Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Page 16
varstu 14. nóv 1985 kl. 22.0(|? Kristín Astgeirsdóttir alþingismaður. í afmæli mömmu „Þar sem móðir min á afmæli 14. nóvember er ákaflega liklegt að ég hafl veriö heima hjá henni í veislu þetta kvöld. Daginn eftir frétti ég hins vegar að Hófí hefði verið krýnd Ungfrú heimur. í hádeginu heyröi ég símaviðtal við hana 1 út- varpinu og um kvöldið var sýndur breskur þáttur um hana 1 sjónvarp- inu sem haföi verið morgunþáttur þar úti. Hófi hafði auðvitað lent t miklum veisluhöldum kvöldið áður og svo verið rifin upp eldsnemma daginn eftir til að mæta í þennan þátt. Ég man alltaf eftir þvi þegar þáttarstjórnandinn dáðist að þvl hve vel hún liti út svo snemma morguns. Hún sagði orðrétt: „You look astonishing!“ Þó ég sé enginn sérstakur aðdáandi fegurðarsam- keppni verð ég að segja að Hóff stóð sig meö prýði og var landi og þjóð til mikils sóma.“ hvar eru þeir núf „Nefrennsli var bara púra pönkband en við klæddum okkur öðruvísi og sögðum góðan daginn og svona. En svo blöstuðum við pönki framan í fólk. Við litum oft ógeðslega hallærislega út, en svo sagði fólk, vá maður, þeir spila pönk þessir.“ Hólmfriður Karlsdóttir var kjörin og krýnd Ung- frú heimur, Miss World, klukkan tíu að kvöldi 14. nóvember 1985 í London. Þá var hún 22 ára og starfaöi sem fóstra á barnaheimili í Garðabæ. Það var ekki nóg með að Hófi hlyti titilinn Ungfrú heimur, hún var llka valin Feg- urðardrottning Evrópu I úrslitakeppninni. Um fimm hundruö milljónir manna fylgdust með keppninni í beinni útsendingu og framkoma Hófíar þótti örugg og óþvinguð. Sigurinn vakti mikla athygli í Bretlandi og öll helstu dagblöð þar í landi helguðu henni mikiö rúm. Bros hennar var sagt hafa brætt hjörtu dómaranna og hún sögð búa yfir klassískri norrænni feg- urð, með Ijóst hár og falleg blá augu, gjarnan kölluð ís- drottningin. Sigurinn kom ekki einu sinni á óvart því veðmangarar þar ytra höfðu talið hana sigurstranglega áður en keppnin fór fram. Umræðan sem spannst I kringum Hófí og uppruna hennar beindi mjög mikilli at- hygli að Islandi. Þeir sem hafa fylgst með spaugaranum Jóni Gnarr vita að hann var einu sinni í pönkhljómsveitinni Nef- rennsli. Hann hefur ekki ósjaldan talað um það tímabil lífs síns. En hvemig er hin hliðin á málinu? Hvemig var ferill Nefrennslis í raun og veru, hverjir vora með honum í hljómsveitinni og hvar era þeir nú? Ferill Nefrennslis Höfuðpaur Nefrennslis auk Jóns var gitarleikarinn Alfreð J. Al- freðsson, kallaður Alli Pönk á sín- um tíma. Eftir mikla leit náðist í hann i Krammahólum. „Ég, Jónsi, Nasi og Hannes stofnuðum þetta band,“ segir Alli, „en þegar þessi ljósmynd var tekin era Jónsi og Nasi hættir og aðrir komnir í stað- inn.“ Jónsi, er það Jón Gnarr? „Já, hann söng í bandinu og var nú bara kallaður Jónsi þá, eða Jón Gunnar. Hann tók Gnarr nafnið upp um tvítugt. Nefrennsli var bara púra pönkband en við klædd- um okkur öðruvísi og sögðum góð- an daginn og svona. En svo blöst- uðum við pönki framan í fólk. Við litum oft ógeðslega hallærislega út, en svo sagði fólk, vá maður, þeir spila pönk þessir. Þegar Jónsi og aðrir ofurpönkarar hættu fórum við meira út í nýbylgjurokk, Joy Division, Cure og svoleiðis." Var Jónsi góöur í samuinnu? „Já, hann var það. Til að byrja með var hann drifkrafturinn í bandinu, var allavega duglegur að skrifa nafnið á hljómsveitinni út um allt. Hann byrjaði síðan aftur en þurfti að hætta þegar hann fór á Núp. Það er til fullt af upptökum með Nefrennsli en þeim er vel haldið leyndum." Ælt í lófann Hver voru helstu lögin með Nef- rennsli? „“Brave New World“ (sem byrj- aði á „Policeman in the street") var eitt af þeim fyrstu, síðan kom „Saga af helgri konu“ eftir að ein- hver las einhverja bók, „1001 saga úr Reykjavík", held ég hún hafi heitið. Jú, „Barist í Beirút" maður, það var eitt aðallagið: „Barist í Beirút og bombumar svífa“. Það var aldrei neinn tónlistarlegur ágreiningur í þessari hljómsveit af því við spiluðum svo hratt og ^ SS|. Hannes, jó/ e. og vorum svo þreyttir eftir á að við höfðum ekki tíma til þess.“ Finnst þér Jón fyndinn? „ Já, þetta er vikilega afslappað- ur og góður húmor. Húmorinn hjá honum var miklu ógeðslegri þegar við vorum saman í Nef- rennsli. Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem getur ælt í lófann á sér og borðað það aftur. Hann var frægur fyrir það og ældi oft í strætó. Svo gat hann lát- ið teygju í nefið á sér og tekið hana út um munninn og keyrt hana fram og til baka. Hann gat lika verið með fieiri nælur en aðr- ir.“ Var mikiö sukkaö í Nefrennsli? „Nei, við vorum allir nýfermdir og blautir bakvið eyrun.“ Hver var hápunkturinn hjá Nef- rennsli? „Þetta var nú bara allt ein alls- herjar gleði meðan á þessu stóð. Síðan hurfum við í sinn í hverja áttina. Þetta var bara fyrsta band- ið og svona.“ Hvar eru þeir nú? „Jói B. lærði rafvirkjun í Iðn- skólanum og er nú í tölvuviðgerð- um hjá Aco. Hannes trommari býr núna í Japan. Það var þannig að hann gerðist pennavinur sextán ára japanskrar stelpu í gegnum Æskuna. Svo kom hún til íslands, þau giftust og hann fór út og hefur ekki sést síðan. Bjössi var með mér í hljómsveit sem hét Leiksvið fáránleikans sem hefur verið starf- andi af og til. Hann fór í heimspeki í Háskólanum, einhverja þýska þunglyndisheimspeki minnir mig. Svo tók hann blikksmíði í Iðnskól- anum og er núna í blikk-bisness með pabba sínum. Ég var nú bara að skriða heim frá Danmörku og svona. Hef verið trökkdræfer bæði þar og hér. Ég á engan gítar en ég er með rótótrommur heima. Þegar maður kemst í gítar blastar maður bara vel. Það er skemmti- legt stundum." -glh tískan klukkan hádegi Skrýtnar í tísku Stelpur, nú er tækifærið. Við eigum allar möguleika á að láta drauminn um fyrirsætustarfið rætast. Lika þessar ljótu. Og þessar skrýtnu. Nú þykir það mikill kostur að hafa einhverja galla eða áberandi ein- kenni í framan, eins og skakkar tennur, stóra efri vör, freknur, frekjuskarð, útstæð eyru, loðnar auga- brúnir, bogið nef og lítil augu. Kannski ekki allt i einu en alla- vega eitthvað af þessu. Þetta þykir flott og verður að teljast frábær þróun. Hin ómögulega fegurð er á útleið og Cindy Crawford má fara að vara sig. Nú getum við blaðað í blöðum og tímaritum og séð þar fólk sem er eins og við hin. Við þurf- um ekki lengur að láta okkur líða illa yflr því af því að við erum svo miklu ljótari en glans- tímaritagellumar. Venjulegt fólk er í tísku og við líka. Eina skilyrðið er að vera ekki feit. Enn þá þykir það víst ekki ganga í fyr- irsætubransanum. Við verðum bara að sætta okkur við það og fara í megrun. 16 f Ó k U S 12. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.