Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 14
myndlist Opnanir Gallerí Geyslr: Stefán Slgvaldl Krlstlnsson, fjölfatlaöur myndlistarmaður, opnar sýningu slna á morgun kl. 16. Sýningin er opin virka daga frá kl. 8-22, föstudaga 8-19 og laugar- daga 12-18. Gallerí Sævars Karls: Vonarstjarnan Gabríela Frlðrlksdöttlr opnar sýningu á morgun kl. 14. Stöðlakot, Bókhlöðustíg: Guðmundur Oddur Magnússon opnar sýningu á morgun kl. 15 (sjá nánar bls. 22). Opið daglega frá 14-18. Llstasafn ASÍ. Á morgun kl. 15 opnar Guð- björg Lind Jónsdóttlr sýningu á málverkum sínum sem eru unnin I olíu, ýmist á striga eða tré. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Síðustu forvöð Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14: Samsýning 15 listamanna I baksal. Sýningin ber nafnið Frost og funi. Sýningunni lýkur á sunnudag- inn. Menningarmiöstööin Gerðuberg: Sýning á lit- rikum málverkum Bretans Alans James á neðri hæðinni. Sýningunni lýkur á sunnudag- inn. Nýlistasafnlð, Vatnsstíg 3B, Reykjavík: Fysta sýning Nýlistasafnsins á árinu er samsýning fimm þýskra listamanna og eins listamanns frá Frakklandi. Sýningin ber yfirskriftina Nord Sud fahrt eða Norðurleið - Suöurleið. Sýning- in er opin daglega fram á sunnudag. Aðrar sýningar Norræna húslð: Listasýningin „GEAIDIT" - Sjónhverfingar. Fimm samiskar llstakonur. I anddyri: „Samar í byrjun aldarinnar", Ijós- myndir eftir Niis Thomasson. Samískur list- iðnaður. Gallerí Ingólfsstræti 8: Sýning á verkum Ás- gerðar Búadóttur. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18. Kjarvalsstaðlr, Flókagötu: Kjarvals- sýningin „Af trönum meistarans“, með verk frá síðari æviár- um Kjarvals. Mál- verkiö „Sjón er sögu rikari', sem er I eigu danska ríkisins, er á sýningunni. Á Kjar- valsstööum sýnir Einar Garlbaldl einnig verk tengd Imynd Kjarvals og Brltt Selvær sýnir textílverk. Kringlan: Sýning á grafik og grafikvlnnu- brögðum. Sýningin verður I sýningarrými Gall- eri Foldar og Kringlunnar á annarri hæð, gegnt Hagkaupi. Mokka: Sýning á verkum Haraldar Karlsson- ar. Hann sýnir kristallaðar hveramyndir unnar úr islenskum hveraefnum. Á sýningunni er einnig að finna hljóðverk sem unnið er út frá hveramyndunum og hlusta má á I heyrnartól- um. Hallgrímsklrkja: Þorbjörg Höskuldsdóttlr er með sýningu I anddyri kirkjunnar. Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15: Svelnbjörn Halldórsson sýnir ollumálverk og skúlptúra sem hann kallar Tré og uppsprettur. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar: Sýning á útsaumi Kaffe Fassett. Gallerí, Skólavörðustíg 8: Ásgeir Lárusson hefur opnað vinnustofu og gallerí og mun hann vinna þar að myndlist fram á vor en þá verður húsnæðið rifið. Opið verður alla daga frá kl. 13-18. Kafflstofan Lóuhrelðrlnu, Laugavegi 59: Bessl Bjarnason er með sýningu. Á sýning- unni eru 12 vatnslitamyndir og ein akrýl. Sýn- ingin er opin frá kl. 9-18 virka daga en kl. 10-16 á laugardögum. Imexzra. á.) www.visir.is ÆMriíi liífW&M Það var mikið að gerast í ís- lensku músiklífi í byrjun febrúar 1965. Sunnudaginn 7. kom Louis Armstrong og hélt vel sótta tón- leika með tíu manna sveit og dag- inn eftir lenti fyrsta erlenda bítla- sveitin á Keflavíkurflugvelli, The Swinging Blue Jeans. Þeir fengu stórkostlegar viðtökur á íslandi og æstir krakkar þustu út á völl með „Welcome to Iceland" borða. Bandið var þó á fallandi flugi heima fyrir í Bretlandi, hafði sleg- ið í gegn með „Hippy hippy shake“, en Bítlamir vom hrein- lega að valta yfir þá i vinsældum, eins og flestar aðrar hljómsveitir. Bítlþyrst íslensk ungmenni gerðu sér þó mat úr „bláu sveiflubuxun- um“ og fullt var á sex tónleika þeirra í Austurbæjarbíói 9. til 11. febrúar. Á þessum tímum settu menn ekki fyrir sig að spila í akkorði og því voru tveir tónleik- ar á kvöldi, sem hófust kl. 7 og 11.15. Haukur Morthens kynnti á tónleikunum, en Hljómar og Tempó hituðu upp. Sáu enga eskimóa í mars komu bítlamir í The Searchers og gekk vel. Hljómar voru að spila með og meðlimum Searchers leist vel á þá og sérstak- lega lagið Bláu augun þín. Vildu þeir kaupa lagið með húð og hári af Gunnari Þórðarssyni, en hann hafði vaðið fyrir neðan sig og sagði nei takk. Um haustið komu Brian Poole and The Tremeloes og spil- uðu á þrennum tónleikum í Há- skólabíói. Spenningur æskunnar var þó takmarkaður, enda var von á einum stærstu stjömunum tveim vikum síðar, sjálfum stórstjömun- um í The Kinks. Vísir taldi þó The Tremeloes hafa gersigrað áhorf- endur með, „fjömgum „beat“ lög- um og eldheitum trúarsöngvum". StrákEirnir vom dregnir á sinfóníu- æfmgu og þar sagði Dave Munden trommuleikari að eflaust væri til fólk sem hefði gaman af „svona tónlist". Félögunum fannst leitt að hafa ekki séð neina eskimóa hér á landi, en ætluðu í staðinn að taka með sér tvö hreindýr og færa dýragarðinum í London að gjöf. Tónlistarmenn íslenskir voru hrifnir af leik Tremeloes-strák- anna, m.a. lét Pétur Östlund, þá trommari Hljóma, hafa eftir sér að þetta væri „fyrsta erlenda hljómsveitin sem ég hef heyrt og ekki orðið fyrir neinum vonbrigð- um með.“ arinnar á Norðurlöndunum, en verslunin Þöll auglýsti að The Kinks-veifurnar væm senn á þrot- um - „Tryggið ykkur veifur áður en það verður of seint.“ The Kinks lentu seint á mánu- deginum og reytingur af bítlum tók á móti þeim með borða. Bandinu var smyglað „með stíl“ niður á Hótel Borg og strákarnir fóru snemma að sofa, dauðþreyttir eftir ferðina og lætin. Morg- uninn eftir var blaða- maður Vísis mættur á Borgina og hitti fyrir bassaleikarann Pete Quaife, sem var að eta þorsk með umboðs- manninum (kallaður ,,pabbi“). Þeir töluðu um frægðina og lætin í kringum bandið - „I Svíþjóð urðum við að hætta eftir fyrstu fjögur lögin,“ rifjaði Pete upp - en svo komu íslenskir bítlar og fóru að liggja á rúðunum; „Litlir lubbar börðu á gluggann“, seg- ir Vísir, „Pete setti totu á munninn og hristi á sér hárið. Svo fór hann út og gaf lubbunum eig- inhandaráritun." Bláar sveiflubuxur: fyrstir erlendra bítlasveita á ís- landi. Lubbum gefin eiginhandar- áritun Spenningurinn fór stigmagnandi fyrir Kinks-tónleikana, en bandið átti að lenda mánudaginn 13. september. Blöðin mæltu með að íslenskir unglingar yrðu ekki með læti og sögðu frá slösuðum tónleikagestum sem höfðu troðist undir i ruðningi á tónleikum sveit- Á þessum árum kunnu popparar að klæða sig: The Kinks í Austurbæjarbíói 1965. Móttökunefnd unglinga á Keflavík- urflugvelli. Fyrsta súperbandið á ísiandi The Kinks héldu átta tónleika á Islandi, alla í Austurbæjarbíói (nú Bíóborgin), tvo á kvöldi (kl. 7 og 11). Smápollamir í Bravó frá Akureyri og unglingasveitin Tempó hituðu upp. Eftir hvert kvöld myndaðist tryllt stemming fyrir utan bíóið þeg- ar ferja átti Kinks niður á hótel. Lubbamir lágu á rútunni æpandi og gólandi í geðshræringu og lögreglan átti fullt í fangi með að halda vemd- arhendi yfir Kinks og koma þeim órifnum í rútuna. Yngri og uppburð- arminni krakkar foldu sig skjálf- andi á bakvið grindverk róluvallar neðan við bíóið, skíthræddir við lætin og lögguna. Baldvin Jónsson flutti Kinks inn: „Ég flutti Herman’s Hermits inn líka, en Kinks var hápunktur- Það hefur hellingur af erlendum popp- urum tyllt niður fæti ^ á íslandi og tekið iagið fyrir æskuna. < Fyrsta bítiahljóm- sveitin sem kom var The Swinging Blue Jeans. Hún kom í febrúar 1965. Nær ósiitið síðan hafa erlendir popparar mætt á klakann, i spilað, dottið í það og reynt við íslenskar steipur. ( Hér - og í næstu blöðum - tekur Fókus vísindalega á málunum, rekur söguna og spyr: Hvernig var stemningin og * hvað gerðu popp- ( ararnir á íslandi? •**•*•*•** i inn á þessu. Eg réði þá sex mánuði fram í tímann svo þeir voru orðnir heitasta bandið í Englandi þegar þeir komu hingað. Svo munaði tveim dögum að Rolling Stones kæmu líka, en við misstum af þeim af því að þeir fengu tilboð frá Amer- íku. Það varð uppselt á Kinks á þremur dögum því á þessum tíma var ekkert að gerast, ekkert sjón- varp eða annað sem truflaði. Aust- urbæjarbíó tók ekki nema um 800 manns svo það var útilokað að ná I inn nægum tekjum með einum tón- leikum á kvöldi. Ég fór því fram á það við Kinks að þeir spiluðu ( tvisvar í 45 mínútur í stað einna 90 mínútna tónleika á kvöldi. Það var dýrast að leigja bíóið á níu sýningu svo við héldum tónleikana kl. 7 og 11 og svo var græjunum bara rótað út fyrir bíósýninguna kl. 9 og aftur inn þegar henni lauk. Þetta voru 14 f Ó k U S 29. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.