Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 2
20
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
íþróttir
Stuttar fréttir
frá US Masters
Þeir kylfingar sem ekki hittu brautirnar
á Augusta Natinoal áttu ekki von á góðu.
Grasið fyrir utan brautirnar, röffið, var nú
helmingi hærra en það hefur verið síðustu 30
árin.
Greg Norman stóð sig frábærlega á
Masters. Á þriðja degi lenti hann í þeirri
óvenjulegu stöðu að bolti hans týndist á 12.
braut. Leitað var i leyfilegar fimm mínútur
en það bar ekki árangur.
Norman mátti láta sig hafa það að ganga
aftur á teiginn og og slá þriðja högg af teig á
par 3 holunni. Högg hans hafnaði á flötinni,
um 8 metra frá holunni, og „hvíti hákarlinn"
setti púttið niður og lék holuna þar með á
fjórum höggum.
Lee Janzen lék með Norman í holli á
þriðja degi og hann tók virkan þátt í leitinni
að bolta Ástralans.
Steve Pate setti nýtt met á US Masters á
þriðja deginum. Hann lék þá sjö holur í röð á
höggi undir pari. Ósköpin byrjuðu á 6. holu
og enduðu á þeirri 13.
Völlurinn glœsilegi í Augusta tekur að-
eins 30 þúsund manns og komast færri að en
vilja. Mjög erfitt er að fá aðgöngumiða á US
Masters sem alltaf fer fram á þessum glæsi-
lega velli.
Ekkert gekk hjá Bretanum Nick Faldo,
einum besta kylfingi heims til margra ára.
Faldo lék fyrsta hringinn á átta höggum yfir
pari og þar með draumurinn búinn. Faldo
komst ekki í gegnum niðurskurðinn frekar
en margir aðrir þekktir kylfingar.
Nick Price frá Simbabve var lengi vel í
baráttunni og hann sannaði að hann er enn í
fremstu röð í heiminum. Price setti vallar-
met á Augustavellinum árið 1986 en þá lék
hann á aðeins 63 höggum. Price hafnaði þá í
5. sæti sem er hans besti árangur á US
Masters.
Nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á
Augusta National-golfvellinum fyrir US
Masters. Grasið utan brauta var mun hærra
en áður og 17. brautin var lengd um 20
metra. Þær breytingar sem búið er að gera á
vellinum komu í kjölfar sigurs Tigers Woods
á US Masters árið 1997 en Tiger Woods lék þá
á 18 höggum undir parinu.
Lengingin á 17. brautinni hefur mikil
áhrif á leik kylfmga þar og tré á brautinni
spila þar stórt hlutverk.
Eins og í fyrra byrjaði keppnin á US
Masters með óveðri, rigningu og þrumu-
veðri. Síðustu tvo dagana lék veðrið við
kylfingana sem komust í gegnum niður-
skurðinn en þó var nokkuð misvindasamt
um tima.
-SK
Bland í poka
Wuppertal tapaði fyrir Essen, 19-21, í þýsku
úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Geir
Sveinsson skoraði 3 mörk fyrir Wuppertal,
Valdimar Grímsson 2 og Dagur Sigurósson 1.
Kiel vann Niederwurzbach, 17-26. Á laugardag
sigraði Dutenhofen lið Eisenach, 28-23, og skor-
aði Robert Duranona fimm mörk fyrir
Eisenach.
íslenskir knattspyrnumenn voru í sviðsljós-
inu í norsku knattspymunni sem hófst í gær.
Stabæk sigraði Skeid, 5-0, og skoraði Helgi Sig-
urðsson eitt marka Stabæk í leiknum. Rúnar
Kristinsson skoraði eitt mark fyrir Lilleström
sem sigraði Brann, 3-1. Strömsgodset sigraði
Kongsvinger, 2-1.
Valur Fannar og Stefán Gíslasynir léku
báðir með Strömsgodset. Steinar Adolfsson og
Stefán Þóróarson voru með Kongsvinger. Vik-
ing tapaði fyrir Odd Grenland, 1-2, og lék Auöun
Helgason með Viking. Rosenborg vann stórsigur
á Moss, 5-0, og var Árni Gautur Arason á
bekknum hjá Rosenborg.
Það verða Celtic og Glasgow Rangers sem
leika til úrslita í skosku bikarkeppninmni í
knattspymu. í undanúrslitunum um helgina
sigraði Celtic lið Dundee United, 2-0, og Rangers
sigraði St. Johnstone, 4-0. -JKS
DV
Jose Maria Olazabal frá Spáni var nánast öruggur um að sigra á US Masters rétt í þann mund er DV fór í prentun. Þá var aðeins ein hola eftir.
Reuter
US Masters lauk undir miðnætti í nótt:
- hafði örugga forystu þegar aðeins ein hola var eftir
Jose Maria Olazabal frá Spáni
var nánast öruggur um sigur á
US Masters stórmótinu í golfi
sem lauk í Bandaríkjunum
skömmu eftir að DV fór í prent-
un.
Olazabal lék 71 holu á 8 högg-
um undir pari og átti þá aðeins
eina holu eftir. Davis Love var
þá í öðm sæti á 6 höggum undir
pari og Greg Norman þriðji á 5
höggum undir pari og enn hefur
honum ekki tekist að sigra á
þessu stóra móti þrátt fyrir að
hafa nokkrum sinnum verið
mjög nálægt því. Steve Pate varð
í fjórða sæti.
Enginn kylflngur sló verulega
í gegn á lokadeginum í gær. Mik-
il taugaspenna var I gangi og inn
á milli snilldartilþrifa sáust af-
drifarík mistök.
Lengi vel leit út fyrir einvígi
um sigurinn á milli Gregs Norm-
ans og Jose Maria Olazabals.
Þeir voru efstir og jafnir eftir
þriðja hring og léku saman í síð-
asta holli í gær.
Norman náði erni á 11. holu
og komst einu höggi fram úr 01-
azabal en Spánverjinn gafst ekki
upp. Norman gaf eftir og þegar
þeir komu á 16. teig var staðan
þannig að Olazabal hafði tveggja
högga forystu. Jafn Norman i
þriðja sætinu var þá Steve Pate.
Olazabal lék mjög vel á lokakafl-
anum og sigur hans var nokkuð
öi’uggur.
Oft hafa kylfingar sýnt betra
golf á US Masters en hægt er að
fullyrða að sjaldan eða aldrei
hefur spennan verið meiri.
-SK