Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Page 28
V I K I N ( LtTTC •Jfeí ^ - vinna .Jfc/ri rJíLjy-Uky Jóhanna FRETTASKOTIÐ SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1999 vinsælust „Ég er afar þakklát fyrir þennan stuðning, sem er sterk vísbending jim að fólk vilji sjá mig í forystu Samfylkingarinn- ar,“ sagði Jó- hanna Sigurðar- dóttir alþingis- maður, sem hef- ur afgerandi stuðning sem leiðtogaefni Sam- fylkingarinnar samkvæmt skoð- anakönnun DV. „Ég fann mjög fyrir þessum straumum í prófkjörinu. En þrátt fyrir niðurstöðu þessarar skoðanakönnunar er ekkert sjálfgef- ið að ég verði leiðtogi Samfylkingar- innar. Þar koma margir til greina.“ Ekkert áfall * „Mér finnst þetta mjög eðlileg nið- urstaða í kjölfarið á glæsilegu próf- kjöri. Jóhanna kom afar sterk út úr prófkjörinu og það gerði Rannveig Guðmundsdóttir líka,“ sagði Mar- grét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubandalags- ins, í morgun. Margrét segir það af og frá að þetta ^sé persónulegt áfall fyrir sig að verða undir í skoðanakönnuninni, en fram til þessa hafa flestir bent á Margréti sem leiðtogaefni Samfylkingarinnar. „Það mun ekki steyta á því hver verður leiðtogi, milh okkar ríkir eng- inn skotgrafahemaður, heldur er allt í sátt og samlyndi okkar i miili,“ sagði Margrét ? morgun. -JSS/JBP Þingmennirnir Einar K. Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón Guðmundsson og Hjálmar Jónsson léku á als oddi við Kirkjutorg í gærdag. Steingrímur er greinilega enn sigurreifur eftir landsfund Græns framboðs um helg- ina en þar var hann kosinn formaður nýja flokksins. DV-mynd GVA Utflutningur á prestum Tveir prestar íslensku þjóðkirkj- unnar þjóna nú í prestaköllum í hér- aði rétt utan við London. Réðu þeir sig til starfans í anda nýs samkomu- lags sem þjóðkirkjan gerði við ensku biskupakirkjuna og kennt er við finnsku borgina Porvoo. í samkomu- laginu felst jafnframt að enskir prest- ar geta komið hingað til lands og fengið brauð. „Við búumst ekki við mörgum prestum úr ensku biskupakirkjunni því þeir kunna almennt ekki ís- lensku,“ sagði Þorvaldur Karl Helga- son biskupsritari. „Islensku prestam- ir tveir sem þegar eru famir era séra Þórir Jökull Þorsteinsson, sóknar- prestur á Selfossi, og séra Bjami Þór Bjamason sem þjónaði í Garðabæ." - Launin? „Þau em helmingi lægri hjá ensku biskupakirkjunni en þjóðkirkjunni okkar,“ sagði biskupsritari. -EIR Helmingur byggðar í Bolungarvík á snjóflóðahættusvæði samkvæmt nýrri úttekt: Risaskurður fyrir milljarð - er vörnin sem dugir. Kostar milljón á mannsbarn. Ekki til peningar, segir bæjarstjóri DV, Bolungarvík: DV-mynd HH Ný skýrsla um snjóflóðahættu í Bolungarvík upplýsir að um helming- ur bæjarins sé á hættusvæði vegna snjóflóða. Á þriðjudag komu sérfræð- ingar frá verkfræðistofunni Hnit og umhverfisráðuneyti til Bolungarvík- ur tii að kynna fyrir bæjarstjóm til- lögur að snjóflóðavömum sem tryggja eiga öryggi íbúa í Bolungarvík. Hug- myndir þessar gera ráð fyrir að risa- skurður, um kílómetri að lengd og 30 metrar á dýpt, verði sprengdur inn í fjallið fyrir ofan byggðina. Þar er ver- ið að tala um að fjarlægja þurfi um eina milljón rúmmetra af efhi og kostnaðurinn við verkið geti numið um einum milljarði króna. íbúar Bolungarvíkurkaupstaðar em 1023 og því yrði kostnaðurinn um ein milljón á hvert mannsbam í plássinu. Bolungarvfk. DV-mynd Hörður Allar hugmyndir að sjóflóðavöm- um í Bolungarvík og víðar styðjast við skilgreiningu á hættumati sem bæjarstjórar í Bolungarvík og á ísa- firði hafa gagnrýnt sem of strangar skilgreiningar. I út- reikningum sérfræð- inga varðandi Bolung- arvík mun vera gert ráð fyrir því að aftaka- flóð geti fallið yfir vem- legan hluta byggðarinn- ar, þar sem 487 Bolvík- ingar búa í dag. Vegna legu byggðarinnar, sem teygir sig upp í hlíðina ofan við bæinn, er talið erfiðleikum bundið að koma við vömum á borð við vamargarða eins og gert var á Flat- eyri. Því er þessi hugmynd uppi um að grafa gríðarlegan skurð sem taka á við öllu sem úr fjallinu getur falhð. Sem dæmi um dýpt skurðarins þá myndi ekki nema um helmingur af Hallgrímkirkjutuminum í Reykjavík ná upp úr honum. Ólafúr Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að séu þessir út- reikningar réttir, þá sé hættusvæðið i Bolungarvík mun víðtækara en menn hafi áður ímyndað sér og það hafi því verið vanmetið árum saman. Sagði hann að þessar hugmyndir yrðu kynntar á fundi með íbúunum í lok febrúar og í framhaldi af því þyrfti að taka póhtíska ákvörðun í málinu í sátt við íbúana. Þetta væri líka sam- viskuspuming um meðferð íjármuna í þjóðfélaginu. Varðandi kostnaðarhlutdeild bæjar- félagsins í slíkri mannvirkjagerð sagði Ólafúr að þeir fjármunir væm einfald- lega ekki fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin verði að greiða 10% af kostnaðinum, sem yrði í þessu til- fehi 100 milljónir króna. -HKr. Kvótalausir hóta veiðum Ekið á veg- faranda Ekið var á gangandi vegfaranda á Brúnavegi í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild þar sem hann hafði rifbeinsbrotnað og slasast á höfði. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur og var færður til yfirheyrslu hjá lög- reglunni í Reykjavík. Nokkrar um- ferðartafir urðu vegna óhappsins , __við nærliggjandi götur. -hb „Menn em að stilla strengi sína hér úti á sjó og mér sýnist stefna i að kvótalausir bátar streymi á miðin og hefji veiðar. Það er annaðhvort að leggja bátunum eða veiða,“ sagði Ingvi Harðarson á Hrafnsey frá Homafirði í samtah við DV í gær. Ingvi lá þá í símanum og talstöðinni og var í stöðugu sambandi við félaga sína sem annaðhvort era kvótalausir eða eiga lítinn kvóta eftir. „Þetta gengur ekki lengur, gremjan er búin að krauma undir niðri svo lengi út af þessari kvótavitleysu að nú hlýtur að verða sprenging áður en langt um líð- ur.“ Félagi Ingva er Viggó Einarsson á Ingileif frá Hofsósi og era þeir sam- mála um að þessi bræðingur, að hefja veiðar án kvóta, eigi upptök sín á Suð- umesjum en þar séu margir kvóta- lausir netabátar. „Stórútgerðimar era að gera okk- ur ókleift að róa með því að sprengja upp verð á Kvótaþingi með alls kyns marklausum tilfærslum. Verðið er orðið allt of hátt og þegar meira en frmmtíu prósent af veltu okkar er far- inn í kvótaþingið er þetta ekki hægt lengur. Nú stefnum við á haf út og veiðum, það er ekkert annað eftir,“ sagði Ingvi á Hrafnseynni. Viggó og Ingvi sögðu það myndi skýrast um jniðja vikuna hversu margir neta- og dragnótabátar tækju þátt í kvótalausu veiðunum. Að lík- indum yrðu þeir á milli tuttugu og þrjátíu: „Helst vildi ég sjá þá enn fleiri," sagði Ingvi. -EIR = = = Ingvar j P=g Helgason hf. StrrnrlmíOa 2 Simi 525 SOOO WU’U'.ili.is Veðrið á morgun: Rigning eöa súld Á morgun verður sunnan stinningskaldi eða ahhvasst og víða rigning eða súld, en hægari og úrkomulítið norðaustan til. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.