Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Page 21
Titill myndarinnar sr sóttur í japanskar þjóðsögur þar sem sagt er frá þeim samúræjum sem sóru þess eið að þeir skyldu verja lávarð sinn með lífi sínu. Þegar svo lávarður þeirra var drepinn og þeir lifðu fengu þeir viðurnefnið Ronin og eyddu ævi sinni á flakki án húsbónda. tingá um Ronin sem frumsýnd er í dag er ný sakamálamynd sem hefur not- ið töluverðra vinsælda að undan- förnu. Það er einn af goðsögnun- um í leikstjórastéttinni John Frankenheimer sem leikstýrir myndinni, sem þykir sýna einn besta bílaeltingaleik í langan tíma. Aðalpersónan er Sam (Robert De Niro), bandarískur málaliði sem ráðinn er ásamt alþjóðlegum hópi vafasamra kunnáttumanna á sviði vopnaburðar til að stela vel var- inni og dularfullri skjalatösku. Mikil laun eru í boði en enginn veit hver réð þau eða hvað er í skjalatöskunni og víst er að sumir munu hugsa sig tvisvar um áður en hún er látin af hendi þegar hún er komin í þeirra hendur. Auk Ro- berts DeNiros leika í myndinni Jean Reno, Stellan Skarsgárd, Natashcha McElhone, Sean Bean og Jonathan Pryce. John Frankenheimer hefur sagt í viðtali að hann hafl sótt hug- mynd um gerð Ronins í kvik- myndir vinar sín frá fyrri árum, Jean-Pierre Melville, og þá sér- staklega Le Samourai frá 1967. Titill myndarinnar er sóttur í jap- anskar þjóðsögur þar sem sagt er frá þeim samúræjum sem sóru þess eið að þeir skyldu verja lá- varð sinn með lífi sinu. Þegar svo lávarður þeirra var drepinn og þeir lifðu fengu þeir viðurnefnið Ronin og eyddu ævi sinni á flakki án húsbónda. Um Jean-Pierre Melville segir Frankenheimer: „Við lærðum mikið hvor af öðr- um. Hann var mikill aðdáandi bandarískra kvikmynda og ég var alltaf að læra af honum hvemig nýta mætti saman persónur og þögn.“ Handritshöfundurinn J.D.Zeik segist lengi hafa verið aðdáandi samúræja: „Eftir að ég hafði lesið Shogun þegar ég var fimmtán ára fékk ég dellu fyrir samúræjum og las allt sem ég náði í um þessar fræknu japönsku hetjur. Hug- myndin að Ronin varð samt ekki til í einum hvelli, hún var lengi að þróast þar sem frekar erfitt er að finna vestrænum samúræjum verðugan starfsvettvang." Ronin er tekin í Frakklandi og þar er John Frankenheimer eng- inn nýgræðingur. Hann leikstýrði The Train þar árið 1963 og hefur síðan gert þar í landi Grand Prix, The Impossible Object og French Connection 2. Ronin hefur fengið mikið hrós fyrir áhættuatriðin sem þykja með þeim allrabestu sem gerð hafa verið: „Ég reyndi að gera þau MMHRii þannig að þegar þau kæmu fyrir sjónir áhorfandans á hvíta tjald- inu fengi hann tilfinningu fyrir að vera staddur í miðri atburða- rásinni. Það voru mörg vandamál- in sem komu upp á yfirborðið við tökur á áhættuatriöunum en allt gekk að óskum, þökk sé frábæru starfsliði,“ segir John Franken- heimer og bætir við: „Við vorum svo heppin að fá nánast afnot af París á meðan við vorum að gera nokkur atriði og fengum að kvik- mynda á stöðum sem yflrleitt er ekki leyft.“ John Frankenheímer: Vildi helst ekki yfirgefa sjónvarpið Kvikmyndir Johns Frankenheimers The Young Stranger, 1957 • The Young Savages, 1961 • Birdman of Alcatraz, 1962 • The Manchurian Candidate, 1962 • All Fall Down, 1963 • Seven Days in May, 1964 • The Train, 1965 • Seconds, 1966 • Grand Prix, 1966 • The Fixer, 1968 • The Gypsy Moths, 1969 • The Extraor- dinary Seaman, 1969 • I Walk the Line, 1970 • The Horseman, 1971 • Impossible Object, 1973 • The lceman Cometh, 1973 • The French Connection II, 1975 • Black Sunday, 1977 • Prophecy, 1979 • The Challenge, 1982 • The Holcroft Covenant, 1985 • Dead-Bang, 1989 • The Fourth War, 1990 • Year of the Gun, 1991 • The Island of Dr. Mor- eau, 1996 • Ronin, 1998 Ferill Johns Frankenheimers er orðinn langur í kvikmyndaheim- inum og eftir að hafa sent frá sér hvert stórvirkið á fætur öðru í byrj- un ferils síns hefur ferillinn verið gloppóttur. Hann hefur gert margar ágætar kvikmyndir en engin þeirra hefur náð gæðum kvikmynda sem hann geröi á sjöunda áratugnum. John Frankenheimer fæddist í New York og ólst upp í Queens. Hugur hans stóð til þess að verða atvinnumaður i tennis og þótti hann liðtækur í íþróttinni. Það var samt ást hans á kvikmyndum og sérstaklega aðdáun hans á Robert Mitchum sem gerði það að verkum að hann ákvað að gerast leikari en herkvaðning kom í veg fyrir það. 1 hernum sótti hann um að fá að vera með þeim sem kvikmynduðu fyrir flugherinn og fékk það. Þar komst hann að því eins og fleiri að hann hafði náttúruhæfileika til að með- höndla kvikmyndatökuvél. Þegar herskyldunni lauk byrj- aði hann langan og giftusamlegan feril í sjónvarpi. Hann fékk starf hjá CBS árið 1953 sem aðstoðar- leikstjóri, starf sem fólst nánast eingöngu í því á þessum árum að vera myndatökumaður. Fljótt sett- ist hann í leikstjórastólinn og þóttu sjónvarpsleikrit hans sem sýnd voru í beinni útsendingu bera af öðrum. Ekki var Franken- heimer ginnkeyptur fyrir kvik- myndum en lét þó til leiðast að leikstýra The Young Stranger árið 1957. Margir voru hrifinir af myndinni og hún fékk góða dóma en Frankenheimer var ekki hrif- John Frankenheimer ásamt leikurum sínum við tökur á Ronin. inn, taldi sig ekki skilja kvik- myndir og fór aftur i sjónvarpið þar sem hann fann sig vel. Á ár- unum 1954-1960 leikstýrði hann 152 beinum útsendingum á leikrit- um. Það var síðan vinur hans Burt Lancaster sem fékk hann aft- ur í kvikmyndirnar og leikstýrði hann Lancaster í tveimur frábær- um kvikmyndum, Young Savages og Birdman of Alcatraz, og eftir það var ekki aftur snúið. -HK Maurar *** Vel heppnuð og skemmti- leg tölvugrafísk teikni- mynd með rómantísku ívafi sem öll fjölskyldan getur sameinast um að sjð. Woody Allen talar fyrir aöalpersónuna Z og fer á kostum í hlutverki sem skrifað var fyrir hann. Af öðrum frægum rödd- um er vert að geta hlutverka Sylvesters Stallones og Genes Hackmans sem báðir komast vel frá sinu. -HK Kringlubíó Waterboy *A Enn einn heimskinginn sem sigrar heiminn. Nú er það Adam Sandler sem bregður sér í hlutverk einfeldningsins með bamssálina sem í byrj- un myndar er lægstur allra en stendur uppi sem best- ur og mestur í lokin. Sandler skapar skemmtilega per- sónu en er í rauninni ekki að gera neitt annað en það sem Jim Carrey gerir og margir hafa gert á undan, þá er allt of mikið gert út á amerískan fótbolta sem verö ur að leiðinlegum endurtekningum. -HK Mulan **** Mulan er uppfull af skemmtilegum hugmyndum og flottum senum, handritið vel skrifað og sagan ánægju- lega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögð í smáatriði eins og er við hæfi í teiknimynd- um og aukakarakterar, eins og drekinn og litla (lukku)engisprettan, eru svo skemmtileg aö þau hefðu ein og sér veriö efni i heila mynd. -úd Laugarásbíó málaatriöin yfirleitt útfærð inn getur hlegið um leið með. Rush Hour *** Það var því snjallt aö etja Jackie Chan saman viö Chris Tucker sem slær út sjálf- an Eddie Murphy þegar kemur að kjaftavaðli. Þessir tveir ólíku leikarar ná vel saman í Rush Hour sem er fyrst og fremst vel heppnuð gam- anmynd enda eru slags- á þann hátt aö áhorfand- og hann fylgist spenntur -HK Blade *** í Blade eru vampírurnar hátæknivædd- ar og sjálfur er hann eins ,hip“ og nokkur vampíru- bani getur veriö. Sérstaklega er byrjunin og fyrri hlutinn vel heppnaður en svo fer þetta einhvern veg- inn allt að þynnast en það má vel skemmta sér hér og með fínum .splattersenum' og góðum húmor er hún næstum því þriggja stjarna virði. -úd Regnboginn Rounders *** Póker getur verið spennandi kvikmyndaefni og það sannast 1 Rounders, sem fjallar um nokkra ólíka náunga sem all- ir eru atvinnuspilarar. Gæði myndarinnar eru mestar þegar sest er við spilaþorð- ið þvt handritiö er stundum ótrúveröugt. Góðir leikarar meö John Malkovich í hlutverki senu- þjófsins eiga góða spretti og skapa stundum mun dramtískara andrúmsloft en ástæða þykir. -HK There's Somethlng about Mary *** Fjórir lúðar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diai er í toppformi, Matt Dillon alveg ótrúlega skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og Ben Stiller er fædd- ur lúði. En nú er tími lúðanna og þrátt fyrir að póli- tísk rétthugsun sé þeim bræðrum eitur í beinum er greinilegt að ekki þykir nógu PC lengur að láta lúð- ana tapa, líkt og þeir gerðu í Dumþ and Dumþer. Og á því tapa þeir. -úd Stjörnubíó Vampírur *** A köflum er heilmikill slagkraftur í þessari mynd og greinilega markvisst unnið með að skaþa hressandi kúl vamp- írur (líkt og í Blade) plús töff vampíru- hana. En þrátt fyrir smart takta og skemmtilega íróníu á stundum hjá Woods náði Vamp- ires aldrei að he{ja sig upp á sviö stjarnanna þriggja. -úd \rAMPIRES meira á. www.visir.is 22. janúar 1999 f Ókus 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.