Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Síða 20
b í ó Helen Hunt hefur ekki leikið í kvikmynd í tæp tvö ár eða allt frá því hún lauk leik í As Good as It Gets. Fyrir leik sinn í þeirri kvik- mynd hlaut hún óskarsverðlaunin sem besta leikkonan í aðalhlut- verki. Hunt hefur látið nægja að leika í hinni vinsælu sjónvarpsser- íu Mad About You (sýnd á Stöð 2 undir heitinu Ástir og átök) en segja má að þessi margverðlaunaða sjónvarpssería hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn. Nú er talið öruggt að Helen Hunt hætti að leika i seríunni, sem mun þá af sjálfsdáð- um líða undir lok, og taka að fullu til við kvikmyndaleik. Eina myndin Með Chrís Columbus við stjórnvölinn og Juliu Roberts og Susan Sarandon í aðalhlutverkum má segja að myndin hafi verið gulltryggð þrátt fyrir að ekki færri en fimm handritshöfundar komi nálægt myndinni. Stjörnubíó og Laugarásbíó frumsýna í dag Stepmom, nýja bandaríska gamanmynd sem fjall- ar um fjölskyldulíf í nútímasamfé- lagi. Um er að ræða gamansama mynd með dramatísku ívafi sem leikstýrt er af Chris Columbus, þess hins sama sem gerði hinar vinsælu kvikmyndir Home Alone og Mrs. Doubtfire. í Stepmom segir frá Luke (Ed Harris) sem áður var giftur bóka- útgefandanum Jackie (Susan Sar- andon) en er nú farinn að búa með atvinnuljósmyndaranum Isa- bellu (Julia Roberts). Börn Lukes frá hjónabandi hans og Jackie, Anna, 12 ára, og Ben, 7 ára, eiga erfitt með að sætta sig við stjúpmömmuna eins og oft vill verða. Isabelle er öll af vilja gerð en á margt ólært í móðurhlut- verkinu. Hún vinnur fullan vinnudag og á það til að gleyma hvenær á að sækja börnin úr skóla. Hún reynir þó allt sem hún getur en hefur ekkert að segja í hina einu sönnu mömmu. Ekki bætir það úr að Jackie og Isabellu kemur illa saman og er Jackie í raun afbrýðisöm út í sér yngri konu og gerir í því að gera henni erfitt fyrir. Þrátt fyrir að börnin fari í taugarnar á Isabellu er hún ekkert á því að gefast upp. Á ýmsu gengur en með þrjóskunni og viljanum fara börnin að meta Isabellu en þá skellur reiðarslagið yfir... Julia Roberts er í dag hæst >*’' i HiBlMlui Fyrrum eiginkonan og sambýliskonan. Susan Sarandon og Julia Roberts í hlutverkum sínum í Stepmom. launaða leikkonan í Hollywood og getur valið um öll bitastæðustu hlutverkin þar í borg. Það þarf oft meira til en góð hlutverk til að fá hana til að leika í kvikmynd og til að tryggja hana fyrir Stepmom var henni boðið að vera einn Ed Harris leikur fööurinn sem er klemmdur milli tveggja kvenna. framleiðandi myndarinnar og þáði hún það. Susan Sarandon, sem einnig er í hópi virtustu og vinsælustu leikkvenna, var í kjöl- farið einnig boðið að eiga hlut í myndinni og má því segja að það hafi verið þeim stöllum báðum mestur hagur í að vel til tækist og varla hafa þær orðið fyrir von- brigðum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í desember og hefur notið stöðugra vinsælda. Með Chris Columbus við stjórn- völinn og Juliu Roberts og Susan Sarandon í aðalhlutverkum má segja að myndin hafi verið gull- tryggð þrátt fyrir að ekki færri en fimm handritshöfundar komi ná- lægt myndinni. Slíkur fjöldi boðar yflrleitt ekki góð tíðindi og má ætla að leikkonumar hafi haft eitthvað um þetta að segja. En Chris Columbus er reynslumikill og hæfileikaríkur leikstjóri og er ekki annað að sjá en að hann hafi skapað heilsteypt verk úr þess samkrulli hand- ritshöfundanna enda sjálfur vanur handritshöf- undur og byrjaði feril sinn sem slíkur. Fyrsta handritið skrifaði hann um reynslu sína sem verk- smiðjuverkamaður í Ohio og var það tekið til kvikmyndunar og gefið nafnið Reckless. Myndinni leikstýrði James Foley með Darryl Hannah og Aidan Quinn í aðalhlutverkum. Meðal handrita sem Columbus skrifaði i kjölfarið má nefna Gremlins, Goonies og Young Sherlock Holmes. Eftir að hafa hjádpað Steven Spielberg við að skrifa handritið að Indiana Jones and the Last Crusade fékk hann tækifæri til að leikstýra Home Alone sem í dag er ein vin- sælasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Aðrar kvikmyndir hans eru Only the Lonely, Home Alone 2: Lost in New York, Mrs. Doubtfire og Nine Months. -HK Sunnudagurí Regnboganum Eini dagurinn á Kvikmyndahá- IdÍOteme sem hún hefur samþykkt að leika í enn sem komið er er Cast Away sem Robert Zemeckis mun leik- stýra. Telja má víst að Helen Hunt hafi þar veðjað á réttan hest hvað varðar vinsældir því í þessari mynd starfa þeir saman aftir Zem- eckis og Tom Hanks en þeir gerðu Forrest Gump sællar minningar. Ekki kemur Helen Hunt til að fá út- nefningu til óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk því hlutverk hennar er frekar lítið. Fjallar myndin um mann (Tom Hanks) sem verður strandaglópur á eyju. Helen Hunt leikur unnustu hans sem finnst hann lítill bógur. tið sem var ófrágenginn dag- skrárlega séð var sunnudagur- inn í Regnboganum en þá á að sýna þær myndir sem nutu hvað mestrar aðsóknar. Það var úr vöndu að ráða þar sem nánast allar myndirnar í bíóinu voru vel sóttar og mikið hefur verið hringt á skrifstofu Kvikmynda- hátíðar til að biðja um fleiri sýningar. Niðurstaðan er þvi sú að eftirtaldar kvikmyndir verða að öllum líkindum sýndar í Regnboganum á sunnudag: Úr Idioterne. Nýjasta kvik- mynd Lars Von Trier og er hún tekin með Dogma 95 að- ferðinni eins og vinsælasta kvik- myndin á Kvikmyndahátíðinni, Festen. Fjallar hún um ungt fólk sem leikur geðveikt fólk innan um almenning. Funny Games Austurrísk verðlaunamynd sem á yflrborðinu er sakamálamynd með klassískri fléttu en hefur sterkan si- ferðislegan undirtón. The General Nýjasta kvikmynd Johns Boormans og hefur honum ekki tekist betur upp í langan tima. Fjallar myndin um írskan glæpa- kóng sem átti miklum vinsæld- um að fagna með- an hann lifði, var nokkurs konar nútíma Hrói hött- ur. Gabbeh Irönsk kvikmynd í leikstjórn Mohsen Makhmalbaf sem fjallar um gamla konu sem er að viðra teppi (Gabbeh) sem hún hafði ofíð fyrir mörgum árum. Hún byrjar að riQa upp sögu sína frá því hún beið þess að tilvonandi eiginmaður hennar tæki hana burt. Salem Cinema Einn þriggja íranskra kvikmynda Mohsen Makmalnaf sem sýnd er á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Segir þar frá leikstjóra sem ætlar að gera kvikmynd um aldarafmæli kvik- myndarinnar og auglýsir eftir fólki, þarf' hann þrjú hundruð en fær fimm þúsund umsóknir. Karakter Hollensk kvikmynd sem hlaut ósk- arsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin í fyrra. Um er að ræða fjölskyldudrama um föður sem reynir að gera son sinn að manni og reynist það honum dýrkeypt. Bíóborgin Enemy of the State *** Virkilega vel gerð spennumynd þar sem persðnur verða nánast auka- númer við hliðina á njósnatækni nútím- ans. Það er gífurlegur hraði í myndinni sem gefur henni vissan trúverðugleika þegar njósnatæknin er höfð í huga og þessi hraði gerir það líka aö verkum að minna áberandi verður tilviljanakennt handritið þar sem samtölin þera oft þcss merki að til að „plottið" gangi upp verði að fara ýmsar vafasamar leiðir. -HK Bíóhöllin/Saga-bíó Practical Magic *** Bullock og Kidman hafa, held ég, aldrei verið eins góðar og njóta sín vel í þessum klikkuðu hlutverkum og Wiest og Channing skemmta sér greinilega konunglega sem miðaldra nornamömmur. Practical Magic tekur sig aldrei of alvarlega og það er það sem gerir hana að þeirri ánægjulegu skemmtun sem hún er. -úd Holy Man *i Hvað Eddie Murphy hefur séð viö hlutverk hins „heilaga manns“ er erfitt að koma auga á. Kannski hefur hann hugsað sem svo að þarna væri tækifæri fyrir hann að losna úr ýktum gamanhlutverkum. Murphy hefur samt ekki erindi sem erfiði, þrátt fyrir að hann beiti kjaftinum lítið. Til þess er persónan of veikburða og Murphy ekki nógu sterkur á svellinu. -HK Star Kid *i Vonda skrímslið í j Star Kid er eins j konar klóni úr Predator og ein- hverju kunnug- legu úr eldri geimmyndum. I Einhvern veginn varð boðskapurinn sögunni ofviða og þegar 1001. heilræðið sveif yfir skjáinn fðr ég að geispa. Ef það er eitthvað sem drepur barnamyndir þó er það ofhlæði áróðurs sem gengur yfirleitt út á eiuhvern borgaralegan heilagleika samfara hefð- bundnum kynhlutverkaskiptingum. -úd llrban Legend *** Ui ban Legend er ekkert meistarastykki en hún er hiklaust þriggja stjörnu hrylla. Byrjunin var virkilega smart og lokasenan vísar hamingjusamlega og al- gerlega óskammfeilið I möguleikann á heilii syrpu af Urban Legends. -úd Háskólabíó Egypski prinsinn ***i The Prince of Egypt er tækniundur og sannkallað augnakonfekt. Ef hægt er að tala um epíska teiknimynd þá er þetta slík mynd. Með The Prince of Eg- ypt má segja að teiknimyndir sem gerðar eru sem fjölskylduskemmtun taki breyt- ingum. Ekki er verið að beina sérstaklega augunum að börnum heldur einnig komið á móts við þá sem eldri eru og þroskaðri. -HK Tímaþjófurlnn **i Bullock og Kidman hafa held ég aldrei verið eins góðar og njóta sín vel í þessum klikkuðu hlutverkum og Wiest og Channing skemmta sér greinilega konunglega sem miðaldra nornamömmur. Practical Magic tekur sig aldrei of alvarlega og það er það sem gerir hana að þeirri ánægjulegu skemmtun sem hún er. What Dreams May Come **i What Dreams May Come er sérstök kvikmynd sem er á yfirborðinu mjög falleg og gefandi og Robin Williams og Anna- bella Sciorra innileg og sannfærandi í leik sínum en myndin nær aldrei almennilegri festu heldur verður kvikmynd með mörgum fallegum og vel gerðum at- riðum. -HK f Ó k U S 22. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.