Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Qupperneq 4
Kynlíf Tómstundir
Samkvæmt skoðanakönnun DV finnst landsmönnum vinir og fjárhagslegt 1.514 stig 543 stig
>
''<£ 28,4% 27,1% 25
8,6%
Ol
7%
10,2%
Oa
l.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti
öryggi eftirsóknarverðari en áhugaverð atvinna. Og þetta þrennt er allt
mikilvægara í lífinu en kynlíf - að ekki sé talað um tómstundir. Áhu
undanfómum árum - þá kemur
það ekki sterkt út úr þessari
könnun. Aðeins 5,7 prósent karla
og 2,2 prósent kvenna settu kynlíf
i fyrsta sæti. 12,5 prósent karla og
11,6 prósent kvenna settu það í
annað sætið. Það má sjá af þessu
ákveðna togstreitu milli kynj-
anna, sem mikið hefur verið látið
með í gegnum aldirnar - karlar
em spenntari fyrir kynlífi en
konur. Það kom fram í könnun-
inni að mun fleiri höfuðborgark-
arlar en landsbyggðarkarlar settu
kynlíf í fyrsta sæti eða 8,6 prósent
á móti 2,8 prósentum. Það var
hins vegar ekki merkjanlegur
munur á milli kvenna eftir bú-
setu. Og togstreitan sem minnst
var á áðan er þéttbýlisvandi. Á
landsbyggðinni er gott jafnvægi á
milli kynlífsáhuga kynjanna. 2,8
prósent karla og 2,9 prósent
kvenna á landsbyggðinni settu
kynlíf í fyrsta sæti og skulum við
vona að þetta fólk flnni hvað ann-
að.
Svona lítur
skipting milli mik-
ilvægis þáttanna fimm
út ef ákveðinni stigagjöf er beitt
á niðurstöður könnunarinnar. Ef reiknað
er með að hver þáttur fái 15 stig fyrir
fyrsta sæti, 7 stig fyrir annað sætið, 3
stig fyrir þriðja sætið, 1 stig fyrir fjórða
sætið en ekkert fyrir fimmta sætið er
niðurstaðan sú að vinirnir fá 34,8 pró-
sent atkvæða en fjárhagslegt öryggi
34,2 prósent. Áhugaverð atvinna, kynlíf
og tómstundir fá mun færri stig.
konur) settu tómstundir í fyrsta
sæti en 61 prósent (340 þátttak-
endur) skipuðu þeim í síðasta
sætið. Þetta er mjög athyglisverð
niðurstaða og á skjön við það sem
halda mætti af umræðu undan-
farinna áratuga. Og þó. Þegar töl-
ur um hvemig fólk ver tíma sín-
um eru skoðaðar kemur nefnilega
i ljós að sjónvarpið hefur étið upp
styttingu vinnutímans frá
stríðslokum. Ef fólk hefði skipað
tómstundunum ofar á listann
hefði það því í raun verið að segja
að sjónvarpið væri það mikilvæg-
asta í líflnu.
42,2%
29,4%
■ rfl
■ 14,9%
ri~} 6,3% 7.2%
Jl LJl LIÍ Qs Wm
l.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5-sæti
Tómstundir tómlegar
Eitt helsta baráttumál verka-
lýðshreyfingarinnar á Vestur-
löndum er stytting vinnutímans.
Hugmyndin að baki þessari kröfu
er að vinnan sé böl og fólk þurfl
aukinn tíma til að lifa hinu raun-
verulega lífl utan vinnutímans.
íslendingar virðast ekki ginn-
keyptir fyrir þessum rökum. í
könnun DV kom fram að tóm-
stundir eru síður en svo mikil-
vægar í lífi þeirra. Aðeins 1,1 prð-
sent þátttakenda (3 karla og 3
Fjárhagslegt
öryggi
vs. hugnyggja
Því hefur verið haldið fram að
við lifum á miklum efnishyggju-
tímum. Þrátt fyrir að vinimir
lendi í fyrsta sæti í þessari könn-
un þá stangast niðurstöður könn-
imarinnar síður en svo á við
þessa fullyrðingu. í raun er það
undarlegt að einhver skuli frem-
ur búa við efnahagslegt öryggi en
eiga vini því uppsöfnuð speki
mannkynssögunnar kennir að
vinátta geri menn hæfa til að lifa
af flesta óáran - jafnvel efnahags-
legt óöryggi. Það verður líka að
teljast merki um efnishyggju að
áhugaverð atvinna mali tóm-
stundirnar í þessum samanburði.
Auðvitað eiga margir þeirra sem
settu áhugaverða atvinnu ofar-
lega sér þann draum að vinna við
áhugamál sín en vond útkoma
tómstunda bendir til að flestir
vilji verja tíma sínum þannig að
það hafi einhvem efnahagslegan
tilgang. Vond útkoma kynlifsins
verður líka fremur að reiknast
sem tap fyrir hughyggju en tap
efnishyggju, því þótt kynlífið sé
að stóm leyti holdlegt sport þá á
það sér sterkari huglæga hlið
en efliislæga.
EN ÞÚ, ORIM? ERT bó GÖMUL 5
OÚ ÞÚ EKT POTTl»ÉTT GÖMUL sÁk
SAL?
JÁ JA ELSK.AN MÍN 6Ó£>A, ÉG £*
MJÖS GÖMUL SÁu...
HUN Eft OROKM 5V0 GÓMUL AÐ HÚN
ER ElGtNLEGA WÁLSTUM WÍ DAUfi
Vinir og peningar
mikilvægari en kynlrf
einnig) fyrsta sætið. Rúmlega 12
prósentum fleiri konur töldu vin-
skapinn mikilvægari en fjárhags-
legt öryggi. Það vora hins vegar
tæplega 3 prósentum fleiri karlar
sem völdu fjárhagslega öryggið
frekar en vinina - það eru því
enn til góðir skaffarar meðal
karla. En þar sem munurinn hjá
körlunum var minni en hjá kon-
um þá unnu vinimir keppnina.
Vinskapurinn er mikilvægastur
af þessum fimm þáttum.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar DV er jafnalgengt
að landsmenn nefni vini og fjár-
hagslegt öryggi sem það mikil-
vægasta í lííinu. Karlar eru jafn-
klofnir í afstöðu sinni til þessa og
konur og sömuleiðis fólk á höfuð-
borgarsvæðinu og það sem hýr í
hinum dreifðari byggðum. Og það
má heldur ekki finna mikinn
mun milli þessara hópa í afstöð-
unni til vinnunnar, kynlífs og
tómstunda. í öllum hópum var al-
gengast að áhugaverð atvinna
lenti í þriðja sæti, kynlífið í
fjórða og tómstundir í fimmta.
Það er því ekki mikill munur á
verðmætamati fólks eftir kynjum
eða búsetu. Hópamir eru allir
meira og minna eins - það er fólk-
ið innan þeirra sem er ólíkt.
Það er ef til vill rétt að benda
fólki á að könnuninni var ekki
ætlað að leiða í ljós hvað lands-
mönnum þætti mikilvægast í líf-
inu. Vísvitandi var þáttum eins
og góöri heilsu, barnaláni og fjöl-
skyldu sleppt út. Þátttakendur
fengu aðeins að raða fimm þátt-
um upp í mikilvægisröð: vinum,
áhugaverðri atvinnu, kynlífi,
tómstundum og fjárhagslegu ör-
yggi. Könnunin segir því aðeins
til um samanhurð á mati lands-
manna á mikilvægi þessara þátta.
Og fólki fannst þetta auðsjáanlega
skemmtilegur leikur. Af 600
manna úrtaki tóku 93 prósent
þátt í leiknum - svarhlutfall sem
er fátítt að sjá í könnunum.
44,2%
Vinirnir mikilvægastir
Af þessum fimm þáttum lentu
vinimir oftast í fyrsta sæti, rúm
44 prósent landsmanna sögðu þá
mikilvægari en hina þættina
fjóra. Fjárhagslegt öryggi kom
fast á hæla vinanna með rúm 42
prósent í fyrsta sæti. Það voru
konurnar sem tryggðu vinunum
(og að sjálfsögðu vinkonunum
Fjárhagsleat
öryggi mikilvægt
Eins og áður sagði völdu flest-
ir karlar fjárhagslegt öryggi í
fyrsta sæti en vinirnir komu fast
á eftir. Landsbyggðarkarlar voru
örlítið harðari á því en höfuð-
borgarkarlar að fjárhagslegt ör-
yggi skipti meira máli en vinirn-
ir. Fjárhagslegt öryggi varð hins
vegar í öðm sæti meðal kvenna.
Vinirnir höfðu betra forskot á
öryggið meðal landsbyggða-
kvenna en þeirra sem búa á höf-
uðborgarsvæðinu.
Fjölmargar kannanir hafa
sýnt fram á að ekkert samhengi
sé á milli peninga og hamingju,
fólk verður ekki hamingjusam-
ara þrátt fyrir að það eignist
pening. Hugsanlega vildi ein-
hver túlka svar þeirra sem settu
fjárhagslegt öryggi í fyrsta sæti
sem misskilning, fákunnáttu í
lífinu. Það ber hins vegar að
benda á að spurt var um fjár-
hagslegt öryggi ekki auðlegð.
Hugsanlega lögðu sumir þann
skilning í fjárhagslegt öryggi að
það væri að eiga alltaf nóg af
peningum til að uppfylla £illar
óskir og langanir en hugsanlega
áttu flestir einfaldlega við að
þeir vildu vera lausir við nag-
andi ótta við að eiga hvorki í sig
né á.
(— 31,6% 33,6%
18,9%
l.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti
Áhugaverð atvinna
skiptir máli
Tiltölulega fáir sögðu að áhuga-
verð atvinna væri mikilvægust af
þessum fimm þáttum eða tæplega
9 prósent af heildinni. Vinnan
lenti hins vegar næstum jafhoft
og fjárhagslega öryggið og vinirn-
ir í öðru sæti. Þetta þýðir að það
var álika algengt að þeir sem
settu vinina í fyrsta sæti veldu
áhugaverða vinnu eða fjárhags-
legt öryggi í annað sæti.
Þegar einstakir hópar em skoð-
aðir kemur í ljós að fleiri höfuð-
borgarkonur (8,6 prósent) og
landsbyggðakarlar (11,3 prósent)
setja áhugaverða atvinnu í fyrsta
sæti. Færri höfuðborgarkarlar
(7,9 prósent) og landsbyggðakon-
ur (6,6 prósent) setja vinnuna í
fyrsta sæti.
Það má velta fyrir sér sam-
henginu á milli fjárhagslegs ör-
yggis og áhugaverðrar vinnu. Það
er augljóst að fólk gerir mun
meira úr því fyrrnefnda. Það
mætti því draga þá ályktun að
það væri tilbúið að fórna því að
vinnan væri áhugaverð svo fram-
arlega sem það fengi vel borgað.
Kynlíf ekki mikilvægt
Þrátt fyrir að kynlíf sé áber-
andi í samfélaginu - það má jafn-
vel segja að ákveðin kynlífsbylt-
ing hafi átt sér stað í Reykjavík á
f Ó k U S 12. febrúar 1999