Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Page 23
j
4
«
i
«
«
í
i
«
«
i
«
«
«
9
j
i
j
j
i
j
„Ha, ha, ha, nei, það finnst mér
ekki. En, jú, ég var í máladeild í
menntaskóla og jú, ég fór til
Frakklands í hálft ár, en ég ætla
aldrei að verða flugfreyja."
Mikið atriði að vera
hress
Hvaö ertu aö hugsa um þegar þú
ert aö lesa kynningarnar? Ertu aö
hugsa aö nú séu flestir landsmenn
aö horfa á þig?
„Ég reyni nú bara að hugsa
ekki um það.“
Kannski alls konar pervertar aó
horfa...
„Nei, ég hugsa ekkert um það.
Ég hugsa bara um að gera þetta
veL“
Haföiröu fariö á leiklistarnám-
skeiö?
„Nei, en ég var að læra söng í 3
ár. Kom m.a.s. fram hér í Sjón-
varpinu hjá Hemma Gunn. Það
kom til vegna þess að ég var ís-
landsmeistari í karaoke ‘94, söng
lag sem Pálmi Gunnarsson hafði
sungið áður.“
Er eitthvert samband á milli
ykkar þulanna?
„Voða lítið. En eftir fyrsta
kvöldið mitt sendi ein þulan mér
bréf og stappaði í mig stálinu."
Hvaða augum lítur sálfrœöinem-
inn á djobbið?
„Ég er nú svo nýbyrjuð, bæði í
þulunni og sáifræðinni. En það
skiptir máli hvernig þulurnar
koma fram og segja hlutina. Það
getur peppað áhorfendur upp ef
þulan er góð. Maður verður heim-
ilisvinur eftir einhvem tíma, eins
og Ragnheiður Clausen er tví-
mælalaust orðin núna.“
Já, hún er hress og persónuleg.
Stefnir þú á þann stíl?
„Vilja ekki allir vera hressir og
persónulegir? Maður á að reyna
að sýna það besta af sjálfum sér þó
maður sé kannski ekki að sýna
sitt innsta eðli. En það er mikið
atriði að vera hress.“
Hver er uppáhaldsþulan þín?
„Ég vil ekki tjá mig um þær
sem eru núna en af þeim sem eru
hættar finnst mér Sigurlaug Jón-
asdóttir góð og svo Rósa náttúr-
lega alveg frábær."
Finnst þér tíminn lengi aö líöa
og djobbið einmanalegt?
„Nei, tíminn líður hratt og hér
er fullt af skemmtilegu fólki svo
þetta er ekki einmanalegt, ég hef
alla vega ekki fundið fyrir því enn
þá. Þetta er fln vinna með skólan-
um.“
Er eitthvaö bannaö í starfinu?
„Já, það er auðvitað bannað að
láta eins og hálfviti og maður yrði
fljótt kallaður upp á teppi ef mað-
ur færi að segja einhveija vit-
leysu."
Létta oss lífið
Nú fer að koma að næstu kynn-
ingu og Borghildur fer í klefann
til að hita sig upp. Karlamir á
tökkunum segja nauðsynlegt að
hafa þulu, að það sé öryggisatriði,
t.d. þegar koma þarf óvæntum
skilaboðum til þjóðarinnar, frétt-
um af jarðskjálfta, ófærð og svo-
leiðis. „Svo er það líka það eina
sem við höfum fram yfir hinar
stöðvamar, útlitslega séð,“ segir
Sigurður.
„Já, það er betri stemning þeg-
ar kona er á vaktinni," samþykkja
takkamenn, „þær létta oss lífið.“
Ég reyni að toga upp úr þeim
leyndarmál þulanna.
„Það eru ekki allar sem
undirbúa sig jafn vel og hún Borg-
hildur hérna,“ segir Sigurður.
„Srnnar sem em orðnar vanar
koma bara tíu sekúndum áður og
fara létt með það.“
Hefur einhver komió of seint?
„Jú, stundum kom Rósa of seint
og stundum bara alls ekki. Þá urð-
um við að senda atriðið beint út
þululaust. En Rósa er Rósa og
drakk te og kaffi í kynningunum,"
segir Sigurður. Hann er búinn að
vinna við þetta síðan 1977 og það
bregður fyrir glampa í augunum
þegar hann talar um hina goð-
sagnarkenndu þulu.
En nú er komið að Borghildi að
láta ljós sitt skína. „Níu!“ kallar
Bragi tæknivaktstjóri í hljóðnem-
ann.
„Nú fylgjiunst við með breska
sakamálaflokknum Illþýði," segir
Borghildur í kompunni og brosir
blítt framan í landann sem liggur
í sófum og hægindastólum úti um
allt land og lætur kassann
skemmta sér og þuluna lýsa upp
skammdegið.
-glh
5 eftirminnilegar þulur
Rósa
Ingólfsdóttir
Goðsögn þul-
arstarfsins.
Frjálsleg og
heimilisleg
með afbrigð-
um. Tók t.d.
upp á því að veifa kaffibrúsa
í lopasokk áður en hún
kynnti hollenska fræðslu-
mynd og sagði að lopasokkur
á kaffibrúsa væri þarfaþing.
Kom sífellt á óvart og þjóðin
man hana ljóslifandi enn.
Eftir þularstarfið hefur Rósa
fengist við ýmislegt, m.a. að
fara í rósabað. Hún er nú
með vikulegan útvarpsþátt á
Matthildi og er
að vanda aUt í
öUu.
Ása
Finnsdóttir
Ása var fyrsta
þulan á skjánum
en í byrjun voru
ráðnar tvær, hún
og Sigríður Ragna Sigurðar-
dóttir. Þær voru því prótótýp-
urnar; komv
vel fyrir, ung
ar, sætar og
sjarmerandi.
Brynja X.
Vífilsdóttir
Sló í gegn
með fegurð
sinni og var á skömmum
tíma drottning hinna votu
sjónvarpsdrauma. Minna
þótti koma til upplestrarhæfi-
leika eða heimiUslegra takta.
Hætti og fór í nám til Mexíkó.
Birtist svo óvænt á einhverri
forsíðu með
rassinn í bala.
Gísli Baldur
Garðarsson
Fyrsta karl-
þulan. Það
vakti mikla
athygU þegar
karl birtist í
settinu á áttunda áratugnum.
Siðan þá hafa ýmsir karlar
setið í þularkompunni og nú
eru tveir í starfinu. GísU var
að læra lögfræði með þular-
starfinu og starfar í dag sem
hæstaréttarlög-
maður.
Ragnheiður
Clausen
Forystu-
þulan í dag I
með per-1
sónuleganI
og hressan |
stíl sem
minnir um
sumt á Rósu. Er búin að vera
þula síðan ‘94 og er því með
lengstu starfsreynslu þul-
anna í dag. Bókmenntafræði
og fyrirsætustörf hafa éinnig
heiUað dísina ungu.
----
jr'il diiJdÍJJvíjíljr'
jííjJJíj diijj^y
NYJA