Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 24
28 FOSTUDAGUR 5. MARS 1999 nn Ummæli Stóru kjara- samningarnir „Af hverju eru menn aö eyða allri þessari vinnu í gerð þessara stóru kjarasamninga? , Hvers vegna kjósa stéttarfelögin og« viðsemjendur þeirra að hafa formið með þess- um hætti ef við þurfum síðan að standa upp öðru hverju á samningstíman- um og semja um breytingar við einstaka stafshópa." Kristján Þór Júliusson bæjar- stjóri, í Morgunblaðinu. Auðnin fram undan? „Ef við tökum okkur ekki á núna og breytum verðum við að gjöra svo vel að horfa á að allt mannlíf er aö rústast hér. Þaö fer í auðn.“ Ragnheiður Ólafsdóttir, formað- ur íbúsamtakanna Átaks á Þing- eyri, í DV. Öðruvísi bissniss „Það er nú eins og alltaf að ef einhver gerir eitt- hvað öðruvisi en allir hinir þá vekur það athygli." Haraldur Haraldsson, : kaupandi Áburðar- verksmiðjunnar, í Viðskiptablaðinu. Heimsendir „Heimsendir kann að vera í nánd. Fyrir þúsund árum vissi hvert mannsbam að heimsendir hæfist á hörðum og langvarandi fimbulvetri í bland við vaxandi ófrið. Það er jafnljóst hverju nú- tímabarni að heimsendir nútím- ans mun hefjast á því að allar tölvur heimsins hrynja." Ármann Jakobsson íslensku- fræðingur, í DV. Væri ísland lýðveldi.... „Væri ísland lýðveldi stjórn- aði forseti Alþingis lagasetningu þjóð- arinnar en ekki forsætisráðherra. Væri ísland lýð- veldi semdu al- þingismenn lögin sjálfir en ekki ráðuneytin. Væri Island lýöveldi væri for- seti Alþingis bæði æðsti maður þjóðarinnar og valdamesti." Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Víglundur með ólund „Gagnrýni sú sem birtist i frétt DV beinist að stjómarhátt- um borgarmeirihlutans og skorti á útboðum, en ekki að B.M. Vallá. Það er því óþarfi fyrir Víglund að vera með ólund ; vegna þessa.“ Eyþór Arnalds borgarfulltrúi, iDV. V-====>F=====7V~~-f (• (seinnr) -< a Illíi JHft* * lALÞítíí' O' QL >i _> Aðalsteinn Jónsson handknattleiksþjálfari: Tll að geta unnið þarf að kunna að tapa „Það hefur loðað við Stjörnuna að byrja veturinn frekar illa, en það hef- ur verið góð stígandi hjá okkur og þótt við færum illa að ráði okkar í fyrrakvöld og töpuðum, þá vorum við með svo góða forystu í deildinni að dugði til að vinna hana,“ segir Aðal- steinn Jónsson, handknattleiksþjálf- ari hins sigursæla kvennaliðs Stjörn- unnar, sem er deildarmeistari í ár. Aðalsteinn segir það ______________ Aðalsteinn er á öðra ári sem þjálfari Stjörnunnar: „Ég er búinn að vera i handboltanum lengi, spilaði með Breiðabliki til margra ára og náðum við ágætum árangri um tíma, spiluð- um í 1. deildinni. Ég fór síðan til Þýskalands og spilaði þar í fjögur ár, sem var skemmtilegur og spennandi tími, enda alltaf gaman að prófa eitt- hvað nýtt. Þegar ég kom heim spil- hafa verið mikinn missi _ fyrir liðið að missa Her- IVIaÖlir ClagSltlS dísi Sigurbergsdóttur út vegna meiðsla: „Við höfum verið að vinna okkirn út úr því að undan- förnu. Liðið er aðeins brothættara, eins og sýndi sig í leiknum gegn Vík- ingi, enda er Herdís ekki aðeins frá- bær handknattleikskona heldur líka mikill drifkraftur fyrir liðið. Vanda- málin sem komu upp í leiknum gegn Víkingi verðum við að leysa fyrir úr- slitakeppnina því að Herdís verður ekki meira með okkur það sem eftir er vetrar. Sú keppni verður spenn- andi, við erum með góðan og sam- heldinn hóp sem hefur sigurvilja, en ég segi alltaf eftir leik eins og i fyrra- kvöld að til þess að geta unnið verð- um við að kunna að tapa og við eig- um eftir einn erflðan leik í deildar- keppninni gegn Fram. Eftir það fer ég að spá í spilin í sambandi við úr- slitakeppnina. Deildin hefur verið jöfn eins og sést - öll efstu liðin töp- uðu í fyrrakvöld - og það er enginn vafl á því að úrslitakeppnin verður mjög spennandi." aði ég eitt ár með Breiða- bliki, en varð síðan fyrir meiðslum og varð að hætta. Þegar ljóst var að ég myndi ekki spila meira tók ég til við að þjálfa, fyrst Breiða- blik, kom því úr 2. deild í 1. deild, og fór síðan í Garða- bæinn þar sem handbolta- hefðin er mikil og vel staðið að öllum málum, enda árangur kvennaliðsins mjög góður unda- farin ár og karlaliðið virðist eirmig vera að gera góða hluti um þessar mundir.“ Ahugamál Aðal- steins snúa að langmestu leyti að íþróttum: „Ég er íþróttaflkill, bæði fyrir sjálfan mig og svo hef ég gaman af að horfa á íþróttir. Ég á tvo unga stráka sem ég fer í sund með og við hlaupum einnig mikið saman.“ Aðalsteinn er íþróttakennari að mennt en vinnur auk þjálfunar- innar við fjölskyldufyr- irtæki: „Foreldrar mínir eiga heild- sölu þar sem ég vinn við allt frá því að losa úr gámum í að selja og rukka, og auk þess sem ég þjálfa Stjörn- una er ég með krakka i íþróttaskóla Breiðabliks." Eiginkona Aðal- steins er Elísabet Sveinsdóttir og eiga þau tvo stráka, Arnór og Bjarka, sem eru 13 og 7 ára. -HK Land og synir skemmta á Akureyri í kvöld. Land og synir í Sjallanum Land og synir leika í Sjallanum á Akureyri i kvöld. Síðast þegar Land & synir léku í Sjallanum um síðustu áramót var mikið fjör og gestir skemmtu sér konunglega svo það má bú- ast við margmenni þegar þessi vinsæla hljómsveit birtist þar aftur. Léttir sprettir á Gullöldinni Um næstu helgi eru það félagarnir í hljómsveitinni Léttir sprettir sem skemmta gestum Gullaldar- innar. Um síðustu helgi var magnað stuð hjá þeim félög- um og ættu karlar og konur því að koma snemma til að tryggja sér gott borð og forðast langar biðraðir. Skemmtanir Carpet á síðdegis- tónleikum Carpet spilar á síðdegis- tónleikum Hins hússins og Rásar 2 í dag, kl.17. Carpet er fjögurra ára rokkhljóm- sveit og mun hún spila í Sjallanum á Akureyri 12. mars með Dead Sea Apple og Toy Machine. Tónleik- amir fara fram, að venju, á Geysi-Kakóbar, Aðalstræti 2. Aðgangur er ókeypis. Brjóstmynd Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Orn Arnason leikur þingmanninn og Edda Heiðrún Backman eigin- konu hans. Tveir tvöfaldir í kvöld verður sýndur á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu hinn vin- sæli gamanleikur Tveir tvöfaldir eftir einn fremsta farsaleikhöfund Breta, Ray Coonay. Tveir tvöfaldir segja frá kvensömum þingmanni og dyggum aðstoðarmanni hans sem reynir að leysa hvern vanda yflrmannsins en tekst ekki betur til en svo að heilt hótel rambar á barmi taugáfalls. Tveir tvöfaldir eru farsi af bestu gerð þar sem mis- skilningur á misskilning ofan, kvennaklandur og flóknir ástarþrí- hyrningar fLéttast saman í skraut- lega atburðarás og hláturtaugar áhorfenda era kitlaðar. Verk Ray Coonay hafa verið leikin hvarvetna í heiminum við miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið sýndi 1985 eitt þekktasta verk hans, Með vífið í lúkunum, og sama ár sýndi Leikfé- lag Reykjavíkur Sex í sama rúmi. Leikhús í hlutverki þingmannsins er Örn Ámason, Hilmir Snær Guðnason leikur aðstoðarmanninn og Edda Heiðrún Backman eiginkonu þing- mannsins. Aðrir leikendur eru Margrét Vilhjálmsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Randver Þorláksson, LOja Guðrún Þorvaldsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Leikstjóri er Þór H. Tulinius. Bridge Spil dagsins er hrein perla. Það kom fyrir í Danmerkurmótinu í tví- menningi og það var Daninn Jacob Rön (S) sem var í aðalhlutverkinu. Austur gjafari og enginn á hættu: * 107654 *G98 * DG6 * K3 ♦ G 10653 ♦ 9743 ♦ D1095 N * AD983 * K * 852 * ÁG42 4 K2 * ÁD742 * ÁK10 * 876 Austur Suður Vestur Norður 1 * 2pass 3 » dobl p/h Vestur spiiaði út spaðagosa og framhaldið virðist vera borðlagt. Austur drepur á spaðaás, spilar spaðaþristi til baka (laufkall) sem vestur trompar, laufdrottning á kóng í blindum og ás austurs, laufgosi tekinn og spaða spOað aftur - einn niður! En þannig gekk vörnin ekki fyrir sig. Þegar aust- ur setti spaðaásinn var Rön fljótur að leggja kónginn undir. Austur taldi eðlilega að vestur ætti spaðatvist og skipti yfír í tígul. Rön tók slaginn í blindum, spOaði litlu hjarta á ás, hjarta á níuna og lagði niður hjartagosa. Inn á tígulás, síð- asta trompið tekið af austri og tígul- slagm- tekinn tO viðbótar. Fimm spOa endastaða leit þannig út: * 1076 ♦ - * K3 ♦ 9 * D1095 N V A S 4 D98 ♦ - * ÁG * 2 * 7 ♦ - * 876 Rön spOaði nú spaðatvistinum og þegar austur var búinn að jafna sig á áfallinu, inni á spaðaáttu, reyndi hann að spOa spaðadrottningu. Hann fékk að eiga þann slag en varð síðan að spOa sagnhafa í hag. Það þarf ekki að geta þess að 530 var hreinn toppur. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.