Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Síða 10
geislanum Chef’s Aid - The South Park Album Hljómsveitin Stæner sigraöi í síðustu Músíktilraunum. ©éi®y/Í3jráénl®lk@r fyrlr Kokksa Þættirnir um smákrakkana í South Park njóta mikillar hylla flestra sem fíla villtan og frumleg- an húmor. Til að drýgja tekjumar kom nýlega út geisladiskurinn „Chef Aid - The South Park Alb- um“, sem er draumur í dós allra sem hafa gaman af gríninu. Á disknum er 21 lag og allflest skemmtileg. Fyrst ber að nefna lög- in sem Kokksi, „Chef‘, syngur. Húmorinn er í þynnra lagi þannig séð, þetta er aulahúmor en hann er ferskur og umfram allt fyndinn. Isaac Haves. sem talar fyr- ir Kokkinn, er frábær söngvari og baular af á s t r í ð u blautlega texta eins og ákall til konu um að hún sleikji hans söltu súkkulaði- kúlur og í „Simultaneous" heldur hann því fram að það sé lítið gaman að kynlífi nema fleiri en tveir taki þátt í þvi. Kokksi er graðnagli og syngur ekki um annaö en kynlíf. Diskurinn er settur upp eins og um góðgerðar- tónleika fyrir hann sé að ræða. Margir góðir gestir kíkja inn, m.a. góðgerðarfíkillinn Elton John sem aldrei þessu vant er með þolanlegt lag. Aðrir sem standa upp úr eru Rancid, Devo, Joe Strummer og Primus. Langskemmtilegast er þó þegar persónur þáttarins taka lagið en á bak við þær raddir eru skap- aramir Trey Parker og Matt Stone. Trey talar fyrir frekjudolluna Eric Cartman og hann slær eftirminni- lega í gegn með gamla Styx-laginu „Come Sail Away“ sem er algert rugl en sprenghlægilegt. Til að bæta gulu ofan á blátt í snilligáf- unni spila Trey og Matt á hljóm- borð og trommur í mörgum lag- anna á plötunni og gera það vel. Þetta er í stuttu máli partíplata brandarakalla um allan bæ og sýn- ir að aðstaðdendur South park eru síður en svo famir að selja líkið af ömmu sinni í gríninu. fortíðinni kish Twilights þar sem Basta hefur safnað öllum frægustu bigbands- lögum Raymonds á einn stað. Furðutónlist André Popps Margir halda að tilraunir Georg- es Martin og Bítlanna í hljóðverinu hafi verið framúrstefnulegar en ekkert er nýtt undir sólinni og mörgum árum áður, 1957, fór Frakkinn André Popp á kostum í hljóðveri í París og gerði plötuna Delerium in hi-fi sem enn hljómar stórfurðulega. Hann tók smelli dagsins, standarda eins og La Pal- oma og Jalousie og setti þá í stórfurðulegan búning með því að nota þess tíma stúdíótækni til hins ýtrasta. Hann hægði á teipinu, flýtti þvi, sneri því á haus og klippti sundur og saman. Hann gekk svo langt í tilraunamennsk- unni að hann lét sólarlampa lýsa beint á hljóðnema þangað til örygg- in fóm af hljóðverinu og hann fékk það „bráðnunar-hljóð" sem hann var á höttunum eftir. Með honum að plötunni vann Pierre Fatosme sem sá um hljóðbrellur. Platan virkar enn undirfurðulega á hlust- andann, hann fær í magann og líð- ur skringilega, tilfinningin er ekki ósvipuð því að horfa á þrívíddar- mynd án þess að vera með þrívídd- argleraugu eða að tala í síma niðri í baðkari. André Popp var frægur tónlistar- maður á sinni tíð, samdi vinsæl lög eins og L’Amour est bleu (fyrsta franska lagið til að toppa ameríska vinsældarlistann) og sigurlag Eurovision 1960, Tom Alibi. Þegar Basta-menn uppgötvuðu snilldina hafði André Popp lengi legið í gleymsku en nú er aftur hægt að klóra sér í hausnum yfir því hvem- ig honum gat dottið í hug árið 1957 að gera svona furðulega tónlist. - glh Fyrir utan að gefa út hollenska listamenn eins og Fay Lovsky og Brian Protheroe gengur Basta- plötufirmað út á að draga úr dái gleymskunnar ýmsa tónlistar- menn sem voru að fást við ótrúlega hluti fyrr á öldinni. Hljómplötu- verslunin 12 tónar hefur nýlega hafið innflutning á útgáfum Basta og því er ekki úr vegi að greina hér frá tveim meisturum úr fortíðinni. Afi raftónlistar Fyrst ber að nefna snillinginn Raymond Scott sem þegar hefur verið talað um hér á poppsíðunni. Tónlistin, sem hann var að gera á rafhljóðfæri sem hann hannaði sjálfur á sjötta og sjöunda áratung- um, ber með sér mörg einkenni þeirrar tölvu- og raftónlistar sem nú heyrist sem mest. Undir því yf- irskini að hann væri að gera tón- list fyrir smáböm (“hljóðrænt leik- fang fyrir börnin") lék Raymond lausum hala og gerði frámunalega fram- sækna tónlist sem var langt á undan Kraftwerk og Brian Eno en minnir á köflum á þá tónlist. Á þriggja diska seríunni Soothing Sounds for Baby má finna tónlist sem minnir á ambient, trip hop og jafnvel drum & bass-tónlist dagsins í dag en tónlistin kom fyrst út árið 1963. Þessir diskar era hreinlega skyldueign þeirra sem vilja þekkja söguna. Þá er væntanlegur tveggja diska pakki, Man- hattan research Inc., þar sem Basta kynnir til sög- unnar aðra tónlist Raymonds en þá einfóldu ambient-bamatónlist sem hann er þegar orðinn þekktur fyrir. Með þeirri útgáfu mun heitið „afi raf- Hollenska plötufirm- að Basta sérhæfir sig í skrýtinni tónlist frá því amma var ung. Margt af þeim forn- minjum sem fyrirtæk- ið gefur út hljómar enn skringilega í eyrum nútíma- hlustandans. magnstónlistar" festast endanlega við þennan spámann. Draumur Raymonds var að einhvem tímann yrði til tæki sem gæti miðlað tónlistinni beint á milli höfundarins og hlustandans, eins konar þögult heilabylgjuhljóð- færi. Stúss hans með raf- tólin var þvi í raun leit hans að lausn á þessu takmarki. En áður en hann gerðist frumkvöðull á raf- ---- tækjasviðinu stjómaði hann big bandi í New York og flutti eigin tónl ist. Tónlistin var það furðuleg og villt að hún var síðar notuð við ___ teiknimyndir eftir- stríðsáranna. Lög eins og Dinner Music for a Pack of Hungry Cannibals og War Dance for Wooden Indians má nú finna á plötmmi Reckless Nights and Tur- íslenski t j s t NR. 310 vikuna 12.2-19.2. 1999 S«tl Vikur 1 5 LAG FLYÍJANDI PRAISE YOU..................................CREED ONE.........................................CREED SWEETESTTHING .................................U2 LOTUS.......................................R.LM. FLYAWAY..............................LENNY KRAVITZ 5/2 29/1 3 2 9 21 1 1 7 8 5 6 7 2 CASSIUS ‘99 CASSIUS 29 - 8 4 ERASE/REWIND THE CARDIGANS 4 3 9 3 ÁSTIN MÍN EINA .VÉDÍS HERVÖR ÁRNADÓTTIR 22 26 10 6 HARD KN0CK LIFE JAYZ 8 5 il 5 N0 REGRETS R0BBIE WILLIAMS 10 16 12 10 STJÖRNUR .. .SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 6 9 13 5 MALIBU H0LE 14 14 14 9 THE EVERLASTING .MANIC S7REET PREACHERS 13 7 15 3 HAVEY0UEVER BRANDY 17 18 16 3 END 0FTHE LINE HONEYZ 25 28 17 8 ALARM CALL (FRENCH MIX) .... BJÖRK 16 10 18 2 EX FACT0R LAURYN HILL 26 - 19 3 L0VE LIKETHIS FAITH EVANS 28 32 20 5 LIFI ÁFRAM SÓLDÖGG 23 29 21 3 EWERY M0RNING SUGAR RAY 39 38 22 2 G0TY0U (WHERE 1 WANT) .THE FLYS 35 - 23 5 MÉR ER SAMA BUTTERCUP 11 13 24 5 EVERYTIME JANET JACKS0N 12 12 25 3 UNTILTHETIME ISTH0UGH .... FIVE 34 40 26 3 AS GE0RGE MICHAEL & MARY J BLIGE 20 23 27 1 LADYSHAVE GUS GUS ■■ 28 10 REM0TE C0NTR0L BEASTIE B0YS 15 11 29 4 LULLABYE SHAWN MULLINS 32 31 30 3 NÓTTIN TIL AÐ LIFA SKÍTAMÓRALL 31 35 31 10 ÁSTARFÁR LAND 0G SYNIR 18 17 32 1 1 WISH 1 C0ULD FLY F0XETTE ■■ 33 15 I‘M Y0UR ANGEL ... .R.KELLY 8i CELINE DI0N 19 15 34 1 TUESDAY AFTERN00N JENNIFER BR0WN 35 2 SYSTURNAR (PJÓNN í SÚPUNNI) . ESTER 8, MARGRÉT 40 - 36 4 THERE G0ES THE NEIGHB0RH00D SHERYL CR0W 27 25 37 4 S0 Y0UNG THE C0RRS 33 33 38 1 ALL NIGHT L0NG .FAITH EVANS & PUF DADDY ■■ 39 2 H0WWILLIKN0W JESSICA 38 - 40 1 HEARTBREAK H0TEL WHITNEY H0UST0N M Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 íslenski llstinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er f 300 til 400 manns á aldrinum 14 tll 35 ára. af öHu landinu. Bnnig getur fdlk hringt f sfma 550 0044 og tekið þitt í vall listans. íslenski listinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi í DV. Ustinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listlnn er blrtur, aS hluta, í textavarpi MTV sjdnvarps- stöðvarinnar. íslenski listinn tekur þitt f vali „World Chart" sem framlelddur er af Radio Express f Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er f tdnlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandarfska tónlistarblaðinu Billboard. Yhrumsján með skoðanakönnun: HaTldóra Hauksdöttir - Framkvarmd könnunar Markaðsdelld DV - TöWvinnsla: Dódó Handrtt, heimlldaröflun og ytírumsjín meí framlelöslu: ívar Guðmundsson - Taeknlstjdm og framleiðsla: Rorsteinn Asgeirsson og Frálnn Stelnsson Útsendingastjdm: Ásgelr Kolbeinsson, Jóhann Jdhannsson og Ragnar PáT! Ólafsson - Kynnlr f útvarpl: ívar Guðmundsson Hátíðisdagar fram undan íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 11. mars. Ágætlega gengur að safna saman tO- lögum fagnefndar að tilnefningum og ætti að verða hægt að birta listann i næstu viku. Björg sigraði eftirminnilega í fimm flokkum í fyrra en ómögulegt er að spá um það hver sigrar í ár enda margt gott að gerast í poppinu á síðasta ári. Þá stendur skráning í Músíktilraunir Tónabæjar sem hæst um þessar mundir og verður þetta í 17. sinn sem þær era haldn- ar. Þarna hefur vaxtarbroddurinn í poppinu lengi legið og bönd eins og Kolrassa krókríðandi, Botnleðja og Greifamir stigið sín fyrstu spor. Að vanda era vegleg verð- laun í boði, m.a. hljóðverstímar í bestu hljóðveram landsins. Skráning fer nú fram í símum 553-5935 og 553-6717 og hafa ungir tónlistarmenn með frumsamið efni tíma til 1. mars til að skrá sig. Fyrsta tilraunakvöld- ið fer fram 11. mars en úrslitakvöldið er 26. mars. 10 f Ó k U S 12. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.