Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 8
1 e i k h ú s Nóbelsdraumar verfia frumsýndir í Mögulelk- húsinu viö Hlemm annaö kvöld. Sýningin er á vegum Hugleiks en þaö er Áhugamannaleikfé- lag Reykvíkinga. Sýningin hefst klukkan hálf- níu og sýning númer tvö verður svo á sunnu- dagskvöldið. Hlnn fullkomnl Jafnlngl er sýndur í íslensku óperunnl. Leikhópurinn Á senunni sér um stykkið en höfundur og leikari er hinni geö- þekki Felix Bergsson. Nú fer sýningum að fækka og eins gott aö drifa sig ef maður vill ekki missa af verkinu. Þaö er til dæmis hægt aö fara f kvöld klukkan átta og líka á sunnu- daginn. I kvöld verður sýnt leikritiö Mávahlátur í Borg- arlelkhúslnu. Verkið verður kynnt fyrst á Leyni- barnum klukkan sjö. Rommí veröur ekki sýnt fyrr en á fimmtudaginn í lönó þar sem far- ið verður með sýninguna eins og hún leggur sig til Akureyrar um helgina. Þjónn I súpunni er hins vegar á sínum stað í Iðnó f kvöld, klukkan átta, og enn eru nokkur sæti laus. Síminn þar er 530 3030. Mýs og menn veröur sýnt f Loftkastalanum á sunnudagskvöldið, klukkan hálfníu. Örfá sæti eru laus og sfminn er 552 3000. Á stóra sviði ÞJóöleikhússins verður Brúöu- helmlllö sýnt á sunnudaginn, klukkan átta, en þá mun vera uppselt. Á sýninguna á fimmtu- daginn má hins vegar enn fá sæti. Sfminn er 551 1200. Tölvupopplelkur- Inn Vírus er f Hafnarfjarðar- leikhúslnu. Hann verður sýndur f kvöld, klukkan átta, og þaö eru einhver sæti laus. Sfminn í Rrðinum er 555 0553. Sex í sveit í Borgarlelkhúslnu er alltaf jafnvin- sælt og uppselt er á sýninguna annað kvöld en það er víst hægt að skrá sig á biðlista. Svo er Ifka hægt að reyna að komast á fimmtu- dagssýninguna. Enn eru nokkur sæti laus á hana. Sfminn er 568 8000. Búa saga er sýnd á lltla svlöi Borgarlelkhúss- Ins. Næsta sýning verður á sunnudaginn, klukkan átta. Á Smiðaverkstæöinu í Þjóðleikhúsinu er leik- ritið Maöur í mlslltum sokkum sýnt um þess- ar mundir. í kvöld er uppselt og Ifka annað kvöld og meira að segia Ifka næsta fimmtu- dag. Ef einhver sæti skyldu losna er gott að kunna símanúmerið 5511200. Tvelr tvöfaldlr i Þjóðleikhúsinu verða sýndir f kvöld og annað kvöld og örfá sæti eru laus. Á lltla svlöl ÞJóölelkhúss- ins er veriö að sýna Abel snor- ko býr elnn og nokkur sæti eru laus á sýningarnar f kvöld og annað kvöld. Sfminn f Þjóðleikhúsinu er 551 1200. Frú Klein veröur sýnd á sunnudaginn klukkan átta f lönó og nokkur sæti munu vera laus. Síminn í Iðnó er 530 3030. íslenska óperan. Þar ræöur Helllsbúlnn rikjum og er uppselt á allar sýningarnar um helgina. Bjarni Hauk- ur er jú ekkert smá fyndinn. Horft frá brúnnl var frumsýnt á Stóra svlöl Borgarleikhúss- Ins um síðustu helgi og hefur fengiö ágætar viðtökur. Klukkan átta á sunnudaginn veröur sýning númer tvö. Sfminn er 568 8000. Linda Sigurjónsdóttir er ekki einstæð móðir heldur sjálfstæð móðir, Linda Sigurjónsdóttir er ekki bara tveggja barna móðir, hún er líka einstæð móðir; sjálfstæð móðir, ásamt því sem hún vinnur í GK, leikur í auglýsingum, situr fyrir, sýnir föt og er fastur gestur - aðra hverja helgi - í Hverjir voru hvar- dálkinum. Fókus ákvað að forvitnast aðeins um hver þessi sæta stelpa er eiginlega. Svo viö byrjum á því sem lífiö fjallar aö hluta til um: Hvert feröu út aó skemmta þér? „í augnablikinu fer ég aðallega á Skuggabar, Astró og Kaffi- brennsluna. Þetta eru svona stað- irnir sem vinkonur mínar fara á en annars hef ég gaman af því að prófa eitthvað nýtt,“ segir Linda Sigurjónsdóttir verslunarkona. En hvernig er þetta skemmtana- líf í Reykjavík? „Það er alltaf eins og breytist lítið sem ekkert. Að fara út að skemmta sér í Reykjavík snýst bara um hvemig þér líður sjálfri þegar þú ferð út. En það skilur svosem ekkert eftir sig.“ Þetta eru ekki bara menn og konur aö leita sér aö einhverjum eöa einhverri til aö sofa hjá? „Nei, ekki bara. En það getur samt verið lítill friður til að spjalla í góðum félagsskap. Skemmtanalífið fjallar auðvitað svoldið um að reyna við fólk og það getur verið óþolandi, sérstak- lega fyrir stelpur.“ Þú ert einstœö móöir . . . ? „Nú ætti ég að segja; sjálfstæð rnóðir," grípur Linda frammí og hlær. Já, fyrirgeföu. En er ekki samt þessi „einstœö móöir“-stimpill enn- þá í gangi? „Jú. Sérstaklega hjá eldra fólki. Það flnnur til með manni. En ég er ofsalega ánægð með mína stöðu þó sumu fólki finnist einstæð móðir vera eitthvert ástand sem þurfi að laga.“ Er þaö ekki bara þannig? „Ekki hjá mér. Ekki ennþá, alla vega. Og það er heldur ekkert tengt því að vera einstæð móðir. Það fjallar miklu frekar um að vera manneskja og vilja finna sér lífsforunaut." Módelið og mamman Þú ert eitthvaö aö módelast, dreymdi þig aldrei um aö fara út? „Nei. Ég byrjaði í þessu ‘92, hjá Elite, og það var eitthvað verið að nefna við mig um að fara út en ég hafði ekki áhuga. Mér fannst þetta módel-líf ekkert spennandi þá.“ Hefur þaö breyst? „Jú, að einhverju leyti. Ég var til dæmis ekki tilbúin að módelast héma heima fyrr en síðasta sum- ar og núna fyrst finn ég að ég er nógu þroskuð til að geta tekist á við módelstörf erlendis. En þá er maður kannski orðin of gömul fyrir markaðinn." Og búin aö eignast börn. Er þaö ekki flókiö í þjóöfélagi sem er upp- fullt af umrœöuþáttum um aö for- eldrar beri ábyrgö á börnum en kennarar séu mest meö þeim? „Jú,“ segir Linda og hugsar sig aðeins um. „Þetta er svoldið mik- ið þannig í þjóðfélaginu að for- eldrar þurfa að vinna visst mikið til að ná endum saman og á með- an eru bömin til dæmis á leik- skólanum. Leikskólinn er þá nokkurs konar geymslupláss en svo er verið að reyna að sannfæra mann um að það sé beinlínis gott ef ekki nauðsynlegt fyrir þroska barnsins að vera á leikskóla. Þá kemur upp þessi krísa um af hverju bamið sé á leikskóla. Er það á honum vegna þess að það er baminu fyrir bestu eða vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að vera með þau heima? Ég tel samt að við, foreldramir, berum ábyrgð á börnunum þó að skólar og leikskólar séu uppalendur yfir daginn. En þá verður starfsfólkið þar auðvitað að standa sig og halda uppi aga og sinna uppeldis- skyldunni þann tíma sem það er með börnunum." Er þetta ekki sérstaklega erfitt hjá einstœöum foreldrum? „Nei. Við eram náttúrlega með forgang og fáum vissa fyrir- greiðslu. Mér finnst ég til dæmis hafa meiri tíma og peninga á milli handanna núna en þegar ég var í sambúð. Og í kringum mig sýnist mér það fólk vinna mest sem er í sambúð. Því er gert erfiðara fyrir og beinlínis refsað fyrir að vera saman. Fólk í sambúð hefur það hreinlega verra en einstæðir for- eldrar." Minnisleysi Eitt það skringilegasta sem komið hefur fyrir Lindu er að hún lenti í árekstri fyrir rúmlega fjór- um árum. Þetta var ekkert merki- legur árekstur í sjálfu sér. Hún missti ekki fót eða hönd eða þurfti að vera í hjólastól. Hún fór ekki einu sinni á slysó heldur bara heim til sín og hélt jól, þetta var á aðfangadag. Seinna um kvöldið fór hún að vísu að finna fyrir verk í hálsi og það varð ljóst að hún hafði fengið hnykk á hálsinn. I eitt og hálft ár var hún svo með djúpan hausverk og slæmt minni. Eftir læknisrannsóknir var ljóst að hún hafði fengið högg á mænu- kylfuna og virkilegan hálshnykk. Það rosalegan að hún man ekki neitt eftir þessu eina og hálfa ári. Nú er allt komið í lag og Lindu þykir ekkert rosalega gaman að ræða um þetta þar sem fólk á oft erfitt með að skilja að í þetta eitt og hálft ár var hún, þó hún muni ekki eftir því, ósköp venjuleg. Hún sá um börnin sín, hitti gamla bekkjarfélaga úti í búð, eignaðist dóttur og var bara svona eins og íslendingar eru yfirleitt. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það vantar eitt og hálft ár í minni hennar. „Lífið mitt breyttist mikið eftir þessa upplifun. Hún hefur áhrif á það hvemig maður nýtir lífið,“ segir Linda og bætir því við að hún fái alltaf í magann þegar hún heyri í fréttum að árekstur hafi orðið á Hringbraut eða einhvers staðar og enginn hafi slasast. „Eft- ir þetta hafa aðrir erfileikar ekki fengið neitt á mig. Þessi reynsla var erfiðara en nokkuð annað sem ég hef upplifað og gerir flest að smámunum." En varstu ekki líka áberandi íþróttakona á sínum tíma? „Jú. Ég var í frjálsum og þá að- allega í hástökki." Einhver verölaun? „Já, já,“ svara Linda og virðist ekki alveg tilbúin í að gaspra neitt um það. Mörg? „Já, já. Þegar ég keppti gekk mér mjög vel. Ég varð Islands- meistari í hástökki og eitthvað svona. En þetta var áður en ég eignaðist böm og ég hef eiginlega ekki hreyft mig síðan ég eignaðist þau. En núna er ég mikið á skaut- um því sonur minn er með ís- hokkí-æði.“ Það verða lokaorð þessarar sjálfstæðu móður sem stundar ís- hokkí. -MT 8 f Ó k U S 29. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.