Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 11
lenmng 11 ' * FÖSTUDAGUR 5. MARS 1999 Allt til að ná upp spennu Ómar Stefánsson myndlistarmaður varð snemma myndbrjótur og borgaraskelfír. Umsjónarmaður menningarsíðu man eftir honum kornungum að sýna hrá og ágeng verk í súrr-expressjónískum anda á Mokkakaffí, svo hrá að þau voru nokkrum árum á undan sínum tíma. Þá fór einnig það orð af þessum fríða og taugatrekkta pilti að hann stundaði svartagaldur og væri dálítið í því að rugla skipulega í sér skynfærin, eins og skáldið Rimbaud og aðrir rómantíkerar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og listsköpun Ómars tekið á sig ýmsar myndir; hann var einn af Infemó-mönnum, sem frömdu gjöminga við tryllingslega tónlist, lék á fiðlu í alþjóðlegri hljómsveit laglausra listamanna undir stjóm austurríkismannsins Hermanns Nitsch, og sást á tímabili við útlitsbreytingar á veitingastöðum á borð við Hótel Borg. Jú, og svo var hann auð- vitað að mála myndir þar sem birtist „Ijót sam- félagssýn" að mati eins gagnrýnanda hans. Og nú þegar fram fer „venjuleg" sýning á verkum Ómars, á hefðbundnu markaðstorgi myndlistarinnar, nánar tiltekið í Galleríi Fold, er lag að spyrja listamanninn hvort hann hafi róast og þroskast og sé farinn að lifa í samræmi við öll helstu lögmál borgaralegs þjóðfélags. Ómar, nýkominn frá því að skila afkvæmi sínu á bcumaheimili, verður skelmislegur á svipinn við spuminguna. „Ég vona að minnsta kosti að ég hafí róast. Ég skal ekkert fullyrða um þroskann. Það var orð- ið mér nauðsynlegt til að ná upp dampi í mál- verkinu, sem var alltaf áhugamál númer eitt. Ég var orðinn svo tættur, á stöðugu rokki og róli milli listgreina og uppátækja - fyrirbæra sem skildu ansi lítið eftir sig þegar upp var staðið. Að minnsta kosti úti í samfélaginu. Sjálfur fékk ég mikið út úr þessu öllu.“ Listamaðurinn verð- ur hugsi um stund. „Ætli þessir hlutir hafi ekki farið framhjá fólki vegna þess að ég hef aldrei kunnað á §öl- miðla, aldrei reynt að vekja á mér athygli með skipulegum hætti. Né heldur hef ég verið í vin- sælum grúppúm eða klíkum. Og er ekkert að barma mér út af því. En nú fínnst mér ég vera að ná betri tökum á málverkinu. Ekki svo að mér þyki auðveldara að mála en áður fyrr. Það er alltaf jafh mikið stríð. Ég vona raunar að það reynist mér aldrei auðvelt að mála, þá get ég al- veg eins hætt því.“ Geðveikin í samtímanum Hafa málverkin þá breyst? Ómar setur upp uppgerðar skelfingarsvip. „Þama kom vel á vondan. Ég er nefnilega dauðhræddur um að ég sé alltaf að hamra á sömu hlutunum." „Heitir það ekki staðfesta?" spyr blaðamaður. Listamanninum léttir augsýnilega. „Jú, kannski. Þetta er allt spuming um hleðslu í myndum. Og þá á ég ekkert endilega við það að ég þurfi að hrúga upp fígúrum. Ef ég get náð upp spennu i myndunum með afstrakt formum, þá geri ég það. Ég er ekki haldinn neinni fóbíu gagnvart afstrakti. Myndimar þurfa að vera það innihaldsríkar og átakamikl- ar að þær séu við það að springa í loft upp. vega er eg með nokkr- um Aggressífar. Þess vegna á fólk stundum erfitt með að hafa þær uppi veggjum hjá sér, þær em ágengari en fjandinn sjáifur." En burtséð irá allri hleðslu formanna - út á hvað ganga myndim- ar? „í rauninni vissi ég það ekki fyrr en nýlega, þegar ég rakst á verk amer- ísks listamanns, Joe Colem- an að nafni, sem ég filaði í botn - fann að hann var á svip- uðum nótum og ég sjálfur. Hann sagðist vera að fjaúa um „geðveikina í samtímanum". Ég tek bara undir það.“ Talið berst að öðrum listamönn um sem stundað hafa ámóta hleðslu í myndgerð sinni Hvað segir Ómar Erró? „Ég sé aðal- lega púðrið í eldri myndum hans, skrímsla og færibandamyndun- um sem hann vann undir áhrifum frá Matta. Nýrri myndir hans em annars eðlis og hreyfa ekki við mér, þar er hann að mála eftir klippi- myndum. Ég teikna hins vegar allt í mínar myndir sjálfur, þær era algjörlega sprottnar út úr mínum hugarheimi." Og hugarheimur Ómars er æði víðfeðmur. í Ómar Stefánsson - á leið út úr myndaskápn- um. DV-mynd Hilmar Þór myndum hans liggur undir megnið af lista- sögunni, af bók- menntalegum minn- um er þar einnig nóg, enda er lista- maðurinn fima vel lesinn. Svo eru þarna tilvísanir í myndasögur, dul- speki, erótík, heimspeki og stríðsfréttir úr dagblöðum. „Ekki gleyma Jafet Melge,“ bætir Ómar við og er nú dularfyllri en nokkm sinni fyrr. Jafet Melge, hvurer- það? „Það er lista- maður sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo miklu að ég hef tekið að mér að „falsa“ nokkrar myndir hans, en frummyndir þeirra em týnd- ar. Má maður kannski ekki tala upphátt um falsanir um þessar mundir? Alla þessum „folsunum" á sýningunni í Fold.“ En Jafet sjálfur, hvað segir hann um þetta uppátæki? „Jafet? Honum er öragglega sama. Annars er hann í Istanhúl." Og með það setur Ómar upp dökk gleraugu og er horfinn á braut. - AI Einmitt svona Mozart Segja má að snilld Mozarts felist í því hve honum tókst að semja stórkostleg tónverk úr ein- fóldustu hug- myndum. Hann þurfti ekki ann- að en hálfan tón- stiga eða brotinn hljóm, sem hann skeytti svo sam- an við einfalda hrynhugmynd til að semja volduga sinfóníu, sónötu eða jafnvel ópera. Á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í gær mátti heyra tvö verk eftir meistarann, sin- fóniu nr. 31 í D-dúr og píanókonsert nr. 27 í B-dúr, ólíkar tónsmíðar þó báðar byggi á barnslegum stefbrotum, sinfónían lifleg og fjörug en konsertinn innhverfur og allt að því íhugull. Edda Erlendsdóttir anóleikari Sinfóníuhljómsveitin lét Parísarsinfóní- una afar fallega, og sýndi hljómsveitarstjór- inn Rico Saccani næma tilfmningu fyrir við- fangsefni sínu og tókst að koma öllum fín- legu blæbrigðunum í tónlist Mozarts til skila. Sömuleiðis var píanókonsertinn frá- bærlega vel fluttur, enda einleikari kvölds- ins, Edda Erlendsdóttir, ---------------- í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Öll hlaup og skalar voru ---------- hnifjöfn, pedallinn hæfi- lega mikill, og tónninn mjúkur og áferðarfalleg- ur þótt flygillinn í Háskólabíói sé annars harður og leiðinlegur. Einnig var túlkunin lýrísk og markviss, þróttmikfi en samt fín- leg. Einmitt svona á Mozart að vera og var frammistaða Eddu hin glæsilegasta. Tæknilega fullkomin Síðasta verkið á efnisskránni var sinfónía nr. 3 í A-moll, hin svonefnda „Skoska sinfón- ía“ eftir Mendelssohn. Bæði Mozart og Mendelssohn voru hálfgerð sirku- sviðundur sem börn, ólíkt Mozart komst Mendelssohn klakklaust frá því, ávann sér vinsældir og virðingu á fullorðinsárum og hafði það ávallt gott. En Rachmaninoff sagði eitt sinn þungur á brún að tónlistin og ljóðlist- ----------------- in væru systur Tónlist Jónas Sen og sorgm væn móðir þeirra, og ---- gæti það verið ástæðan fyrir því að tónsmíðar hins hamingjusama Mendelssohns eru ekki jafn djúpristar og merkilegar og sorgmæddir kollegar hans sömdu sér í þrengingum sínum. Sinfónia Mendelssohns er laus við alla undiröldu, hún er fallegt og skemmtilegt tónverk þar sem allt endar vel. Sinfónían flutti hana af miklum krafti, Saccani var í essinu sínu, stjómaði af röggsemi og náði fram allri róm- antíkinni í tónlistinni án þess að vera nokkru sinni væminn. Undir stjórn hans var hljómsveitin allt að þvi tæknilega fullkomin. íslenskt tónskáld semur fyrir ítalskt fótboltafélag íslendingar eru fjölmennur þjóðflokkur á Ítalíu, ekki síst námsmenn og listamenn í ýmsum greinum. í Bologna hefur aðsetur Atli Ingólfsson tónskáld og semur tónlist fyr- ir hljóðfæraleikara og hljómsveitir víða um Evrópu, til að mynda Kroumata-sveitina í Svíþjóð. Fyrir skömmu lauk hann við strengjakvartett fyrir hinn þekkta Arditti-kvartett, sem staðsettur er í Lundún- um, og á að frumflytja þetta verk á alþjóðlegu tónlistar- hátíðinni í Berlín þann 12.-15. mars nk. Tónskáld taka að sjálfsögðu að sér margháttuð verkefni, en sennilega hafa íslensk tón- skáld ekki áður gengist inn á að semja félagssöng fyrir erlent fótboltafélag, eins og Atli gerði ekki alls fyrir löngu. Félagssönginn samdi hann að beiðni þekktasta fótboltafélags Bologna og var þessi tónlist nýverið kynnt fyrir stjóm félagsins, stuðningsmönnum og leikmönnum á sér- stakri hátíöarsamkomu. Nú hafa mörg ís- lensku hlutafélögin, afsakið fótboltafélögin, örugglega þörf fyrir líflega félags- eða bar- áttusöngva, og því er auðvitað gráupplagt fyrir þau að fá til liðs við sig helstu tónskáld landsmanna, í stað þess að reiða sig á til- fallandi dægurvísur eða gömul popplög. Listamenn í náðarsól Nú hefur verið birtur listi yfir þá lista- menn sem hlot- ið hafa náð fyr- ir augum hinna ýmsu úthlutun- amefnda lista- mannalauna. Fram kemur að launasjóði rit- höfunda bárust 165 umsóknir (70% karlar, 30% konur), launasjóði myndlistarmanna bárust 224 umsóknir (40% karlar, 60% kon- ur), tónskáldasjóði bárust 24 umsóknir (83% karlar, 17% konur) og listasjóði bárust 159 umsóknir (45% karlar, 55% konur). Alls var hlutfallsleg skipting umsækjenda eftir kyni 52% á móti 48%, körlum í vil. Þriggja ára laun hlutu rithöfundamir Ein- ar Már Guðmundsson, Guðbergur Bergsson og Steinunn Sigm-ðardóttir. Tveggja ára laun hlutu myndlistarmennimir Guðjón Bjarna- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Sigrún Ólafs- dóttir og Steinunn Þórarinsdóttir. Af tón- skáldum bar mest úr býtum Guðmundur Hafsteinsson, eða laun til tveggja ára, en listasjóður úthlutaði Þóru Einarsdóttur söng- konu þriggja ára launum. Hagyrðingakvöld fyrir Grafarvogsbúa Því hefúr verið haldið fram að mælikvarði á samkennd í íslensku byggðarlagi séu þorrablótin og hagyrðingasamkomumar sem þar eru haldnar. Séu þær reglulegur hluti af tilveru fólksins, sé það til marks um að byggðarlagið hafi tekið út fullan þroska. Ef til vill segir það okkur að Grafarvogur sé nú loksins farinn að líta á sig sem sérstakt bæj- arfélag að þar verður skotið á hagyrðinga- kvöldi í íþróttahúsi Fjölnis, sunnudagskvöld- ið 7. mars kl. 20.30. Þar mæta til leiks nokkr- ir orðhögustu og orðhvötustu hagyrðingai' landsins, þeir Aðalsteinssynir: Stefán, Hákon og Ragnar Ingi, en einnig annað hagleiksfólk á ritvelli, til dæmis Sigmimd- ur Ernir Rúnars- son fréttamaður, Ólína Þorvarðar- dóttir sagnfræð- ingur, Hermaim Jóhannesson skrifstofumaður, Ástvaldur Magn- ússon skrifstofu- maður og Magn- ús Ástvaldsson búfræðingur. Að þessari samkomu stendur hópur áhugafólks um menningarstarfsemi í Grafarvogi og Ungmennafélagiö Fjölnir. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.