Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 9
Wimmeband í öllu sínu veldi. Jojkið kemur af sjalfu sér En hvað er jojk? Líkt og jóðl er aðalstuðið í Ölpunum er jojk- ið aðalstuðið hjá Sömunum. Og þar er litið alvarlegum augum á jojkið - „Jojk er ekkert djók,“ segir Wimme, grafalvarlegur. „Þetta er ákaflega tilfmninga- þrunginn söngur og sérhverjum hluta hans er ekki beinlínis stjómað heldur kemur jojkið af sjálfu sér.“ Jojk er yfirleitt framið án hljóðfæra en framúr- stefnu-jojk Wimmes er svo smekklega samtengt hljóðfæra- leiknum að jafnvel fólk sem ekki veit hvað jojk er getur náð því og notið þess. Éins og svo margir Samar var Wimme búinn að gleyma upp- mna sínum. Hann hafði flust til Helsinki og vann þar hjá ríkisút- varpinu. „Þar fann ég spólur með hefðbundnu jojki, m.a. ann- ars með náfrændum mínurn." Þetta var árið 1986 en fyrsta skref Wimmes á útgáfubrautinni var stigið með plötunni „Wimme" árið 1995. Hann varð strax óskapoppari blaðamanna og hefur verið linnulítið á tón- leikaferðalagi síðan, um alla Evrópu, í Bandarikjunum og er vinsæll í S-Afríku. Fyrir sóló- plötuna hafði Wimme sungið á plötu Hectors Zazou, „Songs From the Cold Seas“ (þar söng Björk einnig „Vísur Vatnsenda- Rósu“) og hann hafði verið í samstarfi með sænska þjóðlaga- bandinu Hedningama á tveim plötum. Þá hafa finnsku böndin RinneRadio (spilar teknódjass) og Waltari (spilar hart rokk) not- að rödd hans í eigin tónlist. Önn- ur sólóplata Wimmes heitir „Gierran" og kom út 1997. Þar nýtur hann aðstoðar meðlima Rinneradio og þrír hljóðfæra- leikarar úr þeirri grúppu verða með honum á tónleikunum í Norræna húsinu. Óhætt er að mæla með tón- leikum Wimmes á laugardaginn því samískt tekknó-jojk er ekki beinlínis á boðstólum á hverjum degi og þetta er seiðandi og spennandi tónlist. Hér er á ferð óhefðbundinn samruni hins gamla og nýja sem tekknó-bolt- ar, ambient-lið, heimstónlistar- fólk og rokkrumar ættu að geta notið saman. Tónleikarnir byrja kl. 20.30. -glh Samíska stórstjarnan Wimme Saari á íslandi: Jojk er srl djó Það hafa staðið yfir Samadag- ar í Norræna húsinu og annaö kvöld getur fólk fengið nokkuð ferskan smjörþef af menningu Sama því frægasti poppari Sam- anna mætir ásamt hljómsveit og heldur tónleika i Norræna hús- inu. Hér ræðir um s ö n g v a r - ann/jojkarann Wimme Saari og hand hans, Wimmeband, sem blandar s a m a n hefð- Wimme Saari tekknó-jojkar I hefðbundnum Samabúningi. bundinni jojk-menningu Sam- anna, spuna og rafrænni til- raunamennsku í spennandi graut sem kannski mætti kalla einhvers konar heimstónlistar- tekknó. Wimme er fertugur og fæddist í bænum Kelottijárvi í norðvest- urhluta finnska hluta Lapp- lands. Hann hefur þróað hinn hefðbundna jojk-söng Samanna í nýjar áttir og segist vera undir jafnmiklum áhrifum af hljóð- inu í flugvélarhreyfli eða utanborðsmótor og af gnauði vindsins. „í jojki mínu eru áhrif af hefðbundnu jojki,“ segir Wimme. „Það er sama raddtækni og hálsbeiting en tónlistin sem fylgir með er af allt öðr- um meiði. Litir og mynstur birtast í mér uppi á sviði og ég læt það leiða mig áfram. Á mín- um heimaslóðum segir að ég hafi komið fram með nýjan jojk-stíl. Ungt fólk kann vitaskuld best að meta þennan stíl en eldra fólk kemur líka oft til mín og þakkar mér fyrir það sem ég er að gera.“ GEISLAPLÖTUR • MYNDBÖND • TÖLVULEIKIR Metalllca - Garage Inc. 2 geislaplötur^Sö9-WT Tilboð 1.599 kr. í Perlunni 28. janúar til 7. febrúar. Opið al Tilboð dagsins! Fatboy Slim - You ve Conte a Long Way, Baby Geislaplata 2J099*r Tilboð 1.399 kr. Titanlc- myndbandið Myndband 2^99dffT Tilboð 999 kr. P E R L A N Sími 552 1859 30.000 titlar á frábæru verði! Gífurlegt úrval af klassískrí tónlist 29. janúar 1999 f Ókus 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.