Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 10
28 III Skattar og fjármál. MIÐYIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Búnaðarbankinn: Hagræði að sparnaði “Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörg- um að um áramót tóku gildi ný lög sem heim- ila launafólki að auka við lífeyrissparnað sinn. Nú getur launafólk látið launagreiðanda draga 2% af launum sínum og lagt fyrir í líf- eyrisspamað. Einnig getur launafólk óskað eftir því að launagreiðandi greiði á móti 10% af framlagi sínu eða um 0,2% af launum. Framlag launagreiöanda kemur síðan til lækkunar á tryggingargjaldi þannig að mót- framlag hans er ekki kostnaðarauki á rekstur- inn. Þessar nýju reglur eru mikið framfara- spor í lífeyrismálum á íslandi og fyrsta skref- ið af mörgum á næstu árum til að tryggja fólki öruggara ævikvöld. Ýmsar spumingar hafa vaknað í kjölfar gildistöku laganna og ber þar helst að nefna hvort þessi spamaður henti öllum, hvaða fjár- festingarkostir eru mögulegir, hvort lífeyris- spamaður er hagkvæmari kostur en hefð- bundinn spamaður, svo fátt eitt sé nefnt," seg- ir Viðar Jóhannesson, viðskiptafræðingur hjá Búnaðarbanka, og tók eftirfarandi saman: „ VÍðbótarlífeyrisspamaður sem nemur 2% aflaunum kemur til Lekkunar á staðgreiðslu skatta jrá og með 1. janúar 1999. “ Frelsi til að velja Launafóik hefur frjálsan ráðstöfunarrétt á lífeyrisspamaði umfram lágmarksiðgjaldið sem í flestum tilfellum er 10%. Það þýðir að launafólk getur greitt viðbótarlífeyrissparnað- inn til annars aðila en þess lífeyrissjóðs sem tekur á móti 10% iðgjaldinu og opnast þannig möguleiki til að dreifa lífeyrisspamaði til fleiri en eins aðila. Ýmsir kostir em í boði og getur fólk valið þann aðila sem það telur að muni ávaxta spamaðinn best í framtíðinni. Hagræði að sparnaði Viðbótarlífeyrisspamaðm’ sem nemur 2% af launum kemur til lækkunar á staðgreiðslu skatta frá og með 1. janúar 1999. Frekara skattalegt hagræði felst i því að ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur eða eignarskattur af lífeyrisspamaði. Þá geta launþegar óskað eftir að launagreið- andi greiði sem nemur 10% af framlagi laun- þega, 0,2% af launum, sem mótframlag. Skil- yrði fyrir mótframlagi launagreiðanda er að hann sjái um að draga 2% af launum launþega og greiða iðgjöldin til einhvers vörsluaðila. Allt em þetta góöar fréttir fyrir launþega og sýna útreikningar að lífeyrisspamaður er eitt allra hagkvæmasta spamaðarform sem völ er á. Búnaðarbankinn hefur gert samanburð á hefðbundnum eignarskattsftjálsum spamaöi og lífeyrissparaaði. í samanburðinum er tek- inn spamaður eftir frádrátt staðgreiðslu- skatts. Þegar sparað er með hefðbundum hætti er ekki greiddur tekjuskattur af út- greiðslum en af lífeyrisspamaði er greiddur tekjuskattur við útgreiöslu. Tekið er dæmi Ýmsar spurningar hafa vaknað í kjölfar gildistöku nýrra laga um lífeyrisspamað og ber þar helst að nefna hvort þessi sparnaður henti öllum, hvaða fjárfestingarkostir eru mögulegir, hvort lífeyrissparnaður er hagkvæmari kostur en hefðbundinn sparnaður, svo fátt eitt sé nefnt. um 4.000 kr. spamað á mánuði eða 2% af 200.000 kr. mánaðarlaunum og er gert ráð fyr- ir 5% ávöxtun á spamaðartíma. Lækkar tekjutryggingin? Allar lífeyrisgreiðslur og þ.m.t. útgreiðslur séreignarspamaðar teljast til tekna og skerða þar af leiðandi tekjutryggingu frá Trygginga- stofnun ríkisins. Fyrir þá sem eiga von á litl- um lífeyrisréttindum og reiða sig þar af leið- andi á tekjutryggingu er hefðbundinn spam- aður ef til vill hagkvæmari kostur. Þó er bent á að fólki er frjálst að taka út séreignarspam- að sem viðkomandi hefur írjálsan ráðstöfun- arrétt yfir fyrir 67 ára aldur og þá skerðist ekki tekjutrygging þeirra sem njóta hennar. Samkvæmt núgildandi reglum irni tekjutrygg- ingu skerðist hún einungis á því skattári sem viðkomandi nær 67 ára aldri ef lífeyrisspam- aður í séreign er tekinn út fyrir 67 ára aldur. Fjölbreyttir fjárfestingarmögu- leikar eru í boði í boði em fjölmargar ávöxtunarleiðir sem henta þörfum hvers og eins Hjá Búnaðarbankanum em þrjár megin fjárfesting- arleiðir: Verðtryggður líf- eyrisspamaðar- reikningur, ávöxt- unarleiðir sér- eignalífeyrissjóðs- ins og frjáls leið. Lífeyrisspam- aðarreikningur. Einfaldur og öraggur reikn- ingur sem er verðtryggður. Þar fer saman traust ávöxtun og lítil áhætta. Reikningur- inn ber ávallt hæstu verðtryggðu vexti bank- ans sem em nú 5,50%. Samanburður á og hefðbundnum sparnaði Skattaleg metferö Hefdbundlnn spamaOur, elgnarskattsfrjáls 2,2% rtfeyrlsspamaöur án persónuafsláttar 2,2% lífeyrlsspamabur meO 100% persónuafslættl Tekjuskattur af Innborgunum Já mmmsmiæm, Nei Nel Tekjuskattur af útborgunum Nei Já 100% persafsl. FJarmagnstekjuskattur Já Nel Nel Sparnabur fyrir skatta 4.000 4.000 4.000 TeKJuskattur 38,34% 1.534 0,2% viðbótargrelðsla launagr. 400 400 Sparnaður eftlr skatta éhk 2-466 mm 4.400 4.400 Yfirllt yfir elgn að teknu tilllt tll fjármagnstekjuskatts og tekjuskatts Elgn eftlr S ár, e. skatta 165.302 kr. 183.981 kr. 298.380 kr. Elgn eftlr 10 ár, e. skatta 372.186 kr. 418.793 kr. 679.198 kr. Eign eftir 20 ár, e. skatta 959.826 kr. 1.100.964 kr. 1.785.540 kr. Elgn eftlr 30 ár, e. skatta 1.898.421 kr. 2.212.147 kr. 3.587.654 kr. Elgn eftlr 40 ár, e. skatta 3.408.683 kr. 4.022.149 kr. 6.523.108 kr. Þesslr útrelknlngar sýna á grelnllegan hátt aö óhætt er aö hvetja alla þá sem grelöa staögrelösluskatta og hafa mögulelka á aö notfæra sér bann möeulelka sem nú tfefst meö vlöbótarlífevrlssoamaöl. Ávöxtunarleiðir séreignalífeyris- sjóðsins í boði em þrjár leiðir og er eignasam- setning þeirra snið- in að þörfum hvers og eins, ýmist eftir áhættu eöa aldri. Einnig er hægt að óska eftir þvi að inneignin fær- ist á milli ávöxt- unarleiða 1-3 eftir þeim aldri sem ráð- lagt er með því að velja svokallaða lífsleið og hámarka þannig ávöxt- un fyrir hvert aldursskeið. • Ávöxtunarleið 1 - hentar þeim sem em 60 ára og eldri • Ávöxtunarleið 2 - hentar þeim sem em 40-60 ára • Ávöxtunarleið 3 - hentar þeim sem em 40 ára og yngri. Frjáls ieið Fjárfesting í einstökum sjóðum, innlendum hlutabréfum, erlendum hlutabréfum og er- lendum skuldabréfum, allt eftir óskum hvers og eins. Einnig er hægt að óska eftir því að skipta greiðslum á milli einstakra fjárfestingarleiða. Ávöxtun og áhætta verð- bréfasafna Þarflr fólks í lífeyrisspamaði em breytileg- ar eftir aldri og viðhorfi til áhættu. Því yngra sem fólk er því meiri áhættu er hægt að taka. Verðbréfasafh ungs fólks á eftir að ávaxtast lengi, hugsanlega í marga áratugi, og er því á vissan hátt ónæmt fyrir skammtímasveiflum á verðbréfamarkaði. Verðbréfasöfn með hátt hlutfall hlutabréfa hafa gefið betri ávöxtun en sveiflast meira til skamms tíma og því meiri áhætta í því fólgin. Ábending frá ráðgjöfum Að lokum er hér ábending frá ráðgjöfum Búnaðarbankcms Verðbréfa: Gengi sjóða getur lækkað ekki síður en hækkað og ávöxtunar- tölur liðins tíma endurspegla ekki nauðsyn- lega framtíðarávöxtun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.