Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Qupperneq 8
4. desember
í Reykiavfk
„Föstudagshandtakan" í Tvíhöfða er frægasta
útvarpsþáttaratriði síðasta árs. Verkfærið í atriðinu var
Jón Atli Jónasson, betur þekktur sem Rödd Guðs á X-inu.
Hann samþykkti að rekja glæpasögu sína sem leitt hefur til
kæru og viðurnefnisins: Hættulegasti maðurinn í Reykjavík.
En Jón vill taka það fram að hann er ekki hættulegur og að
innst inni sé hann væminn og hlýlegur ungur maður. Og ef
litið er á glæpaferil Jóns má glögglega sjá að hann er ekki
annað en afurð þess sjúka samfélags sem hann lifir í. Sjálfur
vill Jón titla sig fjöllistamann og segir að föstudags-
handtakan sé listviðburður, gjörningur sem hann og
félagarnir í Tvíhöfða buðu upp á á síðasta ári.
„Alþingismálið er hjá Ríkis-
saksóknara,“ segir Jón Atli
Jónasson, dagskrárgerðarmað-
ur á X-inu, þegar hann er spurð-
ur um statusinn á glæpaferlin-
um.
Svo þaö er búiö aö berja upp
úr þér upplýsingar?
„Já, þannig séð. Ég var fyrst
yfirheyrður þegar ég var hand-
tekinn og svo aftur þegar lögregl-
an var búin að rannsaka málið
betur. Þetta kemur síðan bara í
ljós.“
Hvað finnst þér um alþingis-
menn?
„Mér finnst þeir kannski taka
sig aðeins of hátíðlega. Vegna
þess að þetta var alls ekki illa
meint hjá okkur og það er nú
bara þannig að snilld er oft mis-
skilin og ég veit ekki betur en
sjálfur Össur Skarphéðinsson
hafi haldið ræðu ofan af þing-
pöllum."
En ertu heiöarlegur náungi,
svona aö öllu jöfnu?
„Ég reyni það.“
Hefuröu komist í kast viö lögin
áöur?
„Já. En ég vil ekkert tjá mig
um það.“
En hvaö finnst mömmu þinni
um þetta allt saman?
„Henni finnst þetta hrikalegt.
Ég er svarti sauðurinn í fjöl-
skyldunni. Mikið af ættingjum
mínum vinnur líka hjá RÚV og
ég er fyrsti fjölskyldumeðlimur-
inn sem vinnur fyrir frjálsa út-
varpsstöð."
Svo kallaröu þig Rödd Guös,
ertu trúaöur?
„Já.“
Hvernig lýsir þaö sér?
„Bara. Ég vil trúa á það
góða í manneskjunni og þá
sérstaklega alþingismönnum.
Svo er ég mjög hrifinn af fyr-
irgefhingunni og er duglegur
við að biðjast afsökunar."
Og samt ertu krimmi?
„Já. Það er nú bara þannig
að þessar handtökur hafa
veitt mér mikla kvenhylli og
ég er farinn að hallast á þá
staðreynd að glæpir borgi sig.
Þeir virðast alla vega æsa
kvenkynið upp og það má vel
vera að ég gerist íslenskur
gangster og ræni kannski
banka á næstunni.“
Er þaö nœst á dagskrá hjá þér
og Tvíhöföa?
„Ég veit það ekki. Við erum
núna að leggja drög að nýrri
fostudagshandtöku sem á eftir að
koma virkilega á óvart.“
Þá er um að gera fyrir hlust-
endur X-ins að bíða við viðtækin
og halda sig innan dyra á föstu-
dögum. Það er aldrei að vita
hvar næsta hryðjuverk verður
framið. Kannski væri vit í því ef
alþingismenn samþykktu að
stytta vinnuvikuna um einn dag.
Þá gæti fólk með góðri samvisku
lokað sig inni á föstudögum.
Jón Atli (Rödd Guðs) má ekki
koma nær Alþingishúsinu en
sem nemur tuttugu metrum.
Fyrsta handtakan
nóvember
„Ég stend í hettuúlpu á Ingólfstorgi og reyni ab selja vegfarend-
um stolna tölvu. Tvíhöfði hringir sjálfur niöur á stöö og lögreglu-
bíll mætir á svæöið. Ég reyni að komast undan á hlaupum en
er giftusamlega handtekinn og „tekinn inn í bíl" eins og það
heitir í bransanum."
„Ég rölti í rólegheitunum út í næstu 10-11 verslun og byrja að éta úr
hillunum. Ég stel niðursoðnum ananas I dós, tímaritinu Lífsstíl, grænum
frostpinna og tveggja lítra kók. Ég kemst óséður út og er á flótta undan
lögunum þegar ég átta mig á því að ég hef gleymt að stela pyisubrauði.
Ég fer aftur inn í verslunina en þá hljómar X-ið inni í búöinni og af langri
reynslu veit ég að þetta er búið spil. Ég brotna niður við kassa þrjú og
i glæpinn. Fyrir utan keyrir lögreglubíll um miðbæinn leitandi að mér."
wmmmmmmm-
fmi
Œil
I
í nafni lagann<
13. nóvember
>1
„Fer á stúfana klæddur eins og lögregluþjónn. Stjórna
umferðinni í miðbænum eftir eigin geðþótta við litla
hrifningu bílstjóra og vegfarenda. Vinka kollegum mín-
um sem eru að baksa viö það sama og ég þennan
morguninn. Stoppa Ijóslausa Lödu í Austurstræti og
þruma yfir bilstjóranum. Handtek vegfaranda og skila
honum inn á stöðina. Þar er mér vel tekið. En áður en
ég næ að bóka handtökuna kemur jaröskjálfti og í öll-
um hamaganginum læöist ég út."
Innbrot í
Landssímahúsið.
„Fer á stúfana með Jóni Gnarr. Hann er með
rauðu hárkolluna. Freistum þess aö komast á
þingpalla en þar er allt lokað. Til þess að bregð-
ast ekki hlustendum ákveðum við að brjótast inn
í Landssímahúsið. Við Ijúgum okkur inn í gegnum
rammgirt anddyrið og flökkum milli hæða
stelandi tepokum og truflandi fundi og fólk að
störfum. Ég stel áritaðri og innrammaðri mynd af
íslenska handboltalandsliðinu. Við stelum líka
samlokum í mötuneytinu og svo er okkur hent út.
Við náum að komast aftur inn og við Jón reynum
að stela Ijósritunarvél sem stendur uppi á
fimmtu hæð. Það gengur ekki og lögreglan mæt-
ir á svæðið. Við leggjum kæruleysislega á flótta
undan lögreglunni sem gerir ekkert. Rnnur okkur
ekki eða eitthvaö. Enn og aftur mistekst lögregl-
unni að hafa hendur í hári okkar."
18. desember
•h
Hæstvirtur forseti
„Ég mæti aftur á þingpallana og er I góðum gír. Hlakka bara til
aö finna adrenalínið streyma um æðarnar. Ég stend upþ og æþi
yfir þingheim: Þið hafiö svikiö íslensku þjóðina með gagna-
grunnsfrumvarpinu. Ég er yfirbugaður af þingvörðum og hand-
tekinn. Aðdáendur mínir gera absúg aö lögreglunni þegar ég er
færður á stöðina og lögreglan neyðist til að stoppa bíla á Sæ-
brautinni sem eru fullir af hlustendum mínum. Þeir keyra gá-
leysislega nálægt lögreglubílnum sem flytur mig til að sýna
stuðning sinn við mig. Eftir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu er
ég látinn laus og á tröppum lögreglustöðvarinnar tek ég við árn-
aðaróskum aðdáenda minna.
Kringlukastið
27. nóvember
Hetian
11. desember
la
klikkar
„Við Jón Gnarr læðumst upp á þingpalla
og íslenska þjóðin bíður þess að ég æþi
ókvæðisorð að þingheimi. Ég guggna á
þvl og Jón Gnarr reynir ab hósta hátt og
klórar sér í rauðu hárkollunni til að
bjarga andlitum okkar. Það gengur ekki
og ég fer I felur."
„Mæti svartklæddur upp I Kringlu með hettu fyrir |
andlitinu. Hleyp um Kringluna til að draga aö mér at-
hygli öryggisvarða. Það gengur ekki neitt svo ég fer I
tíkallasíma og hringi í lögguna. Tilkynni um mann
sem er að brjótast inn í bíla á bílastæðinu. Fer svo |
út á bílstæði og reyni að brjótast inn í bíla. Löggan
kemur ekki. Góður dagur til að fremja glæpi eða hitt j
þó heldur."
mm
H S&tfcul©C|3
maðurinn
f Ó k U S 12. febrúar 1999