Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 21 N6A*I}ÍÍÍJIttt Úrslit aðfaranótt laugardags: Bostonl’hiladelphia.......67-83 Pierce 22, Barros 13, Mercer 12 - Iver- son 23, Ratliff 16, Lynch 13. Atlanta-New York .........78-86 Blaylock 28, Long 19 - Sprewell 18, Ewing 16. Johnson 13. Charlotte-Washington .... 90-88 Campbell 32, Phiils 17, Jones 15 - Strickland 25, Thorpe 20, Howard 18. New Jersey-Toronto.......106-99 Van Horn 30, Marburry 20, Harris 17 - Carter 26, Willis 20, Brown 14. Orlando-Millwaukee .......95-83 Hardaway 26, Armstrong 18, Harpring 13 - Allen 21, Robinson 15. Indiana-Detroit.........101-102 Smits 35, Miller 14, Rose 14 - Hill 30, Dumars 25, Hunter 17. Utah-Phoenix..............93-92 Malone 31, Anderson 17, Russell 10 - Kidd 19, Morris 17, Mccloud 13. Vancouver-Seattle ........98-93 Rahim 28, Lopes 21 - Ellis 20, Hawk- ins 17, Baker 15. LA Lakers-Minnesota.......96-89 O’Neal 25, Rice 25, Bryant 18, Hamm- onds 22, Mitcheil 18, Garrnett 16. Úrslit aðfaranótt sunnudags: Cleveland-Atlanta ....... 81-67 Kemp 24, Person 14, Knight 12 - Henderson 18, Cray 11, Long 9. Dallas-Golden State......90-91 Trent 33, Finley 17, Bradley 12 - Coles 14, Cummings 14, Marshall 11. Indiana-Charlotte.........90-92 Smits 22, Miller 17, Rose 16 - Phills 23, Jones 17, Wesley 15. Chicago-Miami ............49-82 David 13, Kukoc 10, Wennington 7 - Hardaway 22, Mourning 19, Mas- hbum 14. Phoenix-San Antonio . .. 110-84 Garrity 25, Robinson 22 Capman 11 - Duncan 21, Rose 13, Elie 11. Sacramento-Denver .... 110-104 Webber 23, Divac 21, Williamson 14 - Van Exel 29, Washington 19, Mccdyess 19, LA Clippers-Portland .... 70-97 Nesby 17, Piatkowski 14, Olowokandi 13 - Wallace 19, Willaims 17, Cato 10. Chicago gerói aðeins 49 stig gegn Miami sem er lægsta skor liðs sið- an skotklukkan var tekin í gagnið 1954. Liðið skoraði aðeins átta stig i fyrsta leikhluta. Miami skoraði fyrstu 15 stig leiksins. Bill Wennington, þjálfari Chicago, var ekki skemmt en gífurleg breyt- ing hefði orðið á liðinu fyrir tima- bilið. Nýlióinn Pat Garrity skoraði 25 stig fyrir Phoenix i sigrinum gegn San Antonio sem hafði unnið sex leiki í röð. Vlade Divac átti stórleik fyrir Sacramento gegn Denver, skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst. Sjö leikmenn Sacramento fóru yfir tíu stiga múrinn. Denver hefur tapað átta af síðustu 12 leikjum sinum. Atlanta skoraði aðeins þrjú stig í fyrsta leikhluta gegn Cleveland. Eftir það var á brattann að sækja. Gary Trent, Dallas Mavericks, setti persónulegt stigamet gegn Golden State, skoraði 33 stig en þau dugðu ekki til því gestirnir sigruðu með eins stigs mun i æsispenanndi leik. -JKS íþróttir Guðmundur Helgi Þorsteinsson, fyrirliði bikar- meistara ÍS, hampar bikarn- um um helgina. Guðmundur og félagar hans unnu mjög ör- uggan sigur í úr- slitaleik bikarsins gegn KA í Austur- bergi. Þar með unnu stúdentar bík- armeistaratitilinn f sjöunda sinn. Á myndinni til hliðar fagna leikmenn ÍS titlinum. DV- myndir ÞÖK IS bikarmeistari karla í blaki eftir sigur á KA: Sjöundi - bikartitill stúdenta sem sigruðu, 3-0 ÍS vann sinn sjöunda bikarmeistara- titil í blaki karla á laugardag þegar lið- ið lagði KA að velli í íþróttahúsinu í Austurbergi, 3-0. Sigur stúdenta var aldrei í hættu enda liðið með eindæm- um samstillt og öflugt með þá Sushko, Ismar og Zdravko sem bestu menn. Stúdentar sýndu það strax i upphafi að þeir ætluðu sér ekkert annað en sig- ur í þessum leik og í fyrstu hrinu náðu þeir fjögurra stiga forskoti, 5-1, sem þeir héldu alla hrinuna og sigruðu, 25-20. í annarri hrinu náðu KA-menn að komast yfir í stöðunni, 13-14, en þá gáfu stúdentar í og sigruðu með sama mun og í fyrstu hrinu, 25-20. Þriðja hrinan var sú jafnasta af þeim sem leikin var. Þá náðu stúdent- ar mest fjögurra stiga forskoti en KA- menn fylgdu þeim fast eftir og héldu þeim við efnið. Þessi aukna barátta norðanmanna dugði þeim þó ekki því stúdenta sigruðu i hrinunni, 25-23. Davíð Búi Halldórsson og Mike Perra voru bestir í liði KA. „Þeir voru gulir en við vorum glað- ir,“ sagði Guðmundur Helgi Þorsteins- son, fyrirliði ÍS, eftir sigurinn. „Við erum búnir að bíða eftir þessum leik síðan í febrúar og það kom ekkert ann- að en sigur tii greina. Við erum með mikið stemningslið og þess vegna misstum við taktinn um tíma í síðustu hrinunni en það hefur gerst oft hjá okkur í vetur. Við erum mjög ánægð- ir, stúdentar, í dag. Þetta er þriðji tit- ill félagsins í vetur, stelpumar íslands- og bikarmeistarar og við bikarmeistar- ar, þannig að þetta er mjög gott fyrir iþróttalífið í vesturbænum." Leikið var eftir nýjum stigareglum Alþjóða blaksambandsins, þar sem gef- ið er stig eftir hveija skorpu og leikið upp í 25 stig í hverri hrinu. Það verð- ur að segjast eins og er að ekki aðeins auðveldar þessi breyting hinum al- menna áhorfanda að fylgjast með leiknum heldur verður þetta einnig til þess að leikmenn leggja sig enn meira fram en áður. „Þessi nýja regla gefur leiknum nýtt líf. Menn eru á tánum, maður finnur blóðið flæða, það mega engin mistök verða, fjögur, fimm stig eru fljót að fara. Svo er þetta miklu skemmtilegra fyrir áhorfendur og í framtiðinni verður þetta okkur til tekna," sagði Guðmundur sem síðast lék með stúdentum fyrir tíu árum en þá varð fé- lagið einmitt síðast bik- armeistari. Ætlarhann að halda áfram? „Ég er orðinn lög- giltur öldungur í blak- inu og strákamir eru að rífa af mér gömlu skóna og hlífamar svo að ég komist ekki á æfingar en á með- an Valdimar (Öm- ólfsson) leyfir mér að mæta á æfingar verð ég með,“ sagði Guðmundur H. Þor- steinsson, fyrirliði bikar- meistara ÍS. -ih Þrír efstu menn í glímunni um helgina. Pétur Eyþórsson, Ingibergur Sigurðsson og Arngeir Friðriksson. DV-mynd HH Ingibergur sigraði landsflokkaglímuna Ingibergur Sigurðsson úr Víkverja bar sigur úr býtum í lands- flokkaglímunni en fiórða og síðasta mótið i þessari mótaröð fór fram í íþróttahúsi Seljaskóla á laugardaginn var. Fyrir lokamótið hafði Ingibergur eins stigs forystu samanlagt á Amgeir Friðriksson, HSÞ, en Ingibergur hélt sínu striki og fagnaði sigri með best- an árangur samanlagt úr mótimum fiórum. Á mótinu á laugardag sigraði hins vegar Pétur Eyþórsson, Víkverja, nokkuð óvart og gerði hann sér m.a. lítið fyrir og lagði Ingiberg. Amgeir Friðriksson varð annar á mótaröðinni og Pétur lenti í þriðja sæti. Inga Pétursdóttir, HSÞ, sigraði í kvennaflokki en Þingeyingar voru einnig í efsta sæti í stigakeppni kvennaliðanna. Víkveiji varð efstur á stigum í karlaflokki. Stefán Geirsson, HSK, sigraði í unglingaflokki en varpa þurfti hlutkesti til að fá fram úrslit. Stefán og Ólafur Krisfiánsson, HSÞ, stóðu jafnir að stigum eftir mótaröðina. -JKS Röð efstu manna 1. Ingibergur Sigurðsson .... 17 stig 2. Arngeir Friðriksson .15 stig 3. Pétur Eyþórsson......13 stig Vikverji vann liðakeppnina, HSK varö i 2. sæti og HSÞ í 3. sæti. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG V INTER Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.