Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Side 21
' 7
12. febrúar 1999 f Ókus
Stjörnubíó
Stepmom ★ Stjúpan er ein af þessum ofur-
dramatísku erfiöleikadröm-
um og sver sig í ætt viö vasa-
klútamyndina miklu, Terms
of Endearment. Sagan segir
frá Luke og Jackie, sem eru
skilin, og nýrri konu Lukes,
Isabel, sem börnum Lukes
og Jackie llkar ekki viö. í
heildina fannst mér þetta alveg voöaleg mynd.
En ég er líklega I minnihlutahópi hér þvl það
var ekki þurrt auga I húsinu. -úd
Mike Myers, sem sýnir af-
burðaleik í 54, sem Regnboginn
frumsýnir í dag, er einn fjöl-
margra gamanleikara sem gert
hafa garðinn frægan í Saturday
Night Life sjónvarpsseríunni.
Þegar hann byrjaði í þáttunum
voru nokkrar af stjörnunum að
hætta, leikarar á borð við John
Candy og Dan Aykroyd, og þær
skyldu eftir pláss fyrir metnaðar-
gjarna leikara á borð við Mike
Myers. í Saturday Night Life
skapaði Myers meðal annars
töffarann Wayne Campbell sem
hann fór með yfir í kvikmynd-
irnar í Wayne’s World myndirn-
ar tvær. Hinar miklu vinsældir
kvikmyndanna gerðu það að
. verkum að hann hætti í sjón-
varpsþáttunum og er í dag einn
vinsælasti gaman-
leikarinn í
Hollywood og bók-
aður langt fram í
tímann við hin
ýmsu verkefni.
Foreldrar frá
Liverpool
Mike Myers er
sonur innflytjenda
frá Liverpool og í æsku var hann
fullviss um að hann væri skyldur
einhveijum af Bítlunum. Ástæð-
an fýrir þessari fullvissu hans
var að foreldrarnir töluðu alveg
eins og Bítlarnir og enginn talaði
eins í Toronto þar sem hann ólst
upp. Annars var faðir hans sölu-
maður hjá Encyclopedia Britann-
ica og móðir hans hafði lært leik-
list í London en hætti þegar þau
hjónin fluttu vestur um haf. Fað-
ir Myers var mikill aðdáandi
breskra gamanmynda og átti það
til að láta syni sína sitja yfir Pet-
er Sellers- og Monthy Python-
myndum. En það var Myers sem
heillaðist mest og fljótt komu í
ljós einstakir leikhæfileikar hans
og einnig miklir prakkarahæfi-
leikar.
Móðir Myers sá að í honum
voru miklir leikhæfileikar og fór
því með hann í prufur þegar aug-
lýst var eftir bömum í sjónvarps-
auglýsingar. Átta ára gamall lék
Myers í sinni fyrstu sjónvarps-
auglýsingu og hann lék í mörgum
meðan á skólanámi stóð. Myers
hefur riíjað það upp að þegar
hann var ellefu ára gamall lék
hann í auglýsingu á móti hinni
þekktu gamanleikkonu Gildu
Radner sem lék móður hans.
Hann varð svo ástfanginn af
Radner að hann grenjaði sig í
svefn þegar tökum lauk. Ári síðar
sá hann Gildu Radner í Saturday
Night Life, sem þá var að byrja
sitt skeið, og ákvað að einhvern
tímann skyldi hann leika í þess-
um þáttum.
Leiklistin átti hug hans allan
og þótt Myers hafi náð að klára
skyldunám í skóla þá segist hann
hafa verið níu ára gamall þegar
hann tók sitt síðasta almennilega
próf. Myers varð fljótur að vinna
sér sess í kanadísku sjónvarpi og
var orðinn vinsæll leikari innan
við tvítugt.
Hjónaband og Satur-
day Night Life
Um það leyti sem Mike Myers
ákvað að láta slag standa og
flytja yfir landamærin til Banda-
ríkjanna hitti hann unga stúlku,
Robin Ruzan, á hokkíleik.
Hann kom henni til aðstoðar
þegar hún fékk
hokkíkubb í höfuðið.
Þetta var ást við fyrstu
sýn og fylgdi hún hon-
um yfir til Bandaríkj-
anna þar sem Myers
hélt strax á fúnd Lome
Michaels, upphafs-
manns Saturday Night
Life-þáttanna, og bað
um vinnu. Þeir höfðu
einu sinni hist og Michael
leist það vel á strákinn að
hann réð hann til að skrifa
brandara. Myers var fljótur
að viima sig inn í raðir leik-
j ara og vann síðan í sex ár við
1 þáttaröðina.
1 Það var Mike Myers mikið
áfall eftir hinar miklu vinsældir
Wayne’s World-kvikmyndanna
tveggja að hans næsta kvikmynd,
So I Married an Axe Murderer,
kolféll þótt hann sjálfur fengi
góða dóma. Hann ákvað því að
taka sér frí frá kvikmyndum,
vann við ýmis verk, fór meðal
Tölvuteiknaðar
pöddur í stríði
Foreldrar Mike Myers
fluftu til Bandaríkj-
anna frá Liverpool og
þegar Mike Myers var
barn að aldrí trúði
hann og hélt því hik-
: laust fram að hann
værí tengdur Bítiunum:
M k
annars í tónleikaferð með
Barbra Streinsand en ein per-
sónan sem hann skapaði í Satur-
day Night Life hét Linda
Richman og var mikill aðdáandi
Streisand, sem á móti bauð hon-
um að koma með persónuna á
tónleika sína. Þetta heppnaðist
mjög vel og var ein mest sótta
tónleikaferð Streisand. Þá stofn-
aði Myers rokkhljómsveitina
Ming Tea ásamt Susanna Hoffs
og Matthew Sweet og spiluðu
þau og skemmtu á ýmsum klúbb-
um á Los Angeles-svæðinu, meðal
annars voru þau um tíma aðal-
hljómsveitin á hinum vinsæla
stað Viper Room sem Johnny
Depp á.
Það var meðan hann lék með
Ming Tea sem hann skapaði per-
sónuna Austin Powers og fór
fljótt að skrifa kvikmyndahandrit
í kringmn þá persónu. Það var lít-
ið mál fyrir Myers að fiármagna
myndina sem sló eftirminnilega í
gegn. Þessum sigri sinum fylgdi
Myers eftir með því að leika sitt
fyrsta dramatíska hlutverk, Steve
Rubbell, eiganda diskóteksins 54,
í samnefndri kvikmynd. Næsta
mynd hans mun vera framhald af
Austin Powers og þar á eftir kem-
ur McClintock’s Live þar sem
mótleikari hans er Janeane
Garofalo.
Mike Myers og Robin Ruzan
giftu sig meðan Myers tók sér frí
frá kvikmyndum og búa í Los
Angeles ásamt þremur hundum.
Myers, sem ávallt þakkaði foður
sínum hversu fljótt hann þroskað-
ist sem gamanleikari, heiðrar
minningu hans, en faðir hans dó
árið 1991 úr Alzheimer, með því
að ganga með hring sem faðir
hans fékk fyrir vel unnin sölu-
störf hjá Encyclopedia Britann-
ica. -HK
Disney-fyrirtækið reið á vaðið
með tölvuteiknaða teiknimynd í
fullri lengd með Toy Story. Þessi
skemmtilega mynd sló í gegn og
setti þar með gæðastandard fyrir
þær sem á eftir myndu koma, enda
er það svo að aðeins tvær hafa fylgt
í kjölfarið, Maurar (Antz) og
Pöddulíf (The Bug’s Life) enda
Ovinurinn Hopper sem er foringi
gráðugra engtsprettna
kostnaðurinn við gerð slíkra mynda
gífurlegur. Það einkennilega við
tvær fyrmefndar myndir er að þær
eru nánast um það sama, litla
maura sem mega sín lítið gegn
stærri kvikindum. Eftir að Antz sló
í gegn höfðu margir hjá Disney
áhyggjur af því að miklar vinsældir
Antz hefðu áhrif á aðsókn á Pöddulíf
en sú var ekki raunin og hefur
Pöddulíf orðið mun vinsælli heldur
en Antz sem Draumasmiðja Steven
Spielbergs og félagar gerðu.
Pöddulíf er sem sagt önnur kvik-
mynd Disney sem er öll tölvuteikn-
uð og gerð í samstarfi við Pixar-
tölvufyrirtækið. Myndin er fiöl-
skyldumynd og er ein aðsóknar-
mesta myndin í Bandaríkjunum á
síðasta ári. Pöddulíf fiallar um
maurabú sem verður fyrir því á
hverju ári að engisprettumar koma
og éta allan matinn sem mauramir
Manny ásamt vini sínum Sllm réttir maurnum Rik hjálparhönd í þeirrl vlðleitni
hans að bjarga maurabyggð frá englsprettunum.
höfðu safnað fyrir veturinn. Einn
maur ákveður að gera eitthvað í
málunum og ræður til starfa flokk
her-padda sem taka eiga á vandan-
um. Hins vegar er um mikinn mis-
skilning að ræða því „her-pöddum-
ar“ em í raun sirkuspöddur og vita
ekkert um hemað.
Pöddulíf, sem frumsýnd er í dag,
verður sýnd á mórgum stöðum, í
Reykjavík er hún sýnd með íslensku
tali í Bíóhöllinni og Kringlubíói og
með íslensku og ensku tali í Bíó-
borginni. Úti á landi er hún sýnd í
Nýja bíói í Keflavík með íslensku
tali og Nýja bíói á Akureyri, einnig
með íslensku tali. Frægir leikarar
ljá raddir sínar í ensku útgáfuna.
Má þar nefna Kevin Spacey, Julia
Louls-Dreyfus, Phillis Diller, Jon-
athan Harris, David Hyde Pierce
og Denis Leary. -HK
Háskólabíó
■ Pleasantvllle Pleasant-
ville er ein af þessum mynd-
um sem ætla sér afkaplega
mikið en falla dálítið á eigin
bragði. Fyrri hlutinn lofaði of
góðu sem seinni hlutinn upp-
fyllti ekki. Það var einhvern
veginn eins og þetta þyrfti
allt að vera svo ánægjulegt og mætti ekki fara
yfir eitthvert ósýnilegt strik. -úd
Elizabeth ★★★ Shekhar Kapur vefur frásögn-
ina I expressíonlsk klæði, skuggarnir eru lang-
ir, salirnir bergmála og andi launráða svífur
yfir. Guðsblessunarlega heldur hann sig langt
frá hinni hefðbundnu nálgun breskra búninga-
mynda og skapar safarikt bló sem er þegar
upp er staðiö hin ágætasta skemmtan. -4S
Festen ★★★★ I kvikmynd Thomasar Vinter-
bergs, Festen, er það fyrst og fremst mögnuð
saga sem gerir myndina að áhrifamikilli upplif-
un en auðvitað verður heldur ekki komist hjá
því að njóta þess einfaldleika sem hún býður
upp á með notkun hinnar dönsku dogma-aö-
feröar. Þetta er kvikmynd sem lætur engan
ósnortinn. -HK
Meet Joe Black ★★
Egypskl prlnslnn ★★★*
Regnboginn
The Slege ★★ Mikill hraöi á
kostnað persóna sem eru
fiatar og óspennandi. Mörg
atriði eru vel gerð og stund-
um tekst að skapa dágóða
spennu en aldrei lengi I einu.
Denzel Washington, sem fátt
hefur gert rangt á farsælum
leikferli, hefur átt betri daga.
Hið sama má segja um Annette Bening en
gleðitíðindin eru að Bruce Willis nær sér vel á
strik og gerir vel I l'itlu hlutverki. -HK
Le dlner de cons ★★ Frönsk gamanmynd
sem hefur margt til sins ágætis. Byrjar sem
skemmtilegur leikur fyrir útgáfustjóra sem er
búinn aö finna sér bjána til að taka með sér I
kvöldveröarboö en þegar upp er staöið er það
spurning hvor er meiri bjáni. Ágætur leikur og
hnyttiö handrit en myndin líður aðeins fyrir þaö
að vera I allri uppsetningu eins og leikrit. -HK
Rounders ★★★ Póker getur verið spennandi
kvikmyndaefni og það sannast I Rounders
sem flallar um nokkra ólíka náunga sem allir
eru atvinnuspilarar. Gæði myndarinnar eru
mest þegar sest er við spilaborðið þvl handrit-
iö er stundum ótrúverðugt. Góðir leikarar meö
John Malkovich I hlutverki senuþjófsins eiga
góða spretti og skapa stundum mun drama-
tlskara andrúmsloft en ástæða þykir til.
-HK
There’s Somethlng about Mary ★★★
Kringlubíó
Wlshmaster ★★ The Wish-
master segir frá demóni
nokkrum sem getur látið all-
ar óskir rætast en sá böggull
týlgir skammrifi að þær ræt-
ast kannski ekki endilega á
þann hátt sem óskandinn
hefði viljað. Einhvers staðar
datt botninn úr sögunni og endirinn var alveg
gersamlega út I hött og sló myndina glæsilega
út úr tveggja stjörnu klassanum. -úd
Waterboy ★★ Enn einn heimskinginn sem
sigrar heiminn. Nú er það Adam Sandler sem
bregður sér I hlutverk einfeldningsins með
barnssálina sem I byrjun myndar er lægstur
allra en stendur uppi sem bestur og mestur I
lokin. Sandler skapar skemmtiiega persónu
en er I rauninni ekki að gera neitt annað en
það sem Jim Carrey gerir og margir hafa gert
á undan. Þá er allt of mikið gert út á amerísk-
an fótbolta sem verður að leiðinlegum endur-
tekningum. -HK
Mulan ★★★★
Laugarásbíó
Rush Hour ★★★ Það var þvl
snjalit að etja Jackie Chan
saman við Chris Tucker sem
slær út sjálfan Eddie Murphy
þegar kemur að kjaftavaðli.
Þessir tveir ólíku leikarar ná
vel saman I Rush Hour sem
er fyrst og fremst vel heppn-
uð gamanmynd, enda eru
slagsmálaatriöin yfirleitt útfærð á þann hátt
að áhorfandinn getur hlegiö um leið og hann
tylgist spenntur með. -HK
mesxira. á.[
www.visir.is