Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Page 16
* Elísabet Brekkan, sérfræðingur Rásar 2 í kóngafólki. rúminu mínu „Ætll ég hafi ekki verið í rúminu mínu eins og venjulegt fólk. Um morguninn hringdi svo Þórdis Am- ljótsdóttir í mig og var mikið niðri fyrir. „Díana er dáin,“ sagði hún and- stutt eins og náfrænka min hefði látið þar lifið. Þórdts var með velferð mína í huga þvt hún vissi sem var að ég var búin að taka upp þátt sem átti að fara i loftið fáum ttmum síðar þar sem ég hafði eftir Diönu hversu lélegur dans- ari Karl væri og hvemig hún þekkti John Travolta. Það hetði auðvitað verið ákaflega óviðeigandi að hleypa þessu í loftið þennan dag svo ég hljóp eins og eldibrandur upp i Útvarp til að klippa þetta úr þættinum. Dlana var nú ekki náin mér en þetta var samt hræðilegur atburður sem fang- aði alla. Svo lýsti ég jarðarförinni í beinni útsendingu á Rás 2 en þótti það mun sorglegra að sjá tíkina mína deyja þegar ég kom heim. Hún hét Kola og lifði t fjórtán ár. Við jörðuð- um hana með pompi og prakt og það * var mjög erfitt að sjá á eftir henni í gröftna. Þær dóu allar á svipuðum tíma, Dlana, Kola og móðir Theresa." Princessan af Wales, Lafði Diana Frances Spencer, var úrskurðuð látin sunnudagsmorg- uninn 31. ágúst 1997, klukkan 02.00 að ís- lenskum tíma, á franska sjúkrahúsinu La Pitie Salpetriere Hospital eftir hörmulegt bílslys f París fáum stundum áður. Vinur prinsessunnar, Dodi Fayed, lést líka í slysinu, sem og sá er bif- reiðinni ók, og Iffvörður hennar hlaut alvarlega áverka. Díana fæddist 1. júlf 1967. Hún vann sem barnfóstra og leikskólakennari og giftist svo Karli Bretaprinsi árið 1981. Brúðkaupið er af mörgum talið brúðkaup aldarinnar, enda fylgdist um það bil milljarður manna um allan heim með því. Þau eignuðusttvo syni, prinsana William Arthur Philip Louis og Henry (Harry) Charles Albert David. Díana naut hylli almúg- ans enda þreyttist hún ekki á að sinna sjúkum og heimsækja og styðja þá sem minna máttu sfn. I lok ársins 1992 var tilkynnt að Díana og Karl hefðu ákveðið að skilja og þremur árum síöar lýsti hún því yfir í eftirminniiegu sjónvarps- viðtali hversu óhamingju- söm og vansæl hún hefði verið í hjóna- bandinu. Skilnaðurinn var skjalfestur 28. ágúst 1996, ári áður en Díana iét lífiö. Hot talent hits Reykjavík sós- an er sterk og notist aöeins í smáum skömmt- um. Arnaldur Máni heldur áfram samanburðarrannsóknum sínum á mannlífinu í Reykjavík og New York. Og spurningamar hrannast upp: Er New York úthverfi í Reykjavík? Býr fólk við svipuð kjör og sams konar þankagang? Hugsar verkamaðurinn niðri á Reykjavíkurhöfn um það sama og sá á Times Square? Patrick Simpson verkamaður: ^Jtfj ^JíJíj Ijv. J3íJU2J Jj^JlJlJ UUTi. jij-J sJíjJjí) jTú Af hverju verkamaður? Ég hafði ekki tækifæri til að mennta mig sérstaklega og vildi ekki fara í herinn, og hef síðan hvorki haft kjark né peninga til þess að hella mér út í eigin bissness. Kanntu ekkert annað? Jú, jú. En hvað með það? Ég græði ekki á því. Mundirðu vilja gera eitt- hvað annað? Ég geri ýmislegt annað, en að fá borgað fyrir sjálfboðastarf sem ég tek þátt í væri mjög fint. Kemur Guð þér og starfi þínu eitthvað við? Hann kemur mér við þannig að ef hann er til, þá skil ég ekki hvers vegna hann hefur sagt skilið við mig. Ég var alinn upp þannig að ég ætti að trúa, en ég bara get það ekki meir. Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? Já, ég er verkamaður. Líf mitt er pólitískt, nema á dögum sem þessum. Þegar ég á fri og slappa af. Áttu þér fyrirmyndir? Það eru margir bræður og systur sem maður hugsar til. Ég get nefnt þér eina sem er það ekki lengur. Bill Gates. Drekkurðu eða dóparðu of mikið? Ég hef ekki efni á JJ því að gera „of mikið“ en ég geri hvað ég get. Hvað langar þig helst að gera með elskhuga þínum? Eignast íbúðina sem við leigjum. Áttu þér mottó? Spil- aðu með í lottó. Ein góð saga úr bransanum: Heyrðirðu um það þegar stillansarn- ir féllu hérna niður á Times Square og drápu hvað, 3 eða 4. Það er kannski ekki falleg saga en hún sýnir aðeins hvað allt er hverfult. Jón Ágúst Arason verkamaður: Af hverju verkamaður? Ég eins og flestir aðrir lenti í einhverjum drullupolli í lífs- ins ólgusjó, þetta gefur ágæt- lega og mér gefst tími til að toga í typpið á mér á milli að- gerða. Kanntu ekkert annað? Jú, jú. Ég vel mér að gera þetta núna þar sem það fer vel saman við ýmsa aðra þætti í lífi mínu. Mundirðu vilja gera eitthvað annað? Já. Kemur Guð þér og starfi þínu eitthvað við? Ég ætla að vona ekki, en ef svo er þá er það gjörsamlega án minnar vitundar. Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? Að sjálfsögðu, pólitík kemur öllu við, sérstaklega á kajanum. Við hafnarverkamenn lítum á okkur sem broddinn i ís- lenskri kjarabaráttu, dæmi hver fyrir sig. Áttu þér fyrirmyndir? Það hefur ekki borið mikið á þeim síðan ég var ungur maður. En ef þú reynir að greina þær þekkingarfræði- iega þá eiga þær það flestar sammerkt að vera eins og litli drengurinn sem er að reyna að rata út úr skógin- um án þess að rekast á úlfinn. Drekkurðu eða dóparðu of mikið? Ég á í of miklu basli með áfengið til að fara dópa líka. Hvað langar þig helst að gera með elskhuga þínum? Lifa, fjölga okkur og öðlast frama. Áttu þér mottó? Nei. Ein góð saga úr bransan- um: Iss, þær eru ailar svo háðar staðarháttum, mötu- neytinu eða reykingarskúm- um, með kaffifantinn og strákunum. Skilurðu? Maðurinn með sannleiksröddina Mike Handley segir að íslendingar séu siðmenntaðasta þjóð sem hann hefur kynnst og hefur hann þó komið til rúmlega fjörutíu landa. Og þó að þetta hljómi hjárænulega í eyrum ís- lendinga, sem þrátt fyrir gorgeirinn vilja helst trúa að þeir séu barbarar, nýskriðnir úr moldarkofunum, þá er ekki annað hægt en trúa honum. Hann segir þetta nefnilega með rödd sem fyllir herbergið, þrýstir sér inn um hlustirnar og glymur inni í hausa- mótunum á fólki. Það er eins Guð hafi talað. Mike er maður með sannleiks- rödd. Það efast enginn um það sem hann segir. En það hljóta hins vegar margir að efast um ákvarðanir hans. Hann er nefnilega fluttur til íslands. Og ætlar að reyna að koma undir sig fótunum í því sem hann er bestur i - að tala. Mike er narrator, eins og það heitir á útlensku. Ætli það kallist ekki þulur á íslensku. Hann talar inn á auglýsing- ar, sjónvarpsþætti og kynningardót. Og þar sem hann er Ameríkani talar hann ensku. Og ætlar að vinna á ís- landi. Þetta hljómar allt mjög óskynsamlega og í raun er Mike sönnun þess að mað- urinn er í eðli sínu skrýt- inn. Hann kom hingað til lands fyrst um miðjan ní- unda áratuginn og hefur síðan komið hér við einum tuttugu sinnum. Og núna til að vera. Honum finnst hann eiga heima hérna. Hann hefur alltaf verið hrifinn af Norðurlöndun- um og finnst ísland vera eins og þau fyrir utan leið- indin. Þótt honum finnist indælt að vera á hinum Norðurlönd- unum þá gefst hann alltaf upp á end- anum. Þau eru of örugg, of fyrirséð, of hitt og þetta. ísland er hins vegar ekk- ert of. Mike kemur hingað frá Washington þar sem hann talaði fyrir jafnóskyld fyrir- brigði og McDonalds og al- ríkisstjórnina, Mobile og Interpol, Rauða krossinn og Shell. Hann hefur meira að segja talað fyrir Toyota eins og Egill okkar Ólafsson. Og á leið sinni hingað hefur hann fengið verkefni fyrir íslensk fyrirtæki. Það er til dæmis Mike sem sannfærir fólk sem flýgur til íslands með Flugleiðum frá Amer- íku um hvað ísland er sið- menntað land. Og þaðan hefur hann kannski fengið þá hug- mynd. Kannski trúir hann sjálfur öllu sem hann segir. Skiljanlega er það ekki auðvelt fyr- ir mann að fá vinnu á íslandi við að tala ensku. Ef hann ætti að hafa þokkalegt upp úr þessu þyrfti hann líklega að tala fyrir flest það sem ís- lendingar búa til fyrir útlendinga. En Mike trúir að það sé hægt. Það eina sem þurfi sé að benda fólki á þjónust- una sem hann býður. Og af því hann er farinn að þekkja íslendinga ákvað hann að gera það með því að framleiða sterka sósu. Hann segist nefnilega aldrei hafa kynnst fólki sem notar jafnmikið af sterkri sósu og íslending- ar og vill hafa hana eins sterka. Sósan hans Mikes heitir Hot talent hits Reykjavík og flöskuna prýðir mynd af honum sjálfum. Ef sósan er eins sterk og röddin ætti fólk að nota lítið í einu. Mike Handley segist ekki hafa kynnst eins siðmenntuöu fólki og íslendingum. f Ó k U S 19. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.