Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 29 íþróttir Ferrari er efst í liðakeppninni er Ferrari efst með 18 stig. Þá kemur Jordan með 10, McLaren með 10, Williams 7, Benetton 3, Stewart 2, Arrows 1 og Prost 1. Rubens Barrichello nálægt því að slá í gegn: Ford í skammvinnri forystu í fyrsta skipti Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello var nálægt því að skáka bestu ökumönnum heims í gær i Brasilíu, heimalandi sínu. Á meðan bíll hans af Ford-gerð var í lagi hafði hann góða forystu en síðan gaf vélin í Fordinum upp öndina og þar með var M draumurinn búinn í þessari keppni. Barrichello sýndi hins vegar að hann getur gert góða hluti. -SK Formula 1 keppnin í Brasilíu í gær var skemmtileg og spennandi: Bland í Mjög er nú rœít um að Honda og Toyota séu að koma inn í Formula 1 keppnina. Það mun þó skýrast á næstu árum. Þess má geta að ný lið fá ekki keppnisrétt nema þau sem fyrir eru samþykki það. Nœsta Formula 1 keppni fer fram í San Marino. Þar er talið að Ferrari-liðið eigi mjög mikla möguleika á sigri og að þeir Michael Schumacher og Eddie Ir- vine eigi að geta látið ljós sitt skina í smáríkinu 2. maí nk. Gridarlegur áhugi er á Formula 1 í Brasilíu eins og víðar. Áhorfendur á keppninni í gær voru um 200 þúsund og skemmtu sér konunglega. Heimsmeistarinn Mika Hákkinen er kominn af stað og sigraði í brasilíska kappakstrinum á Interlagos-brautinni í gær. Eftir að hafa helst úr lestinni í fyrsta móti ársins gekk McLaren-bíll hans eins og klukka og ók heimsmeistarinn greitt og kom fyrstur í mark eftir æsipennandi keppni við Michael Schumacher sem kom fast á hæla hans rétt tæplega 5 sek. síðar. Langt á eftir komu þeir Frentzen (Jordan), Ralf Schumacher (Williams) og Eddie Irvine (Ferrari). í sjötta ög síðasta sætinu, sem gaf stig, kom svo Oli- ver Panis á Prost en hann hefur ekki fengið stig síð- an seint á árinu ‘97. Aðeins 9 bílar kláruðu og er greinilegt að liðin eru enn í vandræðum með nýj- ungar i bílum sínum en þeim fjölgar sem klára þeg- ar líður á árið. Hakkinen heppnari en Coulthard sem gekk allt í óhag Finninn Mika Hákkinen var heppnari en félagi hans, David Coulthard, sem drap á bíl sínum í ræs- ingunni og var í stöðugum vandræðum alla keppn- ina. Varð hann að lokum að hætta keppni. Mistök hans á ráslínu gátu þó valdið stórslysi en Michael Schumacher og næstu menn náðu að svegja framhjá og koma í veg fyrir stórkostlegt óhapp. Hákkinen hélt forystu úr ræsingunni en fékk heimamannin Rubens Barrichello, og aðal- keppinaut síðasta árs Schumacher á hæla sér. En það sannaðist að með einni gírskiptingu getur ökumaður tapað Grand Prix-keppni því Hákkinen fipaðist á þriðja hring og missti næstu tvo menn fram fyrir sig og skyndilega, í fyrsta skipti í sögu Stewart Ford-liðsins, var Barrichello kominn í forystu við mikinn fögnuð heimamanna. Hélt Barrichello fyrsta sætinu með góðum akstri þar til hann tók fyrsta viðgerðarhlé sitt á 27 hring og afhenti því Michael Schumacher forystuna. Hakkinen á auðum sjó eftir að hann skaust fram fyrir Schumacher Þjóverjinn þurfti að hafa mikið fyrir því að missa ekki Hákkinen fram fyrir sig en með kænsku og reynslu tókst honum að halda geysiaflmiklum McL- aren-bílnum og heims- meistaranum í skefjum. Eftir að Schumacher tók sitt eina viðgerðarhlé á 38. hring var Mika Hákkinen á auðum sjó og var líkast að hann væri kominn í tímatöku og flaug hann heila fjóra hringi áður en hann fór sjálfur inn og tók bensin og fékk nýja hjólbarða. Hernaðaráætlun McLarens tókst. Hákkinen hafði tekið styttra viðgerðarhlé og honum tókst að komast út af viðgerðarsvæðinu áður en Schumacher færi fram hjá og var hann þá orðinn fyrstur. Eftir það var það bara spuming hvort Mercedes Benz-vélarnar og vökvakerfi McLaren-bílsins dygðu til loka keppninnar sem raunin var og hélt hann greinilega viljandi hæfilegu bili milli sín og Schumacher sem hafði talsvert fyrir því að halda í Hákkinen sem kom svo fyrstur að endaflagginu og fagnaði glæsilegum sigri. Stefnir í titilvöm Finnans gegn Schumacher líkt og á síðasta ári. Mikil keppni annarra ökumanna og hart barist Mikil keppni var á milli annarra ökumanna og voru þeir Hanz H. Frentzen og Ralf Schumacher enn að halda uppi heiðri liða sinna. Meistararnir Damon Hill og Alex Zanardi ollu enn vonbrigðum á meðan aðrir minni spámenn voru að gera góða hluti. Marc Gene ók til loka fyrir Minardi og félagi hans, Sarrazin, ók ótrúlega vel áður en hann ók út af og á hjólbarðastæðu á yfir 250 kílómetra hraða. Hann fékk einn mesta snúning sem um getur og gekk ringlaður frá bílflakinu. Maður keppninnar var þó Rubens Barrichello sem ók geysilega vel en varð þó að játa sig sigrað- an vegna vélarbilunar en gekk fram hjá brasilísk- um áhorfendum stoltur og vonast til að gera betur næst. -ÓSG Sérstaklega voru heima- menn ánægðir á meðan þeirra maður var í efsta sætinu en Barrichelli var hylltur er hann var fallinn úr leik. > írinn Eddie Irvine heldur enn forystunni í stiga- keppninni til heimsmeist- aratitilsins. Irvine er með 12 stig eftir tvær fyrstu keppnimar. Heinz H. Frentzen er ann- ar í stigakeppninni með 10 stig og sömu stigatölu hef- ur Mika Hakkinen. Ralf Schumacher er með 7 stig, bróðir hans, Michael * Schumacher, 6, Fisichella 3 og Barrichello 2. Neðstir em þeir De la Rosa og Oli- ver Panis með aðeins eitt stig. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.