islendingar gengu til liös við vestrænar þjóðir I Atlantshafsbandalaginu og tóku upp varnarsamstarf við Bandaríkin og stýrði efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar I átt til auk- ins frjálsræöis og velsældar á Viðreisnarárunum, þrátt fýrir ýmsa ytri erfiðleika." Birgir Ármannsson. Jóhann Jónsson skáld „Hann er skáldið sjálft." Matthías Viöar Sæmundsson. Vigdís Guömundur Haraldsson hagyrðingur „Tákn allra þeirra sem vildu verða skáld." Matthías Viöar Sæmunds- son. Helgi Pjeturs „Islenskt vit kristallast I Helga." Matthías Viöar Sæmundsson. Björn Sigurðsson á Keldum „Hefði hann átt kost á lengri ævi hefði hann væntanlega komist næst þvi af islenskum vlsindamönnum að fá nóbelsverðlaun I heil- brigðisvísindum vegna rannsókna hans á hæggengum veirum." Árni Björnsson. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur „Rannsóknir hans á jarðfræði íslands, sérstak- lega jöklum, eru heimsþekktar og viðurkenndar sem grundvallarrannsóknir um allan heim." Árni Björnsson. Þorvaldur Guðmundsson í STId og fisk „Hann reis úr fátækt upp I það aö verða auðug- asti maður landsins og jafnframt frumkvöðull að nýrri atvinnugrein I búfjárræktun sem og hótel- rekstri." Árni Björnsson. Jón Ottar Ragnarsson j „Með aðstoð annarra stóð hann að þvl þrekvirki j að koma á stofn frjálsri og óháðri sjónvarpsstöð á seinni hluta aldarinnar og marka framfaraspor I sögu íslenskrar fjölmiðlunar." Erna Kaaber. „Ég nefni Vigdisi I nafni menningar og jafnréttis." Svavar Gestsson. „Hún er kona. Eru það ekki næg rök fýrir valinu, á þessum ttmum kynja- kvóta og „jafnréttis"? Við karlmenn ættum að skammast okkar fýrir að vera ekki konur." Sverrir Stormsker. „Hafði glfurlega mikið að segja I sambandi við ímynd okkar út á við og er ekki enn farin að draga neitt I land. Hún heldur áfram að segja slna skoðun og mér þykir það vel." Arnar Jónsson. „Hún gaf íslenskum konum nýja sjálfsmynd." Gunnar Karlsson. „Markaði sér stöðu á alþjóðavettvangi með glæsibrag." Edda Andrésdóttir. Hannes Hofstein séra Sigurbjörn Einarsson biskup „Hann er alvöru kennimaður sem hefur frábært vald á tung- unni og þorir að hafa skoðanir á hlutunum." Hjálmar Sveinsson „Ég þarf ekki að hugsa mig lengi um til að komast að þvi hver er maður aldarinnar I minum huga. Það er tvimælalaust Sigur- björn Einarsson biskup. Hann hefur með predikun sinni komist lengst I þvi að koma fagnaðarerindinu til þjóðarinnar þannig að menn hafa virkilega skilið og skynjað hvað felst I þvl." Vigfús Þór Árnason. „Áhrifamikill trúarleiðtogi og kennimaður." Edda Andrésdóttir. „Hinn eini sanni trúarleiðtogi þjóðarinnar á þessari öld. Innst inni finnst flestum (slendingum sem lifðu biskupstíð hans aö eft- irmenn hans hafi einungis verið prestlingar I samanburði. Karl sonur hans gæti þó orðið undantekning." Össur Skarphéöinsson. Jóhannes Sveinsson Kjarval myndlistar- maður Bríet Bjarnhéðinsdóttir Davíð Oddsson „Davíð Oddson er að mínu mati maður aldarinnar. Stjórnartið hans hefur einkennst af einstakri farsæld, ekki aðeins vegna góðs árferðis, þvl það var slæmt I byrjun, heldur llka og umfram allt vegna góðs stjórnarfars. Skuldir ríkisins eru að lækka, fýrirhyggja er I ríkisfjármálum, réttur borgaranna er tryggður með stjórnsýslulögum og annari löggjöf, verð- bólga hefur aldrei verið lægri og ótal vaxtar- sprotar eru að skjóta upp kollinum I atvinnullf- inu." Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Einn merkasti stjórnmálamaöur aldarinnar og færi létt með að vera enn þá merkari ef hann gerði sér far um vera forsætisráðherra ALLRAR þjóðarinnar og útþurrka I leiðinni inn- flutningshöft á búvörum, verndartolla og þess háttar leifar framsóknarlegs viðbjóðs." Sverrir Stormsker. „Ef litið er á síðari hluta aldarinnar þá koma að sjálfsögðu margir til greina en ég yrði ekki hissa á að Davíð Oddsson verði sá stjórnmála- maður sem talinn er hafa haft mest áhrif á of- anverðri öldinni nema sagan telji hann frekar verða áhrifamann næstu aldar." Friörik Sophusson. „Davlð hefur slðustu tuttugu ár verið fremsti stjórnmálaforingi landsins og leiddi Reykja- vlkurborg I gegnum miklar breytingar." Vilhjálmur Egilsson. Steinn Steinarr „Setti sterkan svip á samtíð sína við upphaf aldarinnar, bæði sem skáld og stjórn- málamaður. Hann átti ríkan þátt I að vekja bjartsýni og þann framfarahug hjá þjóöinni, sem nauðsynlegur var til að segja skilið viö bændasamfélag fortíöarinnar og horfast I augu við viðfangsefni nýrrar aldar. Fyrstu ár heimastjórnartímabilsins voru mikið framfaratlmabil og Hannes er á vissan hátt táknmynd þess." Birgir Ármannsson. „Hannes Hafstein leiddi okkur inn I öldina." Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Framfaramaður I upphafi aldar." Edda Andrésdóttir. „Eitursnjall maður sem fór reyndar fýrst að lifa með þjóðinni þegar hann var dauð- ur. Dauðinn á það til að lengja llfið. Mis- skildasta skáld þjóðarinnar þegar hann var á lífi en er nú af tónlistarmönnum misþyrmdasta skáld hennar." Sverrir Stormsker. „Hann er tákn og forystumaður þeirra sem endurnýjuðu Ijóðlist þjóðarinnar." Gunnar Karlsson. „Hefur gert fleiri íslendinga að Ijóöskáld- um en nokkurt annað Ijóöskáld. Flestir hafa einhvern tlma á ævinni ort I stil Steins." Össur Skarphéöinsson. „Hún var óralangt á undan sinni samtlð. Ef Is- lenskar konur hefðu haft dug og þor til að fylgja hennar fordæmi þyrftu þær ekki að vera að ves- enast þetta nú undir ald- arlok." Illugi Jökulsson. „Brautryðjandi I réttinda- baráttu kvenna." Edda Andrésdóttir. „Merkilegasta kona ald- arinnar." Matthías Viöar Sæmundsson. „Hún var forystumaður I mestu lýðræðisbyltingu aldarinnar þegar konur fengu almenn mannrétt- indi." Gunnar Karlsson. „Frumkvööull I kvenrétt- indabaráttu. Kvenréttinda- konan eina og sanna. Hörkukelling einog þær gerast bestar." Össur Skarphéöinsson. „Ég gæti trúað að hann kæmi upp aftur og aftur langt fram á næstu öld, fýr- ir nú utan það hvað hann var sérkennilegur." Arnar Jónsson. „Hann kenndi íslendingum að sjá land sitt nýjum augum." Gunnar Karísson. „Hefði orðið einn af risum hins alþjóðlega myndlistarheims ef hann hefði ekki fæðst hjá einangraðri smáþjóð. Einstakur málari sem túlkaöi fegurð landsins með þeim hætti að allir hrifust." Össur Skarphéöinsson. Kiljan Laxness „Halldór Laxness skemmti okkur með skrifum slnum." Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Mér sýnist að Halldór Laxness sé og verði talinn maður þessarar aldar. I fyrsta lagi þá lifði hann nokkurn veginn alla öldina og I öðru lagi endurspegla verk hans þá þróun I bókmenntum og stjórnmálum sem áttu sér stað á öldinni. Sem dæmi um þetta þá trúði hann á Stalín á unga aldri en gerði svo upp við kommúnismann eftir miðja öldina. Ég býst við að hann sé sá Islendingur sem muni hafi mest framtíðaráhrif á þjóðina." Friörík Sophusson. „Halldór er maðurinn sem á tuttugustu öldina nema tuttugasta öldin eigi hann. Hann er sami risi á tuttugustu öldinni og Jón Sigurðsson á þeirri nltjándu." Svavar Gestsson. „Laxness var heimsmeistari I „guðlasti", „klámi" og snilld. Hann þótti skrifa svo afspyrnu vondar bækur að ef hann hefði ekki fengið Nóbelinn þá heföi hann fengið kúlu I hausinn frá þjóðinni. Átti það sameiginlegt með guði almáttugum að vera allstaðar nálægur I nær öllum málum aldarinnar, nema hvað Laxness tók afstöðu. Maöur Islandssögunnar." Sverrir Stormsker. „Halldór ris upp á menningarsviðinu." Vilhjálmur Egilsson. „Fyrir mér er hann táknmynd listarinnar, eða kannski öllu heldur samnefnari. Með verkum slnum snertir hann við öllum tilfinningum, lyftir huganum á æðri svið og bendir til raunverulegra verðmæta, sem eru náttúran, sköpunin, landið og list- in, en þó einkum það sem hann sjálfur kallar fegurð I mannlegri sambúð. Halldór Laxness er merkilega jafngamall öld- inni. Og ekki slður merkilegt er það að hafa fengið að vera samlandi hans og samtímamaður um skeið." Helga Kress. „Ber höfuð og herðar yfir aðra íslendinga aldarinnar. Hann endurspeglaði þjóðarsálina drjúgan hluta aldarinnar, hafði góða innsýn I vitund hins almenna íslendings og skilaði mennskunni krufinni til þjóðarinnar I bókaformi." Erna Kaaber. „Auðvitað er hann mér minnisstæður sem og allri þjóðinni." Vigfús Þór Árnason. „Ber höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda og var aö auki afar eftirminnilegur persónuleiki." Þuríöur Pálsdóttir. „Halldór er auðvitað risi Islenskra bókmennta á 20. öld. Ritferill hans var langur, spannar meirihluta aldarinnar og er samofin sögu þjóðarinnar á þeim tíma. Skrif hans höfðu ekki bara áhrif sem bókmenntir, heldur var hann einnig um langt skeið þátttakandi I umræðum um menningarmál og þjóðmál og á þvl sviöi áhrifamikill áróðursmaður pólitískra sjónar- miöa. Skrif Halldórs voru oft á tíðum mjög umdeild og ekki síður sú pólitlk sem hann beitti sér fyrir. Hann áttaði sig hins vegar fyrr en margir samtlðamenn hans á þvl að hann hafði verið á villigötum, og var maður til að viðurkenna það.“ Birgir Ármannsson. „Enginn hefur túlkað betur vonir og þrár, sigra og ósigra þjóðarinnar sem býr I þessu dásamlega djöfulsins landi. Og það sem meira er: hann hefur leitt okkur fyrir sjónir hvað það er að vera manneskja." Hjálmar Sveinsson. „Hann hefur markað dýpri spor I þjóðarsálina en nokkur annar á þessari öld.“ Edda Andrésdóttir. „Hann hefur lifað öldina alla og mótað skáldskap okkar meira en nokkur annar maður og þar með llfsviðhorf þjóðarinn- ar I öllum efnum, ekki bara listrænt og siðlega heldur líka I heilbrigðis- og stjórmálum. Enginn maður á þessari öld hefur haft jafn sterkmótandi áhrif og hann.“ Sveinn Skorri Höskuldsson. „Ef það er hægt að tala um nokkurn mann sem mann aldarinnar þá er það Halldór Laxness vegna þess að hann lifði nánast alla öldina. Hann er mesti rithöfundur aldarinnar, ekki bara á Islandi heldur á alþjóðamælikvarða, bækur hans eru pólitískar og hann hafði áhrif á málefni þjóðarinnar með því að láta til sín taka I stjórnmálum." Árni Björnsson. „Hafði mest áhrif andlega á landann og bar hróður okkar víða. Verk hans eiga eftir að halda þvl áfram um ókomna tíð." Arnar Jónsson. „Maður aldarinnar umfram alla aðra er Halldór Laxness, einkum af því að hann hefur skemmt okkur svo mikið, gefið okkur svo mikið að hugsa um og hreyft svo mikið við tilfinningum okkar." Gunnar Karísson. „Mesti gáfumaður þjóöarinnar á þessari öld. Mótaði þjóðfélagsumræðuna og samdi stórkostlegustu skáldsögur sem skrifaðar hafa verið hér á landi. Fékk Nóbelinn og slðan hafa flestir rithöfundar þjáðst af Laxnesskomplex." ÖssurSkarp- héöinsson. Ólafur Thors Jónas Jó „Ólafur var einn af stjórnmálaleiðtogum þjóðarinn- ar áratugum saman, gat leitt samstarf Sjálfstæðis- flokksins og sósíalista á slnum tíma og leiddi þjóð- ina enn fremur I gegnum viðreisnina árið 1960." Vilhjáimur Egilsson „Enginn stjórnmálamaður setur eins sterkan svip á miðbik aldarinnar og Ólafur. Hann var I eldlínu stjórnmálanna I meira en þrjá áratugi, forsætisráð- herra fimm sinnum, oftar en nokkur annar, og var oftar en ekki I fararbroddi þegar teknar voru mikil- vægustu ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar á vlð- sjárverðum tímum. Þannig kom hann mjög að stofn- un lýöveldis á Islandi, þátttöku íslands I varnarsam- starfi vestrænna þjóða og loks afnámi haftabúskap- arins á fýrstu árum Viðreisnarstjórnarinnar." Birgir Ármannsson Jón Þorláksson stjórnmála- og „Jón var mikill frumkvöð- ull I slnum verkfræöistörf- um. Hans störf ollu mjög miklum breytingum, sér- staklega fýrir Reykjavlk." Vilhjálmur Egilsson. „Mikill maöur og skör- ungur." Þuríöur Pálsdóttir. „Það er enginn vafi að Jónas frá Hriflu hafi sem stjórnmála- maður haft gífurleg áhrif á fýrri hluta aldarinnar og það er fyrst núna viö aldarhvörf sem menn eru að losa sig við ýmis um- merki eftir hann I stjórnmálun- um." Friörik Sophusson „Ég kann satt að segja sjálf- ur ekkert sérstaklega vel að meta þennan mann; en áhrifa- mikill var hann eins og Þor- steinn Pálsson sagði um Davlð Oddsson einu sinni." Svavar Gestsson. „Óvenju áhrifamikill I þjóð- málum á stórum hluta aldar- innar." Edda Andrésdóttir. „Jónas hafði afgerandi áhrif á þjóðlífið og virðist um tíma hafa verið valdameiri en önnur dæmi eru um meðal íslenskra stjórnmálamanna. Skoðanir hans og ýmsar aðgerðir eru og verða áfram umdeildar meðal áhugamanna um stjórnmál en hver sem afstaða fólks er I þeim efnum er óumdeilt að á þriðia og fjórða áratug aldarinnar setti hann mark sitt með ótvíræðum hætti á stjórnmál, menningarmál, skólamál og ótal önnur málefni þjóöarinnar. Þaö, að menn skuli enn vera tilbúnir. að deila hart um arfleifð Jónasar frá Hriflu, segir margt um þau áhrif sem hann hafði á sínum t!ma.“ Birgir Ármannsson. „Hann kenndi íslendingum að hugsa á nýjan og djarfan hátt um pólitík og framfarir." Gunnar Karlsson. „Hann hefur sennilega komist næst þvl aö verða einræöisherra á Islandi og hann er jafnframt frumkvöðull að samvinnuhreyfingunni sem hefur verið eitt sterkasta afl I verslun landsmanna." Árni Björnsson. „Hann átti sök á þvi að 20. öldin gekk ekki I garð fýrr en henni var nær lokið. Holdgervingur hins eilífa !s- lenska sauðkindarhugsunarháttar." Sverrir Stormsker. „Jónas stofnaði tvo stjórnmálaflokka og hugmyndafræði hans mótaði þjóðlífið áratugum saman." Vilhjálm- ur Egilsson. Sigurður Nordal prófessor og rithöfundur „Benti Islending- um manna best á þau verð- mæti sem þeir eiga I fornbókmennt- um sínum." Gunnar Karlsson. „Áhrifamikill og gáfaður fræðimaður. Ól upp kynslóðir fræðimanna sem aldrei hafa losnað undan áhrifum hans. Vann afrek á bak við tjöldin við undirbúning að heimkomu handrit- anna." Össur Skarphéöinsson. Bryndís Schram „Á hrós skilið fýrir umsjón slna meö Stundinni okkar. Það var gullöld innlendrar dagskrárgeröar fýrir börn.“ Erna Kaaber. Einar Benediktsson skáld jmm „Hannvareittafokkarmestu og bestu skáldum og er okk- ur öllum ákaflega hugleik- inn." Arnar Jónsson. Nína Tryggvadóttir myndlistarmaður „Hún var stórkostlega merkilegur málari." Arnar Jónsson. Jóhann Sigurjónsson leikritaskáld „Hann hafði mikil áhrif á sinni tíð og var gott leikritaskáld." ArnarJónsson. Sigvaldi Kaldalóns „Engin spurning að Sigvaldi Kaldalóns hefur gefiö okkur mikið á öldinni." ArnarJóns- son. Karólína Lárusdóttir | myndlistarmaður „Karólína er minnisstæð fýrir einstaklega I hugmyndarikar myndir. Hún fer I sálar- kraftinn sem við öll vitum að við búum yfir.“ Arnar Jónsson. Guðmundur Finnbogason, heimspekingur og landsbókavörður „Hann stóð að þv! að semja skólakerfi sem var notaö I hálfa öld, skrifaði mikið og þýddi og var auk þess mesti orðsmiður sem viö höfum átt.“ Þuríöur Pálsdóttir. MmSaKuÍii Páll ísólfsson, orgelleikari og tónskáld „Fyrsti Islenski hljóðfæravirtúósinn á „ í heimsmælikvarða og stóð öllum mönnum »T »» framar viö að byggja upp íslenskt tónlistar- I llf.“ Þuríöur Pálsdóttir. ,;, Ragnar Jónsson í Smára „Þarfasti örlagavaldur I íslenskri listsköp- un á öllum sviðum." Þuríöur Pálsdóttir. Arni Gíslason bátsformaður „Hann lét fyrstur manna setja vél I bát á íslandi. Hann er þannig upphafsmaður að vélvæðingu sjáv- arútvegsins sem öll velmegun okkar á öldinni bygg- ist á.“ Gunnar Karísson. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra „Hann átti mestan þátt I aö Islend- ingar sigruöu I sjálfstæðisbaráttu 20. aldar, baráttunni fýrir yfirráðum yfir fiskimiðum sínum." Gunnar Karísson. Jórunn Víðar, s píanólelkari og tónskáld „Með betri tónskáldum íslands." \ Þuríöur Pálsdðttir. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú „Frámunalega gáfuð, flink og frábærkona." Þuríöur Pálsdóttir. Oþekkta fiskverkakonan „Nafnlausa konan I fiskverkunarhúsinu er hetja vinnunnar á íslandi. I öðrum löndum tíðkast að leggja blómsveiga á leiði óþekkta hermannsins. Við ættum að koma okkur upp minnismerki um óþekktu fiskverkakon- una og ættum að leggia blómsveiga á leiði hennar á þjóðhátlðardaginn." Svavar Gests- son. Einnig voru nefndir: Óþekkti sjómaðurinn, Óþekkti embættis- maðurinn, Margrét Frimannsdóttir, Lárus Pálsson leikari, Regína Þórðardóttir leik- kona, Haraldur Björnsson leikari, Björn Þor- steinsson sagnfræöiprófessor, Daníel Á. Daníelsson læknir og skáld, Snorri Hjartar- son skáld, Jón Helgason, skáld og prófessor, ■ Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona, Jóhannes úr Kötlum, Árni Kristjánsson planóleikari, Mugg- ur (Guðmundur Þorsteinsson), Ragnar H. Ragn- ar tónlistarfrömuður, Stefán íslandi, Hermann Jónasson, Davíö Stefánsson skáld, Jón Leifs, Guðrún Helgadóttir, Jóhannes á Borg, Aron Guö- brandsson I Kauphöllinni, Einar Arnórsson hæsta- réttardómari. -ilk Arnar Jónsson leikari. Ami Björnsson læknir. Birgir Ármannsson lögfræðing- ur. Edda Andrésdóttlr fréttaþulur. Erna Kaaber háskólanemi. Friörlk Sophus- son forstjóri. Gunnar Karlsson prófess- or. Hannes Hólmsteinn Glssurarson prófessor. Helga Kress prófessor. Hjálmar Svelnsson dagskrárgerðarmaö- ur. Illugl Jókulsson rithöfundur. Matthi- as Viöar Sæmundsson lektor. Svavar Gestsson alþingismaður. Svelnn Skorri Höskuldsson prófessor. Sverrir Storm- sker tónlistarmaöur. Vlgdís Grímsdóttlr rithöfundur. Vlgfús Þór Ámason sóknar- prestur. Vllhjálmur Egllsson hagfræö- ingur. Þuríöur Pálsdóttlr söngkona. Öm Clausen hæstaréttarlögmaöur. Össur Skarphéölnsson alþingismaður. f Ó k U S 8. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.