Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Page 19
Rétt rúmir tíu mánuðir eru í
að tölvuklukkur heimsins slái
00:00 á því herrans ári ‘00.
Það veit í rauninni enginn
hvað muni gerast í kjölfarið
en Ingólfur Helgi TVyggvason
kerfisfræðingur hefur nokkuð
góða hugmynd um það.
Hann hefur verið að rannsaka
þetta mál og tjáir sig um allt
frá matarsöfnun yfir í að út-
skýra fyrir okkur hverju ártalið
2000 muni valda okkur.
Heimsen
djúp
tírnab
„Ég er búinn að vera í þessum
bransa frá ‘76,“ segir Ingólfur
Helgi Tryggvason kerfisfræðing-
in- og bætir því við að hann hafi
kynnst allri flórunni í þessum
tölvumálum. „Allri þessari PC-
væðingu og einnig því hversu fyr-
irtækin eru gríðarlega háð tölv-
um. Það má varla anda á þær og
þá er allt komið í rugl.“
Ingólfur hefur nú undanfarið
stundað töluverðar rannsóknir á
2000-vandamálinu sem er yflrvof-
andi. Hann hefur kynnt niður-
stöður sínar á heimasiðu fyrir-
tækis sins, Hugmóts ehf. Þar er að
fmna gagnlegar upplýsingar og
útdráttur er birtur hér á síðunni.
Það helsta sem Ingólfur spáir er
að afleiðingar 2000-vandans verði
djúp efnahagskreppa og að afleið-
ingamar af henni snerti okkur
öll.
„Mitt sjónarmið er ekkert rétt-
hærra en annarra," segir Ingólf-
ur. „Ég hef rannsakað þetta tals-
vert og mér stendur bara ekki á
sama.“
Eru kerfisfrϚingar almennt
meö áhyggjur af þessu?
„í Bandaríkjunum, sem dæmi,
er ca ein milljón kerfisffæðinga
að vinna í 2000-vandanum og
kannanir sýna að helmingur
þeirra er mjög áhyggjufullur yfir
áhrifunum sem hann muni hafa.“
Hvaöa áhrif erum við aö tala
um?
„Það er talað um eins til tveggja
ára vandamál og svo gæti tekið
allt að átta ár fyrir þjóðfélögin að
jafna sig.“
Þetta er sem sagt tíu ára kreppa.
En eru engir mótfallnir þessari
spá?
„Jú. Andstæðingamir segja að
þetta hafi litlar afleiðingar og
muni aðeins valda tímabundinni
hagvaxtarhjöðnun og lækka hann
um kannski 0,2-2%. En þá em
aðrir sem segja að þetta verði end-
ir siðmenningarinnar en ég er
ekki einn af þeim. Mínar skoðan-
ir eru á miðjunni í þessu máli.
Þetta er ekki dómsdagsspá hjá
mér en það er alveg ljóst að þetta
mun hafa miklar og slæmar efna-
hagslegar afleiðingar. Það merkir
að þetta bitnar á mér og þér. Þetta
bitnar á venjulegu fólki.“
Áhrif einstaklingsins
Hvaöa ráóstafanir hefur þú
gert?
„Maður er svona rétt að byrja
að skipuleggja sig. Ég er búinn að
gera aðgerðaáætlun en ég þarf að
fara að taka þetta fastari tökum.
Og þá er viturlegt að safna í sarp-
inn, eiga nægar matarbirgðir og
vera vel undirbúinn."
Ertu búinn aö kaupa þér land
og tilbúinn að flýja höfuöborgina?
„Nei. En auðvitað hefur það
hvarflað að manni að hafa eitt-
hvað upp á að hlaupa,“ segir
Ingólfur og svarar í farsíma sem
gólar innan klæða. Það er einhver
vinur eða kúnni í vandamálum
með Windows-stýrikerfið sitt.
Ingólfur gefur fyrirmæli og kveð-
ur.
Nú er mikiö rætt um fyrirtæki
og stofnanir í tengslum viö 2000-
vandann, hvað meö heimilistölv-
una?
„Það má segja að einn þriðji
heimilistölva sé ekki í lagi hvað
þetta varðar. Það er samt líklegt
að flest stýrikerfl og þessi Word-
forrit séu í lagi. En ýmis sérhæfð
bókhaldsforrit og annað slíkt gæti
klikkað árið 2000.“
En hvaö er þaö sem einstakling-
urinn á aö hafa í huga?
„Hann þarf að meta stöðuna út
frá sínu tilviki. Það sem er þá
mikilvægast er atvinnan og
vinnustaðurinn. Hvemig stendur
vinnuveitandinn okkai1 að mál-
um? Til hvaða ráðstafana ætlar
hann að grípa? Þá er bara að
spyrja hann hreint út um þessi
mál því ef að vinnuveitandinn er
algjörlega sofandi hvað 2000-vand-
ann varðar er ekki vit í öðru en
að leita sér að nýrri vinnu.“
Ertu ekki einum of svartsýnn?
Veröur þetta nokkurt mál fyrir
okkur íslendinga? ígegnum tíöina
höfum viö grœtt á öllum kreppum
og styrjöldum sem hrjáð hafa
heiminn.
„Það er nú bara þannig með
okkur íslendinga að við emm
miklu háðari erlendum þjóðum
en við þorum að láta uppi. Við
erum háð útlöndum hvað olíu,
varáhluti og margt fleira varðar.
Það mætti kalla okkur þriðja
heims ríki ef tekið er mið af því
hversu einhæf framleiðsla okkar
er. Svo er það alveg víst að kostn-
aðurinn vegna 2000-vandans mun
lenda á okkur. Annars vegar sem
skattgreiðendum og hins vegar
sem neytendum. Við komum til
með að borga hvernig sem á það
er litið. Þess vegna vil ég meina
að við þurfum að taka á þessum
hlutum sem einstaklingar."
Hvernig þá?
„Við þurfum að setja niður
hvað er okkur mikilvægast. Tök-
um sem dæmi hita, vatn, raf-
magn, sima og síðast en ekki síst
mat. Venjulegt heimili á ekki
mikið meira af birgðum en sem
nemur einni viku og í verslunum
er ekki mikið meira að finna.
Þannig að ef landið lokast af þá
væri ekki langt í að það færi að
bera á verulegum vöruskorti. Við
þurfum að hugsa þetta til enda
því afleiðingarnar af 2000-vandan-
um geta haft gífurlegar afleiðing-
ar fyrir okkur ölL“
Þá er ekki vit í öðru en að
hefjast handa og kaupa meira
inn en þörf krefur svo maður
eigi eitthvað í skápunum þegar
(kannski ef) allt fer til fjandans.
Það má líka segja að slíkur und-
irbúningur muni ekki skaða
okkur þar sem við getum alltaf
étið matinn sem við söfnum og
svo væri líka bara fínt að vera
undir það búinn ef Suðurlands-
skjálftinn kæmi eða eldgos eða
margblessað árið 2000. Já,
tryggjum okkur fyrir aldamót-
unum!
Árið 2000 nálgast:
Atvinnuleysi
verður hátt
'20%
Spá um
neikvæðar
afleiðingar:
KSRöskun verður á framleiðslu eða
dreifingu raforku, hita og vatns.
^■Eldsnevti verður fljótt af skornum
skammti.
EBSamgöngur í lofti og á legi munu
verða fyrir talsverðri röskun.
pWlnnlend framleiðsla og matvaeli
hækka í verði.
EMHnkta mun f stoðum heilbrigöiskerfis-
ins.
(JjTalsverðar líkur eru á minni útflutningi
fiskafurða og áls.
KBRóidi fyrirtækja fer á hausinn þegar
líða tekur á árið.
pWAtvinnulevsi eykst snarlega og veröur
hátt í 20%.
pWFölk mun flykkjast í sveitirnar því þar
er alltént einhvern mat að hafa.
Bfilíslendineum mun stafa mikil ógn af
kjarnorkumengun í norðurhöfum.
Spá um
jákvæðar
afleiðingar:
CTMikil uppstokkun verður í tölvu-
væðingu fyrirtækja.
CTI Lðemenn fá meira en nóg að gera
vegna málaferla um framleiðslugalla.
lclBAukinn jöfnuður milli þjóða þar sem
iðnrikin munu glata forskoti sínu.
EBNotkun óhefðbundinna orkugjafa vex.
P^Bstórfiðlskvldan gengurí endurnýjun
lífdaga og elliheimilum verður fækkað.
0|Betri nýting á bílum þegar menn skipt-
ast á að keyra hver annan til vinnu.
(J|Húsdýrarækt mun aukast í borgum
og bæjum.
|3|Sjónvarpsgláp, tölvuleikir og áþekkt
iðjuleysi fer halloka.
^jHeilsufar almennings batnar.
JJjjEfnishyggja tninnkar og fiölskyldu-
böndin styrkjast.
Upþlýsingarnar eru fengnar á
heimasíöu Hugmóts:
http//www.hugmot.ls/2000
Neyðaráætlun fjölskyldunnar:
Gátlisti
Skipulagning
□ Komdu þér upp góðu bókasafnl um 2000-vandann
□ Ræddu vlð lífsreynt fólk sem man tímanna tvenna
□ Kynntu þér lelðbelnlngar Almannavarna
□ Faröu á námskeið í hjálp í vlðlögum
□ Taktu tll 2-3 bakpoka með neyðarbúnaðl ef yfirgefa þarf húslð í skyndlngu
j~l Vertu með alla pappíra á relðum höndum
Q Elgðu varasjóð heima, mlnnst 50.000 krónur
□ Hvettu vlnl og ætting|a til að undlrbúa slg líka
Heimiiið I
□ Komdu þér upp sólarsellu eða vindmyllu tll að framlelöa rafmagn
Vertu með neyðarijós, vasaljós og rafhlöður tilbúnar
Q Mundu eftlr rafgeyml og hleðslutækl
Q Útvarp tll að fylgjast með fréttum og tllkynnlngum
□ Hafðu kennslubækur tllbúnar því helmakennsla gætl orðlð að verulelka
□ Spll, tafl, bækur og önnur órafmögnuð afþreying
Athuga reykskynjara og slökkvitæki
□ Æfa flótta út úr húsl vegna bruna eða líkamsárása
□ Ræktaðu grænmeti (kartöflur, rófur, kál og svo framvegis)
Q Fáðu byssuleyfi, byssu og skotfæri, svo þú getlr veitt í matlnn
□ Stundaðu fiskvelðar í ám og vötnum (velðlstöng og ísbor)
□ Blrgðu þlg upp af lyflum og komdu þér upp góðum sjúkrakassa
□ Mikilvægast er þó að halda sönsum og hafa ofan af fyrlr börnunum.
Samgöngur
□ Hafðu bílinn í lagl með þvi að láta yfirfara hann reglulega
□ Kynntu þér lög og reglugerðir um geymslu eldsneytis og safnaðu því
□ Samnýttu bíl með vlnnufélögum
□ Nýttu þjónustu almennlngsvagna - fáðu þér lelðabók
Q Haföu relöhjólln í lagi og taktu fram gönguskíðln
Upplýsingarnar eru fengnar á heimasíðu Hugmóts:
http//www.hugmot.ls/2000
: : : : : :
Nokkrar bækur sem vert er að lesá:
Time Bomb 2000 What the Year 2000 Computers Crisis Means to Youl eftir Edward Yourdon ogJennifer Yourdon Managlng ‘00 Surviving the Year 2000 Computing Crisis eftir Peter de Jager og Richard Bergeon
The Millenium Bomb Countdown to a $400 Billion Catastrophe eftir Simon Reeve og Colin McGhee The Millenlnum Bug How to Survive the Coming Caos eftir Michaei S. Hyatt
12. febrúar 1999 f ÓkUS