Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Page 20
b í ó
f Ó k U S 12. febrúar 1999
Dennis Quaid
Fæðingardagur og ár: 9. apríl 1954.
Fæðingarstaður: Houston, Texas.
Stjörnumerki: Sól I hrúti, tungl I krabba.
Systkini: Randy Quaid, leikari.
Eiginkona: Meg Ryan. Fyrrum eiginkona: Pamela Jane Soles.
Barn: Jack Henry (með Meg Ryan).
Kvikmyndir: Breaking Away, The Long Riders, Tough Enough, Jaws 3-D,
The Right Stuff, Dreamscape, Enemy Mine. The Big Easy, Innerspace,
Suspect, D.O.A., Everybody’s All American, Great Balls of Fire, Postcards
From the Edge, Come See the Paradise, Undercover Blues, Wilder
Napalm, Flesh and Bone, Wyatt Earp, Something to Talk about, Dragon-
heart, Switchback, Gang Related, Savior, The Parent Trap.
Dennis Quaid
„Ég hef alltaf verið á þeirri
skoðun að ég sé karakterleikari
þótt ég sé oft sá sem á að bera
myndina uppi og tel mig raunar
heppinn að fá tækifæri til þess.
En allt frá því ég hóf að leika í
kvikmyndum hefur hugur minn
staðið frekar til skapgerðarhlut-
verka heldur en að leika hetjur.
Ég lít ekki á aðsóknartölur sem
mælikvarða á vinsældir eða getu
á meðan vinsældir eru mældar í
peningum. Það besta við að leika
í vinsælli kvikmynd er að þú get-
ur verið rólegur í ein tvö ár og
það mun ekki skaða ferilinn að
leika í einum til tveimur mis-
heppnuðum kvikmyndum á þessu
tímabili."
Savior, sem Stjömubíó frum-
sýnir í dag, er framleidd af Oli-
ver Stone en leikstýrt af
júgóslavneskmn leikstjóra, Pre-
drag Antonijevic. Savior gerist í
fyrrum Júgóslavíu og er aðalper-
sónan Joshua (Dennis Quaid),
fyrrum bandarískur diplómat
sem hættir störfum fyrir utanrík-
isþjónustuna og gerist málaliði í
fyrrum Júgóslavíu og berst við
hlið Serba gegn múslímum.
Ástæðan er að eiginkona hans
hafði verið drepin af múslímum í
París. í Bosníu kynnist hann
ungri konu, Vera, sem er á ver-
gangi með barn sitt og hjálpar
henni að komast í flóttamanna-
húðir en þó ekki fyrr en eftir að
hann hefur orðið vitni að
grimmd Serba í stríðinu. Auk
Dennis Quaid leika í Savior
Natassja Kinski, Stellan Skars-
gard og nýliðinn Natasa Nin-
kovic sem leikur Veru.
Dennis Quaid hefur fengið
mikið lof fyrir leik sinn í mynd-
inni og eru flestir á því að hann
beri myndina uppi. Quaid hefur
verið að gera góða hluti á undan-
fornum árum en því miður fyrir
hann hefur það verið í kvik-
myndum á borð við Flesh and
Bone og Wyatt Earp sem hafa far-
ið fyrir ofan garð og neðan hjá
Amerískur
diplómat gerist
málaliði í fyrrum
Júgóslavíu og
hjálpar ungri
bosnískri stúlku
ásamt litlu barni
að komast í
flóttamannabúðir:
áhorfendum. Og sömu örlög biðu
Savior, hún hefur staðið stutt við
í bíóhúsum. Quaid fór í kvik-
myndimar fyrir slysni, hann ætl-
aði sér alltaf að verða tónlistar-
maður og þegar bróðir hans
Randy Quaid var að hasla sér
völl í kvikmyndum þá lék Dennis
í hljómsveitinni Electrics sem
náði einhverjum vinsældum á
tímabili. Það var hins vegar eitt
sinn þegar hann var í heimsókn
hjá bróður sínum að hann var
talinn á að reyna fyrir sér í kvik-
myndum og hann var einn af
þeim heppnu; fékk fljótlega stórt
hlutverk í Breaking Away sem
fékk góðar viðtökur og í kjölfarið
hætti hann í tónlistinni. En hæfi-
leika hans sem tónlistarmanns
má sjá í Great Balls of Fire þar
sem hann lék rokkarann Jerry
Lee Lewis. Quaid segir að það
sem fyrst og fremst hafi heiUað
hann við Savior hefði verið
hversu ólík Hollywood-myndum
hún var. „Þegar ég las handritið
fannst mér ég nálgast hörmung-
arnar í stríðinu í fyrrum
Júgóslavíu og einnig er persónan
sem ég leik flókin og viss áskor-
un fyrir mig að leika hana.“
-HK
Bíóhöllin/Saga-bíó
You’ve Got Mall ★★ Það fer
að halla fljótt undan fæti í
þessari skritnu samsuðu
þar sem og þegar upp er
staðið er myndin aðeins
miðlungsrómantísk gaman-
mynd. Á móti leiðindasögu
kemur þáttur Toms Hanks
og Meg Ryan sem, eins og við mátti búast,
koma myndinni upp á hærra plan með því aö
vera eitthvert mest sjarmerandi leikarapar í
Hollywood. -HK
Ronln ★★■*. Það er margt
sem gerir Ronin að góðri af-
þreyingu. Til að mynda eru í
myndinni einhver flottustu
bílaeltingaratriði sem lengi
hafa sést og liggur við að um
mann fari viö aö horfa á öll
ósköþin. Þá er leikarahópur-
inn sterkur, með Robert De Niro í hörkuformi,
og loks ber að geta þess að þrátt fyrir ýmsa
vankanta I handriti gengur þessi flókna at-
burðarás að mestu leyti upp og dettur ekki
niður í lokin eins og oft vill verða.
-HK
Holy Man ★%
Star Kld ★★
Dennis Quaid hefur
fengið lof fyrir leik
sinn í Savior.
Bíóborgin
Enemy of the State ★★★
Virkilega vel gerð spennu-
mynd þar sem persónur
verða nánast aukanúmer við
hliðina á njósnatækni nútím-
ans. Það er gífurlegur hraði í
myndinni sem gefur henni
vissan trúverðugleika þegar
njósnatæknin er höfð í huga og þessi hraði
gerir það líka að verkum að minna áberandi
verður tilviljanakennt handritið þar sem sam-
tölin bera oft þess merki að til að „plottið"
gangi upp verði að fara ýmsar vafasamar leið-
ir. -HK
Practical Maglc ★★★ Bullock og Kidman
hafa, held ég, aldrei verið eins góðar og njóta
sín vel I þessum klikkuðu hlutverkum og Wiest
og Channing skemmta sér greinilega konung-
lega sem miðaldra nornamömmur. Practical
Magic tekur sig aldrei of alvarlega og það er
það sem gerir hana að þeirri ánægjulegu
skemmtun sem hún er. -úd
Vampírur ★★★