Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 21
F ♦ Woods: „Mín tilfinning til Hollywoods er sú að ég myndi aldrei labba yfir götu til að bjarga einum af forstjónmum þótt hann lægi í blóði sínu, nema mér væri borgað fyrir það.“ Þetta er ein af mörgum fleygum setningum sem leikarinn kunni, James Woods, hefur látið hafa eftir sér en alla sína tíð í hin- um harða bransa í Hollywood hef- ur hann verið óvæginn á skoðan- ir sínar og er einn af þeim fáu sem þora að segja það sem þeim býr í brjósti. Hann hefur engar áhyggjur af því hvort það kostar hann hlutverk eða ekki. James Wood hefúr, samkvæm- ur sjálfum sér, ekkert legið á skoðunum sinum á öðrum leikur- um og yfirleitt þeim sem eru í sviðsljósinu og er víst frekar vina- fár. Þetta hefur þó lítið skaðað fer- il hans því að hann er eftirsóttur leikari, enda góður leikari, og þótt það oft sé það hlutskipti hans að • ••••••••••• leika glæpamenn eða harða töffara hefur hann á ferli sínum sýnt mjög góðcm og næman leik í tilfinningaþrungnum hlutverk- um. James Woods fæddist í Utah 18. apríl 1947. Faðir hans, sem var foringi í hernum, dó á skurðar- borðinu vegna mistaka þegar Woods var tólf ára gamail. Það koma snemma í ljós að Woods var mjög greindur og miklum hæfi- leikum búinn. Hann lærði á klass- ískan gítar mjög ungur og þegar hann var enn í menntaskóla var hann valinn í sérstakt prógramm fyrir afburðanemendur sem fengu að stunda háskólanám.enda hafði greindarvísitala hans mælst 180. Þegar kom að háskólanámi fékk Woods fullan styrk frá einum virtasta háskóla Bandaríkjanna, M.I.T. Þar nam hann stjórnunar- víisindi og stEérðfræði og var tal- inn efnilegur nemendi. Skömmu áður en hann útskrifaðist hætti hann námi og sagði síðar að hann hefði ekki getað séð sig við vis- indastörf. Woods hélt til Was- hington þar sem hann hugsaði málið í smátíma áður en hann tók þá ákvörðun að gerast leikari. James Woods fór að eins og fleiri í sömu hugleiðingum. Hann fór til New York þar sem hann reyndi fyrir sér með litlum ár- angri. Fyrsta starfið fékk hann þegar hann sótti um hlutverk þar sem auglýst var eftir Englendingi. Hann gerði sér upp breskan mál- hreim og sagðist vera frá Liver- pool og fékk hlut- verkið. Þegar Woods gerði sér ljóst að hann mundi aldrei ná langt á sviði smellti hann sér til Hollywood til að reyna fyrir sér í kvikmyndum. Ekki hafði hann útlitið með sér svo það tók hann nokkum tíma að festa sig í sessi. Það hluWerk sem hann vakti fyrst at- hygli fyrir var morðingi í The On- ion Field árið 1979 en frægðin kom ekki fyrr en sjö árum síðar í kvikmynd Olivers Stones, Salvador, þar sem hann fékk til- nefningu til óskarsverðlauna. Mikið hefur gengið á í einkalíf- inu hjá James Woods og á hann að baki tvö stutt hjónabönd og margar kærustur. Hann þykir erf- iður í umgengni og á það til að þykjast vita allt betur en aðrir. Oliver Stone sagði að það að vinna með Woods væri eins og að vera í fimmtán lotu hnefaleika- keppni. James Woods í hlutverki vampírubanans Jacks Crows Kringlubíó Enemy of the State ★★★ Virkilega vel gerö spennumynd þar sem persónur verða nánast aukanúmer við hliöina á njósnatækni nútlm-í ans. Það er gifurlegur hraði í myndinni sem gefur henni vissan trúveröugleika þegar njósn- atæknin er höfð í huga og þessi hraði gerir það líka að verkum aö minna áberandi verður tilviljanakennt handritið þar sem samtölin bera oft þess merki að til að „plottiö" gangi upp verði að fara ýmsar vafasamar leiðir. -HK The Negotlator ★★★ Laugarásbíó Rush Hour ★★* Það var því snjallt að etja Jackie Chan saman viö Chris Tucker sem slær út sjálfan Eddie Murphy þegar kemur að kjaftavaðli. Þessir tveir ólíku leikarar ná vel saman í Rush Hour sem er fyrst og fremst vel heppnuð gamanmynd enda eru yfirleitt slags- málatriðin útfærö á þann hátt að áhorfandinn getur hlegið um leiö og hann fylgist spenntur með. -HK The Odd Couple II ★★ Þegar Walter Matthau t- og Jack Lemmon léku þá Felix og Oscar I The Odd Couple fyrir þrjátíu árum voru þeir báðir á mikilli uppleið sem leikarar og áttu eftir að standa á hátindi I mörg ár. Það vantar því ekki gæðastimplana á framhaldið en því miöur reynast gæðin aðeins vera á yfirborðinu þvl eftir ágætan upphafskafla veröur myndin aö nokkrum vel þekktum fimmaurabröndurum sem þeir félagar ná allt of sjaldan að gera sér mat úr. -HK Blade ★★★ í Blade eru vamplrurnar hátæknl væddar og sjálfur er hann eins „hip" og nokk- ur vampírubani getur veriö. Sérstaklega er byijunin og fyrri hlutinn vel heppnaður, en svo fer þetta einhvern veginn allt að þynnast en það má vel skemmta sér hér og með fínum „splattersenum" og góðum húmor er hún næstum þvl þriggja stjarna virði. -úd The Truman Show ★★★ Regnboginn There’s Something about Mary ★★★ Fjórir lúðar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diaz er I toppformi, Matt Dillon alveg ótrúlega skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og Ben Stiller er fæddur lúði. En nú er tlmi lúð- anna og þrátt fyrir að pólitlsk rétthugsun sé þeim bræðrum eitur I beinum er greinilegt að ekki þykir nógu PC lengur að láta lúöana tapa, líkt og þeirgerðu I Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. -úd Dr. Doollttle ★★* Stjörnubíó Urban Legend ★★★ Urban Legend er ekk- ert meistarastykki en hún er hiklaust þriggja stjörnu hrylla. Byrjunin var virkilega smart,+ og lokasenan vísar hamingjusamlega, og al- gerlega óskammfeilið, I möguleikann á heilli syrpu af Urban Legends. -úd mynda að kveikja í einhverri byggingu þá lætur hann byggja hana í réttri stærð í stað þess að nota módel eða tölvugrafik. í Vampírum leikur James Woods málaliða Vatíkansins og felst starf hans í því að útrýma öllum blóðsugum á jörðinni. Eftir að hafa tortímt vampíruhreiðri í í slaginn gegn vampíruveiðurunum. Nýja-Mexíkó ákveður Jack ásamt liðsmönnum sínum að slá upp teiti á vegamóteli til að fagna sigrinum. í miðjum gleðskapnum birtist hin 600 ára gamla blóðsuga Valek og murkar lífið úr öllum nema Jack og tveimur öðrum. Jack, sem harmar fráfall vina sinna, hefur leit að Valek ásamt félaga sínum, Tony Montoya, og vændiskonunni Katarinu, sem hefur verið bitin af Valek, en hún hefur fimm daga til að huga að sínum málum áður en hún breyt- ist í blóðsugu. Erfitt er fyrir þenn- an hóp að hafa uppi á Valek þar sem hann er á ferð og flugi í leit að krossi einum sem mun gera honum kleift að ganga um í dags- birtu. Auk James Woods leika í mynd- inni Daniel Baldwin, Sheryl Lee, Thomas Ian Griffith og Maximilian Schell. John Carpenter hefur skemmt bíógestum í tæp þrjátíu ár. Eftir að hafa fengið óskarinn árið 1970 fyrir stuttmynd sína, The Resur- rection of Bronco Billy, hófst safa- ríkur ferill þessa meistara spenn- unnar. Hann reið á vaðið með John Carpenter við tökur á Vampires. Dark Star, síðan kom Assault on Precinct 13 og Halloween sem kom honum á blað í Hollywood. Sú mynd kostaði aðeins 300.000 dollara en ágóði af henni er orð- inn 75 milljónir dollara. í kjölfar- ið komu margar ágætar myndir eins og The Fog, The Thing, Escape from New York og Someo- ne to Watch over Me. Ekki hefur samt allt gengið upp hjá Carpent- er og hefði hann betur látið eiga sig að gera myndir eins Big Trou- ble in Little China og Memoirs of a Invisible Man. Þótt nokkrar mynda Carpenters hafi valdið vonbrigðum þá vekja þær alltaf athygli og mikla umfjöllun og svo mun örugglega verða áfram. Þess má geta að Carpenter semur yfir- leitt aUtaf tónlistina við eigin myndir og bregður ekki út af van- anum í Vampires. -HK rrtexra. á| www.visir.is 8. janúar 1999 f Ó k U S 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.