Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 12
Verzlingar og MH-ingar hafa lengi þótt vera ólíkt fólk. Um dagana hafa nemendur í Hamrahlíðinni haft orð á sér fyrir að vera frjálslegir í klæðaburði, huga mikið að listum og kjósa rautt. í nágrannaskólanum Verzló hefur allt annað verið upp á teningnum. Þaðan koma hægri- sinnaðir ungpólitíkusar, viðskipta- og embættismenn í virðulegum klæðnaði. Fókusi lék forvitni á að vita hvort menning þessara skóla væri virkilega ennþá svona ólík og vatt sér á vettvang í því skyni að skoða klæðaburðinn, því fötin segja svo margt um þann sem í þeim gengur. smart. Líklega ástæðan er sú að þar eru listatýpumar en bisnessfólkið er hér í Verzló." Þegar Fókus spurði Verzling- inn Pétur Árna hvernig hann myndi klæða dæmigerðan MH- ing, sagði hann: „MH-ingar eru nú ekki vel til fara, þannig að ég myndi setja hann í skræpótta skyrtu, soldið rifnar og snjáðar gallabuxur og illa farna íþróttaskó. Þannig myndi ég aldrei klæða mig sjálf- ur.“ Yfirborðssnobb Þá hafa MH-ingar ekki síður skoðanir á nábúum sínum í Verzló og eru ekki alltaf hrifnir. Stelpurnar segja kynsystur sín- ar í Verzló til dæmis ekki kunna að mála sig. „Sumir halda að við hérna í MH notum ekki snyrtivörur. Það er ekki rétt. Málið er að við kunnum að fara með þær og lít- um eðlilega út. Þær í Verzló virðast nota verri snyrtivörur og kunna ekki að mála sig. Þess vegna sést langar leiðir að þær eru kafmálaðar," segir Ólöf Helga úr MH og vinkona hennar bætir við að það sé rétt að það sé „I dag er ég í einskonar tannlæknaaðstoöarkonuskyrtu. Þetta gæti líka verið prestsskyrta, kraginn er þannig. En ég veit ekki alveg hvernig ég eignaðist hana. Hún var bara allt í einu í fataskápnum mínum,“ segir Ólöf Helga Arnaldsdóttir, 19 ára MH-ingur. Á nefi hennar eru stór gleraugu með rauðri plastumgjörö og aðspurð af hverju hún vilji vera með svo áberandi gler- augu segir hún: „Það er ekki viljandi. Spangirnar eru rauðar af því að rauö- ur er uppáhaids liturinn minn. Fyrir vikiö verða þau áber- andi en það er alveg óvart.“ Ólöf er líka í sokkabuxum og hnésíðu pilsi. Hún segir að það fari eftir því í hvernig skapi hún er hvort hún nenni að hugsa mikiö um hverju hún klæð- ist. Og í hvernig skapi er hún í dag? „Ég er í klínkuskapi." mikill munur á stelpum úr MH og stelpum úr Verzló. „Verzlóstelpurnar eru voða mikið í einfóldum fótum úr ógeðslega lélegum gerviefn- um en samt reyna þær að láta líta út fyrir að þær séu voða fín- ar. Svo sér maður fotin trosna á saumunum. Þetta er „simpill", leiðinlegur og einsleitur klæða- burður og alls engin gæðavara. Ef þær væru nú í flottum buxum úr æðislegum hör eða Merano peysu, væri þetta í lagi. Þá væri um alvöru stil að ræða. En þær ganga bara í einhverjum polyest- er peysum með verk- smiðjumunstri. Svo þykjast þær vera snobbaðar, en þetta er ekki alvöru snobb.“ MH-ingurinn Máni hafði að- eins eitt um málið að segja: „Strákamir i Verzló eru sætir. Mig langar að koma mér upp fötum eins og þeir eiga, svona þröngum og eggj- andi.“ Þeir eru ekki margir sem viðurkenna að þeir klæði sig eins og allir hinir í skólan- um. Hver og einn reynir að mynda sér sinn eigin persónu- lega stíl og kærir sig ekki um að ganga i nákvæmlega eins fotum og félaginn. Hvað sem því líður vill enginn stinga í stúf og fyrir vikið myndast hópur fólks í keimlíkum fotum, hópeinkennis- búningum. -ILK Flott Engir framhaldsskól- ar liggja eins ná- lægt hvor öðrum og Verslunarskóli íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Nemendur þessara skóla deila sjoppum og strætóskýlum, búa á sama svæðinu og eru á sama aldri. Þrátt fyrir allt er líklega hvergi eins mikill munur á nem- endum tveggja skóla. Að minnsta kosti hvað varðar lífs- stíl og fatasmekk. Þetta vita orð- ið margir, enda hafa MH-ingar fyrir löngu gerst frægir fyrir frjálslegan, frumlegan og oft frekar hippalegan klæðaburð. Verzlingar, aftur á móti, hafa lengi birst í hugum fólks sem ungir uppar í virðulegum fotum. Hafa fyrir vikið haft orð á sér fyrir að vera snobbaðir. En það er eins og við manninn mælt, unga fólkið raðast sitt hvorum megin við Kringlumýrarbraut og eftirleiðis er hægt að sjá á þeim langar leiðir hvom skól- ann þau völdu. Liðið er komið í skólabúninga, hvort sem því lík- ar betur eða verr. í þröngu hjá Skattinum Raunar eru það ekki eingöngu Verzlingar og MH-ingar sem koma sér upp slíkum einkennis- búningum. Þetta gerist víðar og ekki bara í framhaldsskólum. Starfsfólk fyrirtækja og stofnana myndar hópa og klæðir sig á svipaðan hátt og vinnufélagarnir. Það er til dæmis útilokað að sjá þröngt klædda ofurgellu á Skatt- stofunni eða leðurklæddan mann með hundaól um hálsinn á aug- lýsingastofu. í Háskólanum er og mikill munur á klæðnaði nem- enda. Fólkið í lagadeild klæðir sig einfaldlega ekki eins og fólkið í heimspekideOd og jafnvel er því haldið fram að þar sjáist utan á mönnum hvort þeir styðji Vöku eða Röskvu, séu hægri- eða vinstrisinnaðir í pólitík. Hægri- vinstri Verzlingar eru flestir hægrisinnaðir. í könnunum hefur komið í ljós að áttatíu prósent þeirra styðja Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir að helmingur nemenda sé ekki orðinn átján ára og hafi ekki kosningarétt. Á hinn bóg- inn virðast MH-ingar margir hverjir hallast til vinstri. Á veggjunum í Hamrahlíðinni hanga ótal kosningaauglýsingar frá frambjóðendum Samfylking- arinnar. I Verzló er þeim fleygt í ruslið jafnóðum og þær koma í hús. Verzlingurinn Hinrik kveðst meira að segja vera of mikOl kapítalisti í sér til að láta sér detta í hug að klæða sig á svipaðan hátt og MH-ingur. Hann er ekki hrifinn af þessum klæðaburði nágranna sinna og finnst hátterni þeirra vera yfir- borðskennt. „Mér hefur aOtaf fundist flest- ir MH-ingar vera á fullu við að reyna að vera öðruvísi en aUir aðrir. Reyna að vera eitthvað ekta og gefa sig svo út fyrir að vera það. Ég vil meina að enginn sé meira ekta en aðrir.“ Þessi skoðun á MH-ingum er algeng í Verzló. Þóra segir að þar snúist allt um að reyna að vera sem fríkaðastur og frá- brugðnastur öðrum. „Þannig er að minnsta kosti hinn dæmi- gerði MH-ingur, en auðvitað eru þeir misjafnir. Maður hefur á tO- flnningunni að flestir vOji að cdl- ir taki eftir sér og segi: „Vá, hvað þessi frikaður." í MH eru menn ekki að hugsa um aö vera „Ég kaupi flest fötin mín í Sautján og er byrjaður að fara svolítið í herrafataversianir. Ég er að verða stór strákur," segir Hinrik Ásgeirsson sem er 20 ára Verzlingur. Hann seg- ir líka að það sé mjög breyti- legt í hverju hann er. Vill meina að hann sé frekar óhefðbundinn maður. „í dag langaði mig að vera í þægilegum fötum og fór þess vegna í íþróttagalla." Hinrik segist hugsa mikiö um í hverju hann gengur og þegar hann velur föt hefur hann helst í huga að litirn- ir passi saman. „Uppáhaidslit- irnir mínir eru svartur og hvítur. Mér finnst auðveldast að vinna úr þeim. Það gengur ekki að vera í einhverju rosalega mis- litu og litríku.“ f Ó k U S 29. janúar 1999 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.