Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 6
1 GSM viötaliö Stefán Karl Stefánsson leiklistarnemi Stefán: „Já.“ Fókus: „Stefán?" S: „Já.“ F: „Já, blessaður. Þetta er Fókus héma." S: „Já. Heyrðu, bíddu aðeins.“ Smábið. S: „Jæja, nú heyri ég betur í þér.“ F: „Nú? Hvað varstu að gera?“ S: „Ég var að hækka í símanum mín- um?“ F: „Áttu svona fínan GSM-sima að það er hægt að hækka í honum?" S: „Já, hann er ágætur.“ F: „Já. Ég er ekkert að trufla þig, er það?“ S: „Þú ert ekkert aö trufla mig, nei. Ég var bara að koma af æfingu." F: „Og hvar ertu núna?“ S: „Ég er staddur héma fyrir utan sjoppu á leiðinni í simaskrána." F: „Á leiðinni hvert?" S: „Ég rata ekkert i Reykjavík." F: „Ég get kannski hjálpað þér?“ S: „Nú, jæja. Bílasala Reykjavikur, hvar er hún?“ F: „Ég held hún sé í Skeifunni.“ S: „Skeifunni?“ F: „Jaaaaá.“ S: „Jaaaaá." F: „Athugaðu það bara.“ S: „Já, ég þarf að tékka á þvi.“ F: „Já, ég er ekki alveg viss heldur." S: „Það er allt í lagi.“ F: „Jæja, hvenær útskrifastu annars?“ S: „Ég útskrifast núna í vor. Það eru tveir og hálfur mánuður, hva sjötiu og, ætli það séu ekki sjötiu dagar?" F: „Sjötiu dagar, já. Ertu farinn að hlakka svolitið til?“ S: „Ég er farinn að hlakka svo til að ég er farinn að telja niöur.“ F: „En þér finnst gaman í Leiklistar- skólanum?" S: „Rosalega gaman. Ég hlakka bara svo til að komast út og fara að leika með öðru fólki. Þetta er svo leiðin- legt liö sem ég er með í bekk . Neih, hva, þetta eru allt yndisleg böm.“ F: (Hlær) „Er það ekki?“ S: „Jú, þetta er frábær bekkur sem ég er í.“ F: „Heyrðu já, veistu símann hjá Nönnu?“ S: „Já.“ F: „Já? Og kanntu hann utan að?“ S: „Ég kann alla síma utan að.“ F: „Nú? Stálminni." S: „Hann er 862..“ (Rödd heyrist á bak við Stefán segja 8723) S: „8723.“ F: „Hver var að segja þetta við þig?“ S: „Hansa, bekkjarsystir min. Hún sit- ur hér við hliðina á mér.“ F: „Jaaaaaá. Og er hún að hlusta?" S: „Hún er að hlusta." F: „Jaaaaá.“ S: „Má hún það ekki?“ F: „Ertu með spíker á eða eitthvað þannig?" S: „Neinei. Ekkert svoleiðis. Þú talar bara svo hátt að þetta glymur hér um allt.“ F: „Núhh.“ S: „Fólkið er farið að horfa á mig hér í sjoppunni.“ (Hlátur báðum megin linunnar) S: „Já, hún býr á Amameshæöinni og ratar ekkert í Reykjavík heldur, gat ekki sagt mér hvar Bílasala Reykja- vikur er.“ (Hlær svo) F: „Já, hún Hansa.“ S: (Hlær enn) „Já. Og við erum aö fara að tékka á þessu í símaskránni." F: „Heyröu, Stebbi." S: „Jeees, já.“ F: „Ég vona að þú finnir bílasöluna." S: „Já, ég lika.“ F: „Ókei.“ S: „Ókei.“ W „Ætli ^ ~ hún fari þá ’ ekki bara aftur aö syngja sóló og veröl fræg en ég sest við píanóið ^ og hverf.“ Á „Hún syngur eins og einhver segja þegar V söng sigurlagið sitt daginn. Sveinn Rúnar skólafélögum sínum nokkrum árum þegar píanónám sautján ár undireins í hæfileikarí Nú hafa þessi tvö s undanfarna daga hef næstum því öllumj vindurinn, heyröist édís Hervör Árnadóttir í Verzlóvælinu um Sigurðsson kom ekki síður á óvart fyrir hann ákvað aö hefja a gamall og breyttist kan tónlistarmann. ameinað krafta sína og ur lagið þeirra heyrst á útvarpsstöðvunum. sama list. Ef lagið fær góðar viðtökur kem- ur kannski meira frá þeim saman en ef ekki munu leiðir líklega skiljast. „Ætli hún fari þá ekki bara aftur að syngja sóló og verði fræg en ég sest við píanóið og hverf,“ segir Svenni. „Tónlistin er fyrst og fremst áhuga- mál hjá okkur og við erum ekki að þessu fyrir neinn annan en okkur sjálf," segir Védís og Svenni kinkar kolli. „Þegar maður er búinn að vera að fikta við tónlist og tónsmíðar einn úti í homi í mörg ár, er eins og maður þurfi á einhverri viðurkenningu að halda, smá klappi á bakið. Þess vegna ákvað ég að ráðast í að gefa eitthvað af lögunum mínum út. Það er nóg að einhver einn hringi i mig og segi: „Rosalega gott lag.“ Þá er ég ánægð- ur,“ segir Svenni. Þegar Védís „söng eins og vindur- inn“ í Verzlóvælinu var Svenni stadd- ur á svæðinu, heillaður, og langaði strax mikið að fá hana til að syngja lag eftir sig. Reyndar bjóst hann ekki við að hún myndi vilja það, þar sem fleiri vildu fá Védísi til liðs við sig. Hann ákvað samt að skella sér í röð- ina og sjá til. „Ég sá strax að Svenni var að gera áhugaverða hluti og mig langaði jafn- mikið og hann að láta reyna á þetta," segir Védís sem gerir í raun meira en að syngja. Hún hefur lika fengist við tónsmíðar, samdi til dæmis sigurlagið í Verzlóvælinu sjálf og vann lagið að miklu leyti með Svenna. „Védís hefur verið meira í poppi, ballöðum og slíku á meðan ég er bú- inn að vera að grúska í klassíkinni. Það er mjög gaman að blanda þessu saman og ég kemst aðeins upp úr klassískum hefðum og fæ smjörþefinn af popparalífinu, get alla vega ímynd- að mér að ég sé með nærbuxur og brjóstahaldara á höfðinu," segir Svenni. Védís brosir og fær sér sopa af vatni. Védis hefur gert meira athyglisvert undanfarin misseri en að sigra í Verzlóvælinu. Hún tók einnig þátt í uppsetningu skólans á Dirty Dancing. Þar lék hún litlu systur aðalpersón- unnar og söng meðal annars lagið Ástin mín eina (e. Be My Baby) en það hefúr verið spilað þónokkuð í út- varpinu. Hún þótti einnig leika skrambi vel og einhverjir myndu nú halda að stúlkan ætti að virkja hæfi- leikana og nema leiklist að stúdents- prófi loknu. „Æ, ég veit það ekki,“ segir hún. „Mig er búið að dreyma um að fara í háskóla í Bandaríkjunum síðan ég var lítil og átti heima þar. Annars hef- ur tónlistin algjöran forgang hjá mér.“ Hver tónlistarmaðurinn og leikar- inn á fætur öðrum hefur sprottið upp úr Verzlunarskólanum undanfarin ár. Má þcú- nefna Rúnar Frey Gíslason, Selmu Bjömsdóttur, Jón Ólafsson, Gunnar Hansson, Valgerði Gunnarsdóttur og nú Védísi og Svenna. Öflugt félagslif skólans virð- ist lokka til sín listaefnin því ósenni- legt er að þau hafi séð viðskipti og verslunarhætti í dýrðarljóma við inn- ritun. Svenni og Védís taka undir þetta og segja að í félagslífi Verzló bjóðist nemendum mörg gullin tæki- færi til að koma sér á framfæri. „Þetta öfluga og oft tímafreka fé- lagslíf er kannski líka ástæðan fyrir því að slökustu viðskiptafræðinem- amir í Háskólanum koma einmitt úr Verzló," segir Svenni og glottir. Efa- semdarsvipur kemur á Védísi sem spyr hvort þetta sé nú örugglega rétt. „Já, þetta er margsannað," segir Svenni. Og er sannfærður. Einn er sá maður sem hefúr hvað mest hvatt Svenna áfram í tónlistinni en það er móðurbróðir hans, Sverrir Stormsker. Hvernig væri nú að heiðra manninn fyrir vikið og taka upp þetta ágæta ættamafn, Svenni Stormsker? „Nei, það mun ég aldrei gera,“ seg- ir Svenni og vill ekki heyra svona vit- leysu. -ilk Bryan Adams og kryddpían Mel C gerðu þetta líka. Tóku saman höndum og sungu eitt lag saman. Annars eru þau alveg sitt í hvoru lagi og óbilandi tónlistaráhugi er það eina sem þau virðast eiga sameiginlegt. Védís er sextán og á fyrsta ári í Verzló. Svenni er tuttugu og þriggja ára kerfisfræð- ingur en kann eitthvað ekki alveg nógu vel við tölvur og ákvað því að skella sér í lögfræði síðasta haust. Hann segist vel geta hugsað sér að vinna sem lögfræðingur í nokkur ár en þorir ekki að lofa að það verði ævi- starfið. Védís hefur ekki hugmynd um hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór. „Það verður bara að koma í ljós,“ segir hún áhyggjulaus. Enda hvað ætti líka sextán ára blómarós að vera að eyða tímanum í svoleiðis vanga- veltur? „Maður á bara að lifa lífinu án þess að vera alltaf að skipuleggja það,“ seg- ir Svenni og bendir á kunningja sinn sem var í lögfræði eins og hann en áttaði sig svo á því á útskriftardaginn að hann langaði ekki til að vera lög- FOKUSMYNDIR: HILMAR ÞÓR fræðingur og dreif sig strax eftir út- skrift til útlanda í læknisnám. Lagið sem Védis og Svenni eiga saman heitir Perfect Play of Life og þau segja það vera blöndu af klassík og poppi, svona góða geisladiskatón- 6 f Ó k U S 19. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.